Morgunblaðið - 23.07.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 11
„Dvölin varð lengri vegna þess að ég fékk stöðuhækkanir og stöðugt
freistuðu mín ný verkefni. Seinna bauðst mér framkvæmdastjórastarf
í verðbréfadeild Bank Leu, elsta bankans í Sviss. Ég tók þessari óskor-
un og skipti yfir. Árin í Sviss voru því orðin þrettón þegar við fluttum
heim fyrir þremur órum.“
Á uppleið í Sviss
Jón segist hafa kynnst Sviss í
gegn um Regulu, oft farið þangað
í fríum og laðast að landinu. „Við
ákváðum að kynnast landinu betur
áður en börnin kæmust á skóla-
skyldualdur og fluttum út 1979.
Ætlunin var að vera stuttan tíma
úti en fjarvistirnar urðu lengri en
ég reiknaði með. Ég hugsa að það
skýrist af því að þegar ég byija á
einhveiju get ég ekki hugsað mér
að hætta í hálfu kafi.“
Úti í Sviss fór hann að gera
allt annað en hann hafði dreymt
um. Jón hafði loforð fyrir vinnu
við húsgagnafyrirtæki tengdaföð-
ur síns þegar fjölskyldan flutti út.
Sú atvinnugrein höfðaði hins veg-
ar ekki til hans og vildi hann því
reyna fyrst fyrir sér annars staðar
og fékk fljótlega starf í verðbréfa-
deild í næst stærsta bankanum í
Sviss, Sviss Bank Corporation, þar
sem 15 þúsund manns vinna. „Það
stóð aldrei til að vera lengi úti og
því fékk ég mig færðan milli deilda
innan verðbréfadeildarinnar og
fékk fljótt góða undirstöðuþekk-
ingu á þessu sviði. Dvölin varð
lengri vegna þess að ég fékk
stöðuhækkanir og stöðugt -freist-
uðu mín ný verkefni. Seinna
bauðst mér framkvæmdastjóra-
starf í verðbréfadeild Bank Leu,
elsta bankanum í Sviss. Ég tók
þessari áskorun og skipti yfir.
Árin í Sviss voru því orðin þrettán
þegar við fluttum heim fyrir þrem-
ur árum.
Ég heyrði að það hefði þótt
nokkuð gott að útlendingur kæm-
ist í þetta starf og þar að auki
maður sem aldrei hafði gegnt her-
þjónustu. Útlendingar eiga frekar
erfitt með að komast í stjórnunar-
stöður í svissnesku bönkunum en
yfirmenn úr hernum hafa hins
vegar átt greiða leið í þessar stöð-
ur.“
Heimþráin jókst
Jón segist hafa heyrt að fólk
hefði átt erfitt með að skilja að
hann vildi hætta í góðu starfi í
Sviss til að flytjast heim á skerið
í allt volæðið hér. Margt búi að
baki svona ákvörðun. Menn þurfi
að gera það upp við sig hvar og
hvernig þeir vilji veija lífinu. Hann
hafí verið kominn á fimmtugsald-
urinn og talið tímabært að breyta
til. Þarna hafi hann talið sig hafa
náð þeim árangri sem hann óafvit-
andi stefndi að frá upphafi og
gæti farið heim til að takast á við
nýja hluti. Heimþráin hafi vaxið
með árunum. Regula skýtur því
hér inn að sér hafi fundist þetta
áberandi eftir að faðir Jóns dó og
tekur Jón undir það. Þá hafi verið
eins og hann hafi fyllst einhverri
örvæntingu, talið sig vera að missa
af kynnum við fólkið sitt á mikil-
vægum tíma ævinnar.
Hann segist hafa tröllatrú á
íslandi. „Þegar ég var úti í Sviss
og hugsaði heim fannst mér ég
sjá mikla kosti á íslandi. Taldi að
ef málin væru skoðuð með já-
kvæðu hugarfari reyndust skilyrði
hér betri en umræðan oft gefur
tilefni til.“
Þrátt fyrir mikla reynslu í virt-
um bönkum í hinu þekkta landi
bankanna átti Jón ekki greiða leið
í starf á þessu sviði á íslandi. „Ég
var búinn að ræða mikið við ís-
lensku verðbréfafyrirtækin áður
en ég flutti heim. Ef ég á að vera
hreinskilinn þá verð ég að segja
að mér fannst þau sýna mér furðu
lítinn áhuga. Ég fékk vinnu hjá
Kaupþingi og sýndi Guðmundur
Hauksson framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins mér mikla velvild.“
Flóðgátt opnaðist
Samhliða vinnu við verðbréfa-
miðlunina fóru Jón og Regula að
huga að því að láta gamla draum-
inn um sveitabúskapinn rætast.
Þau keyptu Stóra-Kropp í Reyk-
holtsdalshreppi vorið 1993. Stóri-
Kroppur er landkostajörð að mati
Jóns en þar hafði ekki verið stund-
uð búvöruframleiðsla í fimmtán
ár. „Ég held að það hafi verið um
sumarið, þegar við vorum hér við
heyskapinn, að við sáum að hér
vildum við setjast að. Það var eins
og flóðgátt opnaðist. Við ákváðum
að hefja búskap og hófum undir-
búning þess, keyptum mjólkurk-
vóta, bústofn og vélar til viðbótar.
Jörðin, ræktun og byggingar voru
í ágætu ásigkomulagi þó sum hús-
in séu nokkuð komin til ára sinna.
Ég taldi að hér væru möguleikar
fyrir hendi. Það var til dæmis
hægt að hefja framleiðslu án þess
að leggja í mikinn kostnað við
endurbætur á útihúsum."
Frekar íslenskan sveitabæ
Eldri hluti íbúðarhússins er
byggður upp úr aldamótum og sá
yngri 1925. Kristleifur Þorsteins-
son bóndi og fræðimaður á Stóra-
Kroppi byggði bæinn og segir
Regula að sér líði vel í honum, það
sé sál í honum. Hún segir að gott
sé að eiga heima á Stóra-Kroppi,
allt annað en í Reykjavík. Jón seg-
ir að þeim hafi hvergi liðið jafn
vel og þarna.
Þegar þau skoðuðu möguleik-
ana á nýju íbúðarhúsnæði ákváðu
þau strax að byggja við húsið,
byggja upp íslenskan sveitabæ.
Segir Jón að sér finnist lágreistu
íbúðarhúsin með flötu þökunum
- sem séu á flestum islenskum
bóndabæjum lágkúrulegur arki-
tektúr. Gömlu bæirnir hafi verið
miklu rismeiri byggingar. Þau
hafa nú byggt tvær burstir við
bæinn og leggja áherslu á að við-
byggingin falli sem best að gamla
bænum. Iðnaðarmenn eru að vinna
við innréttingu hússins.
Eins og fjárfesting í
verðbréfum
Mesta átakið var að kaupa
framleiðslurétt á jörðina á nýjan
leik. Keypti Jón rétt til framleiðslu
á 110 þúsund lítrum mjólkur á ári
og hóf framleiðslu í desember
1993. Bústofninn er 30 mjólkurkýr
og alls yfir 50 gripir í fjósi. Fram-
leiðslurétturinn kostaði nálægt 12
milljónum kr. „Ég lít á hann sömu
augum og verðbréf. Þetta er ekki
kostnaður heldur fjárfesting sem
ég get síðar selt óháð jörðinni.
Verðið á honum getur auðvitað
hækkað eða lækkað en það er
áhætta sem við tökum á sama
hátt og við kaup á verðbréfum.“
Jón telur að fáir hafi haft trú
á áformum þeirra hjóna um bú-
skap á Stóra-Kroppi. „Maður
heyrði að menn botnuðu ekkert í
bankastjóranum í Sviss sem ætlaði
að fara að mjólka kýr uppi í sveit!
Það eru raunar margir sem ekki
hafa trú á neinu, hvað þá þessu.
Ég er þess fullviss nú að margir
líta þetta öðrum augum enda tel
ég að við höfum sannað okkur.
Mjólkurbúið er orðið með nythærri
búum hér um slóðir, með tæplega
4.500 lítra meðalnyt eftir hveija
kú. Og á fyrsta ári vorum við í
hópi 23 búa á svæði Mjólkursam-
lags Borgfirðinga sem fékk viður-
kenningu fyrir úrvalsmjólk allt
árið.
Þetta hefur okkur tekist með
samheldni og mikilli vinnu og ekki
síst natni við skepnurnar. Ef mað-
ur vill ná árangri í kúabúskap
getur maður ekki verið að vasast
í öllu. Kýrnar gefa tekjurnar og
maður verður að vera vakinn og
sofinn yfir þeim, alltaf á staðnum
og fara í fjósið oft á dag.“
Barnabörnin i\jóta arðsins
Svo áfram sé haldið með saman-
burð við fyrri störf bóndans þá
segir Jón að við ákvörðun um tug-
milljóna fjárfestingu í búinu gildi
sömu sjónarmið og við ákvarðanir
um fjárfestingar á verðbréfamark-
aðnum. „Ég lít á þetta sem lang-
tímafjárfestingu. Ég vil gera þetta
með stórhug og það getur alveg
verið að börnin eða jafnvel barna-
börnin njóti arðsins frekar en ég.
En hér kemur fleira til en arðsemi
peninganna. Það skiptir mig meg-
inmáli að byggja hér upp með stór-
hug og sjá eitthvað eftir mig. Ég
er þeirrar skoðunar að við Islend-
ingar eigum að setja fjármagnið
í uppbyggingu og nýsköpum og
vil taka þátt í því,“ segir Jón.
Hann hefur trú á kúabúskapn-
um. „Það er alltof mikil svartsýni
ríkjandi í landbúnaðinum. Hún
gæti að einhveiju leyti átt rétt á
sér í sauðfjárræktinni en ég tel
að mjólkurframleiðsla eigi framtíð
fyrir sér á íslandi. Menn mega
ekki mikla erfiðleikana fyrir sér
og það er hveijum manni hollt að
hugsa til fortíðarinnar og ímynda
sér hvernig forfeðrum okkar tókst
að yrkja þetta sama land við miklu
erfiðari skilyrði en við búum við í
dag. Ég tel það lýsa mikilli
skammsýni þegar menn tala um
að leggja heilu landsvæðin í eyði
af því að við höfum ekki efni á
að reka landbúnað. Við erum öll
stolt af sjálfstæði landsins en velt-
um því aftur á móti ekki fyrir
okkur hvað þarf til þess. Einn
grundvöllur sjálfstæðisins er mat-
vælaframleiðslan í landinu. Það
geta kopiið tímar þegar ekki er
hægt að flytja inn mat. Þá yrðum
við ofurseldir öðrum þjóðum,“ seg-
ir Jón.
Barist til þrautar
Hann setur það sem hann kallar
aðför Vegagerðarinnar að sér í
þetta samhengi en eins og fram
hefur komið hefur Vegagerðin
ákveðið að færa Borgarfjarðar-
braut þannig að hún mun liggja
rétt við útihúsin á Stóra-Kroppi
og skera tún og beitiland frá. „Sú
uppbygging og bjartsýni sem ríkir
á Stóra-Kroppi smitar ósjálfrátt
út frá sér. Allt sem menn gera
hefur áhrif í samfélaginu. Sveitirn-
ar eiga að haldast í byggð og við
höfum sýnt að fólk getur flutt í
sveitina og byggt upp. Við höfum
lagt allt okkar sparifé og okkur
sjálf í þennan anga íslensks land-
búnaðar. Hér er ekki aðeins bú-
skapur, hér býr líka fólk. Ég tel
að barátta okkar gegn fyrirhug-
uðu vegarstæði sé prófsteinn á
framtak okkar og hvort opinberum
aðilum á að líðast að flæma okkur
í burtu. Það er staðreynd að vegur-
inn sundrar jörðinni það illa að
kúabúskapur verður ekki mögu-
legur hér. Það er líka staðreynd
að óþarfi er að leggja veginn hér
í gegn því aðrir góðir kostir eru
fyrir hendi. Við munum beijast til
þrautar til að afstýra þessu um-
hverfisslysi,“ segir Jón.
Hann segir að undirbúningur
fyrirhugaðrar breytingar á Borg-
arfjarðarbraut sé dæmigerður fyr-
ir þau vinnubrögð sem hér hafi
lengi tíðkast. Vaðið sé út í hlutina
án þess að spá of mikið í afleiðing-
arnar og það leiði til sóunar en
menn treysti því síðan að hlutimir
reddist. Segist hann hafa lært að
hugsa aðeins öðruvísi í Sviss.
Umhverfissjónarmiðin séu í há-
vegum höfð. Þar myndi það aldrei
koma til greina að taka ræktað
land og undirlendi undir veg þegar
alveg eins væri hægt að nota
óræktanlegt land. Og hann spyr
af hveiju bíllinn eigi að fá besta
landið en ekki fólkið og byggðin.
Vegfarendum mætti standa á
saman, leiðin yrði jafn löng og
lagður yrði góður vegur þó hann
yrði á svipuðum slóðum og verið
hefur undanfarna áratugi.
Jón mun áfrýja til umhverfis-
ráðherra úrskurði skipulagsstjórn-
ar ríkisins um heimild til Vega-
gerðarinnar fyrir þessu vegstæði.
Segist hann treysta því að ráð-
herra afstýri þessu slysi. Að öðrum
kosti verði fjölskyldan á Stóra-
Kroppi að fara. „Þá er ljóst að
stjórnvöld á íslandi telja ekki þörf
fyrir framkvæmdamenn, fólk sem
vilji leggja sparifé sitt í atvinnu-
rekstur. Skilaboðin eru þau að ein-
staklingurinn skipti ekki lengur
máli. Við munum bara þakka fyr-
ir okkur og flytja til útlanda," seg-
ir Jón Kjartansson.
ANTIK
Nýju vörurnar komnar
(tveir gámar).
Troðfull verslun af glæsilegum hús-
gögnum, handgerðum teppum og
listmunum.
Opið virka daga kl. 12 til 18.
Ath! Næsta antik- og teppauppboð verður haldið í
ágústmánuði.
BORG
antik
'O*.
FAXAFENI 5,
SÍMI 581 4400.