Morgunblaðið - 04.07.1995, Síða 26

Morgunblaðið - 04.07.1995, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Jlttffgtsiifrljifrlí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SJÁVARÚTVEGUR OG UTANRÍKIS- STEFNA VIÐTAL Morgunblaðsins við Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra í fyrradag sýnir, að barátta fyrir fiskveiði- réttindum okkar á norðurslóðum og annars staðar utan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar er að verða helzta viðfangsefni íslenzkra utanríkismála. Það er liðin tíð, að varnarsamstarf íslands og Bandaríkjanna og þátttaká í störfum Atlantshafs- bandalagsríkjanna séu efst á blaði eins og var áratugum saman, samhliða landhelgisbaráttunni. Þetta er eðlileg breyt- ing í kjölfar loka kalda stríðsins. Samstarf okkar við Evrópu- sambandið hefur verið mjög í sviðsljósinu á undanförnum árum en eftir að Evrópska efnahagssvæðið varð að veruleika er það samstarf komið í ákveðinn farveg, en mun að vísu taka mikinn tíma stjórnmálamanna og embættismanna eftir sem áður. Vaxandi þorskgengd í Barentshafi hefur orðið til þess, að íslenzkir útgerðarmenn hafa sótt þangað og krafizt veiði- réttar á við aðra. Sókn skipa ýmissa ríkja í úthafskarfann á Reykjaneshrygg hefur aukizt svo mjög, að nauðsynlegt er að ná samningum um veiðar þar. Breytt göngumynstur norsk-íslenzka síldarstofnsins kallar á að strandþjóðirnar, sem hafa nytjað stofninn, nái samkomulagi um framtíðarnýt- ingu hans. Þörf er á að semja um rækjuveiðar við Grænland og fleira mætti nefna. Að sumu leyti endurspegla þessi nýju viðfangsefni aukna sókn á úthafsmið um allan heim, meðal annars vegna ofveiði í efnahagslögsögu strandríkja. íslenzk skip sækja í stóraukn- um mæli út fyrir 200 mílurnar og áf sjaldnar er rætt um að fiskiskipaflotinn sé of stór. Umframveiðigetan nýtist, að minnsta kosti að hluta til, á fjarlægari miðum. Þessar breyttu aðstæður gefa fyrirheit um nýja möguleika fyrir íslenzkan sjávarútveg, en þær bjóða jafnframt heim hættu á árekstrum við önnur ríki. Því þarf að vanda til stefnumótunar á þessu sviði. Spyrja má, hvort við íslending- ar höfum lagt nægilega áherzlu á þær grundvallarrannsókn- ir. sem eru nauðsynlegar til þess að undirbyggja kröfur okkar um réttindi á þessum hafsvæðum. Fyrir nokkrum misserum taldi þáverandi ríkisstjórn nauðsynlegt að leita til brezks sérfræðings um ráðgjöf vegna Smugudeilunnar svo- nefndu. Greinilegt er, að hagsmunir Íslands í hafréttarmálum eru að taka breytingum. Okkur er ekki aðeins nauðsynlegt að verja hagsmuni okkar sem strandríkis, heldur höfum við einnig hag af úthafsveiðum. Hvað hvort tveggja varðar er nauðsynlegt að skýrar, alþjóðlegar reglur séu til sem tryggja rétt íslenzkra aðila. Jafnframt hljóta íslendingar að leitast við að móta ábyrga stefnu og taka ekki þátt í þeirri rán- yrkju, sem víða á sér stað á úthöfunum. Kraftar utanríkis- þjónustunnar munu því meðal annars beinast að því næstu vikurnar að tryggja viðunandi niðurstöðu á úthafsveiðiráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna i New. York. Stefnuleysi í Bosníu Blóðbaðið í Bosníu, grimmdarleg dráp á óbreyttum borgur- um og óslökkvandi hefndarþorsti, hvílir sem skuggi yfir Evrópu. Þrátt fyrir háleitar hugmyndir um einingu álf- unnar hefur Evrópumönnum gjörsamlega mistekist að stilla til friðar. Alvarlegast er þó frumkvæðisleysi Bandaríkjamanna. Nú er svo komið að skapast hefur trúnaðarbrestur með Banda- ríkjamönnum og bandamönnum þeirra í Evrópu. Forystu- og frumkvæðisleysi Bandaríkjamanna hefur og gert að verk- um, að öll framganga Atlantshafsbandalagsins í Bosníu- stríðinu hefur verið sérlega ósannfærandi. Samstarfið við Sameinuðu þjóðirnar hefur ekki verið sem skyldi. Afleiðing- in er sú, að tiltrú á gildi Sameinuðu þjóðanna hefur farið minnkandi og Atlantshafsbandalagið hefur orðið fyrir mikl- um álitshnekki. Vaxandi kreppueinkenni setja mjög mark sitt á samskipti Bandaríkjamanna og Evrópu. Það er afskaplega mikilvægt, að snúið verði af þeirri glötunarbraut. Samstarf Bandaríkj- anna og Evrópu er grundvallað á sameiginlegu gildismati og oft krefst það bæði hugrekkis og fórna að verja það sem ekki verður efast um. Þetta á við um óhugnaðinn sem heims- byggðin verður vitni að á degi hverjum í Bosníu og kröfuna um að hann verði stöðvaður. Og þetta á einnig við um sam- starf lýðræðisríkjanna beggja vegna Atlantshafsins. Leita fornra kii og býla frá land ÁRBÆJARSAFN hefur fengið leyfi fyrir áframhaldandi rannsóknur Morgunblaðið/Golli I NÆSTU grennd við nútímabyggingar leynast fornar minjar eins og á Hofstöðum í Garðabæ þar sem talið er vera bæjarstæði frá 11. öld. Jörðin Hofstaðir var eign Viðeyjarklausturs árið 1395. Unnið verður að fimm verkefnum á sviði forn- leifarannsókna hér á landi í sumar eftir því sem Guðjón Guð- mundsson komst að. Uppgröftur verður við Nesstofu á Seltjarnar- nesi, á Hofstöðum í Garðabæ, í Hlíðardal í Mývatnssveit og Hofs- stöðum í Mývatnssveit. STÆRSTU rannsóknirnar verða á Bessastöðum og á Hofstöðum í Garðabæ, en einnig verður unnið áfram að rannsóknum í Viðey. Bjarni F. Ein- arsson fornleifafræðingur vinnur að forrannsókn í Hlíðardal en þar telur hann fullvíst að sé að finna lands- námsbýli. Fornleifarannsóknin við Nesstofu er á vegum Orra Vésteinssonar og Seltjarnarnesbæjar. Um er að ræða rannsóknaruppgröft til þess að ganga úr skugga um hvort niðurstöður jarð- sjármælinga ^em gerðar voru í fyrra eiga við rök að styðjast. Samkvæmt niðurstöðum jarðsjármælinga er talið að þarna sé að finna byggingu sem talin er geta verið kirkja. Hringirnir rannsakaðir Seltjarnarnesbær leggur eina millj- ón á ári til fornleifarannsókna næstu þijú árin. Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri segir að uppgröfturinn sjálfur hefjist innan einnar eða tveggja vikna og megintilgangurinn með þeim sé að forvitnast um það sem er næst Nesstofunni, kirkjurústir sem gætu verið 3-4 auk kirkjugarðsins sjálfs. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, forn- leifafræðingur hjá Þjóðminjasafninu, segir að þama sé m.a. leitað kirkju sem fauk í Básendaveðrinu um 1800. „Auk þess hafa hringirnir vestan Nesstofu óneitanlega vakið forvitni okkar líka og á þessu tímabili verða þeir einnig rannsakaðir," sagði Sig- urgeir. Rannsókn Orra Vésteinssonar og Adolfs Friðrikssonar á landnámsbýl- inu Hofsstöðum í Mývatnssveit á að leiða í ljós hvort hofdýrkun hafi verið þar á bæ. Þarna voru fyrst gerðar rannsóknir árið 1906 á vegum Danans Daniels Bruun og prófessors Finns Jónssonar. Rústin er um 30 metra löng og hefur sú kenning verið á lofti að þarna hafi verið hof. 1965 rannsak- aði Olav Olsen, sem síðar varð þjóð- minjavörður Danmerkur, Hofsstaði og komst að þeirri niðurstöðu að þarna væri iíklegast aðeins skáli en þó hefðu hugsanlega verið stundaðar þar trúar- iðkanir. Orri og Adolf rannsökuðu rústirnar einnig árið 1992 en kenning þeirra er sú að þarna hafi verið jarðhýsi. Þá verður forrannsókn á vegum Bjarna F. Einars- sonár fornleifafræðings í Hlíðardal í Mývatnssveit við Kröflu, þar sem Bjarni kallar Ilala. Þarna verða gerðar prufu- holur til þess að kanna eðli rústanna en Bjarni telur þær vera frá landnáms- öld. Bjarni segir að þama verði gerð heiidarrannsókn á iandnámsbýli sem er algerlega óþekkt. „Það stendur hvergi stafur um það í neinum sögum en ég er fullviss að þarna sé bær frá landnámsöld," sagði Bjarni. Bjarni gróf á sínum tíma upp býlið Granastaði í Eyjafirði og skrifaði dokt- orsritgerð sem fjallaði meðal annars um þann fund. „Eigum við ekki að segja að reynsla mín af svona málum segi að þarna sé landnámsbýli. Rústir á yfirborði eru nákvæmlega eins og voru á Granastöðum en þó heldur greinilegri," sagði Bjarni. Komu að ósnortnu landi Bjarni vill kalla staðinn Haia. eftir örnefninu Halaskógi rétt hjá rústun- um. Bjarni mun gera nokkrar prufu- holur í sumar og með honum í för verður jarðfræðingur. Tekin verða við- arkolasýni sem send verða til rann- sóknar og væntir Bjarni niðurstaðna úr þeim fyrir jól. „Þá get ég sannfært menn um að þarna séu landnámsminj- ar sem ég er sjálfur ekki í neinum vafa um.“ Bjarni segir að þama sé skáli og smiðja í um 150 m fjarlægð frá bænum, eins og á Granastöðum og al- mennt víðar á víkingaaldar- bæjum. Granastaðir voru byggðir fyrir árið 900 og fóru í eyði í kringum 950. „Allar mínar niðurstöður benda til þess að sá er byggði Granastaði hafi komið frá Norður-Noregi." Bjarni seg- ir að helsti fornkappi Eyfirðinga, Víga-Glúmur, hafi vart verið fæddur þegar Granastaðir fóru í eyði. Þrívíðar minjar Heildarkostnaður við rannsókn Bjama verður í kringum 10 milljónir króna og reiknar hann með því að rannsóknir fari fram í Qögur sumur eftir að forrannsókn lýkur. Bjarni segir að almennt ríki mikill áhugi erlendis um fornleifarannsóknir á íslandi. Það stafi af því að ísland hafi upp á ýmislegt að bjóða sem önnur lönd hafa ekki. „Landnemarnir komu að ósnortnu landi og þurftu ekki að taka tillit til annars en eigin væntinga og þekking- ar. Þess vegna byggðu þeir út frá eigin forsendum. Þetta er afar spenn- andi rannsóknarverkefni. Þá hafa landbúnaðarhættir síðustu alda verið með því móti að þeir hafa hlíft rústum. Hér var ekki til hið skelfilega tæki plógur sem hefur eyðilagt __________ fornminjar erlendis. Af ... „ þessum sökum er mjög erf- V|9a_' itt að finna stakan víkinga- wart fse aldarbóndabæ á Norður- Grans löndum. Á íslandi höfum fóru við veggina, eldstæðin, gólfin og jafnvel stoðir og aldrei hefur verið byggt á staðnum síðan hann fór í eyði fyrir kannski eitt þúsund árum. Það einstaka við íslenskar fornminjar er að þær eru svo gjarnan þrívíðar," segir Bjarni. Hundsbein fannst á Hofstöðum Fornminjagröftur er þegar hafinn á Hofstöðum í Garðabæ, vegna vænt- anlegrar vegalagningar og húsabygg- inga, en þar er fornt bæjarstæði. Þá er unnið að áframhaldandi fornminja- rannsóknum á Bessastöðum vegna Rannsókn á algerlega óþekktu landnámsbýli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.