Morgunblaðið - 23.07.1995, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 9
_________________LISTIR
Hraði, leikni og-
sláandi tækni
TÖNLIST
Akureyrarkirkja
GÍTARHÁTÍÐ
Á AKUREYRI
Kristinn H. Árnason gítarleikari
flutti verk eftir Femando Sor, Jo-
hann Sebastian Bach, Augnstin
Barrios og Enrique Granados. Akur-
eyrarkirkja föstudaginn 21. júlí.
Á þRIÐJU tónleikum Gítarhá-
tíðar á Akureyri flutti Kristinn
H. Árnason það sem við getum
kallað hefðbundna gítartónlist.
Með því ræðst hann ekki á garðinn
þar sem hann er lægstur, því á
efnisskrá hans eru verk sem ekki
aðeins eru erfið og kreijandi í
flutningi, heldur einnig vel þekkt
meðal gítarunnenda sem eru enn
vökulli en ella fyrir frammistöðu
flytjandans.
Fyrsta verkið á efnisskránni var
Gran Solo eftir spænska tónskáldið
Fernando Sor (1778-1839). Sorvar
einn þeirra virtúósa sem vöktu at-
hygli almennings á gítarnum sem
konserthljóðfæri á fyrri hluta
19.aldar. Tónlist hans er í klassísk-
um stíl og að mestu laus við hin
þjóðlegu spænsku áhrif sem eru
svo áberandi í verkum samlanda
hans. Hann samdi fjöldann allan
af gítarverkum sem halda nafni
hans lifandi en meðal verka hans
má einnig finna eina óperu, sinfó-
níur, kammertónlist og sönglög.
Gran Solo er glæsilegt verk í einum
þætti í hefðbundnu sónötuformi
sem Kristinn lék af fágun og ör-
yggi. Chaconna Bachs úr partítu í
d-moll fyrir einleiksfiðlu, umskrifuð
fyrir gítar, er algengt verk á efnis-
skrám gítarista og hentar hljóðfær-
inu mjög vel eins og flest einleiks-
verka Bachs fyrir strengjahljóð-
færi. Chaconnan er mjög erfitt
verk í flutningi, hún krefst mikillar
tækni af flytjandanum ekki síður
en músikalskrar yfirsýnar. Kristinn
hefur hvort tveggja í ríkum mæli,
sérstaklega er tækni hans sláandi.
Hann ræður yfír hraða og leikni
sem er ekki öllum gefin og sýndi
það svo sannarlega án þess að
missa sjónar af framvindunni, þó
var ekki laust við að hann hefði
mátt staldra betur við á stöku stað
í hinum rólegri hlutum þessa magn-
aða verks.
Augustin Barrios (1885-1944)
er áhugaverð persóna í sögu gítars-
ins, þá aðallega fyrir hvemig hann
sameinaði evrópska hefð suður-
amerískum uppruna sínum. Hann
var indjáni frá Paraguay sem samdi
tónlist undir áhrifum frá Sor, Pag-
anini og Chopin, en rytmískur og
hljómrænn bakgmnnur tónlistar
hans var þó alltaf tónlist hinna
ýmsu þjóða Suður-Ameríku. La
Cathetral er dæmigert verk eftir
Barrios, það er í þremur stuttum
þáttum, tveir fyrstu rómantískir
og fallegir og sá þriðji hraður og
kraftmikill. Kristinn lék verkið
geysilega vel og sýndi að þessi tón-
list á ekki síður við hann en klassík-
in og barrokkið.
Síðast á efnisskránni voru Danza
Espanola nr. 5,11,12 og 6 eftir
Spánvetjann Enrique Granados,
upphaflega eru dansarnir samdir
fyrir píanó en seinna umskrifaðir
fyrir gítar. Umskriftir sem þessar
takast misjafnlega, að mati undir-
ritaðs eru dansar 5 og 12 vel
heppnaðir en hinir síður. Hvað um
það, dansamir voru ágætlega
leiknir sérstaklega sá nr.5 sem er
nú líklega frægastur þeirra. í kjöl-
farið fylgdu tvö aukalög; Lágrima
og Mazurka eftir Francisco Tár-
rega (1852-1909), enn einn Spán-
veijann, sem Kristinn gerði einkar
góð skil. Þetta voru góðir tónleikar
eins og hinir tvennir fyrri og verð-
ur að segjast að val flytjenda á
hátíðina hefur heppnast einstak-
lega vel bæði hvað snertir gæði og
fjölbreytni.
Hróðmarl. Sigurbjörnsson
Endurreisnar-
flokkurinn
Galliard
ENDURREISNARFLOKKURINN Galliard
STOFNAÐUR hefur verið tónlistar-
flokkur sem sérhæfir sig í því að
syngja og leika tónlist frá endur-
reisnartímanum, sér í lagi madrig-
ala og lútusöngva. Kallast hann
„Endurreisnarflokkurinn Galliard"
eftir vinsælum dansi endurreisnar-
tímans. Galliard skipa: Birna Helga-
dóttir sópran, Guðrún Edda Gunn-
arsdóttir mezzó-sópran, Örn Arnar-
son tenór, Finnur Bjarnason bassi
og Arngeir Heiðar Hauksson lútu-
leikari. Mun flokkurinn halda sína
fyrstu tónleika á morgun, miðviku-
dag, kl. 20.30 í Kaffileikhúsinu í
Hlaðvarpanum.
Efnisskráin samanstendur af
madrigölum fyrir ijórar og fimm
söngraddir, lútusöngvum fyrir írjór-
ar raddir og lútu sem og einsöngs-
lögum með lútuundirleik eftir ensk
tónskáld endurreisnartímans, John
Dowland, Thomas Morley og fleiri
samtíðarmenn þeirra.
John Downland var einn fræg-
asti lútuleikari samtíðar sinnar og
samdi ijölmörg lútuverk og lútu-
söngva. „Þess má til gamans geta
að John Dowland var við hirð Krist-
jáns IV Danakonungs, sem setti
einokunarlögin á íslendinga fyrir
hartnær 400 árum síðan,“ segir í
KRISTJÁN Jóhannsson söng
hlutverk Radamess í óperunni
Aidu á árlegri tónlistarhátíð
Arena-óperuhússins í Veróna á
Italíu síðastliðið fimmtudags-
kvöld. í viðtali við blaðið L'Ar-
ena segir Kristján að þótt hann
hafi sungið hlutverkið margoft
og einbeitt sér mjög að tónlist-
inni allt síðasta ár, uppgötvi
hann stöðugt nýjar hliðar á
Aidu.
Farið er lofsamlegum orðum
um framfarir Kristjáns í söngn-
um, framkomu hans og persónu-
leika. Blaðamaðurinn, Gianni
Villa, segir Kristján einkar vjð-
kunnanlcgan og glaðværan
mann, sem nú sé kraftmeiri en
fréttatilkynningu hópsins.
Thomas Morley var þekktur fyrir
madrigala sína (sungna án undir-
leiks) en einnig samdi hann fræga
lútusöngva. Lútusöngvarnir hafa
þann eiginleika að hægt er að flytja
Kristján
kraftmikill
í Veróna
nokkru sinni fyrr.
Kristján söng ekkert í Arena-
óperuhúsinu á síðasta starfsári
og segir í viðtalinu að honum
hafi verið boðið hlutverk í
Carmen á næsta ári, en liann
kjósi heldur að syngja í Aidu.
Hann segist munu syngja í Co-
þá fjölradda eða einradda, með eða
án lútuundirleiks^ en samkvæmt
heimildum hefur Islendingum ekki
áður gefist kostur á að heyra lútu-
söngva sungna ijölradda með lútu-
undirleik á tónleikum.
vent Garden innan tíðar og einn-
ig korni hann til með að debút-
era í óperunni Óþello í Bologna
á Italíu á næsta ári.
Eiginkonu Kristjáns, Sigur-
jónu Sverrisdóttur, er lýsi sem
hinni gullfallegu, ljóshærðu
Jónu, og Kristján spurður hvort
honum þyki ekki erfitt að dvelja
langdvölum að heiman vegna
ferðalaga sem óhjákvæmilega
fylgja starfinu. Hann svarar því
til að þau hjónin hafi gert sam-
komulag um það fyrir tíu árum,
að vera aldrei aðskilin lengur
en hálfan mánuð í einu. „Að
þeim tíma liðnum kem ég heini,
eða þau koina þangað sem ég er
sladdur."
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Alþjóðlegu gítarhátíð-
inni lýkur í kvöld
FJÓRÐU alþjóðlegu gítarhátíð-
inni á Akureyri lýkur á sunnu-
dagskvöld, en hún var sett í
Akureyrarkirkju á miðvikudags-
kvöld.
Tónleikar hafa verið í Akur-
eyrarkirkju eða Deiglunni öll
kvöld. Auk tónleika eru nám-
skeið í boði, en aðalleiðbeinand-
inn á opnu námskeiði fyrir
lengra komna gítarnemendur,
einleikara og kennara sem hald-
ið er í Tónlistarskólanum á Akur-
eyri, er Timo Korhonen. Jafn-
framt gefst þátttakendum kostur
á að sækja einkatíma hjá flam-
eneoleikaranum Eric Vaarzon
Morel meðan á hátíðinni stendur.
HeitgaluaniseraQar þakskrúfur
Bgum (yrlrllgglandi mlklO úrval al heit- og
ratgalvanlseruðum skrútum, ryOlríum
skrútum og álskrútum í öllum stærðum.
Bnnlg sjálfborandi skrúlur og plasthettur
i mörgum litum.
Þetta eru viðurkenndar þýskar
og Iranskar þakskrúfur.
Algrelðum sérpantanir með
stuttum fyrirvara.
Er leka-
vandamál?
Bgum (yrirliggjandi aBar
gerðir al söðidskinnum
fyrir báru og traplsu í öllum
Btum. Stöðvar leka og bætir
lestu þakelnisins
Hátún 6a 105 Reyk]avík
P.O.Box 1026 121 Reykjavík
Sími 561 0606 Fax 561 0600
Undur
Egyptalands
7. september
kr. 99.600
Fáðu
ferðaáe®ttun
senða
v
Kaíró - pýramídarnir - sigling á Níl - Luxor - Aswan
Stórkostleg ævintýraferð til Egyptalands, vöggu
heimsmenningarinnar, þar sem þú kynnist umhverfi og
menningarverðmætum Faraóanna, sem eiga sér engan
líka í mannkynssögunni. Töfrar Kaíró við góðan
aðbúnað á góðu 4 stjörnu hóteli og ævintýrasigling á
ánni Níl með íslenskum fararstjóra Heimsferða allan
tímann.
8 dagar í Egyptalandi og 7 dagar á Spáni
kr. 99.600
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562-4600.