Morgunblaðið - 04.07.1995, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Rasisti - eða grínisti?
Ég hef áður verið rægð-
ur opinberlega, segir
Þorsteinn Thoraren-
í ævintýraferð með Trillunum
1 hættulegum heimi
NÝ OG reynslulítil fréttastúlka,
Kolfmna Baldvinsdóttir, hefur ráðist
á mig og Pjölva fyrir „rasisma“ og
hatur á Aröbum. Tilefnið er grínakt-
ug setning á kápunni á galsafeng-
inni gamansögu, sem ég gaf út fyrir
fimm árum. Framkoma stúlkunnar
er allt í senn; lágkúruleg, heimskuleg
og dónaleg og standa gamanyrði mín
engan veginn undir ásökunum henn-
ar.
Málsatvik: Fyrir nokkru samdi
Stöð 2 við spænskan höfund bókanna
Trillumar þrjár (Las tres mellizas)
um sjónvarpsþætti eftir þeim. Ég
hafði áður þýtt og gefið út sjö
Trillubækur. Þær náðu vinsældum
og það hefur sjálfsagt ráðið því að
Stöð 2 valdi þær til flutnings.
Fyrir alllöngu hafði starfsmaður
Stöðvar 2 samband við mig, - erind-
ið var að biðja mig leyfis að mega
notfæra sér þýðingu mína á Trillu-
bókunum, - að sníkja af mér ókeyp-
is notkun á hugverki mínu, en ég
brást við hinn ljúfasti, óskaði þeim
alls góðs og þeir þyrftu ekkert að
vera hræddir um að ég sendi þeim
stóra reikninga, þó ég gerði engan
bindandi samning um það.
Nú líður og bíður og nálgast birt-
ingartíma. Þá kemur höfundur
Trillanna, Roser Capdevila, í heim-
sókn til Island.
Svo veit ég ekki fyrr tii en mér
berast boð, föstudaginn 23. júní, þar
sem ég var ekki nálægt síma. Boð
um að Kolfinna einhver á Stöð 2
vilji áríðandi ná í mig vegna viðtals
við spænsku skáldkonuna, þar sem
fjallað verði um ákveðin ummæli mín
um Araba og ég þurfi að standa
fyrir máli mínu, annars verði ég og
Fjölvaútgáfan fyrir álitshnekki.
Þegar ég komst í síma síðar um
daginn fæ ég að vita mér til mestu
furðu hvemig í máli þessu liggi. Ég
gaf út fyrir fimm árum fjórar „Ævin-
týra-Trillur“ þar sem litlu stelpurnar
hlaupa inn í ólíklegustu
ævintýri fyrir tilverknað
nornarinnar Galdra-
Grímu og verða þess
valdandi að ævintýrun-
um er oft snúið alger-
lega við og verður úr
þvl fullkomið grín. Þess-
ar fjórar voru um Nýju
fötin keisarans, Rauð-
hettu, Prinsessuna á
bauninni og Alí Baba
og 40 ræningjana. Æv-
intýrin era að mínu áliti
frábær fyrir taumlaust
hugmyndaflug og grín og dró ég
víst' ekki úr galsanum í þýðingunni
með margvíslegum skáldaleyfum.
Þar að auki setti ég saman skringi-
legar skýringar á kápum og innan á
spjöldum, sem venjan er að séu alveg
á ábyrgð útgefanda og veit hver
maður sem nokkuð inngrip hefur í
bókaútgáfu að slíkir textar era ekki
verk höfundar.
Innan á spjaldi einnar bókarinnar
gaf ég til kynna að sagan af Alí
Baba tekin úr Þúsund og einni nótt
væri kannski einum of svakaleg, þar
sem 40 ræningjar væru kæfðir með
sjóðandi olíu, en bætti svo við í sama
galsanum og gagntekur allar þessar
bækur: „Svona geta þeir verið
grimmir og era enn í dag þessir
Arabar, en þeir trúa á einn Guð, sem
þeir kalla Alla og er Múhameð spá-
maður hans.“ Svo mörg vora þau
orð og er auðvitað fráleitt að gera
nokkurt veður út af þeim.
En nú tjáði Kolfinna þessi mér að
Roser Capdevila hefði í sjónvarpsvið-
tali afneitað að hafa nokkurn tímann
skrifað þessi orð og þar með vildi
Kolfinna snúa þessari „hræðilegu"
sök yfir á mig, hvort ég hefði falsað
texta skáldkonunnar og hvort ég
væri rasisti og Arabahatari?
Mér hreinlega vafðist tunga um
tönn? Hvort ég væri rasisti? Eða
Arabahatari! Ég gat
búist við að næsta
spuming yrði: „Er það
rétt að þú lemjir konuna
þína, - já eða nei?“ Ég
þakkaði Kolfinnu fyrir
að gefa mér tækifæri
til að svara fyrir mig,
en bað um smáfrest, þá
skyldi ég setja í skyndi
saman athugasemd til
andsvara og hana sendi
ég með faxtæki
skömmu síðar og hafði
þá gengið úr skugga
um að Kolfinna væri
viðstödd til að taka við
skeytinu.
í svari mínu gerði ég
lítið úr klausunni um grimmd Araba,
sem um var getið, árásin á mig út
frá henni væri svo fáránleg og
móðursýkiskennd, að hún væri ekki
einu sinni svaraverð.
Hitt lagði ég áherslu á að hrinda
með rökum þeim rógi að ég væri
Arabahatari. Ég þurfti ekki annaö
en að benda á það að fyrir fáum
árum fékk ég séra Rögnvald Finn-
bogason og Svein Rúnar lækni, for-
gangsmann í félagi Arabavina, til
að ferðast til Palestínu að verulegu
leyti á kostnað Fjölva til að kynna
sér kjör hinna kúguðu Araba. í fram-
haldi af því gaf ég út mikið rit séra
Rögnvaldar, sem kallaðist „Jerúsal-
em - Talandi steinar,“ eina bókin
sem komið hefur út á íslensku með
heildarapplýsingum um þær hörm-
ungar sem Arabar hafa mátt þola.
Þeir, séra Rögnvaldur og Sveinn
Rúnar, gætu vitnað um það hve mik-
ill Araba-hatari ég er, þeir ættu að
muna hve logandi af áhuga ég var
að láta rödd Araba heyrast. I bók-
inni er einnig langur kafli eftir Elías
Davíðsson, annáll um þær hörmung-
ar sem Arabar hafa orðið að þola.
(Bókin var á sínum tíma send Stöð
2 til kynningar en þeir höfðu engan
áhuga á að minnast einu orði á hana.)
Fyrir nokkru tilkynnti ég um
stórátak Fjölva að gefa út landkynn-
sen, og fer fram á
afsökunarbeiðni frá
Kolfinnu Baldvinsdóttur
og Stöð 2.
ingarbók um ísland á níu tungumál-
um, og skýrði frá því að í ráði væri
að gefa hana næst út á arabísku.
Til undirbúnings því er Fjölvi nú að
fá arabískt letur inn á PowerMac
sinn, líklega fyrsta arabíska fontinn
sem þekkist hér á landi, en sjálfur
hefur ég nokkuð grúskað í arabísku.
(Tilkynning um þetta var líka send
Stöð 2 fyrir nokkra en þar var held-
ur enginn áhugi á að lýsa þessu
óvenjulega framtaki.)
Enn vil ég bæta því við að Fjölvi
er nú að vinna að þýðingu og útgáfu
á ævisögu Arafats, miklu riti um
ævi þessa mikilhæfa leiðtoga og
verður hún að líkindum samfara út-
gáfu á sjálfsævisögu Nelsons Mand-
ela - um tvo mikilsvirta þjóðarleið-
toga og frelsishetjur. - Svona er ég
nú mikill Arabahatari! Og þá má
heldur ekki gleyma því að Fjölvi gaf
út 1.240 frumsamda málshætti
Svérris Stormskers „að hætti Hús-
seins og bomir fram á Arafati!"
Þegar Stöð 2 flutti frétt sína, kom
mér á óvart, að ekki var minnst einu
orði á andsvör mín, loforð var svikið
um að gefa mér tækifæri til að veija
mig gegn rógi og mannorðsspjöllum,
sem er stóralvarlegt mál hjá voldug-
um Ijölmiðli.
En ekki nóg með það, því að nú
kom í ljós að þessi starfskona Stöðv-
ar 2 fór Iúalega að með leiðandi
spumingum við hinn spánska gisti-
vin. Þessi litla klausa um grimmd
Arabanna var gerð að aðalatriði
fréttarinnar og gengið hart að hinni
spænsku konu, hvort hún hefði skrif-
að þessi hræðilegu orð og strax ráð-
ist á hana og hún spurð hvort hún
væri rasisti. Spánska skáldkonan
vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið
og bar það auðvitað algerlega af sér
Þorsteinn
Thorarensen
að hún hefði skrifað þessi orð sem
voru túlkuð svo hræðileg fyrir henni.
Þannig vora henni eftir leiðandi að-
stæðum hreinlega lögð orð í munn.
Þetta vora ekki skoðanir hennar,
heldur spyijandans, sem -beitti hana
viðræðuþvingun. Spyijandinn var
líka svo fáfróður að vita ekki að út-
gefendur en ekki höfundar bera
ábyrgð á káputexta.
Henni brá svo við dónaskap
fréttastúlkunnar, sem þóttist hafa
ætlað að sýna henni elskusemi og
vinsemd en beraði þess í stað varga-
tennur - að hún sagðist í fátinu
ekki einu sinni hafa vitað að þessar
bækur hefðu verið þýddar á ís-
lensku! Þó var það allt samnings-
bundið við Fjölva og bækurnar
prentaðar hjá hennar eigin útgáfu
í Barselóna. Og úr því að hún bar
þennan „ósóma“ af sér, lýsti Kol-
finna því yfir beinum orðum að það
væri þá Þorsteinn Thorarensen sem
hefði sviksamlega skotið þessari
setningu inn, án leyfis höfundar, og
væri Þorsteinn og Fjölvaútgáfan
sýnilega verstu rasistar.
Þetta sýnir fáfræði fréttakonunn-
ar glorrandi yfir að hafa tekist að
búa til ógurlega æsifrétt. En Stöð
2 ber jafnframt ábyrgð á saknæmu
atferli hennar.
Ég hef áður verið rægður opinber-
lega. Það gerði Björn Th. Björnsson
„listfræðingur" dólgslega í opinberu
ávarpi á hátíðastund. Hann reið
ekki feitum hesti frá því, allt hrakið
ofan í hann með ýtarlegum rök-
semdum og hann gerði sig að minni
manni með því að þora ekki að rök-
ræða málið eða biðja mig afsökunar
fyrir sannanlegan róg. Það var ekki
fyrr en seinna sem einhver sagði
mér að hann væri ekki einu sinni
listfræðingur þó hann þættist það,
heidur bara fúskari eins og ég. Síð-
an kalla ég hann „listfræðing innan
gæsalappa“ og á ennþá inni afsökun
frá honum fyrir rógburð hans.
Og rógburður Kolfinnu Baldvins-
dóttur mun heldur ekki verða henni
til mikils sóma. Ég geri þá kröfu til
hennar og Stöðvar 2 að þau biðji
mig afsökunar á þessum fáheyrða
dónaskap.
Höfundur er rithöfundur og
bókaútgcfandi.
Getur sveitarfélag
orðið gjaldþrota?
ÁRSREIKNINGUR Kópavogs-
bæjar fyrir árið 1994 hefur nú verið
lagður fram og verður afgreiddur
27. júní. Þessi reikningur er staðfest-
ing á þeirri Ijármálaóreiðu eða
kannski ætti frekar að nota orðið
fjárfestingarfyllirí, sem meirihluti
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks
hefur rekið í Kópavogi, frá því að
hann tók við völdum í júní 1990. Á
þessum 5 árum hefur meirihlutanum
tekist að koma fjárhag Kópavogs-
bæjar gjörsamlega í rúst. En verst
af öllu er þó, að núverandi stjórnend-
um bæjarins er nákvæmlega sama
um þessa fjárhagsstöðu, og segja
aðeins að þeir séu að fjárfesta fyrir
framtíðina. Lítum á nokkrar stað-
reyndir: Rangar áætlanir
Þegar aðalskipulag Kópavogs var
endurskoðað 1992, spáði hinn póli-
tíski meirihluti bæjarstjórnar því, að
bæjarbúum myndi fjölga um 800
manns á ári næstu árin. Þessi spá
gat aldrei staðist, og á það benti
undirritaður margsinnis við umræð-
ur í bæjarstjórn. Þessi fjölgunarspá
var ekki í neinu samræmi við raun-
veraleikann, og eftir á að hyggja sér
maður, að raunveruleiki eða hags-
munir Kópavogs, voru ekki í huga
þeirra er hér stjórna. Hverra hags-
muna voru menn að gæta?
Á þeim 3 árum sem liðin eru frá
endurskoðun aðalskipulagsins, hefur
Kópavogsbúum fjölgað um 796, en
sú tala nær ekki einu sinni þeirri
ársfjölgun sem hinn pólitíski meiri-
hluti spáði að myndi verða. Þessi
vitlausa spá hefur hins vegar orðið
til þess, að hundruðum milljóna
króna hefur verið eytt
í landakaup og lagn-
ingu holræsa og vega,
sem ekki munu skila
bænum neinu í tekjur
næstu árin. Þannig hef-
ur þessi útþenslu- og
fj árfestingarstefna
meirihlutans, sem mið-
uð var við 800 manna
fjölgun á ári, kostað
bæjarbúa ómældar fjár-
hæðir í formi fjár-
magnskostnaðar á fjár-
magni sem skilar eng-
um arði fyrr en eftir
mörg ár. Á þessu ári
er ennþá haldið áfram
á sömu braut.
Aðrar áætlanir, sem þessi meiri-
hluti hefur gert eru í svipuðum dúr.
Á hveiju einasta ári, síðan þeir tóku
við, hefur verið farið langt fram úr
öllum fjárhagsáætlunum og nú er
svo komið, að þessi framúrkeyrsla
nemur um 3.000 milljónum króna,
en það eru tæplega tvöfaldar skatt-
tekjur bæjarsjóðs á ári.
Rosaleg staða
Heildarskuldir Kópavogsbæjai
nema nú um 4.070 milljónum króna,
en það eru 258% af skatttekjum
bæjarins. Þetta þýðir, að hver ein-
asti Kópavogsbúi hefur verið skuld-
settur fyrir 233 þús. króna. Þegar
núverandi meirihluti tók við stjórn
bæjarins, í júní 1990, þá voru heild-
arskuldirnar.1.336 milljónir, og hafa
því þrefaldast á þessum 5 árum.
Peningaleg staða ( nettó skuldir)
Kópavogsbæjar voru í
árslok 1994 um 2,8
milljarðar eða um 178%
af skatttekjum bæjar-
ins. Þetta nemur 161
þús. króna skuld á
hvern bæjarbúa. Á
þeim 5 árum sem þessi
meirihluti hefur stjórn-
að, hafa nettó skuldir
bæjarins tæplega fjór-
faldast.
Fjárþörf bæjarsjóðs
eftir greiðslur lána -og
fjárfestingar er 1,2
milljarðar króna. Með
öðrum orðum sagt, þá
vantaði 1,2 milljarða
króna til að endar næðu
saman á árinu 1994. Vitaskuld var
þetta bil brúað með nýjum lánum,
en greiðslubyrði lána, nettó, var um
420 milljónir á árinu 1994. Er ein-
hver vitglóra í slíkri stjórnun? Skatt-
tekjur ársins voru 1.574 milljónir
króna.
Rekstrarkostnaður
hækkar
Rekstrarkostnaður bæjarins hefur
sjaldan eða aldrei verið hærri en
árið 1994. Þá nam hann 81% af
skatttekjum, en var 71% árið 1993.
Þetta gerist þrátt fyrir þá staðreynd
að búið er að setja þjónustugjöld á
nánast alla þjónustu sem bærinn
veitir, og ekki síður hitt, að nú er
búið að taka marga stóra liði út úr
rekstri bæjarins, s.s. tannlækningar,
sjúkrasamlag o.fl, o.fl. Þetta ásamt
því, að fasteignagjöld eru orðin
Guðmundur
Oddsson
Heildarskuldir Kópa-
vogs nema 4.000 m.
kr., segir Guðmundur
Oddsson, eða 258% af
skatttekjur.
hærri hér í Kóþavogi en í flestum
okkar nágrannasveitarfélögum,
skýrir kannski þá litlu fólksfjölgun
sem hér hefur orðið á valdatíma
núverandi meirihluta. Það er nefni-
lega ekki nóg að hafa gott bygg-
ingarland til að fá fleiri íbúa.
Veltufy'árhlutfallið er nú komið
niður í 0,67 og hefur aldrei verið
lægra í sögu bæjarins. Þegar meiri-
hlutinn tók við í júní 1990, var því
lýst yfir að þegar veltufjárhlutfallið
væri komið niður fyrir 1,0, væri það
besta sönnun þess að stjórnendurnir
væra með öllu óhæfir til að stjórna.
Þetta gildir greinilega ekki lengur,
eða hvað?
Makalausar yfirlýsingar
í Morgunblaðinu 21. júní sl. er
talað við Sigurð Geirdal, bæjarstjóra
í Kópavogi. Þar reynir hann af veik-
um mætti að skýra þessa hörmulegu
fjárhagsstöðu bæjarins, en í raun
virðist hann ekki hafa nokkrar
áhyggjur af stöðunni. Þar segir hann
að hin nýju byggingarlönd séu fjár-
hagslega þungur baggi, en það muni
skila sér. Þó það nú væri, en hvers
vegna er haldið áfram á sömu braut,
þegar búið er að tryggja næg bygg-
ingarsvæði næstu 10 árin? Hveijum
er verið að þjóna með þessari stefnu?
Orugglega ekki bæjarbúum, því
engu er líkara eftir þessu viðtali að
dæma, en að bæjarstjóri líta á allt
sem snýr að núverandi íbúum bæj-
arins sem óþarfa eyðslu. Þannig lítur
hann á það sem afgreiðslu „gamalla
synda að ljúka við að byggja lista-
safn, íþróttahús og sundlaug". Bæj-
arstjórinn veit það ekki einu sinni,
að ennþá vantar að ljúka byggingu
búningsklefa við sundlaugina, en sú
bygging mun trúlega kosta 60-100
miiljónir króna og kannski trúir Sig-
urður Geirdal því, að hinir væntan-
legu bæjarbúar þurfi hvorki íþrótta-
hús né sundlaug. Þá telur bæjar-
stjóri það afar dapurt hiutskipti fyr-
ir bæinn, að þurfa að útvega ungl-
ingum bæjarins einhveija vinnu. Sig-
urður Geirdal lítur greinilega á nú-
verandi Kópavogsbúa sem vand-
ræðafólk, hans hugur er augljóslega
hjá þeim sem munu flytja í bæinn á
næstu árum.
Óhæfur framkvæmdastjóri
Sá framkvæmdastjóri fyrirtækis
sem skilar slíkri afkomu eins og árs-
reikningur Kópavogs sýnir er með
öllu óhæfur. Bæjarstjórinn er fram-
kvæmdastjóri bæjarins, og þótt hann
hafi pólitískan meirihluta á bak við
sig, ber hann ábyrgðina á því ástandi
sem hér er, og því á hann að taka
afleiðingum gerða sinna og segja af
sér hið bráðasta.
Bæjarstjóri sem lítur á væntanlega
bæjarbúa sem aðalatriði, en þá sem
nú eru búandi í bænum sem aukaat-
riði, hlýtur að vera á röngum stað
og á röngum tíma. Kannski mun
hans tími koma einhvers staðar ein-
hvern tíma.
Ég lagði eftirfarandi spurningu
fyrir hæstaréttarlögmann: Getur
sveitarfélag orðið gjaldþrota? Hann
hugsaði sig um, og svaraði síðan.
„Nei, vegna þess að auður og tekju-
stofn hvers sveitarfélags liggur í
þeim íbúum sem í sveitarfélaginu
búa.“ En hver er þá staðan ef íbúarn-
ir flytja burt? spurði ég. Þá vandast
nú málið, sagði lögmaðurinn. Er ekki
orðið löngu tímabært að meirihluti
bæjarstjórnar í Kópavogi geri sér
grein fyrir því hveijir eru mikilvæg-
astir fyrir bæinn?
Höfundur er bæjarfulltrúi
Alþýðuflokksins i Kópavogi.