Morgunblaðið - 25.07.1995, Page 12

Morgunblaðið - 25.07.1995, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Líf og leikir á bæjarhátíð Egilsstöðum - Bæjarhátíð Egils- staða var haldin um síðustu helgi. A laugardag var mikil tónlistar- dagskrá á útimarkaði. Sólstrand- argæjarnir spiluðu á útipalli við Hótel Valaskjálf og spunamót var haldið í félagsmiðstöðinni Nýjung þar sem Askur Yggdras- ils var spilaður. Á sunnudegi var dagskrá í Selskógi, þar sem hlaupið var Selskógarhlaup og farið í fjölskylduleiki og þrautir. Á íþróttavelli fóru fram kapp- Ieikir báða dagana í Pollamóti KHB og Hnokkamóti Landsbank- ans. FRÁ verðlaunaafhendingu á Pollamóti KHB. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FRÁ útigrillveislu sem haldin var inni á Borgarfirði eystra. Hátíðardagskrá á Borgarfírði eystra Egilsstöðum - Það var stemmn- ing á Borgarfirði eystra um helgina. 100 ára afmælisveisla Bakkagerðis hófst á föstudegi í ausandi slagveðri með leiksýn- ingu og útigrilli en færa þurfti grillið í hús vegna veðurs. Þar var öllum bæjarbúum, gestum og gangandi boðið til veislu í grillað kjöt frá Kjötvinnslu Snæfells. Á laugardag og sunnudag skein sólin svo á Borgfirðinga og var mikið um að vera alla helgina. Listsýning- ar, útimarkaður, leikrit, dans- leikur, messa, knattspyrna og bíó var með því helsta sem boð- ið var upp á. Fjölmargir lögðu leið sína til Borgarfjarðar þessa helgi og heiðruðu afmælisbarn- ið með nærveru sinni. Morgunblaðið/Gísli Gísla. GUNNAR Svanur Einarsson, formaður Svd. Drafnar á Stokkseyri, við nýja bílinn. » Nýr bj örgnnar sveitar- bíll á Stokkseyri Stokkseyri - Nýverið festi björg- unarsveit slysavamardeildarinnar Drafnar á Stokkseyri kaup á nýj- um björgunarsveitarbíl af gerðinni Hummer árgerð 1995, en þessir bílar eru sérhannaðir fyrir banda- ríska herinn. Að sögn Gunnars Svans Einars- sonar formanns Drafnar er gert ráð fyrir plasthúsi á palli bílsins þar sem pláss verður fyrir tíu manns og tvær sjúkrabörur. Áætlaður kostnaður við svona bíl er svipaður og verð á nýjum Ford Econoline með öllum nauð- synlegum brejAingum. §||p||ijl Morgunblaðið/Sigurðar Gunnarsson. « Skipt um mótor Skaftafelli - Myndin er af flugvirkjum frá Varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli að skipta um mótor í þyrlu er bilaði í Skaftafelli nýlega. _____________________________ i « Selskógarhlaup haldið í annað sinn Egilsstöðum - í tilefni bæjarhá- tíðar á Egilsstöðum var Sel- skógarhlaup haldið. Þetta er víðavangshlaup þar sem hlaupið er um útivistarsvæði Egilsstaða, Selskóg. íþróttafélagið Höttur stóð fyrir hlaupinu og var boðið upp á þrjár vegalengdir fyrir mismunandi aldurshópa, 400 m, 1000 m og 2500 m. Að hlaupi loknu var farið í fjölskylduleiki ogþrautir. C Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir VERÐLAUNAHAFAR í Selskógarhlaupi 1995.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.