Morgunblaðið - 04.07.1995, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Viðbúnaður — hamfarir
STJÓRN veitustofn-
ana Reykjavíkurborgar
hélt opinn fund í Perl-
unni 14. júní til að ræða
viðbúnað hita-, raf- og
vatnsveitu vegna nátt-
úruhamfara. Er borgar-
stjórn Reykjavíkur að
leggja út á nýja braut
í samskiptum við borg-
arana og er fleiri fund-
um heitið. Þessi nýlunda
gladdi marga og var
fjölmennt á athyglis-
verðum fundi. Nokkrir
töldu betra að ræða slík
mál á lokuðum fundum.
Öðrum þótti þetta
framfaraspor og kom-
inn tími til að leyfa almenningi að
fylgjast með ráðagjörðum og háleit-
um hugsjónum yfírvalda í þýðingar-
miklum málaflokki. Hveija skoðun
menn höfðu við lok fundarins þekki
ég ekki enda enginn tími til um-
ræðna.
Fulltrúar veitustofnana og borg-
arverkfræðings stigu hver á fætur
öðrum í pontuna. Börðust sumir
hetjulega við hljóðnema og glærur
og lýstu sjónarmiðum sínum í mjög
mislöngu máli prýddu myndum,
töflum og teikningum.
Fljótlega kom í ljós að stjórn
veitustofnana borgarinnar hafði
ákveðið fundinn með fárra daga
fyrirvara. Hafði það greinilega
komið ræðumönnum í opna skjöldu.
Voru efnistök fjölbreytt og skilning-
ur á efninu misjafn. Um kvöldið
mátti heyra í fréttum að viðbúnaður
væri í góðu lagi.
Áhersla var lögð á hættu vegna
jarðskjálfta og eldgosa. Voru óhugn-
anlegar lýsingar á yfirvofandi hættu.
Ef allt er lagt saman sem viljað
gæti til væri sennilega skynsamleg-
ast að flytja borgina sem fyrst, enda
kom fram að nokkru norðar væri
landið tryggara. Yfirleitt var rætt
um málið frá tæknilegu sjónarmiði.
Þó var drepið á mannlega þætti s.s.
mengunarslys, skemmdarverk, út-
kall starfsmanna, skömmtun orku
og fjölmiðlatengsl. Ákveðin fyrir-
girðandi ráðstöfun var nefnd, kaup
á jarðýtu til að hindra framrennsli
hrauns. Ekki væri þó von um fé til
slíkrar framkvæmdar. Áhugi borg-
arinnar á viðkomandi veitu væri ein-
göngu fjárhagslegur.
Af fundinum má draga ályktun:
Víst má telja að af hálfu borgarinn-
ar og veitustofnana eru
engar markvissar
áfallavarnir. Engin vís-
bending kom fram um
að stefnt sé að slíku
og þessi fundur mark-
aði upphaf vamaráætl-
ana. Ekki heyrðist al-
mannavamanefnd
Reykjavíkur nefnd.
Saga neyðarvarna
Sé litið til baka í
sögunni lögðu embætt-
ismenn um skeið
áherslu á allt hið versta
sem komið gæti fýrir,
stríðshættu, kjam-
orkuvá, jarðskjálfta og
eldgos. Þótt áhuginn færi ekki milli
mála mistókst að kveikja áhuga al-
mennings. Menn lögðu á flótta frá
vandanum eins og strúturinn! Það
sýndi sig 'að hræðsluáróður hefur
neikvæð áhrif. Smám saman rann
upp fyrir mönnum að málið snýst
um velferð fólks, hjálp við þá sem
verða fyrir áföllum, aðstoð við björg-
unarlið og þá sem jiurfa að koma
málum í lag á ný. Áherslan breytt-
ist og áhugi kviknaði, þekking óx
ásamt þeim mannauði sem við sáum
leystan úr læðingi í vetur.
Neyðarvarnir eru, eins og önnur
verk, fólgnar í skipulagi margra
eininga. Menn fá viðfangsefni sem
þeir ráða við, leitast við að koma
meðbræðrum sínum, fjölskyldu,
samstarfsmönnum, fyrirtækinu og
samfélaginu til bjargar.
Það kom fram á Perlufundinum
sæla að ræðumenn áttu það til að
vísa vandanum hver á annan; sögð-
ust háðir rafmagni og gætu því
ekkert gert nema það væri fyrir
hendi. Reyndar kom fram að vatns-
veita hefur varaaflstöðvar og þann-
ig sjálfri sér nóg að ýmsu leyti.
Rafmagnsveitan væri dreifiveita og
ætti allt sitt undir Landsvirkjun.
Mikið var gert úr því af hálfu hita-
veitu að hættumat, jarðskjálfta- og
eldgosaspá væri ekki til en slíkt
væri forsenda aðgerða. Sagan end-
urtekur sig.
Samband ísl. rafveitna
Raforkufyrirtæki hafa í hálfa öld
haft með sér samtök, Samband ísl.
rafveitna. Tilgangur SÍR er að
vinna að sameiginlegum málum og
tryggja að þekking og reynsla eins
komi öðrum að haldi. M.a. hafaþau
Viðbúnaður og neyðar-
varnir vegna hamfara
hafa verið í umræðu
undanfarið, Eggert Ás-
geirsson fjaliar um efn-
ið með sérstöku tilliti til
hitaveitna, raforkufyrir-
tækja og vatnsveita.
rætt öryggi, varúð gegn vá. í upp-
hafi var eins og á þessum fundi
rætt um hættu á árþúsundamæli-
kvarða vegna hönnunar mann-
virkja. Að sjálfsögðu er slíkt nauð-
synlegt, en vandamálinu er þó með
því haldið í fjarlægð frá stjórnend-
um, almennum starfsmönnum og
almenningi. Hættuvörn er þáttur í
rekstri fyrirtækja sem krefst ljósrar
verkaskiptingar, traustra boðleiða
og tengsla inn á við og út á við.
Orkufyrirtæki eru hvert öðru ólíkt.
Því þarf að meta hættuna innan
þeirra allra og gera áætlanir um
viðbrögð. ÖII slys eiga sér orsök.
Við þurfum ekki aðeins að skilja
orsök heldur einnig afleiðingar.
Áfangar SÍR
Þessir áfangar eru helstir í um-
ræðu raforkufyrirtækja um varnar-
viðbúnað:
Agnar Olsen verkír. hjá Lands-
virkjun hefur íjallað um öryggi raf-
orkukerfísins gagnvart náttúruham-
förum.
Jan Henje verkfr., hjá Landsvirkj-
un hélt fyrirlestur um málið á al-
þjóðaráðstefnu um hamfarir. í máli
hans kom fram að ýmislegt í raf-
stöðvum á hættusvæðum er vara-
samt, gjama það sem menn eiga
síst von á s.s. fölsk loft, leiðslustokk-
ar og innanhúslagnir.
Þá héldu þeir Jón Bergmundsson
verkfr., hjá Verkfræðistofunni Afli
og Steinar Friðgeirs- son frkvstj.
RARIK fyrirlestur og fjölluðu um
mikilvægi og staðsetningu varaafl-
stöðva.
Enn hélt Agnar Olsen, nú ásamt
Árna Birni Jónassyni verkfr. hjá
verkfræðistofunni Línuhönnun, er-
indi um veðuráhrif á stofnlínukerfíð.
Sögðu þeir íslendinga í fararbroddi
þjóða á norðurhjaranum hvað snert-
ir rannsóknir á veðri og ísingu.
Þórður Guðmundsson frkvstj.
rekstrarsviðs Landsvirkjunar hefur
ásamt Jóni Bergmundssyni fjallað
um eldingavarnir, en eldingar eru
algengari hér en áður var talið. Til
að auka rekstraröryggi er leitast við
að hafa meiriháttar tengivirki innan-
húss oggera auknar kröfur um ein-
angrun útivirkja.
Eiríkur Briem frkvstj. RARIK
hefur hamrað á mikilvægi samstarfs
í birgðahaldi og inn- kaupum, m.a.
til að auka öryggi, spara kostnað
og bæta viðbragðshraða er illa fer.
A vegum SÍR er unnið að samræm-
ingu innkaupa og birgðamála raf-
orkufyrirtækja. Starfið gengur vel
og leiðir væntanlega bæði til sparn-
aðar og öryggis.
Guðjón Petersen frkvstj. Al-
mannavarna hefur í umræðum um
varnarviðbúnað raforkufyrirtækja
borið lof á þau fyrir að hafa mark-
visst styrkt kerfið gegn jarðskjálft-
um. Lagði hann áherslu á að komið
verði upp neyðarskipulagi fyrir
orkukerfið, sameiginlegum neyðar-
stjórnstöðvum og tengslum við Al-
mannavarnir.
Undirritaður hefur fjallað um
hættuvamir og vakið athygli á
hættu sem yfir vofir í daglegu starfi
fyrirtækja, ekki síður í höfuðstöðv-
um og stjórnkerfi en raforkukerf-
inu. Um yfirvofandi hættu er að
ræða sem ekki er vitað hvenær
steðjar að og hvers eðlis. Verkefnið
er að búast gegn óvissu.
Árni Jón Elíasson rafveitustj.
RARIK á Kirkjubæjarklaustri hefur
stjórnað ísingarrannsóknum sem
vakið hafa heimsathygli. Allar ísing-
artruflanir eru nú skráðar og leitast
við að bregðast skynsamlega við í
hveiju tilviki með endurbótum.
Um vátryggigarmál hefur verið
fjallað á ráðstefnum um raforkufyr-
irtækja og hitaveitna. Fjármálaráð
SÍR hefur tryggingamál til meðferð-
ar.
í fyrra var ijallað um öryggismál
raforkufýrirtækja. Örn Arason ör-
yggisstjóri Landsvirkjunar starfar
að skipulagningu öryggiskerfis fyr-
irtækisins. LV er að taka upp al-
þjóðlegt öryggiskerfi sem fólgið er
í því að ákveða markmið, skipu-
leggja, hvetja fólk til dáða, hrinda
áætlunum í framkvæmd og meta
árangur samkvæmt þeim skilningi
að óhöpp eru ekki náttúrulögmál.
Finna má orsakir óhappa og hafa
áhrif á þau. Vænta menn sér mik-
. Eggert
Ásgeirsson
A VINNUMARKAÐ-
INUM ríkir ólga eins og
svo oft áður. Kjara-
samningar flestra hafa
verið lausir og enn eina
ferðina er verið að semja
um þvílíkar eymdarbæt-
ur að betra hefði verið
heima setið en eyða í
þær orku.
Hver samningurinn er
öðrum aumari og eftir-
köstin þekkjum við öll;
kjararýmun sem nemur
oftast margfalt þeim
hundraðköllum sem við
fáum í vasann af góss-
inu.
Jafnvel þeir sem eru
nýlega búnir að semja og fóru ekki
í verkfall eru löngu búnir að tapa
öllum ágóða, bæði greiddum og
ókomnum í vaxta- og gjaldahækkan-
ir þó ekki væri fleira talið til, því
öllum er Ijóst að slíkar hækkanir
hafa áhrif fyrr eða síðar bæði í þjón-
ustu, verslunargeira og alls staðar
í atvinnulífinu fyrir utan beinan
kostnað fyrir skuldugar fjölskyldur.
En við hveiju búumst við þegar
við erum hvert og eitt félag að beij-
ast um uppbót á kostnað hvers ann-
ars? Við hveiju búumst við þegar
magnið virðist aukast en næringin
minnkar.
Þó vatnsslettan sé léttir fyrir
vinnuveitendur er hún tvíeggjað
sverð; hvar verður staðan þegar
„Óliver" er „dauður úr næringar-
skorti“ eða gjaldþrota. Á þá að flytja
inn nýja og kröfuminni „Ólivera"?
Framleiðni er fínt og gott orð.
Framleiðni okkar er með því léleg-
asta sem gerist er okkur sagt. Getur
ekki verið að vatnsgrautur „Ólivers"
hafi þarna eitthvað að segja? Þegar
fólk fer að kikna undan þeim byrðum
Þessi eilífu verkföll okk-
ar eru máttlaus, sefflr
Guðbjörg Hermanns-
dóttir, og skapa ekkert
annað en tap fyrir þjóð-
ina í heild.
sem vinna undir stressi og áhyggjum
um nánustu framtíð skapar og sér
litla von um bætt ástand má búast
við að framleiðni minnki. Og þegar
litlu skiptir hvort vel eða illa er unn-
ið gæti þá ekki framleiðni minnkað?
Hver er svo gróði vinnuveitenda
þegar aðeins örfáir geta greitt fyrir
þá vöru og þjónustu sem þeir veita,
til hvers er þá framleiðslan og fram-
leiðnin þegar megnið fer á innan-
landsmarkað sem er máttlaus og
veikur.
Með svona áframhaldi fara ekki
aðeins launþegar illa út úr samn-
ingnum heldur einnig vinnuveitend-
ur. Gjaldþrotum fjölgar, framleiðni
minnkar, áhugaleysi, atvinnuleysi
og byrði þjóðfélagsins í heild eykst.
Launþegum mun ekki aðeins fækka
heldur einnig vinnuveitendum. Þeg-
ar verið er að tala um tölur jafnvel
undir 60 þús. á mánuði er ekki ver-
ið að tala um laun, heldur hneisu í
okkar þjóðfélagi. Meðan við sam-
þykkjum að samstarfsmenn okkar
eða aðrir sem við þurfum að þyggja
þjónustu af eða vöru eigi að sætta
sig við slík „laun“ bara ef við fáum
svolítið meira í okkar umslag, höf-
um við tapað kjarabaráttunni.
Með sama áframhaldi raunum við
ekki standa undir okkar velferðar-
þjóðfélagi til lengdar. Við erum tal-
in rík þjóð en ef grannt er skoðað
er ríkidæmið aðeins á yfirborðinu,
mikill hluti þjóðarinnar er eignalaus
og stórskuldugur. En þessi fátækt
er ekki aðeins i eignum, hún er að
síast inn í fjölskyldulífið sjálft í
áhugaleysi og deyfð.
Við verðum að snúa vörn í sókn.
Þessi eilífu verkföll okkar eru mátt-
laus og þróttlaus og skapa ekkert
nema tap fyrir þjóðina í heild, bæði
fjárhagslega og andlega enda erum
við alltaf búin að tapa áður en þau
hefjast. Við stöndum eftir í sömu
sporum með skottið milli lappahna
og skrifum undir kjararýrnunina
fyrr eða síðar með hangandi hendi,
þungu hjarta og minnkandi fram-
leiðni.
Vinnuveitendur standa sterkir
saman en við launþegar erum
sundraður hópur sem reynum hvert
að hafa af öðru til að auka okkar
hlut. Meðan svo er munum við allt-
af tapa . . .
íslendingar eru hörkuduglegt
Vinnudeilur
Guðbjörg
Hermannsdóttir
tveir hálaunahópar,
þ.e. verkalýðsforystan
og vinnuveitendur eru
að semja fyrir „litla
manninn"? Meðan
launafólk almennt
stendur ekki saman og
krefst útrýmingar á
því ósamræmi og
ósanngirni sem líðst í
launamálum munum
við tapa í baráttu okk-
ar við vinnuveitendur
sem eru alltaf furðu-
lostnir yfir að „Óliver"
skuli leyfa sér að biðja
um meira, og bæta
jafnan örlítilli vatns-
slettu út í grautinn svo
ils af starfmu.
Raforkufyrirtækin vinna á veg-
um Tækniráðs SÍR að áætlun um
varnarviðhald þar sem leitast er við
að nýta sérþekkingu innan fyrir-
tækjanna sem best. Gefin hefur
verið út handbók um innra eftirlits-
kerfi.
Á vegum Landsvirkjunar er
væntanlegur sérfræðingur frá
Vatns og orkuveitum Los Angeles-
borgar til að skýra frá reynslu í
jarðskjálftamálum og athuga kerfi
LV.
Hér hefur verið getið um þætti
öryggismála sem allir eru meira og
minna tengdir og styrkja munu
neyðarvarnir rafveitna ef fer sem
horfir.
Samband ísl. hitaveitna
í landinu starfar einnig Samband
ísl. hitaveitna (SÍH) og er 15 ára.
„Vinnur það á sínu sviði að sambæri-
legum öryggismálum meðal hita-
veitna og hér hefur verið rakið um
SÍR.
Áfangar SÍH
Meðal þeirra mála er varða hættu-
vamir hefur innan SÍH verið rætt
urm
Áhrif jarðskjálfta á jarðhitakerfí
og jarðhitavinnslu: Sveinbjörn
Björnsson prófessor.
Um sama mál hefur Helgi Torfa-
son jarðfræðingur hjá Orkustofnun
einnig fjallað.
Um öryggisáætlanir hitaveitna
hefur Sverrir Sveinsson veitustjóri
RARIK á Siglufírði flutt erindi.
Á orkuþingi sem síðast var haldið
árið 1991 voru flutterindi um örygg-
ismál:
Kristján Jónsson rafmagnsveitu-
stj. ríkisins flutti erindi um öryggi
og tækniframfarir í raforkudreif-
ingu.
Hreinn Frímannsson verkfr. hjá
Hitaveitu Rvíkur ræddi um varaafl
og rekstraröryggi hitaveitna.
Þess má vænta að næst er stjórn-
ir veitustofnana sveitarfélaga efna
til opinna funda um viðbúnað vegna
hamfara muni áætlanir liggja fyrir.
Þá er þess og að vænta að hitaveit-
ur, raforkufyrirtæki og vatnsveitur
allar hafi þá tekið höndum saman í
neyðarvörnum og komið sér upp
sameiginlegri stjórnstöð í samstarfi
við Almannavamir ríkisins. Upp frá
því bendi enginn á annan þegar í
harðbakka slær. Þjóðin á svo mikið
undir sveitarstjórnum sínum og
þessum lífsnauðsynlegu veitufyrir-
tækjum að ekki má láta skeika að
sköpuðu.
Höfundur er skrifstofustjóri.
fólk og léleg framleiðni fer okkur
illa.
„Sameinaðir stöndum vér, sundr-
aðir föllum vér“. Það er kominn tími
til að taka á launamálum almennt,
ekki bara hjá „mér“ heldur líka hjá
„þér“. Það þarf að koma upp al-
mennri viðmiðunarlaunatöflu sem
getur haldið utan um flest en grunn-
laun verði þau sömu í öllum stéttum
síðan bætist t.d. við _ menntun,
ábyrgð, áhætta og álag. Út frá slíkri
töflu væri hægt að semja. Kostnað-
ur við að koma þessu af stað gæti
orðið mikill en gróðinn þegar upp
væri staðið yrði margfaldur bæði
fyrir launþega, vinnuveitendur og
þjóðfélagið í heild.
Þegar krabbamein er í maga þýð-
ir lítið að kreista graftarbólu á nef-
inu. Á sama hátt er verkfall hér og
annað þar álíka góð lækning fyrir
okkur launþega og afleiðingin gæti
orðið nefmissir fyrir þjóðina ef illa
tekst til.
Lifnum við, launþegar, vöknum
af dáinu, það er kominn tími til að
berjast, ekki sitt í hvoru lagi heldur
saman. Ekki til að þurrausa vinnu-
veitendur og atvinnulífið heldur til
að gefa þeim, okkur, fjölskyldum
okkar og þeirra nýtt líf með von í
stað drunga. Það er kominn tími til
að vinna saman, sparka af okkur
deyfðinni og sigra fyrir okkur öll.
Meðan ekki er tekið á vandamálinu
sem heild finnst engin lausn hvorki
fyrir okkur né þá.
Höfundur er bankustnrfsmnður.