Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 23 AÐSEIMDAR GREIIMAR Samkeppní eða ríkisforsiá SIÐASTLIÐINN laugardag birtist grein í Mbl. eftir Bergþór Halldórsson, yfirverk- fræðing hjá Póstí og síma, sem hann nefnir „Einkarekstur eða op- inber rekstur“. Greinin er athyglisverð fyrir margra hluta sakir en þó helst fyrir það að afstaða eins háttsett- asta manns innan Pósts og síma til einkarekst- urs er afhjúpuð. Þrátt fyrir að Bergþór taki fram í annarri grein sinni sem birtist síðast- liðinn þriðjudag að þetta sé hans persónulega skoðun, veit ég að skoð- un hans á miklu fylgi að fagna inn- an veggja stofnunarinnar. Sú ríkisforsjárhyggja sem fram kemur í grein Bergþórs er ótrúieg og í raun hættuleg því hún getur hæglega leitt til þess að við íslend- ingar verðum eftirbátar annarra vestrænna þjóða sem eru í óða önn að undirbúa sig fyrir upplýsinga- og fjarskiptabyltinguna. Það er ótrúlegt að á sama tíma og ríkisforsjárhyggj- an er á miklu undanhaldi í heimin- um, skuli vel upplýstur maður eins og Bergþór skrifa aðra eins grein. I leiðara Mbl. daginn eftir var málið tekið mjög föstum tökum og hvet ég alla þá sem lásu grein Berg- þórs að lesa umræddan leiðara. Af málflutningi yfirverkfræðingsins er ljóst að nánast útilokað má telja að hægt sé að sannfæra yfirmenn stofnunarinnar um kosti einkafram- taksins, hvað þá að stofnunin losi það kverkatak sem hún hefur á sölu notendabúnaðar í landinu. Kverka- tak sem stofnunin hefur öðlast í skjóli óréttmæts aðstöðumunar. Stjórnendur stofnunarinnar líta greinilega svo á að einkafýrirtækjum sé ekki treystandi fyrir því að selja notendabúanað því þeir álíta að „hagsmunir neytendanna gleymist“ þar sem „önnur sjónarmið eru sett ofar hagsmunum neytenda“ og því þurfi stofnunin að gerast sérstakur hagsmunagæsluaðili neytandans. Þeim er algjörlega fyrirmunað að Kristján Gíslason skilja þá staðreynd að án ánægðs viðskiptavin- ar þrífst ekkert einka- fyrirtæki - öfugt við stofnanir og opinber fyrirtæki. Velta má því fyrir sér hvernig stjórnendur Pósts og síma myndu bregðast við ef þeir myndu gerast stjórn- endur í öðrum veitufyr- irtækjum, sbr. Hitaveit- unni eða Rafmagnsveit- unni. Af framkomnum skoðunum má ætla að þeir myndu hefja inn- flutning og sölu á alls kyns heimilistækjabúnaði, þvottavél- um, ljósum, perum o.s.frv. Yfirmenn Pósts og síma eru sennilega undr- andi yfir af hverju aðrar veitustofn- anir hafa ekki tekið upp hagsmuna- gæsluhlutverk á þessum sviðum. I fyrri grein sinni íar hann að því að farsímasöluaðilar hér á landi, og þar með talið fyrirtæki það sem ég veiti forstöðu, hafí með samráði ákveðið að halda verði uppi þrátt fyrir að verðlækkanir hafi átt sér stað erlendis. í síðari grein sinni ber hann þetta til baka og segir að vegna smæðar markaðarins hafi stofnunin þurft að bregðast við með því að hefja sölu á farsímum. Þessi skynjun verkfræðingsins á sögulegri þróun farsíma á landinu er með slíkum hætti að ég tel nauð- synlegt að gara athugasemdir þar um. Eg fullyrði að verðlag á farsím- um við upphaf farsímabyltingarinn- ar á íslandi hafi hvergi verið lægra en einmitt á íslandi - á þeim tíma þegar einkafyrirtækin voru ein á markaðnum. Þá verðlækkun, sem síðan átti sér stað, má að mestu rekja til tveggja atriða. I fyrsta lagi ruddi ný framleiðslu- tækni sér til rúms, þar sem hlutum í farsíma fækkaði úr 4.000 í 400. Þetta leiddi til þess að símamir urðu bæði fyrirferðarminni og umfram allt ódýrari, eftirspumin margfaldaðist og framleiðendur áttu í erfíðleikum með að anna eftirspum. Stóm mark- aðamir fengu forgang og liðu allir söluaðilar á íslandi fyrir það. Það er ótrúlegt að á sama tíma og ríkisfor- sjárhyggjan er á miklu undanhaldi í heiminum, segir Kristján Gísla- son, skuli upplýstur maður eins og Bergþór skrifa aðra eins grein. í öðm lagi ákvað stórt bandarískt fjarskiptafyrirtæki, sem ekki hafði náð vemlegri fótfestu í Evrópu, að halda innreið sína á Evrópumarkað- inn en það gerðu þeir með því að kaupa upp samkeppnisaðila. Síðan stórlækkuðu þeir verð á farsíma sín- um og var almennt talað um að fyrir- tækið hafí verið að kaupa sér mark- aðshlutdeild til þess að tryggja stöðu sína á farsímamarkaði framtíðarinn- ar. Innreið þessa fyrirtækis hafði þau áhrif að margir farsímaframleiðendur drógu sig út af NMT-450 farsíma- markaðinum og einbeittu sér að GSM-markaðinum sem fór ört stækk- andi. A þessum tíma var Póstur og sími söluaðili þess fyrirtækis sem keypt var upp af því bandaríska, en þrátt fyrir það var íslenski umboðsað- ilinn látinn geispa golunni og Póstur og sími tók við umboðinu. Ef Póstur og sími hefði staðið fyrir utan sölu á farsímum hefðu umboðsskipti aldr- ei farið fram pg verðlækkun hefði komið fram engu að síður! Nú er svo komið að aðeins þrír aðilar selja NMT-farsíma í dag og a.m.k 5 farsímasöluaðilar hafa orðið gjaldþrota og verð á farsímum bandaríska fyrirtækisins hefur farið hækkandi. Lái mér það hver sem vill, en mér finnst hjákátlegt að heyra Bergþór sýna þeim fjölmörgu sem orðið hafa gjaldþrota einhverja hluttekningu, eins og hann gerir í fyrri grein sinni. I síðari grein sinni tekst Bergþóri betur að hylja andúð sína á einkafyr- irtækjum og er hættur að tala um að einkafyrirtækin „gleymi hags- munum neytenda“ og að þau “setji önnur sjónarmið ofar hagsmunum neytenda". Þess í stað talar hann um að slagkraftur íslenskra fyrir- tækja á þessum markaði sé svo lítill að Póstur og sími, sem opinber stofn- un, verði að koma neytendum til bjargar. Til þess að fullkomna þessa hugmyndafræði vill Bergþór kannski láta Innkaupastofnun Ríkisins sjá um útboð á öllum þeim vörum sem fluttar eru inn til landsins og gera „5 ára áætlanir" til þess að ná há- markshagræðingu. Að sjálfsögðu geta stórir inn- kaupaaðilar náð hagstæðari inn- kaupum en þeir litlu, en það verður að skapa öllum sem á annað borð eru í samkeppni, jöfn samkeppnis- skilyrði. Á meðan Póstur og sími er á þessum markaði, verður aldrei samkeppnislegt jafnræði aðila. Yfirmenn Pósts og síma verða að horfast í augu við það að þáttur einkafyrirtækja og það brautryðj- andastarf sem þau hafa unnið við farsímavæðingu landsmanna, er mjög stór og ber að þakka. Að leysa úr læðingi kraft einstaklingsfram- taksins, þar sem samkeppnislegt jafnræði er tryggt, er besta trygging neytandans hvort heldur um er að ræða uppbyggingu farsímakerfis, fiskvinnslu eða fjármálaviðskipi. Ríkisforsjárdrauginn verður að kveða í kútinn sem fyrst því við höfum ekki efni á 80 ára tilrauna- tímabili eins og Sovétríkin sálugu tóku sér. Reykjavík 18. júlí 1995. Höfundur er framkvæmdiistjóri Radiomiðunar hf. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ umar tilboð á þýskrí úrvals þvottavél frá Blomberq 5 kg. 1.200/900/700 snúninga vinding. Ullarvagga. 16 kerfi. Yfirúðun og fjöldi annarra kosta. Fullt verð kr. 90.117 stgr. Takmarkaö magn á þessu einstaka verði. Láttu ekki þessa frábæru vél fram hjá þér fara. Einar Farestveit & Co. hf. /// Borgartúni 28 ® 562 2901 og 562 2900 A r • vita að það er leikur einn að grilla lambakjöt. Og nú færist enn meira fjör i leikinn því nú getur þú unnið þér inn glæsilegt gasgrill í skemmtilegum safnleik. Safnaðu 3 rauðum miðum sem finna má á öllum grillkjötspökkum með lambakjöti og sendu pósthólf 7300, 127 Reykjavík ásamt þátttökuseðli sem fæst i ___ næstu matvöruverslun. iSunheaHi- fyaa>f|rill Par með ertu með í potti og átt möguleika á að vinna glæsilegt Sunbeam gasgrill. Dregið er tvisvar sinnum, 10 gasgrill í hvort sinn. I fyrra skiptið þann 7. júlí og í seinna skiptið þann 11. ágúst. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.