Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 40
iO SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ELASTICA er í forystuhlutverki þegar kemur að breskum hljómsveitum í Bandaríkjunum og sló rækilega í gegn í vetur. SOUL Asylum hefur á að skipa mjög góðum tónlistarmönnum og er í miklu uppáhaldi í Bandaríkjunum en átti síst erindi á þessa tónleika því að tónlist þeirra er poppaðri en flestra annarra sem fram komu. GÍTARLEIKARI White Zombie sem lék gífur- lega öflugt og hrátt rokk. Söngvarinn hóf tónleikana meðal áhorfenda. SÖNGVARI Rancid sem leikur mjög kröftugt pönk með óað- finnanlega sviðsframkomu. voru haldnir í Los Angeles borg stórtónleikar, þar sem fram komu margar efnilegustu hljómsveitir Breta og Banda- ríkjamanna. Kristinn Þórðar- son var þar staddur og mynd- aði helstu hljómsveitimar. SÖNGVARI Rage Against the Machine var í miklum ham á tónleikunum og hélt athygli áhorfenda óskiptri. BUSH er hægt og bítandi að vinna hugi bandarískra ungmenna; verulega kröftugir tónlistarmenn. COURTNEY Love söngkona Hole, einnar efnilegustu hljómsveit Banda- ríkjamanna í dag. Á þjóðhátíðardag íslendinga Los Angeles 17. júní 1995. LLS TÓKU þrettán flytjendur þátt í tónleikunum og léku þeir í u.þ.b. 35 mínútur hver. Að- stæður voru hinar bestu fyrir þá 20.000 áhorfendur sem mættu á þessa löngu uppseldu tónleika, sól var í heiði og hit- inn um 35 gráður. Það er nokkuð áberandi að pönkið er í miklum uppgangi í Bandaríkjunum, Rancid sem er ein af hljómsveitunum sem fram komu minnti óneitanlega á Sex Pistols sálugu. Nokkrir flytjendur báru af og voru í miklu uppáhaldi meðal áhorfenda, þar á meðal breska hljómsveitin Bush sem nýtur nú vaxandi vinsælda vestan hafs þó svo lítið hafi borið á þeim vinsældum í Bretlandi. Rage Against the Machine er gífurlega vinsæl meðal unglinga í Bandaríkjunum og var eina hljómsveitin sem var klöppuð upp þó svo að skipulag tónleik- anna leyfði það ekki. Hole, hljómsveit Courtn- ey Love, er hægt og bítandi að vinna hugi manna vestan hafs þó svo hún hafi ennþá á brattann að sækja eftir dauða Kurt Cobain. Courtney Love sagði nýlega í viðtali við bandarískt tímarit að sér virtist sem Bandaríkjamenn hefðu helst viljað hana feiga og kennt henni um dauða Kurt. Bæði Elastica og Spounge komu vel fram og eru greini- lega mjög efni- legar hljóm- sveitir. MATTHEW Sweet hóf tónleikana mjög góður að vanda. og var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.