Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 34
— 34 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Indíánar V estur-Kanada Frá Tryggva V. Líndal: INGÓLFUR Guðbrandsson ferða- málafrömuður skrifaði nýlega grein í Mbl. um töfra Vestur- Kanada. Þykir okkur í Vináttufé- lagi íslands og Kanada það gleði- efni. Þó er undirrituðum, sem lærði mannfræði í Kanada, annt um að skýra betur það sem hann segir um indíána Vesturstrandarinnar. Það er rétt hjá Ingólfi að indíán- arnir eru eina fólkið í Kanada sem ekki er aðflutt. Að vísu eru þeir einnig aðfluttir; frá Síberíu, fyrir um allt að þrjátíu þúsund árum. (Indíánar Vesturstrandarinnar höfðu reyndar skipasamband yfir sundið til þessara gömlu heim- kynna sinna allt fram á þessa öld.) Ingólfur nefnir Salish-indíána sem dæmi um kanadíska indíána, en þeir munu einnig ná niður í Bandaríkin, líkt og flestir helstu indíánahópar Kanada. Indíánahópar Vesturstrandar- innar höfðu um sumt sameiginlega menningu. Þeir hétu nöfnum svo sem Haida og Tlingit, en þeir bjuggu frá Alaska niður í Kanada. Tsimishian og Kwakiuti voru að- eins til í Kanada. Salish bjuggu bæði í Kanada og Bandaríkjunum, sem fyrr segir, þótt frændur þeirra, Bella Coola, væru eingöngu búsettir Kanadamegin. Indíánar þessir skáru mikið út í tré, enda trjáviður mikill og stór í skjóli Klettafjallanna. Hús sín gerðu þeir úr tréplönkum, og hinar frægu tótemsúlur hófu þeir að skera út á síðustu öld: Sýndu þær tákngervinga ætta þeirra og voru vottur um auðlegð eigenda sinna. Þessir indíánar stunduðu einnig veislur sem hafa orðið táknrænar um oflátungshátt, svonefndar potlatch, en með þeim kepptust þeir um að slá hvern annan út í útdeilingu hvers konar dýrra gjafa. Þótti sá vera mestur virð- ingarmaður orðinn sem hafði þannig mest efni á að slá um sig. Fáir gátu þó keppt við grónar höfðingjaættir, en fleiri nutu góðs af gjöfunum. Eftir því sem norðar dró, urðu þessi höfðingjasamfélög flóknari, með allt að fjórum stéttum: Prins- um, aðalsmönnum, alþýðu og stríðsþrælum. Lifði þetta fólk mest af veiðum á fiski og landdýrum. Það kunni og að steypa málma frá fornu fari, og að vefa og mála fagurlega. Setti það upp leikrit og hafði flókin félagasamtök. Þeir töluðu ýmis tungumál, sem voru lítt eða ekki skyld öðrum tungumálum. Þó hljóta þau sem og önnur Ameríkumál að vera komin frá Gamla heiminum, líkt og forfeður þeirra af „gula kyn- stofninum". Er gleðiefni að vita að heims- klúbbur Ingólfs hyggist nú end- urnýja kynni Vestur-íslendinga við þetta fólk. TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Guð í kvenkyni? Frá Kvennakirkjunni: INGIBJÖRG R. Magnúsdóttir skrifaði hér í blaðið miðvikudag- inn 12 júlí um hvort rétt gæti verið að tala um Guð í kvenkyni og biðja Móðir vor í staðinn fyrir Faðir vor. Okkur þótti þetta góð hugieiðing og viljum leggja orð í belg, enda tölum við um Guð í kvenkyni og finnum að það hefur góð áhrif á okkur. Við erum sam- mála litla frændanum hennar um að Guð sé reyndar hvorki kven- kyns né karlkyns, Guð er einfald- lega Guð. í Biblíunni sjálfri er Guði lýst á margan hátt, Guð er vindurinn og eldurinn, kletturinn, ástin, faðirinn, móðirin, ljósmóðir- in og margt fleira. Hvað sem við köllum Guð er ómögulegt að kom- ast hjá því að tala um Guð sem persónu, og það gerum við líklega öllum stundum, tölum við um Guð í kvenkyni eða karlkyni. Það hefur áreiðanlega haft djúp áhrif á allt mannkynið að tala um Guð í karlkyni. Það hefur gefið körlum vald og gert konur valda- lausar. Með orðfæri sínu hefur Bíblían þess vegna stuðlað að mismunun kvenna og karla. Þess vegna breytum við þessu orðalagi í messum okkar, tölum um Guð í kvenkyni og umorðum ritningar- textana þannig að konur séu líka ávarpaðar. Dæmi um þetta er texti Páls í Fil. 4.4: Verið ávallt glaðir í Drottni. Við í Kvennakirkjunni höfum hins vegar ekki breytt Faðir vor- inu í Móðir vor. Það er samt að okkar mati mögulegt að segja Móðir vor í stað Faðir vor, eða segja Faðir vor og móðir, eða Guð, þú sem ert á himnum, eins og Ingibjörg leggur til. í kristinni trú er talað um þríeinan Guð, Föður, Son og Heilagan anda. Við teljum nauðsynlegt að hætta að nota þessa karlkynsmynd og leggjum til að í staðinn fyrir að segja: Guð, faðir, sonur og heilag- ur andi, sé sagt: Guð sem skapar, Jésus sem frelar og Heilagur andi sem helgar. Þá er hvorki talað um Guð í kvenkyni né karlkyni en samt sagt það sem þrenningin segir um Guð. Fyrir hönd Kvennakirkjunnar, AUÐUR EIR VILHJÁLMSDÓTTIR. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt ! Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.