Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 19
LISTIR
Akurlendi
íslenskra
sönglaga
TONLIST
Listasafn Islands,
mánudaginn 17.
júlí 1995
Einsöngur Sigrún Hjálmtýsdóttir
og Jónas Ingimundarson flytja ís-
lensk söngverk.
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
„ÍSLENSKA einsöngslagið"
hefur fyrir tilstilli Jónasar Ingi-
mundarsonar píanó-
leikara verið endur-
metið og tónleikar,
þar sem einsöngvar-
ar hafa eingöngu
tekið til meðferðar
íslensk söngverk,
hafa verið mjög vel
sóttir, svo að mikil-
vægi þess, að þekkja
sína tónlist hefur
ekki aðeins verið
áhugamál flytjenda,
heldur hafa áheyr-
endur einnig svarað
fyrir sig með því að
fjölmenna til veisl-
unnar.
Tónleikarnir hóf-
ust á Ave Maríu,
eftir Sigvalda Kald-
alóns, sem Sigrún
söng af glæsibrag
og eftir þennan
„inngang" voru
nokkur íslensk þjóð-
lög, sem Sigrún
ýmist söng án und-
irleiks eða í kunnum
útsetningum, með
einni undantekn-
ingu, sem var ágæt
útsetning Karls 0.
Runólfssonar á
Sofðu unga ástin
mín. Fram til þessa
hefur raddsetning
Sveinbjörns Sveinbjörnssonar
verið helsta viðfangsefni ís-
lenskra einsöngvara. Þessi þátt-
ur tónleikanna má vera áminning
Jónas
Ingimundarson.
næst á efnisskránni, listaverkið
Unglingurinn í skóginum, eftir
Jórunni Viðar, Róa, róa ramb-
inn, eftir Jónas Tómasson, Man-
söngur eftir Kjartan Ólafsson
og stórsmellið lag, Yfirlýsing,
eftir Hjálmar H. Ragnarsson,
við „Kvenuppreisnarkvæði“ eftir
Magneu Matthíasdóttur. Lög
Jónasar og Kjartans eru vel
samin en bæði Unglingurinn í
skóginum og Yfirlýsing eru
dæmi um nútíma-
tónlist, sem hafin
er yfir tíma og stíl,
eru listaverk.
Næstir á efnis-
skránni voru Svein-
björn, Páll, Sig-
valdi, Emil, Jón
Leifs, Sigfús, Jón
Þórarinsson og
Karl, sem allir eiga
perlur í silfurskríni
íslenskra sönglaga
og íslenskir ein-
söngvarar hafa
skartað sig með, í
bland við nýrri verk,
eins og Ljóð fyrir
börn, skemmtilegan
sönglagaflokk eftir
Atla Heimi Sveins-
son við kvæði eftir
Matthías Johann-
essen, lag sem er á
mörkum dægur-
lagsins, Maður hef-
ur nú, eftir Gunnar
Reyni Sveinsson og
Biðilsdans, eftir
Loft Guðmundsson.
Það þarf ekki að
tíunda neitt sér-
stakt varðandi
flutning Sigrúnar
Hjálmtýsdóttur, því
þar fer saman list-
fengi og glæsileg
rödd, svo að í samspili við Jónas
Ingimundarson voru tónleikarn-
ir glæsilegur listviðburður, þar
sem litið var yfír ótrúlega vítt
til íslenskra tónskálda, að sinna akurlendi íslenskrar söngtónlist-
betur því verki að útbúa íslensk ar, þjóðlög, nútímatónlist, klass-
þjóðlög fyrir einsöng með píanó-
undirleik en hingað til hafa flest-
ar þjóðlagaraddsetningar verið
unnar fyrir kóra.
Fjögur „nútíma" sönglög voru
ík og skemmtitónlist, jafnvel lög
úr revíum (eitt af aukalögun-
um), sem allt var snilldarlega
flutt.
Jón Asgeirsson
Morgunblaðið/Sigríður Einarsdðttir.
MÁLAÐ var úti í blíðskaparveðri.
NEMANDI á sumarnámskeiði
Myndlistarskóla Kópavogs.
Sumar-
námskeið
Myndlistar-
skóla
Kópavogs
MYNDLISTARSKÓLI Kópa-
vogs hélt sumarnámskeið í
júní, sem er nýjung í starfi
skólans. Nemendur voru á
öllum aldri, börn, unglingar
og fullorðnir. Námskeiðið var
vel sótt og voru nemendur
ýmist úti eða inni við að mála,
teikna og móta, eftir því sem
veður leyfði. Námskeiðið stóð
yfir í eina viku.
Kennarar voru: Erla Sig-
urðardóttir, myndlistarmað-
ur, kenndi vatnslitamálun,
Guðrún Sigurðardóttir,
myndlistakennari, kenndi
barnahópi, Ingiberg Magnús-
son, myndlistakennari,
kenndi teiknun og pastellitun,
Ingunn Erna Stefánsdóttir,
myndlistakennari, kenndi
leirmótun og Sigríður Einars-
dóttir, myndlistakennari,
kenndi barnahópi.
Riddarar tíunda
áratugarins
KVIKMYNPIR
Stjörnubíó
FREMSTUR RIDDARA
(FIRST KNIGHT) ★ ★ ★
Leikstjóri Jerry Zucker. Handrits-
höfundur William Nicholson. Tónlist
Jerry Goldsmith. Kvikmyndatöku-
stjóri David Greenberg. Aðalleikend-
ur Sean Connery, Richard Gere, Jul-
ia Ormond, Ben Cross, Sir John Gi-
elgud. Bandarisk. Columbia 1995.
ÞÁ ER búið að straumlínulaga sagn-
irnar frægu af Artúr konungi, Guine-
vere drottningu hans og hinum hug-
umstóru Riddurum hringborðsins
með Lanceiot fremstan jafningja. Sú
mynd sem dregin er upp í Fremstum
riddara er í anda tíðarandans, hröð,
litrík, rómantísk og prýdd nýjustu
tækni og vísindum kvikmyndagerð-
arinnar. Á braut gamlir kunningjar
eins og sverðið Excalibur og galdra-
karlinn Merlin.
Þessi nýjasta útgáfu hinnar sí-
gildu riddara- og ástarsögu er séð
frá sjónarhóli Lancelots (Richard
Gere). Hér er hann einmana og rót-
laus garpur, axlandi þungar raunir
fortíðar og veit ekki í hvorn fótinn
hann á að stíga. Ástin á lafði Guine-
vere (Julia Ormond), hverri hann
bjargar í tvígang úr óvinahöndum,
tekst á við hollustuna sem hann ber
til konungs (Sean Connery). Holly-
wood leysir vandann af sinni alkunnu
pennalipurð.
Jerry Zucker (Airport, Ghost) leik-
stýrir og sýnir að honum eru flestir
vegir færir og getur verið ánægður
með útkomuna. Fremstur riddara er
aðlaðandi og mikilúðlegt ævintýri
sem varast meginglæp skemmti-
mynda dagsins; að íþyngja áhorfend-
um með of mikilli sorg og sút. Mynd-
in skotvirkar sem afþreying en er
tæpast í þeim gæðaflokki sem vinnur
til verðlauna. Helst mætti þó veðja
á Jerry gamla Goldsmith í því sam-
bandi. Hann á hrífandi stórmyndar-
tónlist sem oft lyftir myndinni á
hærra plan en hún á skilið. Kryddar
hana með dulúðugum miðaldalegum
kórsöng og hefur ekki gert betur
síðan hann lauk við snilldarverk sitt,
The Omen. William Nicholson
{Skuggalendur) vinnur vel sitt starf,
að einfalda goðsögnina. Framvindan
er stöðug og skýr, rómantíkin
blómstrar og geirarnir syngja. Sviðin
eru beint úr ævintýraheimum og
tökustaðirnir undurfagrir ijalladalir
Wales. Connery og Ormond bera
myndina uppi en götustrákssjarmi
Richard Gere fellur illa inn í miðalda-
myndina. Stórkostlegur hljómburður
nýrrar hljómflutningstækni kætir
hlustirnar.
Sæbjörn Valdimarsson.
tmwMmmim
PUI^ _-, nnJn(
339520 Sky Express T
Leður skór m/loftpúða
Til í svörtu, st.: 40-461'2
Verð 7.990 Nú: 3.995
138170 Manhattan T
Sterkur götuskór úr leðri
st.: 40-47
Verð 6.990 NÚ: 4.990
289570 Aspination
Leður skór m/loftpúða í hæl
st.: 36-42
Verð 6.980 NÚ: 4.890
T 339710 Sky Fortness
Leðurskór m/loftpúða
289550 Attain T
Leður og nylon skór,
sterkur á götuna
st.: 40-461'2
Verð 4.980 NÚ: 3.490
239710 TX-400 T
Góður hlaupaskór
m/loftpúða st.: 39-46
Verð 6.990 NÚ: 4.790
st.: 41-47
Verð 7.580
NÚ: 4.990
st.:30-38‘'2
Verð: 4.850
Nú: 3.390
239000 Mirage T
Léttur joggingskór
st.: 36-421,2
Verð 2.990 NÚ: 1.590
. pnmn
239050 XS-Speed
m/loftpúða undir öllum sólanum
Meiriháttar hlaupaskór
st.: 39-47
Verð 7.980 NÚ: 5.490
pnmn
289530 Aspination
M/loftpúða í hæl
st.: 40-481'2
Verð 7.980 NÚ: 5.490
pumn
4—
239260 Lady Prevail
Hlaupaskór m/loftpúða í hæl
st.: 37-42
Verð 4.990 Nú: 3.490
pnmn
Í5<
»hummél^
SPORTBÚÐIN
flrmúla 40 S: 581 3555