Morgunblaðið - 06.07.1995, Page 8

Morgunblaðið - 06.07.1995, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞETTA er allt annað mál, áður heyrðirðu bara baulið í henni, en nú sérðu þegar hún baular, Jóhannes minn. Frestur fiskvinnslufyrirtækja til úrbóta rennur út um áramót Taliðerað 10-15 smáfyrirtæki hætti í FRAMHALDI af þátttöku íslend- inga í Evrópsku efnahagssvæði kom fram ný sjávarútvegslöggjöf um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra sem tók gildi um áramótin 1992-93, en í henni er fyr- irtækjum veittur frestur til ársloka 1995 til að koma málum sínum í viðunandi horf. Þórður Friðgeirsson forstöðumað- ur gæðastjórnunarsviðs Fiskistofu kveðst telja að miðað við óbreytt ástand muni 10-15 smærri fyrirtæki í fiskvinnsiu, með 5-15 starfsmenn að jafnaði, leggja upp laupana. Væntanlega verði aðallega um sjálfgrisjun að ræða en ekki sé held- ur útilokað að svipta þurfi einhver þessara fyrirtækja vinnsluleyfi. Mikil hreinsun orðið „Þegar hefur orðið heilmikil hreinsun í greininni og er þar bæði um að ræða fyrirtæki sem sáu ekki fram á að þær fjárfestingar sem þyrfti að leggja í breytingar myndu skila sér og hættu störfum eða sneru sér að annarri framleiðslu, en einnig hefur farið fram mikil hagræðing í sjávarútvegi. Nú eru tugir fyrirtækja á svo- nefndri úrbótaáætlun, sem felst í að Fiskistofa hefur samþykkt að menn leggi fram eins konar dagsetta áætl- un um stærri framkvæmdir á búnaði og byggingum. Fiskistofa hefur und- ir höndum yfirlýsingar frá stjórnend- um þessara fyrirtækja um nauðsyn- legar breytingar. í árslok 1995 mun- um við bera fyrirheitin saman við efndirnar og taka á þeim fiskvinnslu- fyrirtækjum sem hafa ekki gert það sem þau lofuðu," segir Þórður. Þessi fyrirtæki missa vinnsluleyfi hafi þau ekki uppfyllt skilyrði lag- anna og er því nauðugur einn kostur að hætta störfum. Þórður segir ekki til umræðu að veita þeim frekari frest til að gera endurbætur. Stærri fyrirtæki séu hins vegar Um næstu áramót renn- ur út frestur sem fisk- vinnuslufyrirtæki hafa til að koma byggingum, búnaði og gæðaeftirliti í það horf sem samning- urinn um EES kveður á um. Ekki eru öll fyrir- tæki í stakk búin til að mæta þessum kröfum. flest eða öll vel á veg komin með að uppfylla þær kröfur sem til þeirra séu gerðar. Kröfur um breytingar eru að mestu tvíþættar. Annars vegar þurfa byggingar og búnaður að vera í góðu ásigkomulagi, en hins vegar eru gerðar kröfur um að menn til- einki sér aðferðir gæðastjórnunar og eftirlits sem kenndar eru við Haccp-staðalinn, er kallar fyrst og fremst á hugarfarsbreytingu stjórn- enda og starfólks. Öll fyrirtæki á íslandi sem vinna afla til útflutnings eru skyldug til að gera þjónustusamning við skoð- unarstofur um eftirlit. Skoðunarstof- ur fá starfsleyfi sitt hiá Fiskistofu og tilkynna henni um starfsemi sína. Skoðunarstofurnar vinna m.a. með fyrirtækjum að úrbótaáætlunum og sjá til þess að þær haldist, en til- kynna síðan Fiskistofu ef misbrestur verður á þessu fyrirkomulagi. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og íslenskar sjávarafurðir reka eigin skoðunarstöðvar, en sú sjálfstæða skoðunarstofa sem er með flest fyrir- tæki í viðskiptum er Nýja skoðunar- stofan. Hérlendis eru útgefin vinnsluleyfi um 3.100 talsins og Nýja skoðunar- stofan hefur á sínum snærum um 46% allra leyfishafa, eða 1.438 vinnsluleyfi. Þar af eru 55% af smá- bátum, 30% af stærri skipum, 72% af grásleppukörlum, 25% af fryst- ingunni, 30% af rækjuvinnslu og reyktum físki, um 22% af vinnsiu- skipum, 34% af saltfiskverkendum og 38% af lagmetisfyrirtækjum. Fyrirtækið sækir heim fiskvinnslur í sinni umsjá einu sinni í mánuði. Ekki ofáætlað Róbert Hlöðverson framkvæmda- stjóri Nýju skoðanastofunnar kveðst telja þann fjölda fyrirtækja sem ekki uppfylli til fulls skilyrði laganna um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðsiu þeirra, jafnvel fleiri en Þórður nefnir. „Ég held að þetta sé mjög varlega áætlað en þetta er mjög háð því hversu hart löggjafinn ætlar að taka á málum. Það eru kannski 10-15 fyrirtæki sem í raun og veru eru ekki byijuð að gera nokkurn skapaðan hlut og sjálfsagt verður þeim settur stóllinn fyrir dyrnar. Menn eru ekki of meðvitaðir um að þetta sé að skella á eftir tæpt hálft ár. Aðrir og mun fleiri hafa reynt úrbætur en ná því ekki að teljast hafa uppfyllt öll skilyrði kerf- isins, en gætu það án mikils tilkostn- aðar,“ segir Róbert. Hann kveðst telja heldur djúpt í árinni tekið ef gerðar séu sömu kröf- ur til aðila sem framleiði t.d. tíu tonn á ári og þess sem framleiði fleiri hundruð tonn. „Fiskistofa hefur ekki lagt nægilega skarpar línur um hvort að sömu kröfur séu gerðar til t.d. hausaþurrkunnar og rækjuvinnslu. Ef staðið verður fast á að allir smáframleiðendur verði komnir með fullkomið Haccp-kerfi, geri ég fast- lega ráð fyrir að hluti þessara fyrir- tækja hætti.“ Fyrirlestrar um víkingatímann Nauðsyn að þekkja sögu landnámsins Magnús Magnússon ALÞJÓÐLEG vík- ingahátíð verður sett á Þingvöllum í dag og stendur hún fram á sunnudag. Á annan tug sérfræðinga í víkingafræð-. um mun flytja fyrirlestra í tengslum við hátíðina en svo margir fræðimenn á því sviði hafa líklegast ekki í annan tíma verið saman komnir á íslandi. Meðal þeirra sem sækja landið heim af þessu tilefni er Magnús Magnússon rit- höfundur og sjónvarps- maður í Bretlandi sem flyt- ur fyrirlestur, sem nefnist Vegur víkinganna, í Nor- ræna húsinu í kvöld klukk- an 20.15. Hann hefur skrifað fjölda bóka um fornleifafræði og víkinga- sögu í Norðvestur-Evrópu, þýtt íslendingasögur á ensku og gert sjónvarpsþætti um íslenska vík- inga. Magnús kveðst hafa heillast af íslendingasögunum strax í barnæsku. „Heimili okkar í Edin- borg var mjög íslenskt. Foreldrar mínir höfðu mikinn áhuga á ís- Ienskum bókmenntum og sögðu okkur bræðrunum sögur í tíma og ótíma. Ég upplifði síldarævin- týrið á íslandi í nokkur sumur þegar ég var unglingur og ekki minnkaði áhuginn á fornsögun- um við dvölina hér á landi. Ég lagði síðan stund á nám í ensku og norrænum bókmennt- um og strax að því loknu fór ég að þýða íslendingasögurnar á ensku. Það gerði ég í félagi við Hermann Pálsson og við byijuð- um á Njálu; réðumst sem sagt ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Þá hef ég þýtt nokkrar af bókum Halldórs Laxness. Ég held ég hafi hins vegar lært mest þegar ég var leiðsögu- maður hér á landi í nokkur sum- ur. Þá fór ég að spjalla við bænd- ur og spyija þá álits á Islendinga- sögunum. Það var engu líkara en sögurnar hefðu átt sér stað í gær; þetta var allt svo raunveru- legt í þeirra augum og það var eins og þeir væru að tala um vini sína. Það skiptir ekki máli hvort sögurnar eru sannar; þær eru könnun á eðli mannsins, örlögum hans og þrekraunum.“ Um hvað fjallar fyrirlesturinn sem þú flytur í kvöld? „Ég kalla hann Veg víking- anna og skírskota bæði til ferða þeirra og lífsmáta. Ég leitast við að varpa ljósi á víkingatímann; hvað bjó að baki, hvað fólkið hugsaði og hvað það afrekaði. Ég velti því einnig fyrir mér hvort íslendingasögurnar dragi upp sannferðuga mynd af víkingatím- anum og kem meðal annars inn á fomleifafræðina í því sam- hengi.“ Hvaða þýðingv hefur það fyrir íslendinga og aðrar norrænar þjóðir að minnast uppruna síns með hátíðum af þessu tagi? „Persónulega finnst mér alltaf gaman að minnast landnámsins enda vil ég vita hvar rætur mínar liggja. Landnámið er hluti af arf- leifð íslensku þjóðarinnar og að mínu mati er nauðsynlegt fyrir íslendinga að þekkja sögu þess. Það getur verið erfitt að takast ►Magnús Magnússon sjón- varpsmaður og rithöfundur fæddistþann 12. október 1929. Níu mánaða gamall fluttist hann ásamt foreldrum sínum búferlum til Edinborg- ar í Skotlandi. Magnús lagði stund á nám í Edinborg og Oxford, meðal annars í nor- rænum bókmenntum. Arið 1953 lauk hann MA-prófi í ensku frá Oxford og hefur síðan starfað sem blaðamaður og sjónvarpsmaður í Bret- landi auk þess að leggja stund á ritstörf og þýðingar. Magn- ús er formaður Scottish Nat- ural Heritage. á við framtíðina ef maður þekkir ekki fortíðina. Þess vegna reyni ég alltaf af heimsækja Þingvelli árlega; þar hefst saga íslensku þjóðarinnar." Hvernig leggst dagskráin íþig? „Mér líst vel á dagskrána. Hún er fjölbreytt og ég vek sérstaka athygli á hópreiðinni og hesta- sýningunni á Þingvöllum í dag enda ærin ástæða til að hampa íslenska hestinum; hann bar þjóð- ina á baki sér í þúsund ár og var í raun forsenda landnáms á ís- landi.“ Er mikill áhugi á íslenskri menningu og víkingum í Bret- landi? „Norðurlöndin hafa alltaf verið utanveltu í Bretlandi. Mín kenn- ing er sú að Bretar hafi mun meiri áhuga á menningu stór- velda. Mjög fáir hafa til dæmis heyrt minnst á Halldór Laxness þótt hann hafi unnið til Nóbels- verðlauna enda kemur hann frá smáríki. Bresk börnlæra ekkert um ísland í skólum sem er sorglegt þar sem Is- land og Skotland eiga til dæmis mikið sam- Víkingar njóta þó vaxandi vin- sælda ytra en Bretar, sérstaklega í Norður-Englandi, eru í auknum mæli farnir að líta á þá sem frændur sína. York er til að mynda mjög vinsæll staður en 900.000 ferðamenn leggja leið sína þangað á ári hveiju. íbúar á Hjaltlandi og Suðureyj- um hafa hins vegar mun meiri áhuga á Islandi. Þeir eru eyjar- skeggjar og öfunda íslendinga af mörgu, meðal annars sjálf- stæði þjóðarinnar. Það virðist ríkja gagnkvæmur hlýhugur og virðing eylanda í millum.“ „Heillaðist af íslendinga- sögunum í bernsku" eiginlegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.