Morgunblaðið - 04.07.1995, Page 19

Morgunblaðið - 04.07.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 19 ERLENT Tæplega fjögurhundruð manna enn saknað í Seoul '■Reuter ÆTTINGJAR eins þeirra, sem létu lífið er verslunarhús hrundi í Seoul, syrgja hinn látna. 112 lík hafa fundist í rústunum en tæplega 400 manns er enn saknað. Hungur blasir við íbúum Bihac og Sarajevo Sarajevo. Reuter. MIKLAR hörmungar kunna að vera fyrir dyrum í Sarajevo og Bihac þar sem hjálpargögn eru á þrotum og ekkert útlit fyrir að úr rætist, að sögn talsmanna flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna (SÞ). Bosníu-Serbar hafa aðeins hleypt einni bilajest til Sarajevo á rúmum mánuði og flug með mat- væli og bjálpargögn hefur legið niðri í þijá mánuði. Vonlitlir um úrbætur Skipulegir flutningar til Bihac hafa legið niðri með öllu í apríl og maí en þangað hefur þó ein og ein bílalest náð með takmarkaðar birgðir þó. Starfsmenn SÞ telja nánast engar líkur á úrbótum, annars vegar vegna tilrauna stjórnarhersins til þess að aflétta umsátri Bosníu-Serba um Sarajevo og hins vegar vegna stífra skilyrða Serba fyrir slikum flutningum um yfirráðasvæði þeirra. Talsmaður flóttamannahjálpar SÞ sagði, að 30.000 íbúar Bihac væru komnir að hungurmörkum. Aldraður maður, sem sagður var of stoltur til að betla sér matar, og ung stúlka dóu úr hungri í Bi- hac í síðustu viku, en því var hald- ið fram af hálfu fulltrúa SÞ að koma hefði mátt í veg fyrir dauða þeirra hefðu þau leitað eftir hjálp. Fulltrúar gæslusveita SÞ reyndu í gær að svara með viðeigandi hætti árásum Bosníu-Serba á bíla- lestar SÞ og sprengjuárás á höfuð- stöðvar stofnunarinnar í Sarajevo um helgina. Skotið var á þijár sveitir franskra gæsluliða í nágrenni Sarajevo í fyrrinótt og var því svarað með stórskotaliðsárásum á stöðvar Bos- níu-Serba. Þeir hafa hert árásir á Sarajevo undanfarin dægur. Nær eiigin von til að finna fleiri á lífi Seoul. Reuter. NÆR engin von er nú talin til þess að fleiri finnist á lífi í rústum verslunarhúss sem hrundi á fimmtudag í Seoul í Suður-Kóreu. í gær höfðu engir fundist á lífi í tvo sólarhringa og telja menn nú fullvíst að þau hundruð manna, sem enn er saknað, séu látin. I kjölfar þessa harmleiks hefur mik- ill ótti gripið um sig á meðal fólks sem býr í háhýsum en það óttast að fleiri hús kunni að hrynja vegna þess að öryggisreglum hefur ekki verið sinnt. „í dag heyrðust engar raddir eða hljóð. Það var ekkert merki um líf,“ sagði einn björgunar- manna. 22 ára kona sem fannst á lífi í rústunum á sunnudag lést sama dag af sárum sínum og dró það mjög úr vonum manna um að finna fleiri á lífi. Hins vegar fundust fimm lík og er fjöldi lát- inna nú kominn upp í 112 en 381 er enn saknað. Þá eru um 200 af þeim 900 sem hafa fundist á lífi, alvarlega slasaðir. Reiðir aðstandendur Útfarir 48 fórnarlamba fóru fram í gær en mörg líkanna sem fundist hafa, eru svo illa farin að útilokað er að bera kennsl á þau. Aðstandendur þeirra sem sakn- að er, eru reiðir vegna þess hversu seint leitin hefur gengið. Hafa margir þeirra krafist þess að stór- virkar vinnuvélar verði notaðar við leitina en aðrir hafa mótmælt því harðlega, þar sem leitarmenn hafi einbeitt sér að ákveðnum stöðum en ekki kannað aðra til hlítar. Forsætisráðherra landsins, Lee Hong-koo, fyrirskipaði í gær að komið yrði á fót sérstökum björgunarsveitum, auk þess sem hann krafðist þess að viðurlög yrðu hert við brotum á öryggis- reglum varðandi hönnum, bygg- ingu og viðhald húsa. Stjórnarskipti í Tælandi Bangkok. Reuter. ÞINGKOSNINGAR voru í Tælandi á sunnudag og vann helsti flokkur stjórnarandstæðinga, Tælenski þjóðarflokkurinn undir forystu Banharns Silpa-archa, mikinn sig- ur. Hann hlaut 92 af alls 391 þing- sætum. Lýðræðisflokkur Chuans Le- ekpais forsætisráðherra varð að sætta sig við annað sætið, fékk 86 sæti. Banharn sagðist í gær sennilega mynda nýja ríkisstjórn strax í þessari viku þar sem hann vildi ekki að pólitískt tómarúm yrði of lengi við lýði. Yfirleitt ekki ágreiningur um grundvallaratriði Kosningaþátttaka var rúm 62% eða nær hin sama og síðast er kosið var, árið 1992. Verðfall varð á verðbréfamörk- uðum í Bangkok er úrslit urðu ljós og sögðu heimildarmenn að ástæð- an væri óvissa um efnahagsstefnu Banharns. I kosningabaráttunni hét hann að beijast gegn fátækt, gera Tæland að miðstöð viðskipta á Indókínaskaga, bæta stjórnarf- arið, dreifa valdi og veita fé til landsbyggðarinnar. Banharn sagði í gær að hann myndi ef til vill taka menn utan þings inn í stjórn sína og sagðist ekki myndu breyta stefnunni í sumum málum þar sem vel hefði tekist til hjá fráfarandi stjórn. Stjórnmálaflokka í Tælandi greinir yfirleitt ekki á um grundvallar- sjónarmið og er búist við að í stjórn Banharns verði sex flokkar með alls 215 þingsæti. ÞRJÁR GOÐAR Á GÓLFIÐ 15.409 Aíb. ver& S I r V 8 Ryksuga 7200 1300 W mótor. Stillanlegur sogkraftur. Fjórföld míkrósía. Pokastærð 4 L. Inndraganleg snúra. 18720Afb. verð Lengjanlegt rör. Ryksuga 7100 1300 W mótor. Stillanlegur sogkraftur. Fjórföld míkrósía. Pokastærð 4 L. Inndraganleg snúra. 16730 Afb. verð Ryksuga 7400 1400 W mótor. Stillanlegur sogkraftur. Sexföld míkrósía og ultra filter. Inndraganleg snúra. Lengjanlegt rör. Pokastærð 4 L. 03 03 o u BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 8. Sími 38820

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.