Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 6
6 ” FIMMTUDAGUR120. JÍIU’ 1695 MORÖUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norsk stjórnvöld segja mál Más óviðkomandi EES Norðmenn kærðir fáist ekki önnur svör KÁRE Bryn, skrifstofustjóri í norska utanríkisráðuneytinu, segir Islend- inga hafa fengið þau svör, sem norsk stjórnvöld muni gefa við mótmælum þeim, sem sendiherra íslands í Brussel setti fram á fundi sameigin- legu EES-nefndarinnar á þriðjudag vegna meðferðar norskra stjórn- valda á togaranum Má SH 127. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að fáist ekki önnur svör, verði málinu vísað til EFTA-dóm- stólsins í Genf. Bryn segir að svör Norðmanna hafi komið fram í rrtáli Eivinns Berg, sendiherra Noregs í Brussel, á fundi EES-nefndarinnar. Berg sagði í norskum fjölmiðlum í gær að Noreg- ur vísaði á bug þeim ásökunum Is- lands að norsk löggjöf um leyfi til að leita hafnar og framkvæmd reglu- gerðarákvæða þar um bryti í bága við samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði. ,,Þetta er mál á milli Noregs og Islands, sem snýr að norskum lögum, en ekki EES-sanin- ingnurn," segir Berg í samtali við Aftenposten. „Við teljum að EES- samningurinn komi norskum reglum um hafnir ekki við,“ segir Káre Bryn. Eigum ekki annan kost en vísa málinu til dómstólsins „Ef engin breyting verður á, er ekkert annað að gera en að óháður úrskurðaraðili fjalli um málið,“ segir Halldór Ásgrímsson. „Ef Norðmenn vilja ekki fallast á þessi sjónarmið, eigum við engan annan kost en að vísa málinu áfram til EFTA-dóm- stólsins og það verður gert. Við höf- um ekki gefið Norðmönnum neinn frest til að svara en við höfum held- ur ekki ákveðið hvenær við vísum málinu áfram.“ 'msbrekki Morgunblaðið/Marteinn Heiðarsson Alhvít jörð á tjald- stæðinu við Öskju Mótmæla- staða við kínverska sendiráðið SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna, samband ungra jafnaðar- manna, samband ungra framsókn- armanna, Kvennalistinn, Þjóðvaki og Verðandi munu efna til mót- mælastöðu við kínverska sendiráðið í dag kl. 17.30 og munu fulltrúar hreyfinganna afhenda kínverska sendiherranum ályktun við þetta tækifæri. Ástand mannréttindamála í Kína er nú aftur í brennidepli í tilefni af kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína og þáttarins Biðsal- ir dauðans, sem var til sýningar í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Opinn fundur Strax að lokinni mótmælastöðunni gangast ungir jafnaðarmenn fyrir opnum fundi um mannréttindabrot Kínveija og viðbrögð við þeim. Frummælendur á honum verða þau Ágúst Þór Ámason, framkvæmda- stjóri Mannréttindaskrifstofu ís- lands, og Sigríður Lillý Baldursdótt- ir, framkvæmdastjóri undirbún- ingsnefndar Islands, fyrir kvenna- ráðstefnu SÞ í Kína og tilvonandi Kínafari. Fundurinn verður haldinn á efri hæð Café Sólon íslandus og hefst kl. 17.45, Fundarstjóri verður Kjartan Emil Sigurðsson stjóm- málafræðingur. „MITT framboð er ekki í neinum tengslum við vangaveltur um hugs- anleg framboð annarra einstaklinga til varaformannsembættis. Eg tel óheppilegt ef gerðar verða tilraunir til þess að fram komi blokkir eða pör. Ég lít svo á að hér sé um alger- lega aðskildar kosningar að ræða og hvað mig sjálfan snertir er mitt framboð ekki í neinum tengslum við vangaveltur um slíkt," segir Stein- grímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðubandalagsins, sem afhenti í gær Sigríði Jóhannesdóttur, for- manni framkvæmdastjórnar flokks- ins, formlega tilkynningu um fram- boð sitt til formennsku í Alþýðu- bandalaginu. Listi með 100 meðmælendum Steingrímur lagði einnig fram lista til yfirkjörstjórnar með nöfnum Forsætisráð- herrar funda FORSÆTISRÁÐHERRAR Norður- landanna munu halda reglubundinn fund í bænum Iluissat eða Jakobs- havn á Grænlandi 14-16. ágústnæst- komandi. Davíð Oddsson mun sækja fundinn. Þar verða einnig forsætis- ráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Dan- merkur, en Paavo Lipponen, forsæt- isráðherra Finnlands, kemst ekki á fundinn og mun Ole Norrback, Evr- ópu- og Norðurlandamálaráðherra, koma í hans stað. 100 meðmælenda úr félögum AI- þýðubandalagsins. „Þama er um að ræða nöfn úr öllum kördæmum og velflestum flokksfélögum, nokkuð jafn dreift milli kynja og aldurshópa og talsvert af ungu fólki, forystu- mönnum úr verkalýðshreyfíngu og fleiri nöfn,“ sagði Steingrímur. Að- spurður sagði hann að þingmenn væru meðal meðmælenda en vildi ekki greina frá því hverjir væru á listanum. Skrifleg allsheijaratkvæða- greiðsla um formann Alþýðubanda- lagsins sem nær til allra flokksbund- inna félagsmanna hefst í lok septem- ber og standa kosningarnar yfir í tvær vikur og lýkur á landsfundi í október. Auk Steingríms hefur Mar- grét Frímannsdóttir alþingismaður lýst yfir að hún muni bjóða sig fram til formanns en hún hefur ekki enn JÖRÐ var alhvít á tjaldstæðinu við Öskju sl. sunnudagsmorgun, tjöld þakin snjó og hiti var und- ir frostmarki. Að sögn Kára Kristjánssonar landvarðar eru slík kuldaköst ekki óalgeng á sumrin. Askja sjálf er í 1100 metra hæð yfir tilkynnt framboð sitt formlega. Eng- in framboð hafa hins vegar komið fram til varaformennsku í flokknum. Framboðsfrestur rennur út 27. júlí. Steingrímur vill að Alþýðubanda- lagið standi fyrir sameiginlegum fundum á næstu tveimur mánuðum þar sem frambjóðendur kynna við- , horf sín. Hefur hann dreift bréfi til sjávarmáli og þar snjóaði enn í gær. Tjaldstæðin við Öskju eru í 900 metra hæð og snjó tekur yfirleitt fljótt upp þar ef snjóar á annað borð. Þar er nú um þriggja til fjögurra stiga hiti á daginn, en hiti fer stundum nið- ur fyrir frostmark á næturnar. flokkssystkina sinna þar sem hann gerir grein fyrir framboði sínu. Þar segir hann m.a. að afar mikilvægt sé að forðast flokkadrætti í kosning- unum og að reynt verði að afstýra því að skýrt afmarkaðar fylkingar myndist í flokknum um einstaka frambjóðendur. Morgunblaðið/Golli Drög Borgarskipulags að deiliskipulagi fyrir íbúahverf- ið í Elliðaárdal. Nýtt deili- skipulag kynnt fyrir Elliðaárdal TILLAGA að nýju deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal var kynnt á fundi borgarráðs á þriðjudaginn var. Gert er ráð fyrir þrernur nýbygg- ingum auk bílskúra en samþykki skipulagsnefnd tillögurnar munu þær liklega leiða til þess að erfða- festu á þremur Ióðum í dalnum verður sagt upp. Borgarskipulag skilaði drögum að nýju deiliskipulagi fyrir dalinn í vor og hafa tillögurnar verið til meðferðar hjá skipulagsnefnd, menningarmálanefnd, umhverfis- málaráði og stjórn veitustofnana að undanförnu. Verða þær síðan afgreiddar-á fundi skipulagsnefnd- ar sem næst kemur saman í lok mánaðar að sögn Guðrúnar Ág- ústsdóttur formanns nefndarinn- ar. Forsaga málsins er fyrirhuguð sala á þremur húsum í hverfinu sem Rafmagnsveitur ríkisins eiga en salan gerir að verkum að af- marka þarf lóðir umhverfis húsin og taka ákvörðun um hvort leyfa eigi byggingu bílskúra við þau, eða annars konar breytingar. Segir Guðrún að í framhaldi af því hafi sjálfstæðismenn í skipulagsnefnd lagt til að allt íbúðahverfið yrði tekið og deiliskipulagt. Víkur sæti Guðrún mun víkja sæti á fundi nefndarinnar um tillögur borgar- skipulags því hún er íbúi á erfða- festu landi í dalnum sem er 0,4 hektarar að stærð. Ef skipulagið hlýtur samþykki þyrftu borgaryf- irvöld liklega að taka til sín 800 mz af lóð hennar gegn greiðslu, sem miðast við hversu gróið land- ið er. Gert er ráð fyrir einu húsi á hennar lóð og segir hún að skaðabætur fyrir það séu óveru- legar enda sé kartöflugarður á því svæði. Guðrún segir ennfremur að á stærstu lóðinni liggi fyrir merki- legt ævistarf í ræktun, þar séu hæstu tré í Reykjavík, og nokkrar tijátegundir sem hvergi vaxi hærra á landinu öllu. Ekki er geit ráð fyrir nýbyggingu á þeirri lóð, sem er 3 hektarar, en verði erfða- festunni aflétt verður húsinu sem fyrir er afmörkuð hefðbundin lóð- arstærð. „Það væri meiriháttar slys ef hróflað yrði við þeim merka garði,“ segir Guðrún að lokum. Steingrímur J. Sigfússon tilkynnir framboð til formennsku Mikilvægt að forð- ast flokkadrætti Morgunblaðið/Sverr STEINGRÍMUR J. Sigfússon afhenti Sigríði Jóhannesdóttur, formanni framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, tilkynn- ingu um framboð sitt til formennsku í flokknum í gær. I ) ) I \ í i I i \ i \ i i i l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.