Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 25
MINNINGAR
GUÐNI
JÓNSSON
+ Guðni Jónsson
fæddist í
Reykjavík hinn 13.
október 1920. Hann
lést á Borgarspítal-
anum 23. júli síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sigurður
Jón Guðmundsson
fyrrverandi for-
stjóri Belgjagerð-
arinnar, f. 28.7.
1893 á Hvallátrum
á Barðaströnd, d.
1.5. 1977, og kona
hans, Jórunn
Guðnadóttir, f.
8.10. 1895 á Kröggólfsstöðum
í Ölfusi, d. 6.10. 1981. Guðni
var annað barn þeirra hjóna
en systkini hans eru: Helga,
Ingólfur, Sigurður Jón, Árni,
Valdimar, Sólveig og Guð-
mundur og fósturbróðir hans
er Guðmundur. Bræður hans
tveir, Ingólfur og Sigurður Jón,
létust, annar tvitugur en hinn
tveggja mánaða, hin lifa öll.
Hinn 10. maí 1942 gekk
Guðni í hjónaband
með eftirlifandi
konu sinni Halldóru
Þorgilsdóttur, f.
31.12. 1923. Hófu
þau búskap í
Reykjavík og
bjuggu þar. Guðni
og Halldóra eignuð-
ust fimm börn. Þau
eru: Guðrún Emilía,
verslunarkona, f.
2.11. 1942, Þorgils,
verslunarmaður, f.
13.11. 1945, kvænt-
ur Úlfhildi Jónsdótt-
ur, Jón, smiður, f.
29.6.1947, kvæntur Svövu Árna-
dóttur, Ingólfur, verslunarmað-
ur, f. 26.6. 1948, kvæntur Ingi-
gerði Þorgeirsdóttur, og Guðni,
listamaður, f. 9.5.1958, kvæntur
Madeleine Mariette-Louise Ve-
hkalahti. Bamabörn Guðna eru
19 og bamabamaböm 16.
Guðni verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Bálför
fer fram síðar.
í DAG kveðjum við afa okkar,
Guðna Jónsson. Margs er að minn-
ast þegar við lítum til baka. Afi var
prakkari, fullur gáska og gleði.
Hann var einstakur barnakarl og
fátt gladdi hann meira en samvistir
með sínum stóra hóp af barnabörn-
um og barnabamabörnum og fengu
þau öll að njóta þess í einhverjum
mæli. Erfiðast var fyrir hann, þegar
hann sá eitthvert þeirra of sjaldan.
Umhyggja hans fyrir okkur var svo
einlæg og góð. Meðan við systkinin,
Kathryn Viktoria, Guðni, Ámi Ing-
var og Daníel Thoroddsen, áttum
heima austur í Rangárvallasýslu,
var mikill tilhlökkun hjá okkur að
fá ömmu og afa í heimsókn. Alltaf
var einhver glaðningur með í far-
teskinu, oftast eitthvað nytsamlegt,
en þó fylgdi oft með eitthvert góð-
gæti. Það gladdi hann mikið að sjá
gleðina skína úr andlitum barnanna
á þessum stundum.
Þegar við eltumst og tókum að
stofna heimili, hvert af öðru, var
hann svo spenntur að fagna hverj-
um nýjum fjölskyldumeðlim. Þá
skipti það ekki máli hvort það vom
tengdaböm barna hans. Þau urðu
öll vinir hans og dýrkuðu innilega.
Lengst í burtu er Kathryn Viktoria,
gift vestur í Montaba í Bandaríkjun-
um, Lars Allan Sandaker, og eiga
þau einn dreng, Eirík Caleb. Þar
er hugurinn heima á íslandi á þess-
ari stundu. Þau eru mjög þakklát
fyrir að hafa fengið tækifæri til að
koma síðastliðinn marsmánuð til
að sjá og njóta afa í síðasta sinn.
Þessar fátæklegu línur skrifum
við bræður frá okkur öllum, ásamt
sambýliskonu og barni Guðna, Ruth
Martinu og Unnari Smára, sem er
yngsta langafabarn afa. Við mun-
um alltaf minnast hans með þakk-
læti og hlýju fyrir allt sem hann
var okkur öllum. Afi var vinur og
félagi sem alltaf var gott að leita
til og eiga að. Elsku amma og lang-
amma, þinn missir og söknuður er
mestur. Guð gefi að við megum
verða þér sá styrkur, sem þú þarft
í þinni sorg.
Kathryn Viktoria, Lars Allan
og Eiríkur Caleb, Guðni, Ruth
Martine og Unnar Smári, Árni
Ingvar og Daníel Thoroddsen
Jónsbörn.
Minningarnar um afa, sem upp
í hugann komu á þeirri stundu,
þegar mamma tilkynnti okkur
systkinunum um andlát hans, voru
bjartar og góðar.
Hann var mjög barngóður og
sýndi það sig helst í þeirri geysilegu
hjartahlýju sem hann endalaust gat
útdeilt frá sínu stóra hjarta til
barnabarna og barnabarnabarna
sinna þrjátíu og fjögurra. Það var
sama hvað gekk á, alltaf var hann
trúðurinn eða styttan sem styðjast
mátti við. Ef gleði og glaumur ríkti
var hann ekki sá síðasti til að taka
þátt. Ef eitthvað meira gekk á sat
hann hjá, rólegur og hlustaði,
reyndi.síðan að ræða hlutina gagn-
rýnislaust og sætta. Aldrei sáum
við afa nema í hlutverki góða
mannsins.
Við systkinin í Sandgerði hlökk-
uðum alltaf til ferðanna til Reykja-
víkur. Það var alltaf líf og fjör að
fara til afa og ömmu. Þar hittum
við líka frændsystkini okkar á neðri
hæðinni og hin sem líka komu að.
Elsku afi, nú kveðjum við þig og
þökkum Guði fýrir þau ár sem við
áttum með þér.
Afí, þú varst stór maður með
stórt hjarta.
Halldóra, íris,
Guðrún Emiliía og Sigfús.
Elsku langafi, nú ert þú hjá guði.
Okkur fannst svo gaman að heim-
sækja ykkur langömmu. Þú varst
alltaf svo góður við okkur þegar
við komum í heimsókn. Þú varst
alltaf í góðu skapi og alltaf að grín-
ast.
Oftast þegar við komum reynd-
irðu að finna eitthvað gott í munn-
inn, ís eða eitthvað annað. Stundum
meðan þú hafðir góða heilsu fórstu
með okkur í bíltúr. Þá var gjarnan
komið við í sjoppu, en oftast í ísbúð
því þér þótti svo góður ís og við
nutum góðs af.
Elsku langafi, við söknum þín
mikið en við vitum að þér líður vel
þar sem þú ert núna. Við munum
hugsa um langömmu fyrir þig og
biðjum góðan guð um að styrkja
hana og vemda.
Blessuð sé minning langafa okk-
ar.
Sunna og Emil.
Sem lækni kom mér ekki á óvart
að frétta um andlát vinar míns,
Guðna Jónssonar, sem hefur átt við
erfið veikindi að stríða í mörg ár.
En sem vini kemur andlátið alltaf
á óvart og maður finnur til saknað-
ar, þegar ævilöng vinátta rofnar.
Ég hefi þekkt Guðna allt frá
æsku okkár. Foreldrar hans, Jórunn
og Jón í Belgjagerðinni, voru miklir
vinir foreldra minna. Pabbi var
heimilislæknir þeirra og að þeirra
tíma hætti kynntust fjölskyldurnar
í gegnum það, svo og veiðiskap
fyrir norðan.
Guðni var strax mjög félagslynd-
ur ungur maður og starfaði í skáta-
félagi og leikfimi stundaði hann í
úrvalsflokki.
Síðustu árin hefi ég fylgst með
honum og alltaf hefur komið fram
sama ljúfmennskan, sem einkenndi
fjölskyldu hans.
Hinn tryggi lífsförunautur hans,
Halldóra Þorgilsdóttir, hefur líka
sett svip sinn á allt- hans líf svo og
hin mannvænlegu böm þeirra. Síð-
asta áratuginn hafa þau bæði verið
mjög virk í starfí St. Georgsgilda
gamalla skáta í Reykjavík. Tóku
þau forustu þar í mörgum málum
og eiga gamlir skátar þeim mikið
að þakka fyrir það.
Margar ferðir, innanlands og ut-
an, vom vel skipulagðar, svo allt var
ánægjulegt og gekk eins og til var
ætlast undir styrkri fomstu Guðna.
Löngu veikindastríði er nú lokið
en minningin um góðan dreng verð-
ur eftir og gerir okkur gott. Vinur
okkar er farinn heim.
Við hjónin sendum Dóru og böm-
um þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur og biðjum þeim blessunar
á sorgarstund.
Páll Gíslason.
Ágætur skátabróðir og gildisfé-
lagi, Guðni Jónsson, er farinn heim.
Hann hefur nú tekið skátastafinn
sinn og malinn og lagt upp í langa
ferð yfir landamæri lífs og dauða.
Honum fylgja hlýjar kveðjur og
þakklæti fjölmargra gildisbræðra
og systra. Minningarnar sem hann
skilur eftir hjá okkur eru margar,
góðar og bjartar. Við óskum honum
góðrar ferðar. Skátasporin hans
Guðna em orðin mörg og þær eru
ófáar samverustundimar sem við
félagar í St. Georgsgildunum höfum
átt með honum. Allar em minning-
arnar í kringum þær baðaðar sól-
skini og yl. Guðni var maður þeirr-
ar gerðar.
Það fór ekki hjá því að Guðni
veldist til mikilvægra trúnaðar-
starfa í skátahreyfingunni. Og hann
var einn af frumheijunum í starfi
gildisskáta hér á íslandi.
Gildisskátar eiga honum margt
að þakka. Störfin hans í þeirra þágu
eru óteljandi og verða því ekki talin
hér.
Þó viljum við nefna það að hann
var í landsgildisstjórn um langt ára-
bil, fararstjóri í ferðum eldri skáta
á erlendum vettvangi og oftar en
ekki var hann potturinn og pannan
í undirbúningi funda og þinga á
vegum landsgildisins. Það munaði
sannarlega um Guðna í ýmsum fjár-
öflunum fyrir landsgildið og gildis-
starfið.
Öll þessi störf vann Guðni með
hlýrri hógværð, með bros á vör og
gleði í augum. Og störfin hans báru
þess merki. Þau voru ofin hlýju,
gleði og vináttuanda.
Orð eru fátækleg, en störfin, fé-
lagsskapinn og vináttuna viljum
við þakka. Skátastarfið kveikir
mörg ljós sem lifa í hugum okkar
og lýsa í minningunni. Guðni kveikti
mörg slík ljós og minningin sem
hann skilur eftir hjá okkur er góð,
mild og hlý. Nú kemur Guðni ekki
oftar á fundi til okkar með hljóð-
t
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR BALDVINSSON
frá Naustum;
Möðruvallastræti 5,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 1. ágúst kl. 13.30.
Ragnheiður Pálsdóttir
og börn.
látu glaðværðina sína. Það er skarð
fyrir skildi þegar ýmis störf kalla
og Guðni er ekki nærtækur. En við
trúum því og vonum að maður komi
manns í stað.
Stjórn St. Georgsgildanna á ís-
landi þakkar Guðna af alhug vel
unnin störf í þágu skátahreyfingar-
innar á íslandi og St. Georgsgild-
anna.
Eftirlifandi konu hans, Halldóru
Þorgilsdóttur, börnum þeirra og
barnabömum, svo og öðrum vinum
hans og venslafólki vottum við inni-
lega samúð.
Kveðjan okkar „eitt sinn skáti
ávallt skáti“ fylgir þér, Guðni, um
alla eilífð ásamt þakklæti okkar
gildisfélaganna sem áttum með þér
samleið.
Guð blessi þig og ástvini þína
nú og ævinlega.
Stjórn St. Georgsgildanna
á Islandi.
í gær fékk ég þær sorgarfréttir
að Guðni, föðurbróðir minn, væri
látinn. Alltaf þegar maður fær
fréttir af andláti ástvina sinna kem-
ur upp eftirsjá vegna þess tíma sem
maður eyddi fjarri þeim. Hvað
Guðna varðar á ég yndislegar æsku-
minningar tengdar honum og dvaldi
ég oft mörgum stundum á skrif-
stofu hans í Bolholtinu. Það er ekki
langt síðan ég hitti Guðna á ættar-
móti og var jafnlétt yfir honum og
alltaf áður, þótt honum hefði auð-
sjáanlega hrakað nokkuð líkam-
lega. Síðustu árin átti Guðni við
sjúkleika að stríða en aldrei upp-
lýsti hann nokkum ættingja sinna
um alvarleika veikinda sinna.
Mér eru minnisstæðastar stund-
irnar í Bolholtinu, en þar var fyrir-
tæki afa, ömmu og þeirra bama.
Guðni var á sínum yngri árum fram-
kvæmdastjóri Belgjagerðarinnar,
allt þangað hann hóf eigin rekstur
fyrirtækis Guðna Jónssonar og Co,
en það var til húsa á sama stað og
fjölskyldufyrirtækið.
Móðir mín lést þegar ég var á
níunda árinu og það árið héldu
Guðni og hans ástkæra eiginkona,
Halldóra, upp á afmælið mitt, og
sýnir það ekki síst innræti hans og
hjartahlýju. Oft eftir að skóladegi
lauk fór ég upp í vinnu til pabba,
og væri hann ekki viðlátinn, hélt
ég yfirleitt til hjá Guðna. Það var
sama hversu mikið hann hafði að
gera, alltaf gaf hann sér tíma fyrir
okkur börnin. Þannig maður var
Guðni, jafnt fullorðnir sem börn
hændust að honum. Hann var geð-
prýðismaður og glaðlyndur, með
húmorinn uppi, enda sá maður
Guðna iðulega setja sig niður á
sama plan og litlu bamabörnin sín
og leika sér með þeim.
Guðni var ötull athafnamaður og
eitt af hans verkum var að byggja
Gasstöðina í Holtagörðum til að
lækka verð á gasi fyrir landsmenn.
Hin síðari ár, þegar Guðni fór að
eldast og honum tók að hraka lík-
amlega, dró hann saman seglin, þar
til fyrir tveimur ámm að hann seldi
fyrirtæki sitt.
Með þessum fáu orðum langar
mig að kveðja ástkæran föðurbróð-
ur minn. Mér þykir það leitt að
komast ekki í jarðarför Guðna en
bið Guð að veita ástkærri eiginkonu
hans, Halldóru, afkomendum og
ástvinum huggun í sorg þeirra.
Þegar ég heyri góðs manns getið
glaðnar yfir mér um sinn.
Það er eins og dögun dafni,
drýgi bjarma um himininn;
vonum fjölgi, veður batni,
vökni af döggum jarðar kinn.
Jafnvel þó í fótspor fenni,
fjúki í skjólin heimaranns,
gott er að signa göfugmenni,
gjalda blessun minning hans,
dreifa skini yfír enni,
ilmi um bijóst hins fallna manns.
(Guðmundur Friðjónsson)
Með kveðju frá Saudi-Arabíu,
Michael Valdimarsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi
og tengdafaðir,
GUÐNI INGI LÁRUSSON
frá Krossnesi, Grundarfirði;
til heimilisá
Borgarvegi 46,
Njarðvik,
sem andaðist 24. júlí, verður jarðsung-
inn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudag-
inn 1. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Heiða Aðalsteinsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS FRANKLÍNS
útgerðarmanns.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Hrafnistu.
Guðrún I. Jónsd. Franklin,
Guðmundur Franklfn Jónsson, Kolbrún S. Gestsdóttir,
Sigrún Jónsd. Franklín,
Rósamunda Jónsd. Franklín, Þórarinn Hólm Andrésson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför eigin-
manns míns og föður okkar,
SÆVARS BLÓMQUISTS
GUÐMUNDSSONAR
frá Arnarhofti.
Guð blessi ykkur öll.
Sólveig Guðmundsdóttir,
Bjarney Lára Sævarsdóttír, Jónas Gunnþórsson.