Morgunblaðið - 04.07.1995, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
nÍH'i&tm
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Grjóthrun á
Óshlíðarvegi
Bolungarvík, Morgunblaðið
Að minnsta kosti þr)ú stór björg
féllu á Óshlíðarveg skömmu fyrir
miðnætti á sunnudagskvöld, veg-
urinn lokaðist þó ekki af þeim
sökum en skemmdir urðu nokkr-
ar á veginum og var hann því
hættulegur vegfarendum.
Björgin féllu á veginn skammt
innan við Óshólavita en þar er
gijótvarnargirðing meðfram
veginum. Töluverðar skemmdar
urðu á grjótvarnargirðingunni
þar sem a.m.k. tvær stálsúlur
brotnuðu er björgin lentu á þeim
og urðu allnokkrar skemmdir á
veginum.
Ekki er vitað til að nokkur
sjónarvottur hafi verið að því er
björgin komu niður en ljost er
að þau komu mjög ofarlega úr
fjallinu.
Lögreglan á Bolungarvík hafði
vakt á staðnum fyrst á eftir til
öryggis fyrir vegfarendur þar
sem hætta getur verið á frekara
hruni eftir að slík björg hafa
gert jarðrask í hlíðinni. I gær
voru skemmdirnar á veginum
lagfærðar.
Það verður að teljast frekar
sjaldgæft að svona stór björg
falli á veginn, grjótvarnargirð-
ingar og vegskála og stafar veg-
farendum lítil hætta af þeim sök-
um.
Sex starar gera usla í íbúð í Vesturbænum
Fuglarnir eins og myndastyttur
þegar að þeim var komið
„AÐKOMAN var hryllileg. íbúðin var í rúst.
Fyrst sá maður ekki fuglana því þeir stóðu
eins og myndastyttur hér og þar,“ segir
maður einn í Vesturbænum, en hann og fjöl-
skylda hans urðu fyrir þeirri óskemmtilegu
lífsreynslu á laugardag að sex starar kom-
ust inn í íbúð þeirrá á fyrstu hæð og settu
allt á annan endann í árangurslausri leit sinni
að útgönguleið. Komust fuglamir inn í gegn-
um 10 metra háan reykháf hússins.
Köttur hrelli fuglana
Fjölskyldan lagði af stað í helgarbíltúr
upp úr hádegi á laugardag. íbúðin er í
tveggja hæða húsi með risi og kjallara og
búa þar tvær fjölskyldur. Um kl. hálffimm
hringdi nágranni á efri hæðinni í bílasíma
fjölskyldunnar og sagði að eitthvað undar-
legt væri að gerast í íbúð þeirra því fuglar
hefðu komist þar inn. Hafði unglingsdóttir
hans séð fugl fljúga á stofuglugga, farið að
athuga málið betur og séð þá blóðslettur á
gluggunum og nokkra fugla flögra um stof-
una.
Fjölskyldan flýtti sér heim og var aðkom-
Staramir stjarfir
af hræðslu
ÆVAR ÖRN Pedersen, fuglafræðingur,
segir ástæðu þess að stararnir, sem sagt
er frá hér á síðunni, hafi líkst myndastytt-
um þegar að þeim var komið vera senni-
lega þá að þeir hafi verið hræddir við
köttinn.
Þekkt sé að fuglar verði stjarfir þegar
hætta steðji að þeim, hvort sem hættan
stafi af ferfætlingum eða stærri fuglum.
an ljót. „Það var engin lykt en það var fugla-
skítur, sót og blóð út um allt,“ segir maður-
inn. „Á málverkum, gardínum, áklæði hús-
gagna, teppum og bókum. Þeir hafa greini-
lega særst þegar þeir flugu á gluggana."
Höfðu fuglarnir flogið um alla efri hæð
íbúðarinnar í árangurslausri leit að útgöngu-
leið. Auk þess hafði köttur fjölskyldunnar
greinilega hrellt þá. Segir maðurinn að kött-
Sex starar virðast
hafa komist niður
skorsteininn, inn um
arinopið og inn í stofu
E
n
urinn hafi líklega ekki náð fuglunum því
ekkert fiður hafi verið að sjá.
Níu tíma tók að
þrífa íbúðina
Þegar fjölskyldan kom heim til sín voru
fimm starrar eftir í íbúðinni. Hafði nágrann-
anum tekist að hleypa einum út utan frá.
Húsráðandinn segir að fuglarnir hafi setið
hingað og þangað um hæðina. Smástund
hafí tekið að fínna alla því þeir létu lítið á
sér kræla. Til dæmis hafi einn fugl setið á
hillu fyrir neðan spegil með gogginn opinn
og ekki hreyfst. Einnig sýndu þeir lítil við-
brögð þegar þeir voru teknir upp og settir
út. Þijá var hægt að taka með höndunum,
en yfir tvo varð að fleygja eldhússtykki til
að geta náð þeim. Um leið og fuglarnir komu
út undir bert loft flugu þeir á brott frelsinu
fegnir.
Þegar búið var að koma fuglunum út tók
það fjórar manneskjur um níu tíma að þrífa
íbúðina hátt og lágt. Þurfti að taka niður
gluggatjöld, taka áklæði af húsgögnum og
þrífa teppi svo eitthvað sé nefnt.
Þegar svo sé geti menn gengið að fuglun-
um og tekið þá upp, enda geri þeir grein-
armun á mönnum og dýrum.
Hann segir sennilegast að um stara
hafi verið að ræða, þeir séu yfirleitt í
skorsteinum húsa og geti smogið inn í
hús á ótrúlegasta hátt. Telur hann að
þetta hafi verið ungir fuglar sem hafi
verið í hreiðri á reykháfnum og hafi þeir
fallið úr því.
Ævar segir að þegar fuglar komist inn
í hús leiti þeir yfirleitt á glugga í leit sinni
að útgönguleið. Oft örmagnist þeir við
það og detti niður.
Háskólinn á Akureyri
Kennt til
BS-prófs
við rekstr-
ardeild
Akureyri, Morgunblaðið
MENNTAMÁLARÁÐHERRA gaf
nýverið út breytingu á reglugerð
fyrir Háskólann á Akureyri.
Breytingin á reglugerðinni varð-
ar fyrirkomulag náms í rekstrar-
deild skólans, en deildarfundur
rekstrardeildar hefur unnið að
skipulagsbreytingum á náminu
sem staðfestar eru í þessari nýju
reglugerð. Helstu breytingarnar
eru þær að nú verður unnt að ljúka
BS-prófi í rekstrarfræði á þremur
árum og verður boðið upp á mis-
munandi námssvið eftir því sem
eftirspum verður og fjárveitingar
gera kleift.
Fimm námssvið
Nú þegar hafa verið skipulögð
við deildina fimm svið, rekstrar-
svið, sjávarútvegssvið, stjórnunar-
svið, markaðssvið og iðnrekstrar-
svið.
Einnig er það nýmæli í reglu-
gerðinni að Háskólanum á Akur-
eyri er í fyrsta skipti heimilað að
bjóða upp á framhaldsnám að
loknu BS-prófí. Framhaldsnámið
er á sviði gæðastjórnunar en
rekstrardeild hefur markað sér þá
sérstöðu í námsframboði undanfar-
in ár að bjóða upp á BS-próf í
gæðastjórnun. Þessi heimild um
framhaldsnámið er mikilvægt
skref í þá átt að efla nám í gæða-
stjórnun við háskólann og gera það
að hluta meistaranáms, t.d. í sam-
vinnu við erlenda háskóla.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, um endurnýjun varnarsamningsins við Bandaríkin
Varavöllur kafbátaleitar-
véla líklega á Egilsstöðum
„ÉG reikna með að Bandaríkja-
menn muni samþykkja að nýta
Egilsstaðaflugvöll sem varaflug-
völl fyrir kafbátaleitarflugvélar.
Allt sem verður til þess að draga
út kostnaði við rekstur þeirra hér
á landi er af hinu góða og jafn-
framt myndi þetta styrkja rekstur-
inn á Egilsstöðum, “ sagði Halldór
Ásgrímsson, utanríkisráðherra, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Halldór sagði í viðtali við Morg-
unblaðið á sunnudag að endur-
skoðun varnarsamningsins frá jan-
úar 1994 væri nú í undirbúningi
og niðurstöðu væri að vænta í
haust, en varnarsamninginn á að
endurskoða fyrir 1. janúar 1996.
„Við höfum átt viðræður við
Bandaríkjamenn undanfarið. Að
því hefur ráðuneytið unnið, en ekki
hafa verið skipaðar sérstakar við-
ræðurnefndir landanna," sagði
ráðherra í gær.
Halldór sagði að markmiðið með
viðræðunum væri fyrst og fremst
að eyða því óvissuástandi, sem nú
ríkti um framhald starfsemi
Bandaríkjahers á Keflavíkurflug-
velli. „Við höfum ýmsar óskir í
þeim efnum, sem ég ætla ekki að
tíunda allar, en þar á meðal teljum
við nauðsynlegt að F-15 vélarnar
verði hér áfram.“
Til góða fyrir völlinn og
Bandaríkjamenn
I viðtalinu á sunnudag sagði
Halldór að hann hefði spurt aðila
á Keflavíkurflugvelli hvort ekki
yrði ódýrara fyrir þá að geta reikn-
að með því að geta nýtt Egillstaða-
flugvöll sem varaflugvöll, í stað
Skotlands. „Þeir hafa lýst því yfír
að þeir telji sig geta notað völlinn
og þetta mál er nú í frekari athug-
un,“ sagði Halldór í gær. „Á Egils-
staðaflugvelli er verið að auka
vaktir og ýmsa þjónustu og eftir
því sem fleiri eru tilbúnir til að
nýta völlinn, þeim mun gagnlegra
er það fyrir starfsemina þar, enda
myndu tekjur vallarins þá aukast.
Við höfum einnig lýst því yfir við
Bandaríkjamenn að við viljum
stuðla að því að kostnaður við
reksturinn í Keflavík minnki. Allur
sparnaður þar er af hinu góða, því
Bandaríkjamenn eru að skera mjög
niður fjárveitingar til varnarmála."
Dregið úr viðbúnaði
Vegna mannaskipta í banda-
ríska utanríkisráðuneytinu náðist
ekki í gær í embættismann þann
er annast samskiptin við ísland.
Fulltrúi ráðuneytisins staðfesti
hins vegar í samtali við Morgun-
blaðið að viðræður um endurnýjun
varnarsamningsins ættu sér stað,
en taldi að ekki væri neinna stórtíð-
inda að vænta af þeim fyrr en í
fyrsta lagi í haust. Hann sagði ljóst
að Bandaríkin væru að draga úr
viðbúnaði sínum í breyttum heimi,
en vildi ekkert tjá sig um þau
ummæli Halldórs í viðtalinu að
F-15 þoturnar væru forsenda þess
að halda uppi eftirlitinu frá Kefla-
víkurstöðinni.
k
<
(
<
<
<
(
i,
(
c
i
(
(
(
(
(
i
(
c
(
(
(
(
(
(
(
(