Morgunblaðið - 23.07.1995, Side 4

Morgunblaðið - 23.07.1995, Side 4
4 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ►heilbrigðisráð- HERRA ætlar að óska eftir aukafjárveitingu, til að stytta biðlista eftir hjarta- aðgerðum á Landspítala, á ríkisstjórnarfundi á þriðju- dag. Nú bíða 82 sjúklingar eftir hjartaaðgerð og hafa læknar talið eðlilegt að ekki fleiri en 35 sjúklingar biðu að jafnaði eftir að komast í aðgerð. Hver hjartaaðgerð kostar að jafnaði um 800.000 kr. ► Snæfellingur hf., út- gerðarfélag togarans Más SH frá Ólafsvík, hefur kært til Eftirlitsstofnunar EFTA ákvörðun norskra stjórnvalda um að meina togaranum að leggjast að bryggju við Honningsvág í Norður-Noregi í síðustu viku. íslensk stjórnvöld ætla að kæra norsk sljóm- völd fyrir EFTA-dóms- stólnum láti þau ekki af þeirri stefnu sinni að meina íslenskum skipum sem eru við veiðar í Smug- unni að leita eftir þjónustu í Noregi. ► Nýjustu tölur um íbúa- fjölda í Kópavogi vekja upp grunsemdir um að margir íbúanna séu ekki á skrá í bænum. Bæjarsljóm Kópavogs hefur því ákveð- ið að gera stikkprufukann- anir á skráningu íbúa á einstökum svæðum í bæj- arfélaginu. ► Landsbréf gerðu hlut- höfum f Lyfjaverslun ís- lands hf. tilboð, fyrir hönd 5 til 10 stórra hluthafa, í hlutabréf í fyrirtækinu á genginu 1,65. Kauptilboðið hækkaði verð bréfanna á Verðbréfaþingi íslands og þar var hæst boðið í bréfin á genginu 1,67 áður en dagurinn var á enda. ► Vísitala byggingar- kostnaðar fyrir ágúst er 204,6 stig og hefur hækkað um 3,4% undanfaraa 12 mánuði. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,5% og jafn- gildir hlutfallið um 2% verðbólgu. Málshöfðun vegna fæðingarorlofs Ungur faðir gaf sig fram til að láta reyna á hvort barnsfeður kvenna sem starfa hjá ríkinu gætu fengið fæðing- arorlof. Skrifstofa jafnréttismála hafði lýst eftir karii til að höfða mál gegn fjármálaráðuneytinu vegna kynjamis- réttis í tengslum við fæðingarorlof. Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, segir að endurskoðun á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sé í undirbúningi. Hann segir að lögin séu orðin úrelt enda séu þau frá þeim tíma að opinberir starfs- menn hafi hvorki haft verkfalls- né samningsrétt og m.a. annars verði endurskoðaðar reglur um fæðingar- orlof og réttur til biðlauna. Islendingar yfirheyrðir vegna árásar í Danmörku Tveir danskir rannsóknarlögreglu- menn eru staddir hér á landi til að yfirheyra níu íslendinga vegna óupp- lýstrar árásar á danska stúlku í miðbæ Hróarskeldu í Danmörku í mars. Mennimir voru í slátraraskóla í Hróar- skeldu ásamt 10 öðmm íslendingum þegar atburðurinn varð og hafa áður verið yfirheyrðir. Greiðsluvandi heimilanna Skuldaaðlögun, nýjar reglur um stimpilgjald og nýr gjaldstofn skuld- breytingar lána em meðal tillagna í áfangaskýrslu samráðsnefndar um greiðsluvanda heimilanna. Lagt er til að heimildir lögmanna til að krefjast innheimtukostnaðar af vanskilaskuld- um verði takmarkaðar, að lánastofnan- ir fjölgi gjalddögum afborgana, láns- tími verði lengdur og lánshlutfall hækkað, auk þess sem upplýsingar til þeirra sem ábyrgjast lán þriðja aðila og þeirra sem hyggja á lántöku verði stórauknar. Tollasamningar við Evrópusambandið EFTA-nefnd Evrópusambandsins fjallar um kröfu íslendinga um toll- fijálsan innflutningskvóta af síldaraf- urðum á mánudag. íslensk stjómvöld sætta sig ekki við tilboð Evrópusam- bandsins um 4.000 tonna kvóta, sem er meðaltal síldarinnflutnings í^jenskra aðila til Svíþjóðar og Finnlands síðastl- iðin þijú ár. Serbar sitja enn um Zepa TALSMENN heija Bosníu-Serba full- yrtu á miðvikudag að þeir hefðu tek- ið múslimaborgina Zepa í austurhluta landsins en á laugardag var enn bar- ist við borgina og ljóst að hún var ekki fallin. Ibúarnir eru um 17.000. Stjórnvöld í Sarajevo sögðu að reynt hefði verið að semja við Bosníu-Serba um að íbúarnir og þá einkum sært fólk yrði flutt á brott undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna og Rauða kross- ins. Serbar krefjast þess að karlar á herskyldualdri verði eftir og bera því við sem fyrr að þeir vilji gera leit að stríðsglæpamönnum úr röðum músl- ima eins og þeir gerðu eftir að hafa tekið annað griðasvæði SÞ, Sre- brenica. Er fullyrt að serbnesku her- mennirnir hafi þá myrt fjölda músl- ima. Á fundi ríkja sem eiga hermenn í gæsluliðinu í London á föstudag var fjallað um framtíð friðargæslunnar í Bosníu. Var samþykkt að flugvélar Atlantshafsbandalagsins, NATO, yrðu látnar gera harðar loftárásir á serbnesk skotmörk ef herlið Bosníu- Serba tæki griðasvæðið Gorazde. Leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings gagnrýndi niður- stöðuna harkalega, taldi hana ein- tóman undanslátt og sama var að segja um forsætisráðherra stjómar- innar í Saravejo. ►í LJÓS hefur komið að Bandaríkjamenn geymdu kjaraavopn í Thule-her- stöðinni í kalda stríðinu. Deilt er um það í Dan- mörku hvort þetta hafi verið gert með samþykki danskra stjórnvalda á sjötta áratugnum. ►SKÝRTvarfráþvíá fimmtudag að samninga- menn Rússa og Tsjetsjena væru að nálgast sam- komulag um stöðu Kákas- ushéraðsins innan rúss- neska ríkisins. ►ÍTALSKI stjórnmála- maðurinn og auðkýfing- urinn Silvio Berlusconi sagði á fimmtudag að hann ætlaði að selja 20% af hlutafé í sjónvarps- og auglýsingasamsteypu sinni, Mediaset. ►FRANSKIR vínútflytj- endur óttast nú að mót- mæli vegna fyrirhugaðra kjamorkusprenginga Frakka muni valda þeim miklu fjárhagstjóni, eink- um í Japan og Eyjaálfu. ►ÍTALSKUR dómari hef- ur óskað eftirþví að Giulio Andreotti, fyrrver- andi forsætisráðherra, verði dreginn fyrir rétt vegna meintrar aðildar að morði á blaðamanni árið 1979. FRÉTTIR Ný lög um stjórn fiskveiða - valfrestur að renna út Blikur á lofti í smábátautgerð SMÁBÁTAEIGENDUR hafa skorið upp herör gegn reglugerð sem gefin hefur verið út á grundvelli laga um stjórn fiskveiða, sem samþykkt voru á Alþingi 15. júní síðastliðinn og kveða m.a. á um að frá og með 1. september næstkomandi verði ölium krókabatum skipt í tvo flokka, þ.e. krókabáta í bann- og sóknardaga- kerfi og krókabáta með þorskaflahá- marki. Öm Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábátaeig- enda, sagði í samtali við Morgun- blaðið eftir að hafa kannað hug smábátaeigenda, að nú væri mælirinn fullur og fyrst í stað yrði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Fiskistofa hefur sent öllum eigendum krókabáta bréf þar sem þeim er gefinn kostur. á að veija á milli þessara tveggja kosta og fara þeir sem ekki velja fyrir 1. ágúst nk. sjálfkrafa í sóknardagakerfið. Valið er bindandi, en útgerð- um gefst kostur á að endur- skoða afstöðu sína í lok fisk- veiðiárs 1995-96. Veiðar krókabáta í sóknar- dagakerfi með viðbótarbann- dögum takmarkast við ákveð- inn ij'ölda veiðidaga á hverju fiskveiðiári. Veiðiárinu er skipt niður í fjögur viðmiðun- artímabil. Flytja má daga á milli tímabila, en við það fækkar þeim um helming. Fari afli á einhveiju tímabili fram úr því sem miðað er við, dregst það frá því sem veiða má árið eftir á sama tímabili. Aflamarkið byggist á uppsafnaðri veiðireynslu krókabáta. Reiknast u.þ.b. 70 prósent af fyrstu 50 tonn- um af meðalþorskafla báts á tveimur bestu árunum af almanaksárunum 1992-94 til þorskaflahámarks og u.þ.b. 50 prósent af því sem er umfram 50 tonn. Fastir banndagar á hveiju fískveiðiári eru 136 og skal miða við að heildarþorskafli króka- báta á fiskveiðiárinu 1995-96 fari ekki yfir 21 þúsund lestir af þorski. Skelfileg áhrif „Ég verð nú að segja eins og er að ég hef ekki alla þætti í hendi mér ennþá,“ segir Haraldur Jóhannsson, trillusjómaður. „Við förum þó ekki í grafgötur um það hér í Grímsey að það hefur skelfileg áhrif ef á að að skammta okkur að hámarki 60 sókn- ardaga, sem komumst aðeins á sjó yfir sumarið, og minna ef aflabrögð um allt land sprengja þakið á kerf- inu.“ Haraldur segist ekki efast um að þessi nýju lög um stjóm fiskveiða bjóði upp á gífurlegan samdrátt. Þeir sem velji kvóta fái ekki nema brot af þeirri veiðireynslu sem þeir hafi fyrir og það sé enn verri kvóti en sá sem fyrir sé. Hann megi eingöngu taka á króka, sé bundinn banndögum og megi ekki framselja, kaupa eða leigja. Hinir sem hafi minni veiðireynslu, sem séu í minnihluta, þurfi að velja sér sóknardagakerfi. Þar á meðal séu þeir ungu menn sem séu að byija sitt ævistarf, kaupa sér báta og hefja útgerð. „Það leiðir af sjálfu sér að á útgerðarstað eins og Grímsey, þar sem engin önnur atvinna er í boði, verða menn að byija einhvem tíma,“ segir hann. „Þessir ungu menn byija þá með tvær hendur tómar og hafa ekki kost á kvótakerfi. Það eru o.f fáir dagar sem má fara á sjó yfir árið í sóknar- dagakerfínu, til þess að menn geti lifað af veiðunum.“ Ómanneskjulegt kerfi „Það þarf enginn að draga í efa að þessi nýju lög um stjórn fiskveiða hafa gífurleg áhrif á útgerð í Gríms- ey, sem hlýtur að standa höllum fæti núna. Ég sé ekki neitt að þessu kerfi sem var áður við lýði, að öðru leyti en því að banndagarnir voru of margir. Við höfum alltaf verið í banndagakerfi, sem veðurguðirnir hafa lagt á okkur, og hefur verið okkur nógu hart hér norður í hafí.“ Haraldur segist ekki gera sér grein fyrir því hversu skerðingin verði mikil þegar lögin taki gildi, þótt það liggi ljóst fyrir að hún verði gífurleg. Þegar farið sé út í hag- kvæmnismun á smábátum og togur- um sé ekki hlustað á það lengur: „í upphafi var kvótakerfið sett á af ótta við ofveiði togaranna. Nú er svo komið að þeir geta verið að allan ársins hring, en smábáta er verið að stoppa rúma þijú hundruð daga á ári. Smábátaútgerð útrýmt hægt og bítandi -,Ég var að koma af fundi hjá Smábátafélaginu í Þorlákshöfn. Þar ríkir algjört vonleysi," segir Garðar Björgvinsson, trillusjómaður frá Hveragerði. „Það er erfitt val fram- undan, en þorskaflahámark verður líklega ofan á og sú 40 prósent kvóta- skerðing sem því fylgir, því annars eru menn í óvissu. Ef við veljum veiðar allt árið fáum við líklega um 106 daga. Þá verðum við líka að útiloka okkur frá annarri vinnu, því veiðitímanum er skipt nið- ur í tímabil með jafnri dreifingu veiði- daga yfir árið. Ef við veljum veiðar yfir sumarið fáum við 63 daga. Það þýðir að við verðum nýta allan sólarhringinn. Lögin kveða á um að ef menn lendi í brælu og þurfí að sigla aftur til hafnar, missi þeir engu að síður dag- inn. Þannig að ef menn leggja af stað á annað borð þá klára menn daginn hvemig sem viðrar. Hafnar- skilyrðin em víða þannig, til dæmis á Homafirði, að þetta getur skapað mikla lífshættu. Byggðaröskun og atvinnuleysi „Það em ekki krókarnir sem eru að ganga af fiskimiðunum dauðum, né ástæðan fyrir því að sjávarútveg- urinn er í volli,“ segir Garðar. „Helsta orsökin eru togarar, álagið af togveiðum á úthafsskipum upp að tveim mílum, og dragnótarbátar, sem eru yfír 200 tonn, og gera út inni á öllum fjörðum og víkum." Með þessum nýju lögum segir Garðar að vinnan komi til með að leggjast niður í frystihúsunum úti á landi, fólk verði að yfirgefa heimili sín og gengið verði af smábátaút- gerð dauðri. „Hingað til hafa forsvarsmenn sjávarútvegsins skellt skollaeyrum við tillögu, sem ég hef sett fram og er vel til þess fallin að ná þjóðarsátt um veiðarnar,“ segir Garðar. „Hún hljóðar þannig að aflatoppur verði settur á alla báta upp að tólf tonnum og aflamarksbátar teknir inn í dæmið. Hver bátur fái að veiða tíu tonn á stærðartonnið, þannig að sex tonna bátur mætti veiða sextíu tonn af þorski og ótakmarkað af öðrum tegundum, allt á króka. En aflatoppurinn yrði aldrei meiri en sextíu tonn, þótt báturinn væri 12 tonn. Það þýddi að hámarksaflinn yrði 30 þúsund tonn. Um þetta gæti náðst þjóðarsátt. Síðan myndi allur undirmálsfiskur ekki reiknast inn í aflatopp- inn og þannig yrði úr mynd- inni að nokkurn tíma yrði hent fiski.“ Ólög fyrir dreifðu byggðarlögin „Þetta er- mikil skerðing og það er verið að refsa mönnum sem hafa krókaveið- ar að atvinnu," segir Bragi Gunnarsson, trillusjómaður á Tálknafirði. Hann segir að það geti engan veginn farið saman að menn séu að Iifa á skaki og línu í sama potti. Óréttlætið verði of mikið. „Það sem mér finnst vanta í samþykkt þessara nýju laga er að það hefði þurft að bremsa af línuveiðar," segir Bragi. „Handfæra- og línuveiðar fara einfaldlega ekki saman. Ég hefði viljað sjá að þeir sem veldu þorskaflahámarkið fengju val um að veiða á línu eða handfæri, en þeir sem eftir sætu í þessu nýja róðrar- dagakerfi mættu eingöngu veiða á handfæri.“ Skrítin umræða á Alþingi Bragi segir að skiptingin geti aldr- ei orðið réttlát á milli sex tonna báta, sem rói með tuttugu bala, og tveggja tonna báta, sem rói eingöngu með handfæri: „Það er almennt viður- kennt að línuútgerðin er mun fjár- frekari og það sem skilar sér í vasa sjómanna er oft meira ef aflinn er tekinn á handfæri.“ Bragi segir að það sem sér hafi fundist skrítnast í allri þeirri umræðu sem átti sér stað í kringum lagasetn- inguna á nýafstöðnu þingi sé að aldr- ei hafi verið talað um hversu linuafli hafi aukist stórlega síðustu tvö árin. „Afli krókaleyfisbátanna hefði aldrei orðið vandamál, ef menn hefðu eingöngu veitt á handfæri," segir Bragi. „Þá væri aflinn innan eðlilegra marka og nýju lögin hefðu aldrei þurft að koma til. Atvinnusköpun væri til staðar og menn hefðu fulla vinnu af veiðunum." Valbréfið komið í póst Bragi segir að sjómenn á Tálkna- firði séu nýbúnir að senda valbréfið í póst og allir hafi valið kvóta, sem fepgið hafi úthlutað yfir fjörutíu tonnum. Segja megi að það sé um helmingsskerðing á afla þessara. Þá segi það sig sjálft að aðkomubátar sem hingað til hafi flykkst vestur komi ekki til með að skila sér á meðan þessi lög séu í gildi. Þar af leiðandi fari miklu minna af fiski í vinnslu, atvinna stórminnki og öll þjónusta í kringum smábáta detti upp fyrir. „Það má eiginlega segja um þessi lög að þau sé ólög fyrir dreifðu byggðarlögin um land- ið,“ segir Bragi. Menn hafa sífellt verið að afla sér einhverrar línuviðmiðunar ef til út- hlutunar aflahámarks kæmi. Þannig hafa sjómenn reynt að tryggja að þeir yrðu ekki út undan. Ef. tekið væri á því og lfnan stöðvuð, myndi aflinn snarminnka, en menn gætu eftir sem áður lifað ágætis lífí á handfæraveiðum." Haraldur Garðar Jóhannsson Björgvinsson I > i \ l i l i i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.