Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 28
MORGUNBIvAÐIÐ 28 FIMMTUDAGUR 20. JÚÍÍ1995 GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR + Guðbjörg Eiríks- dóttir fæddist 7. september 1900 á Bjamastöðum í Sel- vogi. Hún lést á heimili sínu 8. júlí sl. Foreldrar hennar vom Eiríkur Frey- steinsson og Jó- hanna Þorsteins- dóttir. Guðbjörg átti fjögur alsystkin, Þorstein, Sigur- jfc mann, Kristvald og Þuríði. Hálfsystkini hennar vom Guð- mundur Einarsson, látinn, Þóra Einarsdóttir, látin, Lovísa Einarsdóttir, látin, Sigríð- ur Einarsdóttir, Jóhanna Einars- dóttir látin, Olavía Einarsdóttir, MIG langar með nokkrum orðum að minnast yndislegrar ömmu minnar Guðbjargar Eiríksdóttur. Ég var ekki há í loftinu þegar pabbi svaraði spurningu minni: Af hveiju á ég alveg eins nafn og amma? Það að vera alnafna ömmu minnar þótti mér afar merkilegt, því hvað gat verið betra í heiminum en að vera ~S skírð í höfuðið á þeirri umhyggju- sömustu konu sem ég hef nokkum tímann kynnst? Fyrir mér var amma besta amma í heimi. Margar af mínum kærustu minningum úr barnæsku eru tengd- ar ömmu. Meðal annars gaf amma mér fyrstu dúkkuna mína, sem við Dúddý frænka (Guðbjörg Einars- dóttir) skírðum í sameiningu Kátí. Amma gaf mér einnig dúkku núm- er tvö sem ég skírði ein og auðvitað hlaut dúkkan nafnið Amma. Það ■M- eitt segir kannski orða fæst hversu mikils ég mat hana ömmu mína. Það var ekki sjaldan á mínum yngri árum að ég nældi mér í kvef og aðrar umgangspestir og eins og tíðkaðist þá var maður hafður rúm- liggjandi svo dögum skipti uns bata Sigrún Einarsdóttir og Lúðvík Dalberg Þorsteinsson. Guð- björg giftist Oddi J. Tómassyni málara. Þau skildu. Börn þeirra eru Tómas, f. 22. des'ember 1925, Eiríkur, f. 10. des- ember 1926, Jóhann- es, f. 14. mars 1928, Hörður, nokkurra vikna gamall, Jó- hanna, f. 23. aprfl 1929, d. 3. septem- ber 1992. Og Sigrún f. 16. ágúst 1923, d. ll.sept. 1923. Útför Guðbjargar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. var náð. Ekki lá amma á liði sínu við slíkar aðstæður. Það tók hana ekki langan tíma að skella sér í strætó inn eftir, inn í Hlíðargerði, eftir að tilkall barst frá litla sjúk- lingnum. Ég mun aldrei gleyma því hversu örugg ég varð og hversu betur mér leið þegar amma birtist inni í svefnherbergi og lagðist upp í til mín. Og ekki var það verra að fá græna frostpinna og góða bók í kaupbæti. Tryggð ömmu var þvílík að ekki var aftur farið heim fyrr en fullum bata var náð. Stundum tók það einn til tvo daga en oftar urðu þeir fleiri sem ég hafði þessa rólegu og yndislegu ömmu við hlið mér. En minningar mínar eru ekki eingöngu tengdar kvefpestum og rúmlegu, heldur skemmtilegum stundum sem við áttum saman á Vesturgötunni eða inni í Hlíðar- gerði. Ber þar hæst hið sólskinsríka sumar 1974, þegar foreldrar mínir fóru utan í heilan mánuð. Ég held að það sé einn sá besti mánuður sem ég hef upplifað. Þennan mánuð MINNINGAR flutti amma heim, inn í Hlíðar- gerði. Tíðar ferðir voru farnar niður í bæ að kaupa pylsu eða is og miklu oftar var farið út í bakarí en venja var til. Ekki sakaði að hafa selskap Dúddýjar frænku sem einnig var tengd ömmu svo nánum böndum. Já, þá var oft hlegið uppi í hjóna- rúmi á kvöldin þegar við Guðbjar- girnar þrjár voum saman komnar að leggjast til svefns. Það sem var svo einkennandi í samvistum við ömmu, var hversu mikil ró og friður fýlgdi henni. Hún var blíð og góð við alla og átti fjöl- skyldu sem henni var kær. Það er skilið eftir stórt skarð þegar svo yndisleg kona, sem hún amma mín var, er horfín í faðm annarra ættingja, á þann stað sem okkur öllum er svo ókunnugur. En það skarð sem eftir stendur verður fyllt innilegum og hugljúfum minn- ingum eftirlifandi ættingja. Blessuð sé minning ömmu minnar, Guðbjargar Eiríksdóttur. Sérstakar þakkir vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar færa starfsfólki Furugerðis 1 svo og Heimahlynn- ingar Krabbameinsfélags íslands. Guðbjörg Eiríksdóttir. Amma var fædd að Bjarnastöð- um í Selvoginum en fiuttist ung með móður sinni og systkinum að Fremri-Hálsi í Kjós. Oft sagði amma mér frá þeim tíma er hún bjó að Hálsi, m.a. frá því þegar hún labbaði til Reykjavíkur. Það þótti mér vera þrekvirki. En þegar maður eidist og þroskast þá skilur maður að það eru til aðrir hlutir sem geta reynst þyngri á vogarskálinni. Hún amma var orðin 94 ára göm- ul og löngu búin að skynja það að hún myndi fara á vit feðra sinna, og var ófeimin við að ræða þá hluti fram og til baka, en hún hafði sín- ar skoðanir á þeim málum. Hún var mjög trúuð og sótti oft messu með- an heilsan leyfði. Minningin um þig, amma mín, mun lifa í hjarta mínu. Það er margs að minnast þegar litið er yfir liðín ár, og er þá Vestur- gatan ofarlega í huga. Það var heill ævintýraheimur fyrir lítinn snáða að komast inn í kompu og loka að ,sér. Þar var, að mér fannst, hátt til lofts og vítt til veggja. Djúpar og háar hillur með miklum verðmætum sem alls ekki mátti henda, og ekki spillti fyrir þegar ijörkálfurinn hann Reynir frændi var þar með. Það var bæði stutt að fara til veiða frá Vesturgötunni og að kom- ast í þögnina niður í fjöru til að takast á við hina miklu krafta hafs- ins. Ýmislegt var hægt að ræða við ömmu og átti hún oft góð ráð að gefa, þó ekki væri alltaf farið eftir þeim ráðum. En maður gat þó séð hlutina frá öðru sjónarhorni. Guð geymi þig elsku amma mín, þakka þér fyrir ógleymanlegar stundir, minningin um þig mun lifa hjá okkur. Oddur Eiríksson. Ég átti því láni að fagna að verða einn af þeim, sem fékk að kynnast heiðurskonunni Guðbjörgu Eiríks- dóttur, eða ömmu Buggu, eins og hún var jafnan kölluð af barna- og bamabamabörnum sínum. Guðbjörg var einstök kona. Þrátt fyrir erfiða ævi, háan aldur og misjafna heilsu, var hún ætíð glaðlynd, og hrókur alls fagnaðar, hvort sem það var á mannamótum eða í faðmi fjölskyld- unnar. Árið 1980 kynntist ég dótturdótt- ur og nöfnu hennar, Guðbjörgu Theresíu Einarsdóttur, en á milli þeirra ríkti mikill kærleikur. Ég hafði heyrt svo mikið talað um þessa „ömmu Buggu“ innan íjölskyldunn- ar og var því farinn að bíða með mikilli eftirvæntingu eftir að hitta þessa merku konu. Stundin rann upp og nú átti að kynna mig fýrir henni. Ég var að sjálfsögðu búinn að fram- kalla ákveðna mynd í huga mér eft- ir allar dásemdarsögumar um þessa „ömmu Buggu“, svo að innst inni vorkenndi ég þessari gömlu konu. Það væri gersamlega ómögulegt að standa undir svona miklu. En hún stóð sko undir því sem um hana hafði verið sagt, og gott betur. Aldr- ei hefði ég, ömmulaus maðurinn, trúað því að ég myndi eignast nýja ömmu, og það ekki neina venjulega ömmu. Frá fyrstu stundu var mér tekið opnum önnum og Guðbjörg sýndi ætíð mikinn áhuga á því sem var að gerast í okkar lífí. Setti hún sig vel inn í mín áhugamál og var t.d. með á hreinu hversu vel Fram- liðinu gekk í knattspyrnunni, rúm- lega áttræð konan. Eftir að við fiuttum utan árið 1986, urðu samverustundirnar ekki eins margar. En þegar komið var til íslands var alltaf byrjað á því að heimsækja ömmu Buggu. Og alltaf beið hún spennt eftir okkur. Ég tala nú ekki um eftir að börnin komu til sögunnar, (Diljá Björg fædd 1989 og Einar Páll 1993), varð spenning- urinn enn meiri, ekki síður hjá börn- unum. Því hjá ömmu Buggu var allt leyfilegt. Þrátt fyrir mikinn ald- ursmun urðu þær Diljá Björg og amma Bugga miklar vinkonur og mun það eftir að reynast Diljá Björgu mikið og gott vegarnesti. Amma Bugga mun ætið koma til með að eiga verðugan stað í hjarta hennar. Guðbjörg var trúuð kona og átti hún margar góðar stundir í Grensás- kirkju, þar sem „Ungt fólk með hlut- verk“ réði ríkjum. Guðbjörg var ung í anda, og þetta var hennar yndi. Þarna var líf, Ijör og söngur, og kynntist hún mörgu góðu fólki, sem reynst hefur henni vel. Guðbjörg var góð heim að sækja. Lagði hún mikið upp úr gestrisni og alltaf var lagt á borð sem fyrir konungsfólk væri. Og börnin fengu sitt, því alltaf lumaði hún á ein- hveiju góðgæti handa þeim. En allt tekur enda. Guðbjörgu hrakaði mikið síðasta árið, enda 94 ár hár aldur. En nú veit ég að henni líður vel innan um alla ástvinina sem hún hefur þurft að horfa á eftir í gegnum árin, loksins fékk hún frið þessi elska. Ég votta eftirlifandi sonum henn- ar, bamabömum og bamabarna- börnum, og öllum þeim sem hana elskuðu, samúð mína. Og að lokum, orðin sem hún kvaddi okkur alltaf með „Guð geymi ykkur". Sævar Pálsson. KRISTIN JÓNSDÓTTIR eins og þau voru ætíð kölluð, urðu fljótlega óaðskiljanlegur hluti af fjölskyldunni. Þeim varð ekki barna auðið, en Hinni átti dótturina Þórhildi sem lengi hefur búið í Lúxem- borg. Hin einstaka hjartagæska þeirra kom meðal annars fram í því að þau voru einstaklega barngóð, börn hændust að þeim ósjálfrátt og við bræð- ur vorum þar engin undantekning. + Kristín Jóns- dóttir var fædd 14.6.1923 í Stíflisd- al í Þingvallasveit. Hún lést á Land- spitalanum 8. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Sigurðsson bóndi á Fremra- Hálsi í Kjós og Ingibjörg Eyvinds- dóttir. Kristín var elst átta systkina, þau eru: Sigríður, Osk, Einar, Har- aldur, Jenný, Ása og Ingibjörg. Maki var Hinrik Eiríksson, f. 30.9. 1921, d. 15.10. 1992. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. SÍÐLA árs 1949 varð mikill happa- dagur í lífi fjölskyldunnar á Miklu- braut 48, þeirra hjóna Jóns Sig- tryggssonar og Jórunnar Tynes og sona þeirra Jóns Arnar, Ingva Hrafns, Óla Tynes og Sigtryggs, sem þessar línur ritar. Þennan dag tóku hjónin Kristín og Hinrik Eiríksson á leigu hluta kjallarans á Miklubraut 48 og bjuggu þar næstu árin. Á þessum árum stundaði Hinrik sjómennsku en Kristín fór fljótlega að hjálpa nióður okkar við heimilisstörfin og gerði það um nokkurra ára skeið. Ofangreind lýsing gefur ekki sérstaklega til kynna aðstæður sem gætu bent til þess sem fljót- lega varð raunin. Stína og Hinni, Stína sá meðal annars um heimilið þegar foreldrar okkar voru fjarverandi og á ekki svo lít- inn þátt í uppeldi okkar. Mér er sagt að við höfum verið óvanalega viðráðanlegir þegar Stína var ein við stjórnvölin, meira að segja Ingvi Hrafn, sakir þess að við vild- um vera þægir við Stínu, en það mun hafa verið tillitssemi sem ekki var sýnd öðrum sem sáu um okkur í fjarveru foreldranna. Það treysti svo enn tengslin að þegar ég var 4 ára og ÓIi 7 ára fórum við ásamt Helga Kristbjarn- arsyni í sveit að Fremra-Hálsi í Kjós til foreldra Stínu, þeirra heið- urshjóna Ingibjargar Eyvindsdótt- ur og Jóns Sigurðssonar. Við þetta stækkaði fjölskyldan enn, því við fórum fljótlega að kalla þau hjón- in pabba og mömmu á Hálsi. Ég held að það lýsi betur en mörg orð hug okkar til þeirra hjóna og heimilisfólks á Fremra-Hálsi. Ég var þarna í tíu sumur samfleytt en ÓIi og Helgi skemur. Meðan Stína og Hinni bjuggu á Miklubrautinni borðuðu þau ætíð með okkur á sunnudögum og allt til æviloka dvöldu þau með okkur á stórhátíðum og voru óað- skiljanlegur hluti hátíðahaldanna í okkar augum. Stína og Hinni keyptu íbúð á Öldugötu, síðan á Réttarholtsvegi og loks bjuggu þau síðustu árin í Nökkvavogi og voru þetta allt hlýleg og falleg myndarheimili eins og vænta mátti frá Stínu. Árið 1947 vorum við bræður orðnir 4 og nokkuð fyrirferðarm- iklir. Það þóttu því töluverð tíð- indi þegar við eignuðumst Mar- gréti systur okkar árið 1955, átta árum frá fæðingu yngsta bróður og 17 árum frá fæðingu þess elsta. Eins og ártölin lýsa getur verið nokkuð erfitt fyrir dömu að koma ein og langyngst inn í fyrir- ferðarmikinn bræðrahóp. Margrét systir okkar hafði samt nokkuð forskot á kynsystur í svipaðri að- stöðu því hún átti í raun tvær mæður og feður í mömmu og Stínu og pabba og Hinna. Á sama hátt voru þau einnig sem amma og afi fyrir Guðmund Jón, son Margrétar. Stína vann í fjölmörg ár sem klíníkdama á tannlæknastofu föð- ur okkar og gerði það af sömu alúð og samviskusemi og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hinni og Stína voru dugleg að ferðast og fóru víða, bæði innanlands sem utan. Þau litu fram til viðburða- ríkra og ánægjulegra elliára að erfiðum vinnudegi loknum. I augum okkar systkina voru þau „yngsta“ eldra fólkið sem við þekktum og okkur fannst þau ekki hafa elst um dag í áratugi. En þessi ár urðu alltof fá, Hinni lést 15.10. ’92 úr krabbameini og nú Stína 8.7. sl. úr sama sjúkdómi. Við Systkinin og Guðmundur Jón sendum ættingjum, vensla- fólki og vinum Stínu samúðar- kveðjur um leið og við kveðjum hana með ást, virðingu og þakk- læti. Sigtryggur Jónsson, Jón Orn Jónsson, Ingvi Hrafn Jónsson, Óli Tynes Jónsson, Margrét Jónsdóttir og Guðmundur Jón Ottósson. Hún Stína okkar, eða Nína mín eins og sonur minn kallaði hana, er látin en hún mun aldrei hverfa úr huga okkar. Stína var afskaplega hlý og sterk persóna og það var gott að eiga hana að. Þær voru ófáar stundirnar sem við vinkonurnar sátum saman að kvöldi, pijónuð- um, sögðum kjaftasögur og drukk- um kaffi eða kók. Oft sátum við líka bara og töluðum um gömlu dagana þegar við vorum að alast upp og skemmtanaárin okkar þrátt fyrir 44 ára aldursmun. Elsku Stína, við mæðginin þökkum þér allan þann tíma sem við áttum með þér. Þó að hann Hinni minn sé aðeins 2'/z árs þá man hann vel eftir Nínu sinni sem hann vildi alltaf vera að gefa kaffi, og öllum fuglunum sem hún átti í hillunni sinni og hann fékk að klappa í hvert sinn er við komum til Stínu. Ég veit að þér líður vel, núna þegar þið Hinni frændi eruð saman á ný. Á þessari stundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa feng- ið að kynnast konu eins og Stínu. Minningarnar um hana munu ylja okkur áfram og lýsa okkur veginn fram á við. Kristur minn ég kalla á þig komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig Guð, í faðmi þínum. (H.P.) Ingibjörg og Hinrik litli. Með nokkrum fátæklegum orð- um langar mig að minnast Krist- ínar Jónsdóttur eða Stínu hans Hinna eins og ég jafnan kallaði hana, en hún lést aðfaranótt 8. júlí eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það má með sanni segja að með Stínu sé horfin af sjónarsvið- inu einstök heiðurskona og sem gædd var sterkum persónutö- frum. Ég minnist þess nú hversu ljúft það var að sitja í sófanum hjá henni á kvöldin og ræða við hana um lífið og tilveruna. Stína var ávallt svo glettin og glaðlynd og hafði sínar skoðanir á öllum málum, ekki síst íþróttum, en þar var á ferð mikil áhugamanneskja um handbolta og fótbolta. Þá voru pijónarnir jafnan hafðir með í för en Stína gat unað við það allan daginn að prjóna. Hún var snill- ingur á því sviði. En heimsóknirnar verða ekki fleiri að sinni, það er komið að kveðjustund. Það er mikil guðsg- jöf að hafa fengið að kynnast konu eins og Kristínu Jónsdóttur og nú við fráfall hennar situr eft- ir tómarúm í tilverunni. Það er þó huggun harmi gegn að vita að Stína er nú komin til Hinna. Minninguna um Stínu og Hinna varðveiti ég áfram í hjarta mínu og hún verður aldrei frá mér tek- in. Þó að sleppi hendi hönd, hinzti nálgast fundur, eigi slitna andans bönd algerlega sundur Gegnum tárin geisli skin, gleði og huggun vekur. Göfug andans áhrif þín enginn frá mér tekur. (Erla: Guðfinna Þorsteinsdóttir) Aðstandendum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Erla Kristófersdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.