Morgunblaðið - 23.07.1995, Page 6

Morgunblaðið - 23.07.1995, Page 6
6 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Ferðamannaiðnað- inum takmörk sett BAKSVIÐ FERÐAMENN við Karnak-hofið í Egyptalandi. Ferðamönnum í heiminum fjölgar um fjögur prósent á ári og hafa menn áhyggj- ur af því að takist ekki að koma íveg fyrir að ferðamenn yfirfylli einstaka staði, sé hætta á að atvinnugreinin, sem veltir um 217 billjónum króna á ári, bíði verulegan skaða. ÞRÖNG á þingi á ströndinni í Nice í Frakklandi. FÁIR Parísarbúar njóta annars eins útsýnis og Claude Carpenti- er, sem býr á Montmartre. Engu að síður hrýs þessum 87 ára gamla listamanni hugur við að horfa út um gluggann heima hjá sér. Gatan sem eitt sinn var frið- sæl Parísargata er nú ein iðandi kös af nýrri plágu sem er að leggja allt undir sig: ferðamönn- um. Milljónir þeirra fara um þetta sögufræga hverfi á ári hveiju og færa eigendum minjagripaversl- ana og kaffihúsa gull í greipar. íbúar hverfisins verða hins vegar að afbera mannfjöldann, upp- sprengt verðlag og minjagripa- verslanimar. Þetta er aðeins eitt dæmi um hinar dökku hliðar ferðamannaiðnaðarins sem svo hefur verið kallaður en hann er sú atvinnugrein í heiminum sem er í örustum vexti, aukningin nemur um 4% á ári. „Þetta er ekki eingöngu ferða- mannastaður, hér býr líka fólk,“ segir áðurnefndur Carpentier um hverfíð sitt. Hann hefur lagt til atlögu við ferðamannaskarann og tókst að ná fram banni við rútubifreiðum inni í Montmatre- hverfinu. En það var aðeins áfangasigur, ferðamennimir flykkjast fótgangandi inn í hverf- ið og arka upp að Sacre Coeur- kirkjunni. Sjálfsagt taka margir íbúar undir orð Evelyne Pinot sem segist ekki verða ánægð fyrr en hver einasti ferðamaður sé horfinn á braut. Andúð á ferðamönnum vex Á því eru hins vegar engar lík- ur. Samkvæmt tölum Álþjóða ferðamálastofnunarinnar (WTO) fjölgar ferðamönnum um 4% á ári. Eitt af hverjum níu störfum er talið tengjast ferðamálum og veita beint eða óbeint um 212 milljónum manna vinnu. Geysileg tilfærsla á sér stað á milli svæða frá ári til árs en flest- ir leggja þó enn leið sína til Frakklands, um 60 milljónir á ári. Frakkar eru 57 milljónir. Aðsóknin að vinsælustu stöðun- um hefur farið svo úr böndunum að WTO taldi ástæðu til að efna til sérstakrar ráðstefnu um málið fyrir skömmu. Þar kom fram ótti manna við að takist ekki að koma í veg fyr- ir að ferðamenn yfírfyili einstaka staði, sé hætta á að ferðamanna- iðnaðurinn, sem veltir um 217 billjónum kr. á ári, skaðist. Um- hverfisvemdarsinnar, þeir sem vilja viðhalda sögulegum verð- mætum og íbúar á fjölsóttustu stöðunum hafa krafist hertra reglna um skoðunarferðir. Reglur víða hertar Ferðaskrifstofur og flugfélög yrðu ekki ein um að finna fýrir samdrætti, því fjölmargar borgir og bæjarfélög reiða sig á tekjur af ferðamönnum. Nú þegar hafa reglur um aðgang ferðamanna að fjolmörgum stöðum verið hert- ar. Dæmi um það er hin foma borg Petra í Jórdaníu en yfirvöld þar hafa takamarkað fjölda gesta þar við 1.000 manns á dag. Rútu- ferðir em bannaðar um miðborg Salzborgar og umsjónarmenn safns sem komið hefur verið upp á heimili málarans Claude Monets í Givemy, hafa oft meinað stómm hópum ferðamanna um aðgang þegar garðurinn er í blóma. Ein- staklingum sem vilja skoða garð- inn er það hins vegar heimilt. 528 milljónir ferða á ári Það er nær útilokað að meta nákvæmlega fjölda ferðamanna í heiminum. Alþjóðaferðamála- stofnunin hefur ekki reynt að kasta tölu á hversu margir þeir séu, heldur em ferðir taldar. Samkvæmt tölum stofnunarinnar vom 528 milljónir ferða famar til útlanda á síðasta ári (ekki var kannað hvort menn ferðuðust vegna vinnu sinnar eða í einkaer- indum). Spáir stofnunin því að árið 2004 verði ferðir á ári orðn- ar 937 milljónir. WTO miðar við þá þumalfing- ursreglu að fyrir hvern einn út- lendan ferðamann, séu tíu inn- lendir. Taka verður slíkum tölum með varúð þar sem 10 sinnum 528 milljónir eru 5,28 milljarðar, sem er um það bil íjöldi jarð- arbúa. Engu að síður gefa þessar tölur sterkar vísbendingar, nán- ast hvert sem litið er era ferða- menn með myndavélar á stjái enda hafa langflestir íbúar iðn- ríkja heims einhvern tíma verið ferðamenn, heima eða heiman. Óbætanlegt tjón Ferðamenn hafa unnið tjón á mörgum þeirra staða sem þeir koma til að dást að, eingungis með nærveru sinni. Hinar fornu fleygrúnir á veggjum hofs í Lux- or dofna æ meir og er ástæðan lýsing, sviti, andardráttur og fin- graför þeirra sem þangað koma. Sömu sögu er að segja um fjölda staða í Nílardalnum, svo og nátt- úruperlur um heim allan. Líf- ríkinu í Eilat í Suður-ísrael er talin stafa vemleg hætta af sportköfurum sem fjölmenna þangað til að kafa í tæru vatninu og dást að gróðri og dýraríkinu. Þeir gera sér ekki grein fyrir að með því að skoða lífríkið ganga þeir af því dauðu. Allt byggist á ferðamönnum Óheftur ferðamannastraumur getur þrengt ótæpilega að borg- um. Feneyjar eru sígilt dæmi en íbúar borgarinnar eru nú aðeins 80.000, voru 150.000 árið 1945. Mörgum þáttum er um að kenna en íbúarnir segja aðalorsökina vera ferðamannastrauminn. Minjagripaverslanir hafi ýtt mörgum verslunum sem fyrir vora til hliðar, verð á kaffihúsum og veitingahúsum hafi hækkað svo mjög að meira að segja ferða- mennirnir kveinki sér. Ofan á allt bætist svo að marg- ir ferðamenn kaupi ekkert í borg- inni. „Hingað koma rútufarmar af ferðamönnum," segir fyrrver- andi borgarstjóri í Feneyjum. „Þeir koma með eigin mat til að spara peninga og skilja ekkert eftir nema rusl.“ Ekki hafa þó allir áhyggjur af ferðamannastraumnum, síður en svo. Fjölmörg bæjarfélög eiga allt sitt undir heimsóknum og kaupgleði ferðamanna. Borgar- stjóri Mont-st-Michel í Normandí í Frakklandi, segir borgina „opna hveijum sem vilji heimsækja hana“ og að engar áætlanir séu uppi um að breyta því. Þeir eru þó æ fleiri í Frakk- landi sem vilja draga úr ferða- mannaflaumnum og fara um- hverfisverndarsinnar þar fremst- ir í flokki. „Ferðamannaiðnaðin- um hefur tekist það sem Hitler mistókst, að koma upp stein- steyptum vegg meðfram Atlants- hafsströndinni,“ segir Gerard Onesta, talsmaður Græningja og vísar til ótölulegs fjölda hótela sem hafa sprottið upp á strönd- inni. Andstaðan við ferðamenn veld- ur miklum áhyggjum ferðamála- frömuða. „Við geram okkur fylli- lega grein fyrir vandanum,“ seg- ir Martin Brackenbury, yfirmað- ur Alþjóðasambands ferðaskrif- stofa. „Við höfum engin svör á reiðum höndum. Við verðum ef til vill að taka upp einhvers kon- ar „gestastjórn“ ef ferðir eiga að ganga eins vel og hingað til. Stjórn er í raun annað orð yfir hömlur, sem menn forðast að taka sér í munn enda hafa þær verið nær óþekktar innan ferða- mannaiðnaðarins. Nú segja for- svarsmenn WTO að menn verði að gera sér grein fyrir að ferða- mannaiðnaðinum séu takmörk sett ogtelja upp nokkra fylgifiska ferðamennskunnar sem koma henni sjálfi illa rétt eins og öðr- um: Ofmettun og hnignun sumra ferðamannastaða, menningar- samfélög láti í minni pokann, fleiri flöskuhálsar í umferð og aukin andúð íbúa á ferðamanna- stöðum. Reynt að dreifa fjöldanum Gripið hefur verið til ýmissa ráða til að leysa vandann, svo sem að lengja opnunartíma safna og að fólk panti aðgang að vinsælustu stöðunum. I Al- hambra á Spáni eru gefnir út aðgöngumiðar sem gilda aðeins hluta úr degi. Fararstjórar og ferðaskrifstofur reyna að kom- ast hjá mestu örtröðinni. Sumir hvetja ferðamenn á sínum veg- um til að vera snemma á ferð- inni til að komast fyrstir að en það er hægara sagt en gert. Þá eru ferðamenn hvattir til að fara út fyrir vinsælustu leiðirnar, sem verður æ erfiðara í heimi þar sem ekki þykir lengur neitt tiltöku- mál að fara til landa á borð við Nepal. Þeim fjölgar sem eru á ferð utan hins hefðbundna ferða- mannatíma, samanber Feneyjar. Ekki eru mörg ár síðan enginn fékkst til að fara til borgarinnar að vetri til, enda kalt, blautt og dimmt þar yfir háveturinn. Nú aftaka æ fleiri ferðamenn að fara til borgarinnar á öðrum árstíma. En þrátt fyrir allt kjósa flestir að fara troðnar slóðir. Menn sitja enn fastir í umferðarhnút á frönskum og ítölskum vegum í ágúst, bíða í hálfan annan tíma til að komast inn á þekktustu söfnin, troðast á ströndinni við Eilat og flykkjast að Sacre Coe- ur og Eiffel-turninum. Þeir eru undirstaða en enginn veit alveg hvað á að gera við þá. • Byggt á Newsweek.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.