Morgunblaðið - 06.07.1995, Síða 7
MORQVN.KIjApií)
__________________________________________FiIMiyiTUDAGUR fy JÚfoþ 1 »1)5 ?
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Halldór
Davíð Þór í Rocky Horror
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
um Kvennalistann
Imynd flokksins
veik í kosningunum
Ráðinn for-
stöðumaður
Huddinge-
barnaspítalans
BIRGIR Jakobsson barnalæknir
hefur verið ráðinn forstöðumaður
barnaspítala Huddinge-háskóla-
sjúkrahússins í
Stokkhólmi, sem
er eitt af tveimur
sjúkrahúsum Ka-
rolinsku-stof-
nunarinnar, með
um 300 manna
starfslið.
Birgir fæddist
21. mars 1948.
Hann er sonur
Ragnheiðar Jóns-
dóttur, fyrrverandi fulltrúa, og Jak-
obs Tryggvasonar, skrifstofustjóra
hjá Pósti og síma. Hann tók stúd-
entspróf frá MR 1968 og læknapróf
frá Háskóla íslands 1975.
Að afloknu kandídatsári hélt hann
til framhaldsnáms í barnalækning-
um í Eskilstuna í Svíþjóð, síðan að
Karolinsku-stofnuninni í Stokk-
hólmi, þar sem viðfangsefni hans
voru nýmasjúkdómar barna, og
varði doktorsritgerð við stofnunina
árið 1988. Birgir hefur sinnt kennslu
við Karolinsku-stofunina undanfarin
sjö ár með læknisstörfum.
Birgir er kvæntur Ástu Arnþórs-
dóttur hjúkrunarfræðingi, sem nú
starfar sem framkvæmdastjóri
ferðaskrifstofunnar Islandia AB í
Stokkhólmi. Þau eiga þijú börn.
Birgir lét mjög að sér kveða í íþrótt-
um á námsárum sínum og var lengi
landsliðsmaður í körfubolta.
ENDANLEGUR hópur aðstand-
enda söngleiksins Rocky Horror
sem frumsýndur verður 9. ágúst
í Héðinshúsi. Nýlega var gengið
frá ráðningu Davíðs Þórs Jóns-
sonar í hlutverk sögumanns í
söngleiknum og eru æfingar í
fullum gangi. Upptökum á plötu
með lögum úr söngleiknum lauk
í gær og áætlað er að hún komi
út í lok júlí.
Með aðalhlutverk fara Helgi
Björnsson, Björn Jörundur Frið-
björnsson, Valgerður Guðnadótt-
ir og Hilmir Snær Guðnason, en
leikstjóri er Baltasar Kormákur.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir í viðtaii í nýjasta
hefti tímaritsins Mannlífs að
ímynd Kvennalistans hafi verið
mjög veik í síðustu kosningum.
Hún vísar jafnframt á bug ásökun-
um um að hún hafi átt þátt í fylgis-
tapi flokksins með því að mæta á
fundum hjá öðrum flokkum.
Skýringa að leita hjá
þingkonum og frambjóðendum
Fyrir skömmu skrifaði Kristín
Ástgeirsdóttir, þingkona Kvenna-
listans, grein í Veru, þar sem hún
gagnrýndi Ingibjörgu Sólrúnu fyr-
ir að mæta á fundum hjá Þjóðvaka
og Alþýðuflokknum fyrir kosning-
ar og sagði þátttöku Kvennalist-
ans í framboði Reykjavíkurlistans
ekki hafa skilað flokknum fylgi í
þingkosningum.
„Það eru auðvitað margar
ástæður fyrir fylgistapi Kvenna-
listans. Þeirra er m.a. að leita í
störfum þingkvenna á síðasta kjör-
tímabili og framboðslistum hans
nú,“ segir Ingibjörg Sólrún í við-
talinu.
„ímynd Kvennalistans var ein-
faldlega mjög veik í síðustu kosn-
ingum. Það er hins vegar fásinna
að ásaka mig fyrir að hafa mætt
á fundi hjá helztu andstæðingun-
um, eins og það var kallað, en
gleyma því að ég hélt ræður á
tveimur baráttufundum hjá
Kvennalistanum og gerði allt sem
ég var beðin um.“
Vorþing Kvennalistans
eins og jarðarför
Ingibjörg Sólrún segir afstöðu
kvennalistakvenna til Reykjavík-
urlistans vera með ýmsum hætti.
„Eg varð engu að síður mjög hissa
og vonsvikin í fyrrasumar þegar
ég mætti á vorþing Kvennalistans
skömmu eftir kosningar og leið
eins og ég væri að mæta í jarðar-
för. Það var eins og konur mættu
ekki gleðjast yfír þessum árangri
sem ég get ekki litið á öðruvísi
en sem sigur kvenna.
Hins vegar var allt annað uppi
á teningnum á síðasta vorþingi
eftir stærsta tap okkar frá upp-
hafi. Þá voru allar kátar og glaðar
og virtust eflast við mótlætið. Það
er út af fyrir sig ágætt en það er
alvarlegt mál ef þörf kvenna fyrir
píslarvætti er svo sterk að við leyf-
um okkur ekki að gleðjast yfir því
að fá völd og geta haft áhrif. Við
fórum í pólitík til þess að komast
í aðstöðu til að breyta og við eigum
að læra og eflast af sigrum, ekki
síður en ósigrum."
Birgir
Jakobsson
Bestbúni
smábíllinn!
to
Gö^>o0
Clio RT, aukabúnaður á mynd álfelgur
REYNSLUAKTU RENAULT, ÞAÐ ER VEL ÞESS VIRÐI
Vökvastýri
Öryggisbitar í hurðum
Öryggisbeltastrekkjari
• Fjarstýrðar samlæsingar
• Fjarstýrt útvarp
• Niðurfellanleg aftursæti
• Litað gler
• Velúr innrétting
• Þurrka að aftan
ÁRMÚLA 13
SlMI 568 1200
• Rafdrifnar rúður
• Rafdrifnir speglar
* Snúningshraðamælir
• Samlitir stuðarar
• Hliðarlistar
• Olíuhæðarmælir
RENAULT
RENNUR UT!