Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ1995 21
Handgerðir hlutir
MYNPOST
Gallcrí Úmbra
MÁLVERK
Pirkko Rantatorikka
Opið þriðjud.-laugard. kl. 13-18
ogsunnud. kl. 14-18 til ll.júlí.
Aðgangur ókeypis
FRÁ örófi alda hefur myndlistin
lengstum mótast mest af tveimur
þáttum. Annars vegar hefur það
verið helgun lífsins, bæði þessa
heims og annars, og hins vegar
vegsömun hins hversdagslega, þess
daglega lífs sem hefur verið uppi-
staða vinnudagsins hjá hverjum
manni í gegnum aldirnar.
Helgun hins trúarlega og dásöm-
un annars lífs var lengst af mest
áberandi þáttur myndlistarinnar, að
minnsta kosti á opinberum vett-
vangi - í kirkjum, höllum höfðingj-
anna o.s.frv. En snemma veitti
myndlistin víða athyglisverða og
óvænta innsýn í hið daglega líf
fólksins, þar sem það er að sinna
störfum hversdagsins í bæjum, til
sjávar og sveita. í lýsingum ís-
lenskra handrita frá miðöldum má
víða finna dæmi þessa, og svo er
einnig víða erlendis í húsaskreyting-
um, veggteppum og í útskurði hús-
gagna jafnt sem í handritum og
bókum; nægir að nefna hinn ríku-
lega árshring sem Limburg-bræð-
urnir skópu fyrir hertogann af Berry
í uphafi 15. aldar sem eina fegurstu
lýsingu hversdagsins sem til hefur
orðið í listasögunni.
Finnska iistakonan Pirkko Rant-
atorikka vinnur út frá þessum
grunni í þeim myndum, sem hún
sýnir hér. Listakonan útskrifaðist
frá Listaakademíunni í Helsinki
1982, og hefur frá þeim tíma haldið
nokkurn fjölda einkasýninga, eink-
um í heimalandi sínu, en einnig tek-
ið þátt í samsýningum víðar um
lönd, en hún býr og starfar í Hels-
inki.
Viðfangsefni myndanna á sýning-
unni er fyrst og fremst handverkið
og hin daglegu störf. Pirkko byggir
verk sín annars vegar á myndlistar-
arfi aldanna, en hins vegar á verk-
færum iðnbyltingarinnar, en um
þennan grunn sinn segir hún m.a.
í sýningarskrá:
„Það sem vakti áhuga minn á
miðalda tréristum er hin einfalda
og hreina lýsing á hversdagslegu
lífi og starfi. Enn er þörf á hand-
verki, við notkun véla og áhalda
þessarar aldar, en í því er fólgið
ákveðið hlutleysi og hagnýt fegurð."
Listakonan sýnir hér alls fimmtán
myndir sem hún hefur unnið á hand-
gerðan pappír, en myndirnar skipt-
ast í sjö heildir sem snúa að landbún-
aðarstörfum, bjórgerð, uppfræðslu,
viðskiptum, smíðum o.s.frv. Hveija
mynd byggir hún annars vegar á
því einfalda myndmáli, sem má
finna í tréristum frá miðöldum af
slíkum myndefnum, og hins vegar
á mynd nútímalegri verkfæra, sem
eins og lýstur niður í fletina, umvaf-
in hvítum bjarma.
Hver mynd er unnin á ákveðnu
litsviði, sem ræður heildarsvip flat-
arins; þannig eru fjórar myndir sam-
an undir titlinum „Agriculture“
(Landbúnaður), og er hver þeirra
byggð á einum lit - rauðum, bláum,
gulum eða grænum. Þar sem mis-
munandi ,störf eru sýnd í hvetjum
fleti, verða tengsl verkanna og lit-
anna einnig til að styrkja heildina.
Þessi litasvið eiga þó til að verða
of ráðandi í sumum verkanna,
þannig að myndbygging og við-
Lífið er Abbalag
Afmælis-
diskur frá
Seyðisfirði
SEYÐFIRÐINGAR fagna 100
ára afmæli kaupstaðarins um
þessar mundir og kom meðal
annars út geisladiskur af því
tilefni fyrir skemmstu.
Diskurinn heitir Seyðisfjörður
100 ára og á honum eru lög
og textar eftir Seyðfirðinga.
Einar Bragi Bragason, sem
var umsjónarmaður útgáfunn-
ar mað Aðalheiði Borgþórs-
dóttur, segir að upphafið að
útgáfunni hafi verið þegar
Aðalheiður var beðin að semja
afmælislag í tilefni af 100 ára
afmælinu. Þetta hafi síðan
smám saman undið upp á sig
og loks hafi verið tekin
ákvörðun um að safna á einn
disk lögum þar sem ýmist lag-
ið væri eftir Seyðfirðing, eða
textinn. „Með á disknum er
einnig lagið Þú ert ung eftir
Gylfa Gunnarsson, sem hefur
verið einskonar partíþjóðsöng-
ur Seyðfirðinga í áraraðir, það
kunna það allir hér, en lagið
hefur aldrei komið út. Gylfi
syngur lagið þó ekki sé hann
Seyðfirðingur, en allir aðrir
flytjendur eru seyðfirskir.“
Heimildardiskur
Einar Bragi segir að diskur-
inn sé hugsaður sem einskon-
ar heimildardiskur um tónlist-
arlíf á Seyðisfirði sem sé mjög
íjölskrúðugt og líflegt, „allt
frá gleðipönki í kirkjukór".
„Það er mikið mikið líf í tón-
listinni á Seyðisfirði og virkt,“
segir Einar Bragi, „hér eru
jassnámskeið, starfandi lúðra-
sveit og barnakór, kirkjukór
og karlakór og svo má ekki
gleyma bílskúrssveitunum."
Utgáfutónleikar á disknum
voru 17. júní og segir Einar
Bragi að flytjendur hafi verið
80 og gestir 250.
KVIKMYNPIR
II á s k ó I a b í ó / B o r g a r -
bíó Akurcyri
BRÚÐKAUP MURIEL
„MURIEL’S WEDDING“
★ ★ ★
Leikstjóri og handritshöfundur: P. J. Hog-
an. Aðalhlutverk: Toni Collette, Bill Hunter
og Rachel Griffiths. Ciby 2000.1994.
ÁSTRALIR eru lunknir gaman-
myndamenn eins og við þekkjum
m.a. af Krókódíla Dundee en ný-
verið af klæðskiptingagríninu um
Pricillu og eyðimerkurdrottning-
arnar og þessari hér, Brúðkaup
Muriel. Tvær síðarnefndu eiga það
sameiginlegt fyrir utan góðan ný-
lenduhúmor, að vilja líta á h'fið sem
Abbalag. Myndin um Muriel geng-
ur svo langt að finna dýpri merk-
ingu í smellum sænsku súpersveit-
arinnar um tilgang lífsins. Allur
þessi áhugi í Ástralíu á Abba er
óskilanlegur en hann knýr gaman-
mynd eins og „Muriel“ áfram og
er sannarlega ómissandi þáttur í
stemmningunni í kringum titilper-
sónuna, ólaglega og þybbna stelpu
sem dreymir um að lifa í einhvers-
konar Abbalagi þar sem allir eru
„Dancing Queen“. Og mest dreym-
ir hana um að giftast, sem er nokk-
uð erfiðara mál því fáir ef nokkur
vill líta við henni.
Brúðkaup Muriel, sem eins gæti
heitið Tvö brúðkaup og jarðarför,
er fjörug og galsafengin og oft
sprenghlægileg öskubuskusaga og
úttekt á lífi utangarðsstelpunnar
sem kemst ekki í klíkurnar af því
GUÐNI Franzson klarinettuleikari
og Gerrit Schuil píanóleikari halda
tónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld
kl. 20.30.
Brahms og Schumann eiga verkin
á tónleikunum. Schumann var giftur
Clöru Wieck sem var píanóleikari og
tónskáld, en jafnframt dóttir læriföð-
ur Schumanns. Brahms var einhleyp-
ur en kynni hans af Sehumann-hjón-
unum höfðu dúpstæð áhrif á líf hans.
Gagnkvæm virðing og vinátta var
milli tónskáldanna, en ekki var síðri
vináttan milli Clöru og Brahms og
eftir lát Schumanns héldust vinabönd
þeirra svo lengi sem þau bæði lifðu.
Hver voru áhrif Clöru á verk þess-
hún er ekki eins sæt og vinkonurn-
ar, kemst aldrei á séns af því hún
er ekki nógu falleg og kemst
reyndar ekki úr sporunum öðruvísi
en að ljúga, svíkja og stela. Leik-
stjórinn og handritshöfundurinn,
P. J. Hogan, finnur henni félags-
skap við hæfi. Stelpuklíkan sem
hafnar henni er frábærlega sam-
ansettur hópur af ómerkilegum
tæfum svo áferðafallegar að utan
en gersamlega forljótar hið innra.
Fjölskylda Muriel er harmsaga út
af fyrir sig. Pabbinn- er spilltur
pólitíkus sem hefur mikinn ama
af fjölskyldu sinni og lætur hana
vita af því, börnin eru hópur svip-
ljótra auðnuleysingja og móðirin
ætti að vera komin í hendur geð-
lækna fyrir mörgum árum. Svo
það er kannski ekki nema von að
Muriel fínni skjól í Abba og láti
sig dreyma um Fernando.
Það er alvarlegur undirtónn í
sögunni af Muriel sem gerir hana
meira en bara farsa og Hogan
gætir sin að fara smekklega með
það í samhengi við grínið og gam-
anið og sleppur ágætlega frá því.
Hann fer blessunarlega ekki útí
neina Hollywoodtakta í lýsingu á
leit Muriel að sínum innra manni
og sátt við tilveruna og nær frá-
bærum leik úr öllum hlutaðeig-
andi, sem eru mjög svo innstilltir
á húmorinn. Því Brúðkaup Muriel
er fyrst og fremst grín og glens
og Ábbaskens þar sem „sæta“ lið-
ið fær á baukinn en „ljóta“ liðið
uppreisn æra. Það ættu allir að
geta hlegið með.
ara snillinga? Það er spurning sem
gaman er að velta fyrir sér og því
hefur efnisskráin fengið vinnuheitið
„Hvar er Clara?“. Eftir Brahms verða
fluttar Sónöturnar tvær op. 120 (nr.
1 og 2) en eftir Schumann Fantasi-
stykki op. 73 og Rómönsur op. 94.
Guðni lauk námi frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík 1984 og stundaði
síðar framhaldsnám í Hollandi. Guðni
kemur reglulega fram sem einleikari
víðsvegar í Evrópu.
Gerrit Schuil er píanóleikari og
hljómsveitarstjóri, fæddur í Hollandi
en nú búsettur á íslandi. Hann hóf
tónlistarnám fimm ára gamall og
hélt sína fyrstu tónleika níu ára.
Arnaldur Indriðason
Áhrif Clöru á Brahms
og Schumann
fangsefni fá ekki fyllilega notið sín.
Þau verkfæri sem Pirkko setur
inn í myndirnar eru ekki hin full-
komnu tæki nútímans, þar sem
sjálfvirk tölvu- og Ieysigeislatækni
hefur leyst fyrri aðferðir iðnaðar af
hólmi, heldur hin þunga undirstaða
þeirra framleiðsluhátta, sem byggðu
enn að nokkru á handaflinu - skrúf-
stykki, spil, bandsagir og hamrar.
Þannig er maðurinn enn þungamiðja
vinnunnar hér, og þannig haldið
fast í þá rómantísku ímynd hins
vinnandi manns sem framleiðir
handgerða hluti í sveita síns and-
lits, en það er ferli sem nútíminn
hefur að mestu dæmt úr leik á þess-
um síðustu áratugum aldarinnar.
Með verktækni sinni vísar lista-
konan til tréristunnar, sem hún
sækir fyrirmyndir til. Hún setur lit-
inn á flötinn með stuttum, aðgreind-
um pensilförum, sem minna í senn
á tréskurð jafnt sem vinnubrögð
síð-impressionistanna og ýmissa
meðal þýskra expressionista í upp-
hafi aldarinnar. Þessi grófa tækni
skilar oftar en ekki lifandi myndum,
sem væru eflaust nokkuð klisju-
kenndar, ef þær væru gerðar með
hefðbundnum hætti.
Þessi litla sýning er að öllu sögðu
ánægjulegt framlag í sýningarflóru
sumarsins, og vel þess virði að líta
inn.
Eiríkur Þorláksson
Kórstjórn-
endanámskeið
DAGANA 21. - 25. ágúst næstkom-
andi verður haldið í Skálholti nám-
skeið fyrir kórstjórnendur.
Aðalleiðbeinandinn er bandarísk-
ur kennari við Westminster Choir
College í Princeton, Mark Ander-
son, en hann kemur hingað fyrir
tilstilli Sue Ellen Page. •
Auk kórstjórnar verður leiðbeint
um undirleik við létt lög og sálma-
lög, raddbeitingu, ytra skipulag
kórstarfsins og þátttöku barnakóra
í helgihaldinu. Upplýsingar gefur
Margrét Bóasdóttir í Skálholti.
Morgunblaöið/Þorkell
Móðir mín í
kví, kví
SÝNINGIN „Stíllinn í list Ásmund-
ar Sveinssonar“ stendur um þessar
mundir yfír í Ásmundarsafni. Röng
mynd fylgdi gagnrýni Eiríks Þor-
lákssonar á dögunum og birtist sú
rétta hér, af verkinu „Móðir mín í
kví, kví“ frá árinu 1943, um leið
og beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Stéttin
erfyrsta
skrefiö
iim...
Mitóðúrval
afhellum
og steinum.
Mjöggottverð.
SIÍTT
HELLUSTEYPA
HYRJARHÖFÐI 8
112 REYKJAVÍK
SÍMI 577 1700-FAX 577 1701
úmmlmdlsferéir
/ -> { /// / f //'
■ Á slóðir Eiríks rauða. Þriggja daga ferðir alla þriðjudaga til 22. ágúst.
i Veiðiferðir til Suður Grænlands í júlí, ágúst og september.
l Golfferðir 60 kílómetra norðan heimskautsbaugs.
■ Gönguferðir um Suður Grænland og Syðri-Straumfjörð.
i Skipuleggjum einnig sérstakar ferðir fyrir hópa og einstaklinga,
■ Leitið upplýsinga. 1
Ferðaskrlfstofa
GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF.
Borgartúni 34, sími 551 1515