Morgunblaðið - 23.07.1995, Side 29

Morgunblaðið - 23.07.1995, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 29 OSKAR BJORNSSON + Óskar Björns- son fæddist 19. apríl 1913 í Hvammi í Fá- skrúðsfirði og ólst upp á Berunesi við Reyðarfjörð. Hann lést á Borgarspíta- lanum 15. júlí síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- laug Þorsteinsdótt- ir og Björn Odds- son bændur á Beru- nesi. Óskar var fimmti í röð átta systkina, sem öll eru nú látin. Þau voru: Stefán, f. 15.6. 1906, Elín, f.2.2. 1908, Þorsteinn, f. 30.12. 1909, Oddný, f. 30.7. 1911, Jón, f. 6.6. 1918, Anna, f. 6.4. 1922, Sigrún, f. 13.5. Í923. Árið 1938 kvæntist Óskar eftirlifandi konu sinni Gunn- þóru Björgvinsdóttur, f. 11.11. 1916. Hún er dóttir Oddnýjar Sveinsdóttur húsfreyju og Björgvins Þorsteinssonar kaupmanns á Fáskrúðsfirði. Óskar og Gunnþóra bjuggu all- an sinn búskap í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Edda (f.1940), þýðandi, maki Halldór Hannesson (f. 1939), verkfræð- ingur, þau eiga sex börn. 2) Iðunn (f. 1945) , meinatækn- ir, maki Hafsteinn Hafliðason (f. 1946) , garðyrkju- fræðingur, þau eiga þijár dætur. 3) Oddný (f. 1948), aðstoðarsparisjóðsstjóri, maki Helgi Guðmundsson (f. 1947), framhaldsskólakennari, þau eiga tvo syni. 4) Óskar (f. 1952), sölumaður, maki Ragnheiður Baldursdóttir (f. 1954), starfs- stúlka í Seljahlíð. Þau eiga þijú börn. Óskar lauk gagnfræða- prófi frá Héraðsskólanum í Reykholti. Hann starfaði lengst af á Skattstofunni í Reykjavík. Útför Óskars fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 24. júlí og hefst athöfnin klukkan 15.00. i ÓSKARI Björnssyni, tengdaföður | mínum, kynntist ég aðeins 17 ára unglingur, þegar ég tók að venja komur mínar á heimili hans. Þau Gunnþóra höfðu þá fyrir nokkrum árum byggt húsið að Hvammsgerði 2 og búið sér og börnum sínum fjórum yndislegt heimili. Bæði unnu þau mikið og Óskar fór oftar en ekki aftur til vinnu eftir kvöld- { mat og við mættumst iðulega við . síðasta vagninn úr Sogamýri, hann að koma heim eftir langan vinnu- f dag en ég að koma mér heim. En þá var deginum ekki lokið hjá Ósk- ari Björnssyni. Hann fékk sér kaffi- bolla, skipti um föt og fór að vinna úti í garði, oft langt fram á nótt. Garðurinn og ræktun blóma, trjá og jurta var hans eftirlæti alla tíð og þar fékk hann útrás fyrir áhuga sinn og þekkingu á náttúrunni, smekkvísi og þá snyrtimennsku, sem einkenndi hann svo mjög. Þar var öllu nákvæmlega niður skipað og engin tilviljun látin ráða ferð- inni enda árangurinn eftir því. Ekki vissi ég hvað honum fannst um þennan strák, sem kom að heimsækja elstu dótturina og var SIGRÍÐUR K. SIG URÐARDÓTTIR i + Sigríður K. Sigurðardóttir fæddist á Hellissandi 14. júní 1906. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 18. júlí sl. Hún ólst upp í Húsanesi í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Hún fluttist síðar til Reykjavíkur um 1930 og kvæntist eftirlif- andi eiginmanni sínum, Kristj- áni B. Jósefssyni, 1944. Sigríð- ur og Kristján eignuðust tvö börn, þau Ásu, f. 6.4. 1945 og Benedikt, f. 1949, en hann lést í febrúar 1950 úr lömunarveiki. Útför Sigríðar fer fram mánudaginn 24. júlí frá Foss- vogskapellu og hefst athöfnin kl. 10.30. ÞAÐ ER margt sem rifjast upp á stundum sem þessum er við sjáum á eftir elsku ömmu okkar yfir móð- una miklu. Það eru orðin mörg ár síðan við eldri systkinin fengum leyfi til þess að fara að heimsækja ömmu og afa í Gnoðarvoginn með strætisvagni ofan úr Breiðholti. Við hlökkuðum mikið til og við vorum hreykin af því að mega fara alein alla þessa leið og amma tók bros- andi á móti okkur og hrósaði okkur fyrir dugnaðinn. Heimsóknir til ömmu og afa voru tíðar og oft kom það fyrir að við gistum hjá þeim og þá var nú gaman. Amma gaf okkur allt sem við vildum og sendi afa oft á tíðum tvisvar sama dag- 1 inn til að kaupa inn, því allt þurfti að gera fyrir blessuð börnin og á kvöldin fengum við að horfa á allt sjónvarpið sem við máttum venju- lega ekki heima. Á morgnana gaf amma okkur ljúffengan hafragraut sem enginn gat gert eins vel og hún. Stundum fórum við með ömmu í gönguferðir í grasagarðinn í Laugardalnum og þá talaði hún um náttúruna og fuglana í kringum okkur, því hún var mikill náttúru- unnandi og sérstaklega var lóan henni hugleikin. Amma var mikið jólabarn og það var gaman að koma til hennar á Þorláksmessu og finna ilminn af hangikjötinu og allt ný- þvegið og fínt og hvergi kusk að sjá og allt að verða tilbúið fyrir komu jólanna. Það verður ekki eins að njóta jólanna og þegar amma var frísk og gerði hlutina með sínu lagi og það var einstaklega hátíð- legt að koma í jólaboð til afa og ömmu á jóladag og það gerðum við alltaf meðan heilsan leyfði og alltaf var hún með hugann við börn- in sín sem skiptu hana svo miklu máli og margar voru þær fallegu gjafírnar sem við fengum og svo smekklega pakkaðar inn. Þannig var allt hjá ömmu, allt svo fínt og hreint. Það var svo 1979 að Svan- hvít, yngsta systir okkar, fæddist og færði hún ömmu mikla gleði og ánægju. Hún fylgdist með henni vaxa úr grasi líkt og hún gerði með okkur eldri bömin forðum. Síðustu árin var amma orðin mikið veik og þá var það Svanhvít sem var henni stoð og stytta og hugs- aði vel um ömmu sína og sá um að hana vanhagaði ekki um neitt. Amma var barngóð og það var allt- af stutt í bamið í henni og á þess- um síðustu árum þegar við eldri systkinin vorum farin að vinna var það mikils virði fyrir hana að hafa vinkonurnar Svanhvíti og Þóreyju hjá sér og tók hún Þóreyju eins og sínu barnabarni. Nú kveðjum við ömmu okkar í hinsta sinn og við erum þakklát fyrir þær góðu stund- ir sem við áttum saman og víst er að amma hefur mótað okkur á sinn hátt með hið góða að leiðarljósi og þannig munum við minnast þín, elsku amma. Kristur minn ég kalla á þig komdu að rúmi mínu gæskurikur geymdu mig Guð í faðmi þínum. Sigrún, Sigurður og Svanhvít. MINNINGAR orðinn heimagangur hjá honum, því Óskar var oftast fámáll og af- skiptalítill við okkur unglingana, sem löðuðust að börnum hans og heimilinu og fylltum oft húsið með hávaða og fyrirgangi. En smátt og smátt kynntumst við og urðum mestu mátar og góðir vinir. Þetta rólega yfirbragð Óskars stakk dálítið í stúf við heimilisbrag- inn, því Hvammsgerðið iðaði af lífi og fjöri og dró að sér gesti, yngri sem eldri, eins og segull. En hann var samt alltaf miðpunktur heim- ilisins og þegar sá gállinn var á þeim hjónunum brugðu þau fyrir sig betri fætinum á stofugólfinu eftir danslögunum í útvarpinu. Og Óskar hafði mjög góða kímnigáfu, sagði skemmtilega frá og gat verið glaður á góðri stund. Óskar hafði mikinn áhuga á myndlist og bókmenntum og var áður fyrr fastagestur á myndlistar- sýningum bæjarins og heima fyrir sat hann oft með bók í hönd, eink- um hafði hann mikið dálæti á ljóð- list en var lesinn og vel heima í öllum greinum bókmennta. Hann fræddi börn sín um þessi efni en annars var hann lítið fyrir að flíka þekkingu sinni hvort sem var á þessu sviði eða öðru, honum var nóg að kunna sjálfur eða vita. En það var gaman að ræða við Óskar, hann kom manni svo oft á óvart með því hve vel hann var að sér um óskyldustu efni. Hann þekkti vel sögu lands og þjóðar og kunni frá mörgu forvitnilegu frá eldri tíma að segja, sem hann gerði þó alltof sjaldan, og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Þær var hann ef til vill ekkert tilbú- inn að rökræða lengi við viðmæ- landa sinn, a.m.k. ekki til að skipta um skoðun, og gat stundum svarað dálítið höstuglega til að undirstrika skoðun sína. Ef hann skipti um skoðun gerði hann það sjálfur án aðstoðar annarra. Sumum kann að hafa fundist Óskar þurr á manninn eða hijúfur en það var aðeins örþunn skel á yfirborði hlédrægs og blíðlynds manns með stórt hjarta. Börn hændust mjög að Óskari og hann hafði einstakt lag á þeim, hávaða- laust og að því er virtist fyrir- hafnarlítið. Smábörn kúrðu sig í fangi hans og sofnuðu, þótt enginn hafi getað hamið þau áður en hann tók þau. Sama var um stálpaða krakka og unglinga, öll sóttu þau til hans eins og sjá má af dálæti barnabarna og barnabarnabarna á afa og langafa. En Óskar var ekki alltaf afi og tengdafaðir. Sem barn og ungling- ur í 8 systkina hópi heima á Beru- nesi við Reyðaríjörð gekk hann til afira verka eins og þá var títt, reri kornungur á opnum bátum, fór á vertíð, vann í vegavinnu og var þá fetjumaður á Jökulsá á Fjöllum. Skólagangan var skyldunám í heimahéraði og tveggja ára dvöl á Héraðsskólanum í Reykholti. Ung- ur gekk hann að eiga æskuunnustu sína, Gunnþóru Björgvinsdóttur frá Fáskrúðsfirði, og var heimili þeirra alla tíð í Reykjavík. Þar vann Ósk- ar m.a. í byggingavinnu, hjá Raf- tækjaeinkasölu ríkisins og Tóbaks- einkasölu ríkisins en 1947-1978 vann hann á Skattstofunni í Reykjavík en þá brást honum heils- an. Hann naut mikils trausts sem starfsmaður enda nákvæmur, vandvirkur og samviskusamur og var deildarstjóri á Skattstofunni seinustu 20 starfsárin. Það könnuð- ust margir við Óskar á Skattstof- unni og lá gott orð til hans. Þau Gunnþóra voru einstaklega fallegt og myndarlegt par, hún svona knallrauðhærð og Óskar með kolsvart liðað hár og entist þeim litaraftið fram yfir sextugt. Hjóna- band þeirra var langt og farsælt. Samheldni þeirra og gagnkvæm ást í nær sex áratugi fleytti þeim yfir margan þröskuldinn á lífsleiðinni. Óskar var mikill náttúruunnandi og aflaði sér góðrar þekkingar á ýmsum greinum náttúrufræða með lestri og sjálfsnámi. Hann hafði mikið yndi-af ferðalögum og útivist og var óþreytandi að ferðast um landið meðan heilsan leyfði. Enginn útúrdúr eða krókur á leiðinni var of langur, því Óskar langaði alltaf að sjá sem mest. Eitt sinn varð okkur flatt á þessu, þegar við fórum saman hringveginn en villtumst í einum útúrdúrnum langt upp á Austurlandsöræfi, urðum að skilja annan bílinn eftir og komumst til byggða níu saman í fjögurra manna bíl. Þótt Óskar hafi ekki verið heill heilsu, þegar þetta var, lét hann það ekkert á sig fá og hafði bara gaman af þessum óvæntu landvinn- ingum. Og nú hefur gamli maðurinn kvatt okkur. Það gerðist snögglega og án aðdraganda, þótt heilsan væri ekki góð fyrir. Hann veiktist að morgni fimmtudags og andaðist að völdi laugardags. Eftir er minn- ingin um góðan dreng í þess orðs bestu merkingu, hreinn og beinn var hann og heill í öllu, sem hann gerði. Við kveðjum hann með ást og virðingu. Blessuð veri minning Óskars Björnssonar. Halldór Hannesson. HÚSAFELL - fasteignasala S. 551 8000 og 854 5599 Lyngbrekka. tíi söiu mjög góð sérh. 114 fm. Nýtt á baði, eldhús og svefnh. Fallegur gróinn garður með suðurverönd.Góð lán áhv. Verð kr. 8,9 millj. Leifsgata. Glæsileg sérh. 140 fm + 20 fm bílsk. rétt við Landspítal- ann. Mikið endurn. Nýtt eldh., nýtt á baði. Parket á allri íb. Þvottah. og geymslur í risi. Bólstaðarhlíð. 4ra herb. 111 fm íb. + bílsk. 22 fm. Þak og hús nýl. viðg. Góð íb. á vinsælum stað. Fal- legt útsýni. Verð 8,3 millj. Hofsvallagata - á besta stað í Vesturbænum. Einbýlishús 223 fm á einni hæð. Sérlega fallegur garður. 3 sólpallar. Vönduð eign. Góð lán áhv. Drápuhlíð. Lítil risíb. m. bílskúr 31 fm. Verð6,2 millj. Góðlánáhv. Neðstaleiti. Glæsileg 6 herb. íb. 140 fm + stæði í bílskúr. Verð 13,9 millj. Vesturberg. Mjög falleg 2ja herb. íb. á 7. hæð. Suðursv. Þvottah. á hæð. Áhv. 2,0 millj. byggsj. Verð 4,7 millj. Húsafell, fasteignasala, Tryggvagötu 4, sími 551-8000. bilasími 854-5599. ión Kristinsson. • 1300W • Stillanlegur sogkraftur • Afar lipur, létt og hljóðlát • Fylgihlutir í innbyggðu hólfi • Margföldsýklasíaíútblæstri • Sjálfiiindregiii snúra og lileðsluskynjarl • Siemens fi’ainleiðsla tryggir endingu og gæði • Verð aðeins kr. 12.900,- • KraftmM, 1200 W • Lítil, létt og lipur • Stór íykjioki og sýldíisía • Sjálfinndregin snúra oghleðsluskynjari • Verð aðeíns kr. 9-900,- Einstakt tilboð sem aðeins gildir í sumar. z 5 o UmboSsmenn okkar á landsbyggftinni eru: Akranes: Rafþjónusta Slgurdórs • Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvttárskála Hellissandur: Blómsturvellir • Grundarfjöröur. Guðni Hallgrimsson Stykkishólmur. Skipavik Búðardalur. Ásubúð ísafjörður: Póllinn • Hvammstangl: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi • Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjöröur. Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir. Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafirði: Kristall • Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grindavik: Rafborg • Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavik: Ljósbogjnn • Hafnarfjörður. Rafbúð Skúla, Álfaskeiði SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.