Morgunblaðið - 23.07.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 23.07.1995, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NÝSKÖPUNARSJÓÐUR námsmanna var stofnaður þann 30. júní 1992 og er þetta fjórða sumarið sem hann er starfræktur. Markmið sjóðsins er að veita styrki til rannsóknaverkefna sem nem- endur vinna að yfir sumartímann og þykja líkleg til að stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu og/eða í tiltekinni fræðigrein. Stúdentaráð Háskóla íslands átti frumkvæði að stofnun sjóðs- ins. Unnið var að útfærslu hans í samvinnu við þáverandi mennta- málaráðherra í júní 1992. í lok sama mánaðar ákvað ríkisstjórnin að veita 10 milljónum króna til verkefnisins. Síðan hafa fjárframlög til sjóðs- ins aukist. í sumar hefur hann fengið 25 milljónir til ráðstöfunar. Úr ríkissjóði koma 15 milljónir en 10 milljónir frá Reykjavíkurborg. Einstaklingar, stofnanir og fyr- irtæki, sem talið er að hafi sér- þekkingu á viðkomandi rannsókna- sviði, geta sótt um styrki hjá Ný- sköpunarsjóði. Styrkveiting felst í því að sjóðurinn borgar náms- manni laun en umsjónaraðili eða fyrirtæki sér fyrir aðstöðu og efnis- kostnaði. í fyrstu voru verkefni á vegum Háskóla íslands í meiri- hluta, en umsóknir fyrirtækja, stofnana og annarra skóla og ein- staklinga verða æ algengari. Námsmenn taka sjóðnum vel Dagur B. Eggertsson lækna- nemi er umsjónarmaður Nýsköp- unarsjóðs námsmanna í sumar. Hann segir að sjóðurinn veiti námsmönnum einstakt tækifæri til að vinna að raunhæfum náms- tengdum verkefnum yfir sumar- tímann. Auk þess sé mjög dýr- mætt fyrir þá að tengjast atvinnu- lífmu og þeim vandamálum sem þar er verið að kljást við. „Áhugi á sjóðnum er sífellt að verða meiri og menn farnir að átta sig betur á hlutverki hans. Mikil eftirspum er eftir styrkjum og komast miklu færri að en vilja. Það sækja í hann fleiri og mennt- aðri námsmenn með meiri reynslu og starfsaldur. Jafnframt því má sjá fleiri afburðaumsóknir," segir Dagur. Fjölbreytt verkefni AIls bárust 264 umsóknir til sjóðsins í byijun sumars, en 149 verkefni hlutu styrk. Þau eru afar íjölbreytt. Sem dæmi mætti nefna rit um mannréttindi barna, úttekt á meðferð tilraunadýra á íslandi, athugun á nýrri gerð hjólbarða- nagla, möguleika á nýrri aðferð til meðhöndlunar á krabbameini í heila, nýtingu lífræns úrgangs á ferðamannastöðum, athugun á reglum um upplýsingamiðlun og viðskipti gegnum tölvur, gerð ÖRYGGISLJÓSIÐ gæti flýtt fyrir því að sjómaður, sem fellur fyrir borð, finnist í öldurótinu. Mynd- ina málaði Búi Kristjánsson fyrir Þorstein I. Sigfússon. NtMSNENH í nýskopun Um þessar mundir vinna 160 námsmenn að 149 rannsóknaverkefnum á vegum Nýsköp- unarsjóðs námsmanna. Tugir fyrírtækja, fjöldi stofnana, sveitarfélög og allar deildir Háskóla Islands tengjast þeim. Ama Schram gerír grein fyrir sjóðnum og þremur verkefnum sem hlotið hafa styrk frá honum. Dagur B. Eggertsson táknmálsorðabókar og svo mætti lengi telja. „Það er skemmtilegt að fylgjast með því hvernig vakning hefur orðið í þeirri hugsun að reyna að skapa eitthvað nýtt,“ segir Dagur. „Þeim verkefnum íjölgar sem eru í grundvallaratriðum hugmyndir námsmanna og eru þeir duglegir við að fá mótframlög frá fyrirtækj- um, sveitarfélögum eða öðrum að- ilum.“ Hann segir ennfremur að Ný- sköpunarsjóður hafi fyllt ákveðið tómarúm sem virðist hafa verið á markaðnum. Sjóðurinn veiti fjár- magni til nýjunga og rannsókna sem áður var ekki sinnt. „Með til- komu styrkja frá sjóðnum, fá fyrir- tæki ungan og dugmikinn starfs- kraft án þess að borga honum laun. Því virðast þau frekar fara út í að reyna djarfa og spennandi hluti.“ Framtíð sjóðsins Ríkisstjórnin segir í stjórnar- sáttmála að hún ætli að styðja Nýsköpunarsjóð námsmanna og auka þátt ungs fólks í rannsóknum og þróunarstarfi. Að sögn Dags hafa forsvarsmenn Nýsköpunar- sjóðs unnið í samvinnu við mennta- málaráðuneytið að því að efla sjóð- inn og hafa haft ákveðið frum- kvæði á því sviði. „Okkur stúdent- um finnst það ákaflega spennandi verkefni og bíðum með eftirvænt- ingu eftir niðurstöðu þeirrar vinnu.“ Hann segir ennfremur að for- svarsmenn Nýsköpunarsjóðs hafi átt gott samstarf við Reykjavíkur- borg, sem hefur aukið fjárveitingu til sjóðsins á milli ára. Önnur sveit- arfélög styrkja sjóðinn ekki beint í sumar, en nokkur eru með fram- lög í gegnum einstök verkefni. Nýsköpunarsmiðja í Tæknigarði Nýsköpunarsmiðja er heiti á sam- starfsverkefni Nýsköpunarsjóðs námsmanna, Tækniþróunar hf. og Útflutningsráðs íslands. Hún er nú starfrækt annað árið í röð. Markmið Nýsköpunarsmiðjunn- ar er að koma hugmyndum sem stuðlað geta að nýsköpun á fram- leiðslustig. Er það meðal annars liður í því að láta verkefni á vegum Nýsköpunarsjóðs ná skrefi lengra. í sumar urðu fjögur verkefni fyrir valinu; Teikniforrit til að hanna einingarhús í þrívídd, saga íslands á geisladiski, tölvukort, aðferð til að búa til þrívíddarmynd- ir af landslagi í tölvum og forrit til að bæta nýtingu hráefnis við fiskvinnslu. Stuðningur Nýsköpunarsmiðj- unnar ’til verðlaunaverkefnanna felst í fjárframlagi, vinnuaðstöðu, markaðsráðgjöf og gerð viðskipta- áætlunar. í haust mun dómnefnd endurmeta verkefnin og gera til- lögu um hver þeirra verði styrkt áfram. JÓN Jónsson, þjóðfræði-og sagn- fræðinemi, vinnur um þessar mundir að verkefni sem ber heit- ið Ferðaþjónusta og þjóðmenn- ing á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Hugmyndin er sú að vinna að gerð skýrslu um það hvernig hægt er að nýta sögu og þjóðsagnir Strandasýslu við ferðamannaþjónustu á svæðinu. Hann segir verkefnið vera anga af svokallaðri umhverfisvænni eða grænni ferðamennsku. Ekki sé ætlunin að búa til neitt nýtt, heldur nýta það sem til er og draga gamlar sagnir fram í sviðsljósið. Ein hugmyndin er sú að setja upp sýningu um galdra og galdramenn á Ströndum.Til dæmis á galdrastöfum, níðstöng- um, og þeim töfragripum sem menn áttu að hafa notað, eins og náttúrusteinum. En sam- kvæmt þjóðsögum og gömlum handritum var galdur framinn með söng, þulum, rúnum og ýmsu atferli og búnaði til dæmis galdrastöfum. „Strandamenn hafa ávallt haft það orð á sér að þeir séu göldróttir og sér- Galdrasýning á Ströndum? kennilegir á marg- an hátt. Þeir eiga mikið til af sögum og sögnum um það. Til dæmis áttu þeir að geta séð þjófa birtast í vatnsyfir- borði í döllum og stömpum," segir Jón og bendir jafn- framt á að merki sýslunnar sé galdra- stafur, svonefndur ægishjálmur. En hann átti að vernda heimamenn fyrir óvinum. „Þá var mikið um galdraofsóknir á Jón Jónsson Vestfjörðum á 17. öld og voru þrír menn brenndir á báli í Trékyllisvík. Á þeim slóðum væri til dæmis hægt að merkja gönguleiðir um söguslóðir.“ Jón segir ennfremur að galdrahugmyndin sé komin nokkuð af stað og ljóst þyki að hægt sé að fram- kvæma hana. „Auk þess er hug- myndin sú að halda margar litlar sýning- ar víða um sýsluna í nágrenni gistihúsa og annarra viðkomustaða ferða- langa og nýta um leið þá sali sem fyrir eru.“ Tröllið sem varð að kletti Annar flötur á verkefninu er að finna leið til að koma upplýs- ingum um sögu ogþjóðsagnir sýslunnar á framfæri við ferða- menn. „Sem dæmi mætti taka klett í fjörunni sem er ekkert merkilegur í sjálfu sér, en verð- ur það ef ferðamenn vita að þetta er tröllið sem ætlaði að grafa Vestfjarðarkjálkann frá Islandi. Þá eru ýmsar gönguleið- ir í sýslunni sem þarf að tengja sögunni og náttúrufyrirbærum. Bæklingar eru að mörgu leyti ágæt lausn, en það þarf að vinna vandlega að þeim upplýsingum sem þar kæmu fram,“ segir Jón. Hann segir einnig að mögu- Iegt sé að virkja áhugaleikfélög og sönghópa í Strandasýslu til þess standa fyrir skemmtunum og menningarlegum uppákom- um þessu tengdar. Hugmyndin að verkefninu kom upphaflega frá Jóni og fór hann með hana fyrir héraðs- nefnd Strandasýslu. Hún ákvað að styrkja verkefnið, á móts við Nýsköpunarsjóð, með því að leggja til laun og aðstöðu. Jón vinnur einnig í samráði við Ferðamálasamtök Vestfjarða, þjóðminjavörð og fleiri aðila. Þá er ætlun hans að vinna sem allra mest í samráði við heimamenn, en umsjónarmaður verkefnisins er Stefán Gíslason, sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps og fram- kvæmdasljóri héraðsnefndar. Sjálfur er Jón fæddur og uppalinn norður í Strandasýslu og segist að vissu leyti njóta góðs af því. „Þrátt fyrir það er nauðsynlegt fyrir mig að seljast yfir sögubækur og þjóðsögur og kynna mér það sem um þetta hefur verið skrifað," segir Jón. Hann segir að verkefnið tengi saman þau fræði sem hann stundi í Háskólanum og ferða- mannaþjónustu. „Það er von mín að hugmyndirnar, sem ég mun útfæra nánar í sumar, dagi ekki upp í skýrslunni, heldur verði að veruleika í framtíðinni,“ segir Jón að lokum. > I I ft í I í' í l \ ( 4-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.