Morgunblaðið - 06.07.1995, Side 18

Morgunblaðið - 06.07.1995, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Yoldugar raddir VERK eftir Magnus Krogh Andersen Víkingar TÓNLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR YMIS kórlög eftir eldri og yngri íslenzk tónskáld. Kammerkór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Langholtskirkju, sunnudaginn 2. júlí. KAMMERKÓR Langholts- kirkju er á förum til Lettlands á kóramót, og af því tilefni efndi kórinn til tónleika í Langholts- kirkju á sunnudagskvöldið var. í stað prentaðrar tónleikaskrár kynnti kórstjórinn viðfangsefnin jafnóðum, skörulega en skemmti- lega, eins og hans var von og vísa, þannig að áheyrendum fannst þeir vera innan fjögurra veggja heimil- isins. Eins og fram kom hjá Jóni var dagskráin ætluð til útflutnings og landkynningar, en hann mun þar að auki halda fyrirlestra um íslenzkar kórmenntir og flytja í því sambandi brot úr stærri nú- tímaverkum með aðstoð kammer- kórsins, sem ekki voru flutt hér. Dagskráin spannaði allstórt tímaskeið miðað við skamma list- músíksögu íslendinga. Hafizt var handa með ísland farsældar frón Elisabeth Guðný Zeuthen Guðmunds- Schneider dóttir Bach og Prokofiev í Fella- og Hólakirkju ELISABETH Zeuthen Schneider og Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikarar halda tónleika í Fella- og Hólakirkju í kvöld, 6. júlí, kl. 21. Á efnisskránni er; Sónata nr. 2 í A-dúr fyrir tvær fiðlur eftir Jean- Marie Leclair, Partita í h-moll MWV 1002 eftir J.S. Bach, „U- tid“ 7 korte stykker for soloviolin eftir Vagn Olsson og Sónata fyrir tvær fiðlur Op. 56 eftir S. Prokofí- ev. ------» **—.--- Jóna Imsland sýnir á Hornafirði JÓNA Imsland opnar myndlistar- sýningu í Sal verkalýðsins á Höfn á föstudaginn kemur kl. 15 og stendur sýningin til 9. júlí. Jóna er lærður húsgagnasmiður og lauk síðan námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1987. Hún stundar nú nám í arkitektúr. Þetta er fjórða einkasýning Jónu, en hún tók'þátt í samsýn- ingu Ungra myndlistarmanna á Kjarvalsstöðum á vegum IBM. Á sýningunni eru verk unnin úr handgerðum pappír ásamt ýms- um öðrum efnum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. og þjóðlagaútsetningum eins og Ég að öllum háska hlæ, Hættu að gráta hringaná og Grafskrift, en síðan var tekið til við eldri ættjarðarlög eins og Þótt þú lang- förull legðir, Yfir voru ættarlandi og Hver á sér fegra föðurland. Eftir hlé flutti hinn 10 manna kammerkór Requiem eftir Jón Leifs, Heilræðavísur Atla Heimis Sveinssonar, Orðskviður Salómons eftir Jón Ásgeirsson, Gloría eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Ave Maria eftir Hjálmar H. Ragnars- son, Heilræðavísur eftir Jón Nor- dal, leikhúslagið Kór þokkadís- anna eftir Kjartan Ólafsson og Hosianna eftir Þorkel Sigurbjörns- son, auk nokkurra þjóðlagaútsetn- inga í lokin við góðar undirtektir. Kammerkór Langholtskirkju er skipaður góðu söngfólki og státaði af rífandi krafti á sterkum stöðum og eftirtektarverðri mýkt á hinum veikari. Trúlega heyrist sjaldan öllu meiri dýnamík í flutningi hefð- bundinna ættjarðarlaga en hér gerðist, og söngfólkið var auð- heyranlega þrautþjálfað og búið skóluðum söngröddum. Vafalaust á það eftir að koma sér vel austur með Kúrum, sérstaklega ef syngja þarf undir beru lofti, enda hljóm- aði kórinn að jafnaði eins og hann TONLIST Sigurjðnssafn TVÍLEIKUR Elisabeth Zeuthen Schneider fiðlu- Ieikari og Halldór Haraldsson pianóleikari. Þriðjudagur 4. júlí 1995. EFNISSKRÁ tónleikanna sam- anstóð af svokölluðum „smærri" verkum, sem sagt engar sónötur, hvorki einleikssónötur né sónötur fyrir tvö hljóðfæri. Tor Aulin, fæddur 1866, var þekktur sænskur fiðluleikari, starfaði einnig sem hljómsveitar- stjóri, skrifaði nokkuð af „smærri“ verkum þ.á m. þó nokkuð af verk- um sem ætluð voru nemendum til æfinga. Á fjórum stuttum verkum eftir Aulin hóf Elisabeth Zeuthen Schneider tónleika sína. Ég segir tónleika sína, en hlutur Halldórs á píanóið var fyrst og fremst til að styðja leik Elisabethar og gerði hann það af öryggi og ágætum. Þessi fjögur stykki Aulins voru Idyll, Humoresk, Vaggsaang og Polska. Öll voru þau vel skrifuð fyrir fiðluna, með nokkrum þjóð- lagablæ, þótt ekki væru hann allt- af sænskur. En strax á fyrstu töktunum var auðheyrt að hér var komin áægtur fiðluleikari og góð- ur fulltrúi danska skólans, sem jafnframt sótti stoðir sínar yfir landamærin, til Þýskalands. Hér var allt mjög vel strokið, safaríkur fallegur tónn og áberandi tónör- Greipar Ægis LISTAMAÐURINN Greipar Ægis vinnur verk sín úr sandi, eins og fram hefur komið hér í Morgun- blaðinu. Greipar Ægis hefur unnið skúlptúra sína úr sandi um nokkra hríð og hefur hann unnið yfir 500 slík listaverk. Listamaðurinn vill ekki upplýsa hver formúlan að baki verkum hans er, en hér birt- ist eitt verka hans sem er án titils. væri margfalt stærri en hann var. Hinu ber ekki að leyna, og færi undirritaður að öðrum kosti með látalæti gegn betri vitund, að hinn mikli tónn sem söngfólkið hefur annaðhvort tamið sér eða haft að upplagi, gengur nokkuð á skjön við það sem fallegast þykir í kór- söng nú á dögum, hvort sem fag- urfræði svokallaðs upprunaflutn- ings á forntónlist spilar þar inn í eður ei, því víbrató kammerkórs- ins, ekki sízt í kvenröddum, minnti mann helzt á það sem tíðkaðist í kórsöng fyrir 30-40 árum. En smekkur manna er einstakl- ingsbundinn og breytingum háð, og kemur enginn til með að full- yrða neitt um, hversu lengi hinn ríkjandi slétti kórsöngur á eftir að endast. Meðan núgildandi smekkur ræður ferðum, mætti jafnvel kalla það dirfsku hjá kam- merkórnum og stjórnanda hans að þora að ganga gegn straumnum að þessu leyti. Þar að auki er aldr- ei að vita nema að voldugur óperu- tónn kórsins eigi eftir að falla í bezta jarðveg, þegar „sungið verð- ur með Eistum“, eins og Jón orð- aði það. Sönggleðin var á sínum stað, og hún er fyrir öllu. Ríkarður Ö. Pálsson yggi. Er það ekki einmitt þessi skóli sem maður vill heyra, þar sem eðlilega er „musiserað“, mað- ur þarf ekki að hlusta á miklar framhjátökur í tónmyndun og ekki reynt um of að yfirspila tónskáld- ið. Á slíkum tónleikum líður manni vel frá byijun til enda. Það ágæta danska tónskáld Per Nörgárd kallar verk sitt fyrir fiðlu og píanó Diptychon opus 11, til skýringar bætir hann við Adagio con affetto Presto, molto leggiero. Þennan innihaldsþrungna texta klæðir hann síðan í einn tónbálk og úr verður mikil póesía þar sem hljóðfæraleikararnir báðir verða að snerta ýmsa strengi, því öllu var skilað og skal útrætt í bili. Þorkell Sigurbjörnsson átti mjög gott verk G-suite (G-Sweet), sem hann skrifaði 1976 og þá fyr- ir Guðnýju Guðmundsdóttur. Svíta í venjulegum skilningi er þetta ekki, þættirnir, eða hugmyndirnar, renna í gegn eins og perluband, sem Elisabeth lék með tilþrifum. Tónleikunum lauk með tveim verkum eftir Dvorak, Romönsku op. 11, sem Elisabeth lék sérlega vel með sínum sérlega fallega syngjandi tón, sem minnti á söngv- ara, hvers rödd er jöfn og fyllt frá dýpsta tóni til hins hæsta. í Mazu- rek op. 49, eftir Dvorak, sýndi Elisabeth í tvígripum og öðrum tekniskum flækjum, að þar er hún einnig í öruggu sæti. Þökk fyrir mjög ánægjulega tónleika. Ragnar Björnsson LIST OG HÖNNUN Viö Ilamarinn- /Fjörukráin LANDNÁMSSÝNING Opið frá 14-18 alla daga til 10. júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ fer vel á því að Gaflarar stofni til Víkingahátíðar og hermi á fund sinn fjölskrúðugt lið að ut- an, því eins og kunnugt er kom Hrafna-Flóki til Hafnarfjarðar um 860, en hafði skamma viðdvöl. Er í land kom fann hinn hugumstóri og menn hans dauðan hval rekinn í fjörunni, nefndu því staðinn Hval- eyri, en þar una kylfingar við leik er svo er komið. Frændur vorir Danir munu iðn- astir við að kalla til Víkingahátíða, enda af drjúgum minjum að taka í landinu, sem stöðugt bætist við svo sem Þjóðminjasafnið í Kaup- mannahöfn er til vitnis um, ásamt ótal merkum fomminjafundum á síðari árum. Víkingar hafa verið í sviðsljós- inu, einkum vegna þess að mönn- um hefur áseinni tímum orðið ljós hin mikla listfengi sem fylgdi þeim, sem var fremur orsök en síður afleiðing velgengni þeirra. Þetta vill gleymast, þótt sagan segi okk- ur að engir herkonungar komust langt án listfengi og síður lifðu þjóðir af án fulltingis háþróaðs handverks og ríkrar formtilfinn- ingar. Þá er eðlilegt að mönnum hafi loks orðið það ljóst á þessari öld skefjalausrar grimmdar og siðleys- is, að víkingarnir voru ekki þeir barbarar og óhefluðu ruddar sem sagt er frá umfram aðra þjóðflokka tímanna og að velgengnina eiga þeir kænsku sinni, listfengi og hugmóði öðru fremur að þakka. Harðstjórar, stjómmálakerfi og þjóðfélög, sem hafa viljað miðstýra listinni í eigin þágu hafa liðið und- ir lok, því hér gilda lögmál þróun- ar, aðlögunar og skilnings fremur en stöðlunar og misnotkunar. Það fer vel á því að minna reglu- lega á þetta og þannig séð mættu víkingahátíðir allt eins verða árviss viðburður á landi hér, og þjóðin þannig stöðugt minnt á uppruna sinn. Það sem við sjáum í Hafnar- firði, jafnt í húsakynnum gömlu blikksmiðjunnar sem í Fjörukr- ánni, er öðru fremur endurgerðir á upprunalegum munum frá vík- ingatímabilinu. Er ákaflega misvel að þeim staðið, en þar sem þetta er fyrsta hátíðin, sem haldin er á íslandi, ber að umbera frekar fmmstæða og á köflum tætings- lega uppsetningu og meta viljann fyrir verkið. Haldnar hafa verið svo frábærar og vel skipulagðar sýn- ingar á ekta munum frá víkinga- tímabilinu ytra, að samanburður er engan veginn raunhæfur, og svo er framkvæmdin annars eðlis. Hitt er sýnu mikilvægara, að menn geta sótt mikinn fróðleik til slíkra sýninga og fordómalausir haft af þeim dijúga ánægju, hvort sem menn eru gestir eða þátttakendur í gjörninginum. Steinhögg Danans, Magnusar Krogh Andersens, vakti óskipta athygli mína og lærdómur að fylgj- ast með honum að starfi, en slík vinnubrögð úreldast aldrei. Eink- um hreyfði rólan við mér svo og bautasteinninn úti, sem er svo listi- lega höggvinn, eftir teikningu Hauks Halldórssonar. Ekta hand- verk, sem gleður sálina og lyfta ber á stall, mátti einnig sjá í öðrum smíðisgripum svo sem Erlends Finnboga Magnússonar og Ólafs Sverrissonar. Ekki skal gleyma framlagi Dieters og Andreu Scholz, en hann er sérhæfður í aðskiljan- legustu aðferðum tréskurðar, og hún fæst við spjaldvefnað og spinn- ur lopann sjálf. Þá kynnir Haukur Halldórsson bómullardúksaðferð, sem ekki mun hafa sést áður, Birg- itta Jónsdóttir upplýsir gestinn um goðafræðina í andlitsmyndum, sem unnar eru út frá flæði undirvitund- arinnar, Edda Bjarna sækir í efni- við náttúrunnar, mosa, nornakippi, sortulyng og hraun og loks sér í líkingu stefnis víkingaskips í verki Guðbjargar Hlífar Pálsdóttur. Listafólkið er svo á fullu á staðn- um og fróðlegt að fylgjast með því. Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Sverrir Ágætur fiðlari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.