Morgunblaðið - 04.07.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 04.07.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 27 rkna námi FYRSTA umferðin í leiðtoga- kjöri breska íhaldsflokksins fer fram í dag. Frambjóð- endurnir tveir, John Major og John Redwood, kepptust hvor um sig í gær við að tryggja sér stuðning þeirra þingmanna sem ekki hafa gert upp hug sinn. Báðir ávörpuðu fund 92-hópsins, sem er þrýstihópur hægri- sinna í flokknum. Major varaði við því, að ef hann fengi ekki nægan stuðning myndi það leiða til klofnings í flokknum, og Verkamannaflokkur- inn myndi fyrirhafnarlaust geta tekið við stjórnartaumunum. Norman Lamont, fyrrum fjármála- ráðherra og eindreginn stuðningsmað- ur Redwoods, sagði að ef Major yrði ekki vikið frá hlyti íhaldsflokkurinn sömu örlög og kanadíski íhaldsflokk- urinn, sem þurrkaðist næstum því út í síðustu þingkosningum og fékk ein- ungis tvö sæti. Mikilvægur stuðningur Morgunblaðið/Þorkell n á klausturbyggingum i Viðey. fyrirhugaðra byggingaframkvæmda þar, en þar hafa rannsóknir staðið yfir í fimm ár. Loks hefur Árbæjar- safn fengið leyfi fyrir áframhaldandi rannsóknum á klausturbyggingum í Viðey. Vilhjálmur Örn segir að þessum rannsóknum miði öllum vel áfram. Á Hofstöðum í Garðabæ eru að koma í ljós margar minjar en hann segir að þetta sé flókið minjasvæði frá landn- ámi og eitthvað síðar. Á Bessastöðum er enn verið að grafa í átjándu aldar minjum en líklegt er að komið verði niður á eldri lög í sumar. í Viðey telja menn sig örugglega vera að grafa í klaustrinu. Ragnheiður Traustadóttir, sem stýrir rannsókniiini á Hofstöðum í Garðabæ, segir að í sumar standi til að finna út hvaða minjar sé að finna á þessu bæjarstæði en engin skýr svör hafi fengist í fyrra. „Við teljum samt að við séum búin að finna þarna bæjarstæði og álitum í fyrra að það væri frá 11. öld en það kemur þó fyrst í ljós þegar við fáum niðurstöður úr aldursgreiningu á sýni sem við sendum til Danmerkur. Við eigum í dálitlum vandræðum þarna því jarðvegurinn er svo lýr og mikið fokið í burtu. Sums staðar eru aðeins 50-60 cm niður á landsnámslagið. Það er hugsanlegt, að þarna hafi verið bær snemma eftir að byggð hófst, eða á 11. öld,“ sagði Ragnheiður. Fundist hafa nokkrir munir á staðn- um, t.a.m. brýni, naglar og dýrabein. Tvö eldstæði fundust árið 1985 þegar Guðmundur Ólafsson fornleifafræð- ingur vann við uppgröft á staðnum og var grafið niður á annað þeirra. Ragnheiður sagði að nú væri verið __________ að koma niður á hitt. Guð- - mundur taldi að þessi eld- aiumur stæði væru frá árjnu 900 iddur er Síðastliðinn föstudag istaðir fundust hundabein í rústun- í eyði um en Ragnheiður telur að _______ þau séu frá okkar tíma. Hún sagði að þó væri hugs- anlegt að hundurinn yrði aldurs- greindur til þess að ganga úr skugga um það. Ragnheiður kvaðst eiga von á því að ýmislegt markvert kæmi í ljós í sumar og þá innan nokkurra vikna. JJörðin Hofstaðir var eign Viðeyjar- klausturs árið 1395 og var búið þar á sautjándu öld og var þar landbún- aður og sjósókn. Einnig var þar mó- tekja, að sögn Ragnheiðar, og urðu ábúendur að borga Bessastöðum fyrir landnotin. NORMA Major að baki eiginmanni sínum, forsætisráðherranum, John Major, þar sem hann heldur fréttamannafund úti fyrir kosningaskrifstofu sinni. Flokkur á barmi taugaáfalls Fréttaskýrendur reyna að ná áttum í leiðtoga- kjöri íhaldsflokksins, en fyrsta umferðin fer fram í dag. En eins og kemur fram í grein Kristjáns G. Arngrímssonar er ómögulegt að sjá fyrir hver úrslitin verða, vegna þess hve reglur um kjörið eru flóknar, og ólíklegt að allir þingmenn segi satt um hvem þeir styðja. Reuter KEPPINAUTUR Majors, John Redwood, stillir sér upp ásamt konu sinni að loknum fréttamannafundi. Redwood sagði í viðtali við breska ríkissjónvarpið BBC, að kjósendur hefðu snúið baki við íhaldsflokknum, sem hefur nú verið við völd í 16 ár samfleytt, og brýna nauðsyn bæri til að vinna aftur fylgi þeirra. Hann byði upp á nýjar aðferðir í stjórnmálum, og þær myndu vinna hug óráðinna kjósenda og efasemdamanna. En sumir hægrisinnar í flokknum hafa látið í það skína að þeim sé meira í mun að ná völdum innan flokksins en að sigra í næstu þing- kosningum. í ljósi þessa hafa þeir ekki haft miklar áhyggjur af viðhorf- um_ kjósenda. Á laugardag lýsti Norrnan Tebbitt, fyrrverandi ráðherra og náinn sam- herji Margaretar Thatcher, yfir stuðn- ingi við Redwood. í grein í blaðinu The Sun sagði Tebbitt að væri hann ennþá þingmaður hefði hann greitt Redwood atkvæði sitt. The Times sagði að stuðningsyfir- lýsing Tebbitts við Redwood væri al- varlegur hnekkir fyrir framboð Maj- ors. í grein sem Major ritaði í blaðið The Daily Telegraph í gær sagði hann meðal annars: „íhaldsflokkurinn hefur horft ofan í hyldýpið. Á morgun [í dag] mun hann eiga tveggja kosta völ. Hann getur annaðhvort stokkið út í hyldýpið, eða komið sér að verki og haldið áfram að vinna að betri tíð fyrir þjóð okkar og ýtt Verkamanna- flokknum í sviðsljósið.“ Greinin fylgir í kjölfar þeirra full- yrðinga stuðningsmanna hans, sem segja að hann sé eini maðurinn sem geti komið á eindrægni innan flokks sem er klofinn í afstöðunni til Evrópu- mála. Blaðið segir hins vegar í leiðara að kominn sé tími til að Major víki úr sæti og gefi öðrum leiðtoga færi á að „bjarga [íhaldsmönnum], ekki síst frá þeirra eigin sundurlyndi." V antrauststillaga óhjákvæmileg? Sumir íhaldsmenn hafa fullyrt, að verði Major að víkja fyrir hægrimanni á borð við Redwood eða Michael Port- illo, eða Evrópusinna á borð við Micha- el Heseltine, muni klofningurinn innan flokksins verða svo djúpstæður að ekki yrði varist vantrauststillögu á þinginu. í kjölfarið hlyti flokkurinn að halda til kosninga sem hann myndi gertapa. Undir þetta er tekið í leiðara The Economist. Fullyrt er að Verkamanna- flokkurinn muni bera fram van- trauststillögu strax að loknu leiðtoga- kjörinu. Úlfúðin milli hægri- og vinst- rimanna innan íhaldsflokksins sé svo heiftarleg að stjórnin megi búast við að tillagan verði samþykkt og haldið verði til kosninga í ágúst eða septem- ber. Það, segir ennfremur í leiðaran- um, eru sterkustu rökin fyrir því að þingmenn flokksins veiti Major eindrægan stuðning. Einungis málamiðlanaleið- togi á borð við hann eigi möguleika á að forða flokknum frá kosningum nógu lengi til þess að aukinn hagvöxt- ur nái að bæta hag almennings, sem sé það eina sem geti dregið úr al'ger- andi forystu Verkamannaflokksins. Þingmenn á vinstri væng flokksins lýstu því yfir á sunnudaginn að erfitt myndi reynast að forðast klofning undir forystu hægrisinnaðs leiðtoga. Þingmaðurinn George Walden sagði að sér myndi reynast erfitt að vera í flokki undir forystu Redwoods eða Portillos. Aðrir sögðu að tap Majors myndi leysa úr læðingi öfl sem erfitt yrði að hafa .stjórn á. „Bíðum við...“ Þijú jiundruð tuttugu og níu þing- menn íhaldslfokksins eiga atkvæðis- rétt í leiðtogakjörinu. Atkvæðagreiðsl- an er leynileg og hefst klukkan níu í dag og lýkur klukkan sext- án. Fimmtán til tuttugu mínútum síðar mun Sir Marcus Fox, formaður 1922-nefndarinnar, sem sér um innanflokkskosningar, tilkynna úrslit. Major þarf að fá að minnsta kosti 165 atkvæði, rétt rúman helming at- kvæða, og 50 atkvæðum fleiri en Redwood. Takist Major ekki að sigra í þessari umferð verður efnttil annarr- ar næsta þriðjudag. Þá geta 'ný fram- boð komið fram, en tilkynna þarf um þau fyrir fimmtudag, og því þyrftu væntanlegir frambjóðendui' að hafa hraðar hendur. Almennt er álitið að fái Major ekki stuðning nema um 200 þingmanna eigi hann sér ekki viðreisnar von, þótt hann hefði þar með formlega borið sigur úr býtum. „Ég býst við að ef 100-120 þin- menn greiða forsætisráðherranum ekki atkvæði sín muni bæði almenn- ingur og fjölmiðlar segja sem svo, bíðum við, þetta er ekki nóg,“ sagði þingmaðurinn David Wilshire. „Ég er enn óráðinn og næstum því örvæntingar- fullur. Ég hef verið í pólitík í 31 ár og aldrei áður lent í þeirri aðstöðu að vera ekki viss um hvað mér beri að gera,“ sagði Sir Teddy Taylor, sem efast um gildi Evrópu- samstarfs, en er engu að síður hliðholl- ur Major. Heseltine reiðubúinn? Þótt um 200 þingmenn hafi lýst því yfir að þeir muni styðja forsætis- ráðherrann stafar honum nokkur hætta af þeim möguleika að þingmenn sitji hjá í þeim tilgangi að knýja fram aðra umferð. Þá gætu Portillo og Heseltine boðið sig fram. Portillo hefur sagt opinberlega að hann styðji Major, en ekki útilokað þátttöku í annarri umferð. Það er hins- vegar líklegra að það yrði Heseltine sem helst hagnaðist á því ef Major fer frá. Þótt hann hafí ekki látið á öðru bera en að hann sé hliðhollur Major segja vinir hans að hann sé fullur áhuga og til í slaginn ef til kemur. Robert M. Worcester, fram- kvæmdastjóri kannanafyrirtækisins MORI, sagði í viðtali við International Herald Tribune í gær að það sem myndi á endanum ráða úrslitum um hvernig þingmenn greiddu atkvæði væri það hvaða leiðtogi geti helst tryggt þeim endurkjör í næstu kosn- ingum. Sá maður væri Heseltine. Þetta er í samræmi við niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar eru í nýjasta tölublaði The Economist. Þar kemur fram, að yrði Heseltine leiðtogi flokksins í kosningum myndi forskot Verkamannaflokksins verða 19%, en það yrði 24% ef Major héldi völdum. Þarna er um að ræða 52 þingsæti, sem íhaldsmenn myndu halda ef He- seltine tæki við. Tæki Redwood við sem leiðtogi myndi flokkurinn missa 64 sætum fleiri en ef Major yrði áfram. Lygar og vangaveltur Fréttaskýrandi The Economist bendir á, að það sé aðallega tvennt sem geri að verkum að ómögulegt sé að sjá fyrir úrslitin í leiðtogakjörinu. I fyrsta lagi séu upplýsingar vill- andi. Þingmenn hópist fram fyrir sjón- varpsmyndavélar og lýsi viðhorfum sínum, en margir séu að ljúga. „Þær yfirlýsingar sem eru gefnar núna eru ekki byggðar á staðreyndum. Þær eru skilaboð send í því augnamiði að hafa áhrif á viðhorf," sagði Heseltine í við- tali við BBC. í öðru lagi er mikið um vangaveltur. Þeir sem fylgja Heseline að málum vilja að Major fari frá, að því tilskyldu að það leiði ekki til sigurs einhvers Evr- ópuandstæðings -- Redwoods í fyrstu umferð eða Portillos í annarri. Stuðn- ingsmenn þeirra tveggja vilja ekki-að Major tapi ef afleiðingin verður sigur Heseltines. Hver einstakur þingmaður hefur einungis óljósan grun um hvernig aðrir veija atkvæðum sínum. Því get- ur hver jog einn búist við að í Ijós komi að hann hafi með atkvæði sínu stuðlað að þeirri niðurstöðu sem hann síst vonaðist eftir. Heseltine er sagður til í slaginn „Ég er næst- um örvænt- ingarfullur"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.