Morgunblaðið - 04.07.1995, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 04.07.1995, Qupperneq 52
Erlendur ís fluttur inn Kalkúnar fengust ekkiúr tolli SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur í dag dreifingu á súkkulaðihjúpuð- um ís frá Frakklandi en fyrirtækið hefur keypt inn 4,2 tonn af þessari vöru og áformar að flytja inn meira á næstunni. Sending af kalkúnalær- um, sem Bónus fékk frá Danmörku fékkst ekki tollafgreidd á þeim for- sendum að heilbrigðisvottorð skorti. Innflutningur landbúnaðarvara varð heimill 1. júlí sl. samkvæmt ákvæðum GATT-samkomulagsins. Guðrún Hafsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri Kjöríss segir að inn- flutningur á ís muni skekkja sam- keppnisstöðu innlendrar framleiðslu verulega, enda séu margfalt lægri tollar á fullunnum ís frá útlöndum en hráefni til ísgerðar að utan. Kjör- ís sé nauðbeygður til að kaupa hrá- efni í framleiðslu sína frá Mjólkur- búi Flóamanna sem sé í nánum tengslum við helsta samkeppnisað- ila Kjöríss, Emmessís hf. en hráefn- isverð erlendis sé aðeins um þriðj- ungur þess sem tíðkast hér. Verslunin Bónus á von á send- ingu af ís frá Danmörku í næstu viku. Kjöt ekki tollafgreitt 100 kg. af soðnum kalkúnalær- um sem Bónus hafði ætlað að flytja inn í gær fengust ekki tollafgreidd þar sem heilbrigðisvottorð skorti. „Þarna er um soðið kjöt að ræða og því á ekki að vera nein fyrir- staða á að fá innflutningsleyfí fyrir kjötinu. Ég er ekki búinn að fá endanlegar skýringar á þessu frá þeim sem stöðvuðu tollafgreiðslu, ,yn ég held að þeir vilji í raun ekki að þetta sé flutt inn,“ segi Jóhann- es Jónsson kaupmaður í Bónus. ■ Innflutningur/6 Morgunblaðið/Þorkell Brúargólfið steypt BRÚARGÓLFIÐ á Höfðabakkabrúnni yfir Vestur- landsveg átti að steypa sl. nótt og loka varð Vestur- landsvegi af þeim sökum fram til kl. 7 í morgun. Magnús Einarsson tæknifræðingur er umsjónar- maður með framkvæmdunum og sagði hann að um 30 manns hefðu tekið þátt í steypuvinnunni en steyptir voru um 700 rúmmetrar. „Þetta er mjög stór steypa miðað við aðrar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu," sagði hann. Um 60 manns hafa unnið við gatnamótin og hafa framkvæmdir gengið samkvæmt áætlun en í framkvæmdaáætlun, sem gerð var í febrúar á síð- asta ári, var gert ráð fyrir að steypt yrði aðfara- nótt 4. júlí. Gert er ráð fyrir að öllum framkvæmd- um við gatnamótin verði lokið 9. september og umferð komin á. Vegagerðin greiðir allan kostnað við fram- kvæmdina, þar sem um þjóðveg í þéttbýli er að Morgunblaðið/Golli ræða en Reykjavíkurborg sér um lagningu göngu- stíga að mannvirkinu auk þess sem öll lausn á umferð er unnin í samvinnu við borgina. Verktakar eru JVJ hf., sem sér um jarðvinnuna, Alftarós hf., sem sér um brúarsmíðina, og Hlaðbær- Colas, sem leggur út malbikið. Magnús sagði að kostnaðaráætlun stæðist ágætlega og er búið að greiða út 56% af verkáætlun en hún er 374 milljónir. Skrifstofa * forseta Islands Ekki óskað eftir segul- bandsupp- tökunni SKRIFSTOFA forseta íslands ætlar ekki að óska eftir því að fá segul- bandsupptöku með viðtali blaðakonu tævanska dagblaðsins United Daily News við forseta íslands. Sveinn Björnsson, forsetaritari, segir að með yfírlýsingu um að rangt sé haft eftir forsetanum í viðtalinu sé af- skiptum skrifstofunnar af málinu lokið. Tai-chen Won, yfirmaður erlendra frétta á áðurnefndu dagblaði, segist bera fullt traust til blaðakonunnar. Engu að síður hefur verið óskað eftir því að hún fari yfir segulbands- upptöku með viðtalinu við forsetann. ■ Forsetinn segir rangt/8 -------♦ ♦ ♦ Brak úr flugvél í troll HJÓLABÚNAÐUR, hjólbarði og 6 metra langur biti úr flugvél komu í troll Sigurbjargar ÓFl þar sem hún var á grálúðuveiðum á Jökul- dýpi, tæplega 100 km vestur af Reykjanesi. Að sögn Friðþjófs Jóns- sonar, skipstjóra, eru flugvélarhlut- arnir áreiðanlega úr mjög stórri flugvél en hjólið er Vh metri á hæð. Hlutarnir komu í trollið á um 200 faðma dýpi. Sumir þeirra eru að sögn Friðþjófs töluvert tærðir en lítið sést á öðrum. Von er á skipinu í höfn á mánu- dag eða þriðjudag í næstu viku og munu menn frá loftferðaeftirlitinu skoða hlutana þá. Að sögn Jens Bjarnasonar, framkvæmdastjóra loftferðaeftirlitsins, er ekkert hægt að segja um úr hvaða flugvél þeir eru fyrr en þeir hafa verið skoðaðir. Ok fyrstur manna hópferðabíl fyrir Sléttanes milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar Sleipt að aka í fjöruborðinu ísafirði. Morgunblaðið. TORFI R. Andrésson, hópferðabíl- stjóri, sem hefur með höndum ferð- ir á milli suðurfjarða Vestfjarða og ísafjarðar yfir sumartímann, fór í óvenjulega ökuferð á fimmtudag í síðustu viku, er hann ók fyrstur manna hópferðabíl sínum með átta farþega fyrir Sléttanes sem skilur að Arnarfjörð og Dýrafjörð. Leið þessi er mjög erfíð yfirferðar og varla fyrir nema velútbúna jeppa, a.m.k. hluti hennar þar sem fara þarf með fjöruborðinu. „Ég fór út með Amarfirðinum norðanverðum, út fyrir Sléttanes og sem leið lá inn Dýrafjörð að Þingeyrí. Þessi Ieið hefur verið far- in áður á sérútbúnum jeppum en aldrei áður á 20 manna hópferða- bíl með farþega. Þetta cr erfið leið, sérstaklega þar sem aka þarf í fjöruborðinu fyrir utan Stapadal í Arnarfirði. Þar er 2-300 metra kafli sem er nánast ófæra. Þar er stórgrýti, mikill hliðarhalli og þá var mjög sleipt að aka í þaranum. Við þurftum að „púkka" undir bílinn og hafa við ýmsar tilfæringar til að ná markinu," sagði Torfi í samtali við blaðið. Torfi sagðist ekki vita nákvæm- lega hversu löng leiðin væri í kíló- metrum en ferð Torfa og félaga tók fjórar klukkustundir og stærst- ur hluti hennar var í fjöruborðinu erfiða. Merkur áfangi í samgöngusögunni „Þetta var eingöngu ævintýra- þrá. Ég hafði farið þessa leið tvisv- ar sinnum áður á sérútbúnum jeppa HÓPFERÐABÍLNUM varð að aka yfir stórgrýti og sleipan þara á leiðinni fyrir Sléttanes. Þetta var í fyrsta sinn sem hópferðabíl var ekið þessa leið. og hafði gleymt því hversu slæm leiðin var, áður en ég hélt af stað á rútunni. Ég hefði aldrei gert þetta ef ég hefði munað aðstæður, þó svo að það geti verið dagamunur á aðstæðum vegna sjávarfalla. Ég mun ekki reyna þetta aftur á rútu, ég held að ég hafi verið heppinn að sleppa alla leið með óskemmdan bíl,“ sagði Torfi að lokum. Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, sem var einn ferðalanganna, segir að ferðin hafi verið merkur áfangi í sam- göngusögu Islendinga því þetta var í fyrsta skipti sem þarna er farið í rútubíl frá því land byggðist. 1 ferðinni voru auk Kjartans svæðis- stjórar Flugleiða erlendis auk fram- kvæmdastjóra markaðssviðs og sölustjóra félagsins. Kjartan segir að þessi hópur fari á hveiju ári á slóðir sem fáir eða enginn úr hópn- um hefur farið áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.