Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ I I I ► ) ) ) \ ) ► ► í & I | I i i i FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 5 ------------------------------------------------------ FRETTIR Japansk-íslenska vináttufélagið færir Þjóðarbókhlöðu veglega bókagjöf KATSUO Kono formaður sendinefndar japansk-íslenska vináttufélagsins afhendir frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta Islands hluta bókagjafarinnar. Til vinstri er Yoshihiko Wakita aðalritari vináttufélagsins. SENDINEFND japansk-íslenska vináttufélagsins ásamt forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, Einari Sigurðssyni landsbókaverði, Skúla Helgasyni framkvæmda- stjóra Þjóðarátaks stúdenta og Guðmundi Steingrímssyni formanni Stúdentaráðs HÍ. Yfir 24 millj- ónir safnast í þjóðarátaki stúdenta LOKAHRINA þjóðarátaks stúd- enta fyrir Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn er nú að hefj- ast en það hefur nú þegar skilað safninu gjöfum og framlögum sem metin eru á yfir 24 milljónir króna. Rúmar tvær milljónir króna hafa bæst við þá upphæð sem stúdentar afhentu við opnun Þjóðarbókhlöðu 1. desember sl., og að sögn Skúla Helgasonar framkvæmdastjóra Þjóðarátaks stúdenta, gera aðstandendur átaksins sér góðar vonir um frek- ariframlög á næstunni. A meðal veglegra gjafa sem hafa boríst að undanförnu er bókagjöf Japansk-íslenska vin- áttufélagsins, alls 332 bækur sém spanna m.a. fagurbókmenntir, menningu, byggingalist, garð- rækt, sögu, matargerðarlist, stjórnmál, rit fyrir börn og Ijós- myndun, svo fátt eitt sé nefnt. Gjöfin afhent forseta íslands Forsvarsmenn Japansk-íslenska vináttufélagsins komu hingað til lands fyrir fáeinum dögum og afhentu forseta íslands, frú Vig- dísi Finnbogadóttur, gjöfina við formlega athöfn á Bessastöðum. Áætlað verðmæti gjafarinnar er rúmar átta hundruð þúsund krón- ur. Að sögn Skúla leituðu aðstand- endur átaksins til félagsins á sein- asta ári og brugðust félagsmenn við málaleitan þeirra með því að hefja söfnun meðal félagsmanna og víðar. „Niðurstaðan varð sú að Jap- ansk-íslenska vináttufélagið keypti 170 bækur fyrir Þjóðarbók- hlöðuna en 162 bækur voru kost- aðar af Norðurlandadeild Japan Sasakawa-sjóðsins. Aðrir þeir sem studdu söfnunina voru japanska utanríkisráðuneytið, útgáfufyrír- tækin Kodansha og Wood Bell, dagblaðið Sports Nippon, Tonichi prentsmiðjan og heiðurskonsúll Islands í Japan, Raijiro Nakabe. Látúnstafla reist Flestar bókanna eru á ensku og gefa góðan þverskurð af jap- önsku þjóðlífi, efnahagslífi, Iistum og vísindastarfi. Lítið var til af bókum um Japan hér á landi og er gjöfin því mjög kærkomin fyrir hið nýja þjóðbókasafn," segir Skúli. Þegar hafa á fimmta tug fyrir- tækja hérlendis stutt þjóðarátakið með framlögum og hafa stúdentar m.a. leitað til fyrirtækja um að taka í fóstur vísindatímarit, þ.e. greiða áskriftargjöld tímarita á viðkomandi fræðasviðuin, í þeim tilgagni að efla tímaritadeild safnsins. Jafnframt hefur verið ákveðið að reisa látúnstöflu í Landsbókasafni Islands - Háskóla- bókasafni með ágröfnum nöfnum þeirra sem styrkt hafa þjóðarátak- ið á veglegastan hátt. Hvenær dettur Gullpotturinn? Nú er hann 10 milljónir! Þeir sem spila í Gullnámunni þessa dagana þurfa að vera viðbúnir að vinna stórt, því nú er Gullpotturinn kominn upp í rúmar 10 milljónir og getur dottið hvenær sem er. En það er fleira eftirsóknarvert, því vinningar í hverri viku eru yfir 70 milljónir króna. Þetta eru bæði smærri vinningar og svo vinningar upp á tugi þúsunda að ógleymdum SILFURPOTTUNUM sem detta að jafnaði annan hvern dag og eru aldrei lægri en 50.000 krónur. Haföu keppnisskapið meö þér í Gullnámuna og láttu reyna á heppnina, - þaö er aldrei aö vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.