Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 7
I DAG
Unnið að fegrun í Öskjuhlíðinni
Skulda-
gluggi
þjóðarinnar
SKULDAGLUGGINN var opnað-
ur við Kjötbúr Péturs í Austur-
stræti í gær. Skuldaglugginn er
skjár sem sýnir hversu hratt
skuldir ríkis- og sveitarfélaga
hækka. Hækkunin er nú rúmlega
400 krónur á sekúndu. Viðstadd-
ir opnunina var fjármálaráð-
herra og formaður fjárlaga-
nefndar en það er Samband
ungra sjálfstæðismanna sem
stendur að skjánum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Þorkell
TRJÁKURL borið í göngustíga í Oskjuhlíð í steikjandi sólskini.
Ekki blakti hár á höfði í skjóli trjánna.
Kurlað á göngustíga
HÓPUR reykvískra ungmenna á
aldrinum 16 til 19 ára vinnur að því
leggja göngustíga í Öskjuhlíð og
nota þau tijákurl til ofaníburðar. Tré
og tijágreinar sem til falla eru kurl-
uð niður og síðan er kurlið borið á
göngustígana. Kurlið er mjúkt og
þykir skokkurum þægilegt að hlaupa
á því.
Kurlið er einnig borið á jörð við
áningastaði, þar sem tæki eru fyrir
skokkara og annað íþróttafólk til að
teygja á vöðvum og bana bumbum
sem og þar sem leiktæki eru ætluð
börnum. Hringrás lífsins er þannig
viðhaldið í Oskjuhlíðinni því ella
myndu ttjágreinarnar enda á rusla-
haugum.
Skógrækt hófst í Öskjuhlíðinni
skömmu eftir 1950 og er nú sam-
felldur skógur í vestur- og suðurhlíð
hpnnar. Helstu tijátegundir eru birki,
sitkagreni, bergfura og alaskaösp.
Margar tegundir fugla hreiðra um
sig í hlíðinni, m.a. skógarþrestir, og
bera þeir fræ ýmissa plantna með
sér úr görðum Reykvíkinga s.s. rifs
og reynivið.
Þó Öskjuhlíðin sé hvorki há né
stór er hún heiil heimur út af fyrir
sig. Fjöldi borgarbúa kemur þar dag
hvern og nýtur þess að vera úti í
náttúrunni, hlaupandi, gangandi,
hjólandi eða á bíl, steinsnar frá erli
borgarinnar.
Þar finnast bæði almennar sögu-
minjar og stríðminjar og er þeirra
getið í bókinni Öskjuhlíð, náttúra og
saga sem gefin var út árið 1993.
Meðal þeirra eru mógrafir, húsatóft-
ir bóndabæja frá nítjándu öld og
vegarkafli frá síðustu öld. Stríðsminj-
ar í Öskjuhlíðinni eru flestar í norð-
vestur hlíðinni. Má þar nefna gijót-
hleðslur, gryfjur fyrir eldneyt-
isgeyma, neyðarstjórnstöð og steypt
skotbyrgi en eins og oft er er sjón
sögu ríkari.
TRJÁGREINAR kurlaðar niður í Öskjuhlíðinni í blíðskapar-
veðri. Unga fólkið sleikti sólskinið í fyrsta skipti í sumar en
hingað til hefur það þurft að nota regnfatnaðinn óspart.
Skullu saman
á blindhæð
TVEIR bílar rákust saman á blind-
hæð í Heiðmörk á laugardags-
kvöld. Farþegi í öðrum bílnum
slasaðist lítillega.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Hafnarfirði áttu hlut
að máli pallbíll og splunkunýr
fólksbíll, sem aðeins hafði verið
keyrður 500 km. Pallbílnum var
ekið yfir á rangan vegarhelming
og lentu bílarnir saman á blind-
hæðinni. Farþegi í fólksbílnum
meiddist á baki en fór sjálfur á
slysadeild.
Þyrlan sótti
slasaðan mann
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar,
TF-SIF, sótti slasaðan mann í
Kerlingarfjöll skömmu eftir mið-
nætti aðfaranótt sunnudags.
Maðurinn mun hafa dottið af
vélsleða og slasast á baki. Þyrlan
lenti við Borgarspítalann rétt fyrir
klukkan hálftvö.
Á sunnudag var flak flugvélar-
innar TF-VEN, sem fórst í Geita-
hlíð við Kieifarvatn á föstudag,
sótt með þyrlunni og flutt til
Reykjavíkur.
Nauðlenti á
veginum við
Geysi
Selfossi. Morgnnblaðið
FLUGMANNI lítillar eins
hreyfils flugvélar tókst giftusam-
lega að nauðlenda á veginum um
5 km frá Geysi í Haukadal. Vélar-
bilun hafði orðið í vélinni og við
nánari skoðun á jörðu niðri kom
í ljós að ventill í vélinni hafði gef-
ið sig. Umferð var lítil þegar lend-
ingin átti sér stað og því auðveld-
ara um vik en ella. Í lendingunni
rakst annar vængur vélarinnar á
umferðarmerki. Vélin var síðan
tekin á bíl og flutt í burtu.
Einn farþegi var með flugmann-
inum í vélinni og voru þeir á leið
á ættarmót í Reykholti. Vélin er
frá Keflavíkurflugvelli.
Innflutningur frá
Norður-Ameríku
Innflutningur frá Norður-Ameríku er í öruggum höndum hjá Eimskip. Goðafoss og
Skógafoss sigla nú á tveggja vikna fresti milli íslands og fimm hafna í Norður-
Ameríku. Innflutningshafnir okkar eru í Boston, New York og Norfolk í Bandaríkjunum,
Halifax í Kanada og St. John's á Nýfundnalandi.
í rúm áttatíu ár hafa Ameríkuskip Eimskips verið traustur hlekkur í viðskiptum íslands
og Vesturheims. Hér eftir sem hingað til höfum við að leiðarljósi víðtæka og j
persónulega þjónustu í þína þágu.
„Hjá innflutningsdeild og skrifstofu Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir i flutninga-
Eimskips í Norfolk og St. John's, býðst þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands-
þér fyrsta flokks þjónusta við innflutning flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis.
frá Norður-Ameríku."
Netfang: mottaka@eimskip.is
Garðar porsteinsson,
forstöðumaður í Norfolk
EIMSKIP
Sími 525 7000 • Fax 525 7179