Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 11 FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Mokveiði á nýju svæði MJÖG GÓÐ silungsveiði hefur verið á köflum í Blöndulónunum, talsvert norðan Hveravalla á Kjalvegi, í sum- ar. í fyrsti skipti í sumar er reynt að halda utan um veiðiskapinn, selja veiðileyfi og útbúa aðstöðu fyrir veiðimenn. Mikill fiskur er á svæðinu sem er talsvert víðfemt, mest bleikja, en einnig rejdingur af urriða. Fiskur- inn er mjög vænn, mikið 2-4 punda. Net og stöng... Hannes Sigurgeirsson á Áfanga- felli, sem er skáli skamrnt frá veiði- svæðinu, sagði í samtali við Morg- unblaðið að menn gætu veitt bæði á stöng og í net á svæðinu. Þeir gætu komið með eigin net eða leigt hjá sér, gætu komið með eigin báta eða leigt þá hjá sér. Sjálfur hvetti hann menn til að leggja net og veiða síðan á stöng á milli vitjanna. „Annars taka menn fiskinn ekkert síður á stöng og margir hafa farið héðan með mikinn afla,“ sagði Hannes. Veiðin er bæði í lónunum og í skurðum sem frá þeim liggja. Er fisk- magnið mikið, en silungurinn er stærri í lónunum en í skurðunum. „Það líta sumir netin hornauga, en staðreyndin er sú að bleikjuvötn eru fljót að verða ofsetin ef þau eru ekki grisjuð rækilega. Við viljum ekki að það verði raunin hér,“ segir Hannes. Silungurinn í Blöndulónum hefur tekið vel flest það agn sem að honum hefur verið kastað, spón, „spinnera", flugu og maðk. Þá segir Hannes að um megnið af svæðinu megi aka á venjulegum fólksbifreiðum. „Svo á ég líka til héma jeppaslóðir fyrir þá sem eru harðari," bætti hann við. Byrjað að veiðast í Seyðisá Menn eru bytjaðir að fá afla í Seyðisá á Kili. Hópur sem var þar um síðustu helgi fékk 8 fallegar bleikjur, 2-3 punda, og menn sáu þess merki að fiskur væri byijaður að ganga upp úr Blöndu. Góð veiði var í ánni í fyrra og verður fróðlegt að fylgjast með því hvað verður í sumar. Góð „skot“ í Þrastarlundi Menn hafa verið að fá góð „skot“ á Þrastarlundarsvæðinu í Soginu að undanförnu. Að sögn Gunnars Bjamasonar í Veiðihúsinu er engin skráning afla á svæðinu, sem sé bagalegt, en talsvert sé um að menn kaupi leyfi og komi svo aftur til að ÞÓRARINN Sigþórsson, t.v., og Ásgeir Bjarnason með glæsi- lega dagsveiði úr Leirvogsá. kaupa fleiri leyfi og hafi þá fengið 2, 3 og allt upp í 4 laxa eftir dag- inn. Svo eru slakari dagar á milli. „Þetta hefur þó gengið svo vel að svæðið er uppselt langt fram í ág- úst,“ sagði Gunnar. Hér og þar... Menn eru að draga laxa á ólíkleg- ustu veiðislóðum þessa dagana. Þannig var franskur maður ósköp sáttur við að renna fyrir silunga í Þverá, þeirri sem rennur í Ytri- Rangá. Það sem kom á krókinn var hins vegar 3 punda lax og er langt síðan sú tegund hefur veiðst í Þverá. Bændur við ána eru nú með áform um að gera ána aðlaðandi fyrir veiði- menn. Fáir vita að nokkuð af sjóbirt- ingi gengur í ána. Þá var silungsveiðimaður við Spóastaðabrúna í Brúará meira en lítið undrandi þegar það sem kom á krókinn hjá honum var 4 punda nýr- unninn lax. Það mun reyndar ekki vera óalgengt að silungsveiðimenn í ánni lendi í þeim silfraða. Lax er nú farinn að veiðast í Vatnsá við Vík í Mýrdal. Vatnsá er síðsumarsá sem á allan sinn besta tíma eftir. Fyrstu laxarnir veiðast hins vegar yfirleitt um þetta leyti og hefur það gengið eftir. Milli 10 og 20 laxar eru sagðir komnir á land. fhspeysur i ferðalagið Verd frá 4.300 kr st. gr. Skel jungsbúðin Reykjavlk sími 5603878 •Akureyri sími 4622850 Keflavík sími 4213322 * Vestm.eyjum sími 481 1115 NU kr. 33.43» sem í boðí eru: Trek 830, áður kr. 41.797. Trek 830SHX m/ demparagaffli, áður kr. 49.321.[ Trek 850, áður kr. 47.061.r Nú kr. 37.649. Nú kr. 39.457. RAÐCREIOSLUR Vegna sérlega hagstæðra samninga getum við boðið 20% afslátt af síðustu aukasendingunni á árinu með Trek USA fjallahjólum. 20% afsláttur! „ Reiðhiólaverslunin m ORNINNP* SKEIFUNNI 11, SIMI 588 9890. Opið laugardaga kl.10-14 - kjarni málsins! Tialdadagar í Skátabúðinni Alla fimmtudaga í sumar sýnum við þær 40 tegundir af tjöldum sem fást 1 Skátabúðinni. Pá færðu tjaldið sem þig vantar með allt að 10% staðgreiðsluafslætti. -SKAPAK fWA0K Snorrabraut 60 • Sími 561 2045

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.