Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ „Mér finnst stjórnvöld hafa verið of lin að móta stefnu, sem kemur hagsmun- um þjóðarinnar vel, án tillits til þess hvað ein- stakir krókakarl- ar um landið leggja til mál- anna. Það hefur einfaldlega verið of mikið hlustað á þá.“ og ein af strákunum. Þegar ég var krakki átti ég enga vinkonu á tíma- bili og var alltaf með strákum. Mér þótti mest gaman að slást við þá,“ segir hún spékopparnir fá enn einu sinni að njóta sín. Hún segist ekki vita hvernig póli- tísk framtíð hennar verði. „Mér finnst skipta máli, að maður sé sátt- ur við sjálfan sig og það sem maður er að gera. Eg stend og fell með því sem ég geri og sætti mig við að vera ýtt út í kuldann ef menn eru ekki sáttir við verk mín.“ Hvað hefur forgang? í framhaldi af þessum umræðum berst talið að gagnrýni á einstakling- inn og kerfið og finnst Halldór gagn- rýnisvert að þarfir og réttur einstakl- ings, sem vinnur hjá hinu opinbera og þá einkum í skóla- og heilbrigðis- geiranum, sé oft ríkari en þarfir þeirra sem nota eigi þjónustuna. „Við getum tekið nýafstaðið dæmi um Reykholt. Þar eru þarfir eins manns látnar hafa áhrif en ekki litið á skólann í heild og þau ungmenni sem hann sækja. Réttur þeirra ein- staklinga sem eru ráðnir í einstaka stöður er ansi sterkur, hvort sem um er að ræða lækna, hjúkrunarkon- ur, skipulag á heilsugæslustöðum eða elliheimilum. Breytingar stranda oft á því hvað fólkið segir sem vinn- ur á viðkomandi stað. Þetta finnst mér gremjulegt," segir hún og hallar sér aftur í stólnum. Við komum aftur inn á starf Hall- dóru í bæjarstjórn og kveðst hún hafa reglulega gaman af því. „Hlut- verk bæjarfélags er að nýta þá pen- inga sem það fær til ráðstöfunar sem best í þágu þegnanna. Það finnst mér vera grunnmarkmið í sveitar- stjórn. Ég vil gjarnan vinna að því í skóla- og heilbrigðismálum að þessi viðhorf séu'látin ríkja.“ Það sem henni finnst þó einna áhugaverðast í bæjarpólitíkinni eru skipulags- og byggingamál. „Ég hef virkilega gaman af því og þótt ég hafi aldrei verið smiður eða komið neitt nálægt því er ég formaður bygginganefndar," segir hún. „Ég reikna með að hefði ég ætlað mér að fara í sérnám hefði ég farið inn á eitthvert þess háttar svið.“ Flutti á Höfn um tvítugt Halldóra ólst upp í Reykjavík en foreldrar hennar, Jón Júlíus Sigurðs- son og Ólafía Þórðardóttir, fluttu til Hornafjarðar þegar Halldóra var komin undir tvitugt. Þá tók Jón við útibússtjórastöðu Landsbankans þegar það var stofnað 1971. Hún var á Höfn einn vetur en fór svo til Reykjavíkur og lauk þar stúdents- prófi. Að því loknu flutti hún á Höfn, enda búin að finna mannsefnið þar. „Þegar útgerðin var stofnuð fékk ég heftið í hendur en það var ekki fyrr en'í kringum 1986-87 sem ég fékk vinnuaðstöðu fyrir launaupp- gjör og fjármálin á skrifstofunni. Aður togaðist alltaf á að sinna heim- ili og vinnu og besti tíminn til að sinna starfinu var milli kl. tíu og tvö á nóttunni. Það þurfti í raun ekki marga daga í mánuði til að sinna því. Pappírsflóðið í kringum einn lít- inn bát hefur margfaldast á undan- förnum árum. Það er ótrúlegt hvað þarf að fylla út af skýrslum og skjöl- um og þó að það sé ef til vill betra upp á upplýsingastreymi er þetta orðin alltof mikil skriffinnska." I í í I í i I í í EKTA SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 19 1 TILBOÐSDAGAR INNKAUP FYRIRVERSUJNARMM4NMIEL@IN^ TILBOÐ DR-8 tiald 0 STUBAI m sympatex Léttir og sterkir áður e 4.9001 6.900 TILBOÐ r i« r Borð 90 fsm TILBOÐ KÆLIBOX ip^lMEÐ 20% AFSLÆTTI t^flFRÁ 1.500 TILBOÐ HUSTJOLD A FRÁBÆRU VERÐI MEÐ 10% AFSLÆTTI FRÁ 35.910 TILBOÐ POSTSENDUM SAMDÆGURS OPIÐ Laugardag kl. 10-16 Sunnudag kl. 13-15 Útsölustaður á Akureyri: ESSOstöðin við Leiruveg Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 51 I -2200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.