Morgunblaðið - 25.07.1995, Page 53

Morgunblaðið - 25.07.1995, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 53 ÍÞRÓTTIR UIMGLINGA Morgunblaðið/Frosti Slakur lokadagur á IMM unglinga í golfi ÍSLENSKU unglingalandsliðunum gekk illa síðasta daginn á Norðurlandamótinu í golfi sem lauk í Dan- mörku á sunnudag. Drengjaliðið hafnaði í 5. og síð- asta sæti á 1192 höggum en Danir sigruðu á 1117 höggum. Birgir Haraldsson lék best síðasta daginn, á 76 höggum, og var hann sá eini sem lék lokahring- inn á undir 80 höggum. Stúlknaliðið hafnaði einnig í síðasta sætinu. Sveitin lék á 808 höggum en sænska liðið sigraði mótið á 683 höggum. Myndin er af unglingalandsliðshópnum sem æfði fyrir Evrópu- og Norðurlandamótið. Talið frá vinstri í efri röð: Örn Ævar Hjartarson GS, Friðbjörn Oddsson GK, Guðjón Rúnar Emilsson GR, Ómar Halldórsson GA, Birgir Haraldsson GA, Guðmundur J. Óskarsson GR og Torfi Steinn Stéfánsson GR. Neðri röð frá vinstri: Bjamey Sonja Ólafsdóttir GR, Kristin Elsa Erlends- dóttir GA, Katla Kristjánsdóttir GR, Alda Ægisdótt- ir, GR, Rut Þorsteinsdóttir GS, Ásthildur Jóhannes- dóttir GR og Erla Þorsteinsdóttir GS. Á myndina vantar Þorkel Snorra Sigurðarson GR. Haukar komust í áttaliða úrslit á ' alþjóðlegu móti Grétar Þór Eyþórsson skrifar frá Svíþjóð Kvennaliði Hauka úr Hafnar- firði, skipað stúlkum 15 ára gekk vel á GOTHIA CUP í Svíþjóð nýlega. Þeim tókst að komast í 8 liða úrslit á þessu stóra móti og er það góð- ur árangur. í riðla- keppninni lentu þær í öðru sæti í sínum riðli og fengu aukaleik við sænska liðið Hellekis um hvort lið- ið kæmist áfram í 32 liða úrslit. í þeim leik sigruðu Haukarnir 5:0 og léku við Ölme í næsta leik. Þann leik sigruðu Haukar einnig 4:2 eftir vítspyrnukeppni. í 16 liða úrslitum voru andstæðingarnir fínnska liðið Honka og Hauka- stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu þær einnig, 3:2 eftir víta- spyrnukeppni. Þær töpuðu síðan í 8 liða úrslitum fyrir ALNÖ IF, 0:3. Liðið ÍBV í kvennaflokki gekk einnig vel og komst í 16 liða úr- slit. Þær lögðu alla andstæðinga sína í riðalkeppninni og komust þannig í 32 liða úrslit þar sem þær sigruðu Rammnás 2:0, en féllu síð- an úr leik eftir tap fyrir *»*■ Tuna/Ekeby í 16 liða úrslitum 5:1. Þór Vestmannaeyjum var síðan með lið í flokki 12-13 ára stúlkna, en þvi gekk ekki eins vel og töp- uðu þær þremur af fjórum leikjum sínum í riðlakeppninni. Einnig voru tveir flokkar drengja frá Þór í mótinu — A og B-lið 11-12 ára drengja. A-liðið sigraði sinn riðil með fullu húsi stiga, en töpuðu strax í 64 liða úrslitum fyrir Thors- landa 4:3. B-liðinu gekk illa og tapaði það öllum sínum leikjum í riðlakeppninni. SUND Morgunblaðið/Frosti KRAKKAR úr Sunddelld Njardvlkur ásamt þjálfara sfnum Stelndóri Gunnarssyni. Pollamótið á Laugarvatni ■Jollamót.ið, úrslitakeppni sjötta ■ flokks í knattspyrnu verður haldin á Laugarvatni næstkom- andi sunnudag. Fjogur félög eiga Iið í bæði A- og B-úrslitum að þessu sinni en það eru KR, Hött- ur, Breiðablik og Þór, Akureyri. Dregið hefur verið í riðla og í A-riðli A-liða eru Þróttur, Týr, KR og Fjölnir en í B-riðlinum Höttur ÍR, Þór og Breiðablik. í A-riðli B-liða leika Haukar, Víkingur, Reykjavík, KR og Fylkir og í B-riðlinum Höttur, FH, Þór og Breiðablik. Morgunblaðið/Kári Þátttakendur á fyrsta námskeíði sumarslns á fjölskylduskemmtun í íþróttahúsinu síðasta daginn. Litli íþróttaskólinn starfræktur á Laugarvatni Litli íþróttaskólinn á Laugarvatni hefur verið starfræktur undan- farin sumur fyrir börn á aldrinum níu til þrettán ára. Námskeiðin í sumar eru fjögur og mun meiri aðsókn hefur verið í þau en í fyrra. IMHi Krakkarnir mæta á Laugarvatn á sunnudögum og FráKára eru fram á laugardag í skipulagðri dagskrá sem Jonssym a mest byggir á íþróttum og leikjum. Einnig er farið í hestaleiguna í Efstadal, siglt á Laugarvatni, vitjað um net, gengið á fjöll og hellar skoðaðir. Síðasta daginn koma for- eldrar og yngri systkini og taka þátt í léttum leikjum. Óhætt er að segja að aðstaða til íþróttaiðkana sé orðin frábær á Laugarvatni. Umsjón með skólanum hafa þau F>eyr Ólafsson og Elín Þórarinsdótt- ir íþróttakennaranemar en íþróttamiðstöð íslands á Laugarvatni stendur fyrir þeim. Uppgangur hjá IMjarðvíkingum SUNDDEILD Njarðvíkur lagð- ist niður um tíma, stuttu eftir að Sundfélagið Suðurnes var stofnað en fyrir rétt tæpum fjórum árum var hún endur- yakin. Góð sti'gandi hefur ver- ið í starfi deildarinnar og áhuginn hefur aukist jafnt og þétt en alls æfa áttatíu börn og unglingar sund með félag- inu og er stærsti hópurinn börn á aldrinum tíu ára og yngri. Jjað hefur verið heilmikill upp- gangur hjá okkur á þessu stutta tímabili. Þessir unglingar sem eru að synda núna hafa stað- ið sig mjög vel og margir hverjir hafa verið í fremstu sætunum í sínum aldursflokkum, enda eru þetta áhugasamir krakkar og efni- legir,“ segir Steindór Gunnarsson, sem gegnt hefur starfi sundþjálf- ara hjá Njarðvík frá því að sund- deildin var endurreist. Margir efni- legir krakkar æfa nú sund með Njarðvík. Félagið er með aðstöðu í Njarð- vík þar sem það hefur 12,5 m inni- laug, sundfólkið hefur einnig æft í Keflavík og í 25 metra innilaug á Keflavíkurflugvelli sem Steindór sagði að væri sú besta á landinu. Steindór fékk viðurkenningu þegar hann var valinn þjálfari árs- ins í vor. „Það kom mér nú svolít- ið á óvart að vera valinn. Það hafa nú margir þjálfarar verið lengur í þessu heldur en ég og jafnvel ekkert fengið lítið fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa gert mik- ið fyrir sundlífið. Verðlaunin eru sjálfsagt veitt fyrir gott uppbyggingarstarf hjá félaginu. Þessir unglingar sem eru að koma núna hafa staðið sig mjög vel, verið í fremstu sætunum í sínum aldursflokkum og bara verið mjög góðir.“ Áhuginn virðist fara vaxandi í Njarðvík og sagði þjálfarinn að árangur og áhugi héldist oft í hendur. „Þegar árangur næst þá vex áhuginn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.