Morgunblaðið - 25.07.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 25.07.1995, Síða 1
88 SÍÐUR B/C 166. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hreinsanir í Peking Kakka- lökkunum fækkað Peking. Reuter. YFIRVÖLD í Peking hafa nú hafið fimmtu útrýmingarher- ferð sína gegn kakkalökkum. Lagt verður til atlögu gegn ófögnuðinum á hótelum, veit- ingahúsum, sjúkrahúsum, lestastöðvum og flugvöllum. „Markmiðið er að ná til fimm herbergja eða sala af hveijum hundrað, sem kakkalakkar heija á, og drepa fimm kakkalakka í þessum fimm herbergjum," sagði talsmað- ur heilbrigðisnefndar Peking. Embættismenn borgarinn- ar segja að ýmsar tegundir kakkalakka hafi borist til landsins með útlendum ferða- og fjármálamönnum eftir að opnunar- og umbótastefnan var tekin upp árið 1979. Byggingarnar séu auk þess orðnar hlýrri, meira sé um vestræn matvæli í borginni, svo sem brauð, kex og kökur og fleira sætmeti sem kakka- lakkar eru sólgnir í. Reuter Samkomulags ENN er ósamið í samningaviðræðum Tsjetsjena og Rússa um framtíð uppreisnarhéraðsins Tsjetsj- níu þrátt fyrir yfirlýsingar undanfarna daga um að undirritun samkomulags væri í vændum. Usman Imayev, helsti samningamaður Tsjetsjena, sagði í beðið í Grozní gær að deilt væri um það hver skyldi sljórna Tsjetsjníu. Hér sést hann ávarpa íbúa Grozní, höf- uðborgar Tsjetsjníu, með hnefa á lofti. ■ Enn ósamið um stöðu Tsjetsjníu/20 Uthafsveiðiráðstefnan Lokahrina hafin Sameinuðu þjóðunum. Reuter. BRIAN Tobin, sjávarútvegsráð- herra Kanada, ávarpaði í gær út- hafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í New York og lýsti stuðningi við samkomulagsdrög þau sem fyr- ir liggja. Hann sagði á hinn bóginn að fyrir Kanada væri „ekkert sam- komulag betra en vont samkomu- lag“. Helgi Ágústsson, varaformaður íslensku sendinefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að náðst hefði nokkur árangur á undir- búningsfundum fyrir ráðstefnuna, sem fram fóru í síðustu viku. „Ég tel mun líklegra en áður að það takist að ná samkomulagi án þess að til atkvæðagreiðslu þurfi að koma,“ sagði Helgi. Þetta er lokahrina ráðstefnunnar og á henni að ljúka 4. ágúst. Mark- miðið er að ná fram einingu um reglur er dugi til að vernda fiski- stofna sem lifa jafnt innan sem utan fiskveiðilögsögu aðildarríkj- anna. Matvæla- og landbúnaðar- stöfnun SÞ telur að 70% allra fiski- stofna séu fullnýttir, ofveiddir, ger- eyddir eða á uppleið eftir rányrkju fyrri tíma. ■ Að hrökkva eða stökkva/29 Grobbelaar fyrir rétt KNATTSPYRNUMÖNNUNUM Bruce Grobbelaar, sem varði mark Liverpool í fjöldamörg ár, Hans Segers, sem varði mark Nottingham Forest, og framherj- anum John Fashanu, er lék með Wimbledon, var í gær birt ákæra fyrir samsæri um að hafa ólögleg áhrif á úrslit liða sinna. Rann- sóknin á brotunum tekur yfir fimm sl. ár og hefur staðið yfir í níu mánuði. Leikmennirnir neita allir að hafa haft rangt við. ■ Ákærðir fyrir samsæri/Bl Reuter Norskir bankar ekki einkavæddir Ottast aukin ítök útlendinga Ósló. Reuter. RÍKISSTJORN norska Verkamanna- flokksins hefur ákveðið, að viðskipta- bankarnir í Noregi verði ekki einka- væddir aftur að fullu. Þeir hafa ver- ið í meirihlutaeigu ríkisins síðan það bjargaði þeim frá hruni í banka- kreppunni fyrir nokkrum árum. „Við munum minnka eignarhluta ríkisins í einkabönkunum en það kemur ekki til mála að einkavæða þá aftur að fullu," sagði Thorbjorn Jagland, formaður Verkamanna- flokksins, í viðtali við Arbeiderblad- et, málgagn fiokksins. Um er að ræða þijá helstu viðskiptabankana en þeir eru nú reknir með miklum hagnaði. Stjórnin stefnir að því að minnka hlut ríkisins i Den norske Bank (DnB), Christiania Bank og Kredit- kassen. Það, sem vakir helst fyrir ríkis- stjórninni, er að koma í veg fyrir, að útlendingar fái mikil ítök í norska fjármálakerfinu en ótti við þau hefur meðal annars komið fram vegna áhuga tveggja fyrirtækja, DnB og hollenska tryggingafélagsins Aegon NV, á að kaupa Vital, annað stærsta líftryggingafélag í Noregi. Sjónarvottar skýra frá ódæðum Bosníu-Serba í Srebrenica Bretar og Frakkar efla varnir Sarajevo Öldungadeildin ræðir einhliða afnám vopnasölu- banns á Bosníu Sarajevo, Brussel, París, Belgrad. Reuter. BRESKIR og franskir hermenn i hraðliði Vesturveldanna tóku sér i gær stöðu á Igman-hæð við Sarajevo. Þeir eru vel vopnum bún- ir, ráða m.a. yfir öflugum fallbyss- um og er ætlunin að þeir reyni að veija friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í borginni fyrir árásum umsátursliðs Bosníu-Serba. Bandarískir ráðamenn sögðu í gær að Atlantshafsbandalagið væri staðráðið í að veija ekki einvörð- ungu borgina Gorazde heldur einnig önnur griðasvæði SÞ í Bosníu. Yfir- lýsingu fundar stórveldanna í Lond- on í liðinni viku mátti .túlka svo að eingöngu Gorazde yrði varin. Búist er við að repúblikanar ieggi fram tillögu í öldungadeild Bandaríkja- þings í dag um að vopnasölubanni á Bosníu verði aflétt einhliða en bannið hefur einkum komið niður á múslimum. Kozyrev hvetur til friðsamlegra Iausna Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, átti fund með Slobodan Milosevic Serbiuforseta í Reuter Breskur hermaður á Igman- hæð í Sarajevo gær. „Við stöndum frammi fyrir því að annaðhvort verði stórstyijöld eða fundin friðsamleg leið,“ sagði Koz- yrev fyrir fundinn og hvatti til þess að seinni kosturinn yrði valinn. Rússar eru andvígir áætlunum um loftárásir á stöðvar Bosníu-Serba til að refsa þeim fyrir atlögurnar gegn griðasvæðunum. Aðstoðarmaður Kozyrevs gaf í skyn að íáðherrann myndi ef til vill hitta fulltrúa Bosn- íu-Serba að máli. Herlið Serba hélt áfram árásinni á múslimaborgina Zepa sem enn verst þótt umsátursliðið sé búið fall- byssum og skriðdrekum. I Bihac- héraði hafa Serbar með aðstoð múslima, sem andvígir eru stjórn- inni í Sarajevo, lagt undir sig mikið landsvæði í stórsókn en Bihac er eitt griðasvæða SÞ. „Villimannsleg ódæði“ Tadeusz Mazowiecki, mannrétt- indafulltrúi SÞ, sagði á blaðamanna- fundi í gær að hermenn Bosníu- Serba hefðu framið „villimannsieg ódæði“ gegn múslimum eftir töku borgarinnar Srebrenica 11. júlí, vitnisburður fjölmargrar sjónarvotta sannaði það. Franska dagblaðið Libemtion birti í gær frásögn 24 ára gamals manns sem slapp lifandi úr klóm Serba í Srebrenica. Bundið var fyrir augu fanganna, þeim var skipt í hópa sem fluttir voru á brott og skotnir. „Frændi minn sagði við mig. „Þetta er búið.“ Við héldumst í hendur. Það heyrðist skothríð. Frændi minn varð fyrir skoti og dró mig með sér þegar hann féll. Ég faldi mig meðal hinna látnu.“ Mann- inum tókst síðan ásamt tveimur öðrum að komast undan. ■ Chirac hótar árásum/18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.