Morgunblaðið - 23.07.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 23.07.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 17 # Guðrún Lárusdóttir A MYNDINNI má sjá hvar hunangsfluga safnar frjókorni á tómatblómi. Hunangsflugur nýttar við raektun tómata FRÆVUN tómatplantna með hun- angsflugum er verkefni sem fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði náms- manna síðastliðið sumar. Guðrún Lárusdóttir líffræðinemi vann að tilrauninni í umsjón dr. Kristjáns Kristjánssonar líffræðings. Rannsóknir á þeim möguleikum að nýta hunangsflugur til frævunar hófust fyrir um fjórtán árum á meginlandi Evrópu. Þar eru hun- angsflugur nú mikið notaðar við tómataræktun. Að sögn Guðrúnar Lárusdóttur getur verið erfitt að bera niðurstöð- ur erlendis frá saman við íslenskar aðstæður. Á íslandi sé fyrst og fremst mun kaldara og auk þess sé mikill munur á dagsbirtu eftir árstíðum. Það gæti ruglað hun- angsflugurnar. Því þótti nauðsyn- legt að gera tilraunir á frævun með hunangsflugum hér á landi. Frum- kvæðið að því átti dr. Kristján Kristjánsson, en hann hefur unnið við rannsóknir á frævun í tólf ár við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn. Verkefnið var unnið í samstarfí við Garðyrkjuskólann, Landbúnað- arháskólann í Kaupmannahöfn, garðyrkjubændur og innflutnings- fyrirtækin Frjó hf. og Gróðurvörur sf. Hunangsflugan afkastamikil Blóm tómatplantna eru þannig byggð að hrista þarf plöntuna til að fijókornin losni úr fijósekkj- unum og setjist á frævuna. Við það verður frævun. Til að fá stóra og velskapaða tómata, þurfa mörg fijókorn að setjast á frævuna og spíra. „Hingað til hefur garðyrkju- bóndinn þurft að fara milli allra blómaklasa og hrista hvern og einn með ákveðnu tæki til að ná fram frævun. Mjög algengt er að einn maður þurfi að gera þetta annan hvern dag,“ segir Guðrún. „Út- reikningar okkar sýndu hins vegar að ein hunangsfluga getur frævað 340 plöntur á dag eða um það bil 140 fermetra svæði í gróðurhúsinu. Hún fer jafnt á öll blóm og skilur ekkert eftir.“ Sérstök tegund hunangsflugna, Bombus terrestris, var flutt hingað til lands frá Hollandi gagngert fyr- ir þessa tilraun að fengnu leyfi frá Náttúruverndarráði. Að sögn Guð- rúnar hentar sú tegund vel því hún er ekki árásargjörn, frævir vel og sækir í tómatplöntur. Flugurnar koma í búum eða svo- kölluðum frævunareiningum. I hveiju búi er ein drottning ásamt fjörutíu til fimmtíu þernum. Búin eru sett beint út í gróðurhúsin. Þar eru innsigli rofin og flugunum hleypt út. Guðrún segir að kosturinn við frævun með hunangsflugum sé fyrst og fremst tíma- og peninga- sparnaður. Þá er upp- skeran ekki minni og aldinin jafngóð ef ekki betri. Megintilraunin fór fram í Ártúni sem er gróðurstöð á Selfossi. Einnig fóru fram til- raunir í gróðurstöðum á Flúðum, Laugarási, Borgarfirði og Þingeyjarsýslu. Guðrún segir að hennar fyrsta verk hafí verið að bytja að lesa og kynna sér fræðin. En síðan fólst hlutverk hennar í því að setja búin upp í gróðurhúsunum og fylgjast með ástandi plantna og flugna. „Þá gerði ég allar mælingamar á flug- virkninni. Hve oft þær fóm út og inn úr búinu á hveijum klukkutíma, hve lengi þær voru á þveiju blómi og hve mikið magn þær sækja af fijókomi. Einnig merkti ég ákveðinn flölda af plöntum sem ég fylgdist reglulega með. Taldi með jöfnu millibili öll blómin og hversu mörg voru frævuð. En það er auðvelt að sjá. Þegar flugan sest á blómið klíp- ur hún í það og við það myndast sjáanlegt ör. Auk þess taldi ég fræ- fjöldaf ákveðnu magni tómata, þeg- ar þeir höfðu þroskast." Engin hríðskotaárás Guðrún segir að nið- urstöður þessara til- rauna hafi sýnt að mögulegt sé að nota hunangsflugur við frævun tómatplantna á íslandi. „Birtan á sumrin virðist ekki hafa ruglað flugurnar. Þær höfðu þessa lífs- klukku alveg rétt stillta," segir hún. „Auk þess er hægt að nota fluguna í margt annað til dæmis í ræktun á papriku, eggaldinum, jarðarbeijum og hind- beijum, svo eitthvað sé nefnt.“ Guðrún segir að ítarleg skýrsla hafí verið gerð um tilraunina, en auk þess hafi kynningarfundir ver- ið haldnir á síðasta ári. „Almennt fannst garðyrkjubændum, sem prófuðu flugurnar, þægilegt að nota þær þó að sumir hafi verið smeykir í fyrstu," segir hún. „Margir héldu að þetta yrði eins og hríðskotaárás með milljón flug- um á þeytingi út um gróðurhúsið. En svo er alls ekki. í um sex hundr- uð fermetra gróðurhúsi er nóg að hafa bú með um sextíu flugum. Þessi tegund af hunangsflugum er afar róleg. Það héyrist ekki mikið í þeim og óþarfí að vera með sér- stakar varúðarráðstafanir,“ segir Guðrún og bætir því við að hun- angsflugurnar ráðist ekki á menn að fyrra bragði.“ Guðrún Lárusdóttir UTSALA qott ýáw - ýott uerf STORKURINN gaimiickfiCuw Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 551 8258 Blab allra landsmanna! - kjarni mákins! Morgunblaðið/Golli DR. ÞORSTEINN I. Sigfússon ásamt Einari Helga Jónssyni. Öryggisljós fyrir sjómenn LÍFSMARK er heiti á öryggis- Ijósi fyrir sjómenn . Það er dæmi um verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna sem nú er komið á framleiðslu- stig. Hugmyndin var fyrst sett fram fyrir nokkrum árum af dr. Þorsteini I. Sigfússyni, pró- fessor við Háskóla íslands. Hann fékk til liðs við sig tvo námsmenn þá Einar Helga Jónsson, sem nú er orðinn verk- fræðingur, og Arinbjörn V. Clausen, nú iðntæknifræðingur. Þeir unnu með honum að verk- efninu sumarið 1993. Verkefnið var einnig styrkt af Tækniþróun hf. og unnið við Raunvísindastofnun Háskólans. Markmiðið með Lífsmarki er að auka líkurnar á því að sjó- menn sem falla fyrir borð af báti eða skipi finnist sem fyrst í sjónum. Lífsmark er lítið blikkljós á stærð við eldspýtu- stokk sem á að vera fest á vinnugalla sjómanns. Komi það í sjó fer það sjálfkrafa í gang. Því stýrir lítil örtölva og ný tegund sjóskynjara. Birtan frá ljósinu er mjög skær og blikkar einu sinni á sekúndu. Prófanir hafa sýnt fram á að ljósið sjáist á hafi úti í um 5 kílómetra fjar- lægð í niðamyrkri og úrkomu. Oryggisjjósið, sem er ein- nota, gengur fyrir rafhlöðum. Þær nægja til að knýja það í að minnsta kosti átta klukku- stundir og endast lengur en fimm ár án notkunar. Að sögpi Þorsteins I. Sigfús- sonar kemur það fyrir á hveiju ári að sjómenn falli útbyrðis af skipi eða báti og finnist ekki i öldurótinu. „Vegna hins mikla kulda í Norður-Atlantshafi líða aðeins nokkrar mínútur þar til dómgreind og orka viðkomandi sjómanns skerðist. Hætt er við því að náist hann ekki upp úr sjónum á fyrstu fimm mínútum, lifi hann ekki volkið af. Það er því undir vinnufélögunum kom- ið að bjarga honum sem fyrst. Enginn tími er til að bíða eftir þyrlu eða hefja skipulega leit. Oryggisljósið gæti flýtt fyrir því að sjómaðurinn finnist," segir Þorsteinn og bætir því jafnframt við að verið sé að athuga þann möguleika að hafa radíósamband úr Lífsmarki í skipið. En sú hugmynd sé enn ekki komin á framleiðslustig. Hluti af búningi sjómanna Verkefnið Lífsmark var einn- ig unnið í samráði við framleið- endur sjógalla, til dæmis 66°N. En þeir hafa hjálpað til með hönnun búnings þar sem gert er ráð fyrir björgunarljósinu. Að sögn Þorsteins verður því sennilega komið fyrir í vasa á gallanum, þar sem það gægist út um kósa. Hann segir ennfremur að ekki sé ætlunin að öryggisljósið verði dýrt tæki. Sennilega um fimmtungur af verði sjógalla. „Draumurinn er að Lífsmarkið verði hluti af búningi sjómanna í framtíðinni,“ segir hann. En væntanlegan hagnað af ljósinu mun hann gefa til eflingar slysavarna á Islandi. Lífsmark, öryggisUós sjó- manna hefur þegar vakið mikla athygli. Eftir að umfjöllun um verkefnið birtist í tímaritinu New Nordic Technology, í byij- un þessa árs, hafa Þorsteini borist margar fyrirspurnir víða að erlendis frá. Nú hefur verið gerður samn- ingur við DNG hf. á Akureyri um framleiðslu og markaðs- setningu Ijóssins. Vinna við undirbúning framleiðslu er á lokastigi og vonast er til að Lífsmarkið verði tilbúið fyrir næstu vetrarvertíð. Á valdi örlagani] hádegisverðarhlaðborð Ristorante Verdi býöur upp á hlaðborð troðið ítölskum krœsingum frá . klukkan 11.30 til 14.00 alla daga vihunar. Verð aðeins 590,- \ .. . _ V *Bistörfinte« VERDI Suðurlandsbraut 14 - Borðapantanasínii 5 811844

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.