Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995________________________ UIMGLINGAR Fannst fullorðna fólkið vitlaust NÝ ANDLIT eru alltaf að koma fram á sjónarsvið- ið í fjölmiðlaheiminum. Kolfinna Baldvinsdóttir var annar af stjórnendum þáttarins Fiskur án reiðhjóls, sem Stöð 2 var með á dagskrá vikulega síðastliðinn vetur, og núna starfar hún á fréttastofu sömu stöðv- ar. Hún er lærður sagnfræðingur og okkur lék for- vitni á að vita hvemig unglingur hún var. Ég var mjög rólegt barn, er mér sagt, síðan gerð- ist eitthvað þegar ég varð tólf ára. Þá rakaði ég af mér allt hárið og gerðist pönkari. Gekk með leðuról um hálsinn og bréfaklemmur í eymnum, gekk um bæinn rænandi og ruplandi og blótandi og var alveg ægileg. Ég var bijálaður unglingur, bytjaði snemma að fikta við hina forboðnu hluti, nýtti hvert tækifæri sem gafst í fjarveru foreldra minna til að halda partí, ég var í mótstöðu við allt og alla, fannst ég alltaf hafa rétt fyrir mér og allir aðrir vera svo vitlausir, sérstaklega fullorðna fólkið. Mamma og pabbi veittu mér uppeldi sem hentaði mér mjög vel, ég þurfti aldr- ei að fara eftir neinum reglum, mátti hafa mína henti- semi á , á móti bar ég mikla virðingu fyrir þeim og reyndi ævinlega að vera þeim sem best. Ég svaf óskap- lega mikið, var með mánudagsveikina, en mamma hringdi samt alltaf fyrir mig til að afboða mig í skól- ann. Mér finnst oft á tíðum unglingar í dag ranglega dæmdir fyrir þá forvitni sem þeir bera til þess heims sem fullorðna fólkið hrærist í, það gleymir stundum að líta í eigin barm og bæta þá ímynd sem þeir gefa börnum sínum. Fermingin Fermingardaginn minn bar upp á fyrsta apríl, ég segi gjarnan að þetta hafi verið gabb. Við systkynin vorum öll óskírð, en svo tók bróðir minn, sem er fjór- um árum eldri en ég, þá ákvörðun að fermast. Og þá vorum við öll skírð í einu. En þegar presturinn spurði mig hvort ég vildi heita Kol- finna, fékk ég þvílíkt hláturskast að mér tókst aldrei að svara honum, svo það má segja að ég sé ekki skírð. Við erum því miðui fermd alltof ung c ákvörðun mín á s um tíma var byggð á hé- góma. Ég hef aldrei verið trúuð og þá allra síst í dag. Ég lét sauma á mig ein hver hræðilega ljót jakka- föt, sem ég fór aldrei aftur í. Broddaklippt með bólgið nef vakti ég ekki mikla hrifningu háaldraðra frænkna minna sem helst vildu hafa mig í samkvæmiskjól með sólblóm í hárinu. Eftirsjá Ég skammast mín fyrir margt sem ég gerði á unglingsárunum. Ég man sérstaklega eftir einu partíi sem ég hélt, það stóð heila helgi og það eyðilagðist eiginlega allt sem gat eyðilagst. Öll glös brotin, upp- þvottavélin og meira að segja gólfið seig. Ég var í rusli þegar mamma og pabbi komu heim, ég var búin að eyða öllum fermingarpeningunum mínum í viðgerð- ir og kaupa ný glös. Mamma safnaði voða fallegum glösum sem ég þurfti að endumýja og ég keypti átta stykki. Nokkrum dögum eftir að þau komu heim spurði mamma mig hvemig stæði á því að nú væm átta glös í skápnum þar sem höfðu bara verið sex fyrir. Það komst upp um allt, ég brast í grát, ekki síst vegna þess að einhver næturgestanna hafði gert sér lítið fyrir og rænt smókingnum hans pabba. Það var kannski alveg eins gott, þar sem það hafði löngu verið tímabært að endumýja hann. Smókingur- inn hefur aldrei komið í leitimar. Sagnfræðingur og sjónvarpskona Ég var með jólaþáttinn á Stöð 2 í fyrra, eftir að hafa farið í prufu. í framhaldi af því ar mér boðið að vera með þáttinn “Fiskur án 3hjóls“ og síðan var mér boðið að koma á frétta- una, þannig að þetta er röð tilviljana. Sagnfræðin- nið nýtist mér vel í þessu starfi, ég fer kannski ekki að vinna sem sagnfræðingur fyrr en ég hef lokið meira námi, sem ég stefni á. Ég hef þó aldrei haft hug á því að starfá sem fræðimað- ur. Ég hef alltaf verið mikill lestrarhestur og hef óskaplega gaman af sögunni. Að lokum Ég myndi ekki vilja ganga í gegnum unglingsárin aftur, þau vora mikið óróleikaskeið hjá mér. Það sem mér finnst mest áríðandi í fari unglinga, er sjálf- stæði í hugsun og gjörðum. Það sem fer mest í taug- amar á mér varðandi unglingamenninguna er múg- sefjunin, sérstaklega í tísku og tónlist. Mér hefur alltaf fundist að unglingar eigi að vera uppreisnar- gjarnir og stríða gegn ríkjandi öflum, því ef þeir gera það ekki þá, gera þeir það aldrei. OG STÓRFSS TTTl Franski hópurinn. Gullkorn úr Frakklandsferð FÖSTUDAGINN 2. júní fór ég með klúbbnum mínum „Allt ann- að“ til Frakklands. Loksins eftir mikla eftirvæntingu í marga daga og mikil óhöpp síðustu daga var ég loksins á leiðinni á flugvöllinn. Þar hitti ég alla hina krakkana og um þrjúleytið kvöddum við mömmu og pabba og tékkuðum okkur inn. Svo fómm við í gegnum vegabréfs- skoðunina en maðurinn vildi ekki einu sinni sjá vegabréfið. Svo burstaði ég tennurnar og Alla kenndi okkur að búa um rúm- in eins og Frakkar gera og nú er ég búin að því og er að fara að sofa. í morgunmat fengum við svona langt franskbrauð sem var búið að skera í litla bita og ofan á það gátum við fengið súkkulaði, marm- elaði og að drekka með kakó eða djús. Eg fékk mér fyrst kakó og það ætlaði ég ekki að gera aftur því mjólkin var vond. Mér finnst rosalegt hvað trén héma eru ofboðslega stór. Þegar þjónninn kom með matar- fatið datt af mér andlitið því á þessu risastóra fati var baunasal- at. Ég fékk mér bara pínulítið, Fjóla fékk sér meira en Frakkarn- ir fengu sér næstum fullan disk. Mamman vildi endilega gefa okkur að borða en við vomm ekki svangar en svo fengum við ís, hann var ofboðslega góður. Við þurftum að borga til að fara á klósettið, þetta klósett líktist helst sjálfsala. Þegar við hittum vini hennar var byijað á að heilsa með því að kyssa alla fjórum sinnum á vangann. Svo fómm við með lestinni til Parísar. Þetta var mín fyrsta lest- arferð. Þegar við fómm út úr lest- inni fómm við í metróið. Þar fórum við inn í lest og út úr lest og inn í lest og út úr lest... en svo loks- ins fórum við upp á yfirborðið. ... við okkur blöstu Versalir og svo stórt „hús“ hef ég aldrei séð áður. Versalir eru á stærð við þorp. Á eyjunni Groix fengum við öll hjól á leigu. Það kom svo í ljós að ég hafði greinilega komist í mjög náin kynni við keðjuna á hjólinu. Það sást á sokkunum mínum og fótleggjunum. Liðið var á kvöldmatinn en ekk- ert bólaði á strákunum. Það end- aði með því að það þurfti að hringja á lögregluna. Hún kom á staðinn til að fá nánari lýsingu á þeim. Lögreglan sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem þeir hefðu þurft að leita að týndu fólki á eyjunni. Þegar út kom horfðum við í kringum okkur og göptum af undr- un yfir hve allt var „gígantískt" miðað við ísland, land dvergvax- inna mannvirkja og tijáa. Við gist- um á farfuglaheimili og voru rúm- in of stutt fyrir svona stóran „ís- lending“ eins og mig. Það er ekkert grín þegar talað er um „franska kossa!“ ... allar stelpumar kysstu mann fjómm sinnum, fyrst á hægri kinn, svo vinstri, svo aftur á hægri og enn aftur á vinstri. ... um hádegið fengum. við „týpíska“ franska sunnudagsmál- tíð, kjúkling í einhveiju víni og náttúrulega vatn með. Og engar kartöflur? ... vöknuðum við snemma til að ná rútunni til að ná lestinni til að ná skipinu til að ná til eyjunnar Groix. Hún var sannkölluð blóma- eyja... Við sváfum í tjöldum og skemmtum okkur dásamlega þar til við Lindi villtumst... Við vor- um týndir í þijá tíma. Við voram í raun ekkert hræddir... Það er spurning' Finnst þér að Islendingar ættu að mótmæla fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Frakka? Hjörtur 16 ára Finnbogi 16 ára Að sjálfsögðu. Já hiklaust. Thelma 15 ára Já, með mótmælagöngu. Fjóla 16 ára Já, til dæmis með því að senda bréf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.