Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ JHtKgnitfyfaMfc VIKAN 23/7 - 29/7. ►NORSKUM kajakræða var bjargað af ísjaka um 170 sjómílur norður af íslandi. Það var þyrla landhelgis- gæslunnar sem sótti mann- inn. Hann hugðist róa á kajak til íslands en lenti í hafís. Honum varð ekki svefnsamt í um fjóra sólar- hringa vegna áreitni ís- bjarna og varð björguninni feginn. Skriður við Kaldbakshorn STÓRAR skriður féllu yfir veginn fyrir Kaldbakshorn á Ströndum á sunnu- dagskvöld. Átta ára telpa, sem var farþegi í bifreið frá Hólmavík, kjálka- brotnaði þegar steinn lenti inni í bíln- um. Aðra fjölskyldumeðlimi sakaði ekki. Talið er að frost sé að fara úr berginu og að þíðan hafi valdið skriðun- um. ►FORYSTUMENN smá- bátasjómanna gengu á fund forsætisráðherra og óskuðu eftir því að hann beitti sér fyrir breytingum á nýrri reglugerð sjávarútvegsráð- herra um veiðar krókabáta. Ráðherra sagðist mundu taka athugasemdir mann- anna til jákvæðrar skoðun- ar en lagði áherslu á að málið væri á forræði sjávar- útvegsráðherra. Meðaltekjur landsmanna hækkuðu um 2% ►VEGURINN um Höfða- bakka var lokaður allri umferð á þriðjudag vegna framkvæmda við brúna og stendur lokunin til 18. ágúst næstkomandi. Talsverðar umferðartafir urðu vegna lokunarinnar og virtu veg- farendur leiðbeiningar lög- reglu um hentugar leiðir ekki að fullu. ÁLAGNINGASEÐLAR vegna skatta ársins 1994 bárust landsmönnum í vik- unni og hækkuðu framtaldar tekjur landsmanna um 2% að meðaltali á milli áranna. Ríkissjóður sendir út nú um mánaðamótin ávísanir að andvirði um fímm milljarða króna og er þar um að ræða greiðslu barnabóta, vaxtabóta og ofgreiddrar staðgreiðslu skatta. í fyrsta skipti er nú skuldajafnað vegna meðlagsskulda og er talið að með því takist að innheimta um 80 milljónir í ríkissjóð sem þó er aðeins brot útistand- andi meðlagsskulda. Hlaup í Skaftá ► NÝ REGLUGERÐ um greiðsluþátttöku Trygg- ingastofnunar í lyfjakostn- aði, sem tekur gildi 1. ág- úst, hefur þegar haft þær afleiðingar að verð á ein- stökum lyfjum hefur lækk- að um alit að 24% undan- farnar vikur samkvæmt upplýsingpim frá stofnun- inni. Reglugerðin felur I sér að tekið verður upp viðmið- unarverð lyfja sem eiga sér samsvarandi samheitalyf sem eru sambærileg eða undir en viðmiðunarverði. SKAFTA hljóp í vikunni og náði hlaup- ið hámarki á fimmtudag þegar rennsli mældist mest 1.400 rúmmetrar á sek- úndu sem er ríf- lega tífalt meðalrennsli. Hlaupið kom úr eystri sigkatli Skaftátjökuls, en hlaupið í fyrra, sem var mun minna, kom úr vestri katlinum. Hlaupið skipt- ist í þrjá meginfarvegi; í Skaftá, Djúpá og í Hverfisfljót. Vegurinn í Skaftárdal varð hart leikinn eftir vatnselginn þeg- ar um 200 m breiðum kafla var sópað burt en eyðileggingin felst einnig í jarð- vegsrofí þar sem vatnsflaumurinn belj- aði. Afnám vopnasölu- banns samþykkt ÖLDUN G ADEILD Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta á miðvikudag að Bandaríkjastjóm hætti að standa að vopnasölubanni Samein- uðu þjóðanna á Bosníu. Eru úrslitin áfall fyrir utanríkisstefnu Bills Clintons forseta en hann hélt því fram, að þau ríki, sem eru með friðargæslulið í Bosn- íu, myndu kalla það heim og þá væri ef til vill óhjákvæmilegt, að Bandaríkja- menn drægjust inn í stríðið í landinu. Stuðningsmenn tillögunnar sögðu aftur á móti, að múslimar í Bosníu hefðu rétt til að geta varið hendur sínar. Bosníustjórn fagnaði samþykkt öld- ungadeildarinnar en Vestur-Evrópuríki voru einróma í fordæmingu sinni. Sögðu þau friðargæsluliðið mundu verða kallað heim ef tillaga öldunga- deildarinnar yrði samþykkt endanlega og það kynni að verða upphaf að raun- verulegu Balkanstríði. Þá hafa sumir áhyggjur af, að Rússar kynnu að bregð- ast við með því að senda Serbum vopn. Atlantshafsbandaiagið, NATO, hefur ákveðið að beita loftárásum til að vetja Gorazde, eitt griðasvæða múslima, og hugsanlega Bihac einnig. Hefur Bout- ros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri SÞ, fallist á, að yfirmenn gæsluliðsins ákveði sjálfír hvenær loftárása sé þörf. ►LEE Teng-hui, forseti Tævans, hefur brugðist við eldflaugatilraunum kin- verska hersins í hafinu fyrir norðan eyjuna með því að lofa auknum vígbúnaði í landinu. Hefur ekki verið meiri spenna milli Kína og Tævans um langt skeið en stjórnin í Peking lítur á Tævan sem hérað í Kína. ►NORSK stjómvöld ætla að hefja rannsókn á þeim staðhæfingum Rússa, að hætta sé á, að kjarnorku- skeyti um borð í rússneska kafbátnum Komsomolets geti sprungið. Sökk hann suður af Bjamarey í apríl 1989. Norskir sérfræðingar telja þó Iitla hættu á ferðum vegna þess hve báturinn liggur á miklu dýpi. Hryðjuverk í París ►BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, fyrirmæli um að breyta áherslum sínum í njósnum. í stað þess að for- vitnast um pólitík og hem- aðarleyndarmál erlendra ríkja skuli hún hún hér eftir huga meira að viðskipta- og efnahagsnjósnum. SJÖ manns týndu lífí og um 80 slösuð- ust þegar sprengja sprakk í neðanjarð- arlest í París sl. þriðjudag. Hefur eng- inn lýst ódæðinu á hendur sér en vanga- veltur eru um, að Bosníu-Serbar eða alsírskir öfgamenn beri ábyrgðina. Hafa þeir fyrmefndu vísað því á bug og beinist grunurinn fremur að þeim síðarnefndu. Hefur franska stjómin heitið um 13 millj. kr. í verðlaun fyrir mikilvægar upplýsingar. ►SEX manns létust og 32 slösuðust í sjálfsmorðsárás á strætisvagn í Tel Aviv í f srael í gær. Hata talsmenn Hamas-hreyfingarinnar lýst ódæðinu á hendur sér en hún er andvíg friðarsamn- ingunum milli ísraela og Palestínumanna. Var þetta þriðja árás Hamas-liða í Israel á níu mánuðum. FRETTIR FRIÐARHLAUPIÐ teygir anga sína inn Ólafsbraut á Ólafsvík. Morgunbiaðið/Annette Hlaupið í þágu friðar á Snæfellsjökul ÞAÐ VAR þungskýjað og rigning á köflum þegar þátttakendur í frið- arhlaupi Sri Chinmoys lögðu af stað upp Snæfellsjökul síðastliðinn fimmtudag. Þeir létu það ekki á sig fá heldur klifu upp á hæsta tind jökulsins og var ríkulega launað þegar skyndilega rofaði til og stór- fenglegt útsýni blasti við. Friðarhlaupið fer fram annað hvert ár í rúmlega áttatíu löndum og tekur rúm milljón manns þátt í hlaupinu. Að þessu sinni hófst það á Akureyri 22. júlí, en þetta er í fimmta sinn sem það er haldið hér á landi. Þátttakendur í hlaupinu komu til Ólafsvíkur á miðvikudag- inn var og tjölduðu þar yfír nótt- ina. Á hádegi á fímmtudag var svo lagt upp Jökulháls meðfram Fossá og hlaupið allt að jökuljaðrinum, en þar hófst ferðin upp á Jökul. í fyrstu lá reyndar alls ekki ljóst fyrir hvort af hlaupinu upp á Jökul yrði, vegna þess að yfir honum grúfði svarta þoka og auk þess óvenju mikið af sprungum miðað við árstíma. Með þá von í btjósti að veðrið skánaði þegar ofar drægi var engu að síður lagt upp. Fyrri hluta leiðarinnar náðu hlaupararnir aðeins að spretta úr spori, en þegar á leið urðu þeir að hægja á sér. Bæði jókst brattinn og svo voru margar sprungur í veginum sem varð að þræða fyrir. Kári Konráðsson fór fremstur á vélsleða og vísaði veginn. Þegar hann komst ekki lengra á sleðanum slóst hann í för með hópnum og gekk í broddi fylkingar upp á jökul- THOMAS Milvay kom frá Salzburg til að taka þátt í hlaupinu og sést hér við eina sprunguna á Snæfellsjökli. inn, þar sem heita Jökulþúfur. Þátttakendur hlaupsins klifu svo upp á topp jökulsins og voru þar með komnir í 1.448 metra hæð yfir sjávarmáli. Veður hafði verið fremur þungbúið allan tímann, en nú rofaði til og fékkst þá stórfeng- legt útsýni yfír sprunginn jökulinn. Hlaupinu lýkur í dag Eftir að hafa notið útsýnisins í dágóða stund var farið aftur niður og gekk nú heldur greiðar en fyrr. Þegar komið var niður á Jökulháls var leiðinni haldið áfram að Arnar- stapa þar sem hlaupararnir gistu yfir nóttina. „Við erum ánægð með hvernig hlaupið hefur gengið fram að þessu og þær undirtektir sem við höfum fengið hjá fólki,“ segir Eymundur Matthíason, einn af þátttakendum hlaupsins. Um helgina verður hlaupið um Borgarnes, Hval- fjarðarbotn og Mosfellsbæ og endar hlaupið svo á Ingólfstorgi á sunnu- dag kl. 15, en þá hafa hlaupararn- ir lagt að baki um 760 kílómetra. Mánudagspósturinn kemur út eftir helgi samkvæmt venju Akvörðun tekin um fram- hald útgáfu á mánudag ÁRNI Möller, einn stjórnarmanna Miðils hf. sem gefur út Mánudags- og Helgarpóstinn, segir það ráðast á mánudaginn hvemig útgáfu- starfi á vegum fyrirtækisins verði háttað eftirleiðis. Dráttur hefur orðið á greiðslu launa í einhveijar vikur og segir Árni það inni í myndinni að nýir aðilar komi að útgáfunni. Starfsmenn og fulltrúar úr stjórn fyrirtækisins hittust á fundi í fyrradag til að fara yfir stöðuna. „Það eru þrengsli hjá okkur eft- ir mikla herferð í áskriftasöfnun og því vandræði með peninga- flæði. Við skuldum laun til þriggja vikna, sem er afleitt, en ég er að vona að við höldum áfram rekstri, kannski með einhverjum breyting- um. Annars kemur þetta í Ijós á mánudaginn. Ég get ekki farið frekar út í það.“ Árni vill ekki meina að áskrift hafí brugðist en segir að auglýs- ingar hafi ekki skilað sér sem skyldi að einhveiju leyti. Einnig hafí lausasala mátt vera betri. „Þetta er allt á leiðinni upp, en gengur hægar en við vonuðum," segir hann. „Eitt af því sem þarf að hugsa um er jafnvægið milli auglýsingaöflunar og ritstjórnar- stefnu.“ Aðspurður hvort nýir aðilar kæmu _að rekstrinum á næstunni sagði Árni það inni í myndinni en vildi ekki tjá sig um það frekar. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri sagði starfi sínu lausu fyrir viku og segir Árni að Sigurður Már Jónsson aðstoðarritstjóri komi í hans stað um sinn þar til endanleg ákvörðun verði tekin. Sér um eitt blað enn i i i I I > I I I I Gunnar Smári Egilsson segist munu leysa aðstoðarritstjórann af vegna útgáfu næsta Mánudags- pósts en hætta eftir það. „Ég hitti kunningja minn sem er búinn að vera flugmaður í fjörutíu ár og er að jafna sig eftir hjartaáfall. Hann má ekki fljúga lengur vegna hjart- ans og réð sig því á beygjuvél hjá Vélsmiðjunni Héðni. Þar er hann myrkranna á milli, kominn á sjö- tugsaldur, og ljómar allur af gleði. Þannig að ég sagði við sjálfan mig, ef hægt er að skipta um starf á sjötugsaldri, hlýtur það að vera hægt á fertugsaldri. Ég er að fara að leita að minni beygjuvél." I I I I i 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.