Morgunblaðið - 06.07.1995, Page 36

Morgunblaðið - 06.07.1995, Page 36
- 36 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TEL BLAÐSINS Dýraglens ’LOSSA A r&ÁeoL /) (,-H 01995 Tríbune Mecfia Services, li All Rights Resetved. Grettir HÆsr kqma AreiPi E-RÚ EiNUM GLS 35EIC0NPKJ4 . —7 LÖNQ... HAKJPA þElM SEM V/LJA , SKIPTA OFT (J/Ýl BÍAS... Kringlúnni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Af rasísku „gríni“ bókaútgefanda Frá Arnari Guðmundssyni: EFTIR langa þögn gerir Þorsteinn Thorarensen bókaútgefandi loks til- raun til þess að svara fyrir ákaflega ósmekkleg og rasísk ummæli sem prentuð voru á kápu barnabókar frá Fjölvaútgáfunni. Hann gengst við ummælunum: „Svona geta þeir verið grimmir og eru enn í dag þessir Ara- bar, en þeir trúa á einn Guð, sem þeir kalla Alla og er Múhameð spá- maður hans.“ Þorsteini sjálfum fmnst þetta grín og galsi. Nú þekki ég ekki kímnigáfu Þorsteins Thorarensens svo ég vík mér undan því að svara spurningunni sem hann setur fram í fyrirsögn greinar sinnar í Morgun- blaðinu 4. júlí: „Rasisti - eða grínisti?“ Kjarni þessa máls, sem Þorsteinn getur ekki skotið sér undan með því að fjargviðrast út í vinnubrögð Stöðvar 2, minna á meintan rógburð Björns Th. Björnssonar eða tala um arabíska leturfonta Fjölvaútgáfunn- ar, er sá að ofangreind ummæli hans bera vott um rasisma og trúar- bragðafordóma og því er forkastan- legt að prenta þau í barnabók. Hvort þetta var tilraun til fyndni eða ekki kemur málinu ekki við. Mannvonska Stöðvar 2 eða Björns Th. kemur því heldur ekki við. Spurningin sem löngu hefur verið varpað fram, og enn er beðið eftir svari við, er hvort Þorsteinn sjái þetta ekki sjálfur og sé þá maður til að biðjast afstökunar. ARNAR GUÐMUNDSSON, Eiðismýri 24, Seltjarnarnesi. HÖFUNDUR (t.h.) með Steingrími St. Th. Sigurðssyni listmálara. Tommi og Jenni Tjenní segircÁ 'eghafi: rödcL <x, \MUA baritomcgrybgdbt, JiCjSs! , V-/5 ekJci> rei&ctr? Þettou er urhefur. Ljóska Jæja þá, farðu og kastaðu ... Að stækka... eftir hverju ertu að bíða? Nýja Tabarka Frá Sigurgeiri Jónassyni: MARGT má gera sér til gamans í sólarlöndum. Mig langar til þess að vekja athygli fólks á eyju nokkurri skammt undan strönd meginlands Spánar sem heitir Nýja Tabarka. Eyjan er athyglisverð fyrir það hversu forn hún er í útliti. Það er eins og tíminn hafi gleymt henni í nokkur hundruð ár. A henni er fág- ætt virki og sjórinn í kring iðar af fjölskrúðugu lífi. Þar gefst fólki gott tækifæri til að spóka sig í umhverfi ekki ósvipuðu því sem Kólumbus og samtiðarmenn hans höfðu fyrir sjón- um. Nýja Tabarka hefur gegnt nokkr- um nöfnum í gegnum tíðina. Hún var nefnd Blanasiya af Aröbum og þar an San Poblo (því var trúað að postulinn hefði gengið þar á land), San Carlos (til heiðurs Carlosi III) og að síðustu Nýja Tabarka. Eyjan er 1800 m löng og 400 m breið, og er eina eyjan í byggð í umdæmi Valenciu. Saga byggðarinnar er ekki vel kunn en berberískir (n-afrískir) sjóræningjar héldu þar til og gerðu út ránsferðir að ströndum megin- landsins. Endir var bundinn á þessa vargöld með herafli og árið 1770 leyfði Carlos III nokkrum ítölskum sjómönnum að setjast þar að, eftir að hann frelsaði þá úr prísund tún- ísks soldáns. Virkisbyggingar Ta- barka eru einu eyvirkin sem eftir eru á þessu svæði og eru því merkar sögulegar minjar sem áhugavert er að skoða. En það er ekki bara eyjan sjálf sem er merkileg, heldur er sjávar- botnin umhverfis hana það einnig. Fjölskrúðugt plöntulíf hefur skapað ákjósanleg vaxtarskilyrði fyrir fjölda fisktegunda. Árið 1986 varð svæðið gert að sjávarþjóðgarði, þeim fyrsta sem stofnaður var á Spáni. Suðurundan eyjunni, við fót virk- isins, er hellir sem nær meira en hundrað metra undir þorpið og hægt er að sigla inn í á litlum bátum. Sagan segir að íbúar Tabörku hafi eitt sinn laumast inn í hellinn í skjóli nætur til þess að drepa hið hættu- lega „Llopi Mari“ (sæljón), tröllvaxið fiskskrýmsli með mjúkan slímkennd- an skrokk og gróftenntan kjaft. Hvernig þeirri viðureign lyktaði veit ég ekki, en hitt veit ég að hvergi sást ’skrýmslið. Frá Benidorm er farið frá Umferð- armiðstöðinni (Bus Centro) með áætlunarbíl til Alicante. F’armiðinn kostar 400 peseta (200 kr.), aðra leið. Frá Alicante eru áætlunarferðir með feiju, tekur siglingin röska klukkustund og kostar 1000 peseta báðar leiðir. Nýja Tabarka er góð tilbreyting fyrir þá sem hafa ekki áhuga á að eyða öllu sumarleyfinu við barinn eða liggjandi skaðbrenndir á sólarströnd. SIGURGEIR JÓNASSON Mánabraut 8, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðíð áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.