Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 I Vesturbyggð er rétt ársgamalt sveitarfélag. Fyrsta árið reyndist stórviðrasamt á ýmsum sviðum. Guðni Einarsson ræddi við Gísla —-jf------------------------------------------—■ ---------1--------------- Olafsson bæjarstjóra um sveitarfélagið og vormerkin í atvinnulífinu. GÍSLI Ólafsson bæjar- stjóri er fæddur í Am- arhóli á Bíldudal 1954 en hefur alið nær allan sinn aldur á Patreks- firði. Eftir barnaskóla á Patreksfirði og gagnfræðanám lærði hann vél- virkjun í Iðnskólanum á Patreksfirði og var tvo vetur í Vélskóla íslands. Gísli lagðist ungur í ferðalög og flakkaði um heiminn í tvö ár. Hann komst alla leið til Ástralíu, auk þess að ferðast um Evrópu og Asíu. Á ferðum sínum vann hann það sem til féll og sá sér þannig farborða. Hér heima hefur Gísli starfað til sjós og lands. Hann var lengi við verk- takastörf hjá ístaki og Rafmagns- veitum ríkisins. Til skamms tíma rak hann eigið verktakafyrirtæki með þungavinnuvélar. En hvað kom til að hann gerðist bæjarstjóri? Pólitískt uppeldi „Ég ólst upp á mjög pólitísku heimili,“ segir Gísli. „Faðir minn, Ólafur Bæringsson, var lengi for- maður verkalýðsfélagsins hér á staðnum og krati á yngri árum. Þar kom að hann gekk úr Alþýðuflokkn- um og studdi Sjálfstæðisflokkinn seinni hluta ævinnar. Hann tók tölu- verðan þátt í sveitarstjórnarmálum. í móðurlegg standa að mér heiðbláir stofnar úr öllum áttum. Heimilið var mjög gestkvæmt og mikið rætt um pólitík við eldhúsborðið. Það gat oft verið skemmtilegt." Gísli var fyrst á lista Sjálfstæðis- manna á Patreksfirði 1982. Hann var kosinn í sveitarstjórn Patreks- fjarðar og sat þar 1986-1994. í fyrstu kosningum til bæjarstjórnar Vesturbyggðar 1994 var honum fal- ið að leiða lista Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn fengu þá kjöma fjóra af níu bæjarfulltrúum. Eftir kosningarnar var myndaður meiri- hluti án þátttöku Sjálfstæðismanna en upp úr því samstarfi slitnaði í október síðastliðnum. Þá mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur núverandi meirihluta. Um síðustu áramót komu upp deilur í bæjarstjórninni sem lyktaði með því að fyrrverandi bæjarstjóri ákvað að segja starfi sínu lausu í febrúar síðastliðnum og var Gísli ráðinn í framhaldi af því. Vonbrigði með sameiningu Vesturbyggð varð til 11. júní 1994 við samruna Barðastrandarhrepps, Bíldudalshrepps, Patreksfjarðar- hrepps og Rauðasandshrepps. Vest- urbyggð er víðfemt sveitarfélag, nær frá Skiptá í Kjálkafirði í austri allt vestur að Látrabjargi og norður í Arnarfjörð. Miðstöð stjórnsýslunnar er í ráðhúsinu á Patreksfirði. Á Bíldudal er Hafnarsjóður Vestur- byggðar starfræktur og vinna þar hafnarstjóri og þjónustufulltrúi sem vinnur jöfnum höndum fyrir bæjar- sjóð og hafnarsjóð. Þjónustufulltrúar em í hlutastarfi á Rauðasandi og Barðaströnd. Vesturbyggð hefur kaupstaðaréttindi og í sveitarfélag- inu bjuggu hinn 1. desember síðast- liðinn 1395 íbúar. - Hvernig þykir mönnum sam- eining sveitarfélaganna hafa tekist? „Mönnum fínnst sameiningin ekki hafa uppfyllt þær vonir sem við hana vora bundnar. Félagsmálaráðuneyt- ið gyllti kosti þess að sameinast, það var minna gert úr vandamálum sem kynnu að koma upp. Fulltrúar sam- eininganefndar fóru um landið og fólkið skildi þá þannig að ríkisvaldið myndi koma inn i atvinnumálin af krafti, sveitarfélögin myndu njóta þess í samgöngubótum umfram önn- ur sveitarfélög ef þau sameinuðust og að skuldastaða þeirra skuldug- ustu yrði lagfærð. Það er áhyggju- efni þegar stjórnvöld ganga fram með þessum hætti. Þegar upp er staðið held ég samt að það hafi verið gæfuspor að sam- eina sveitarfélögin. Sameinin'gin mun hins vegar ekki skila sér á 2-3 áram, eins og haldið var fram, held- ur á 10-20 árum. Þetta er langtíma- ferii." Gísli telur að sameiningin verði til þess að draga úr fólks- flótta, en fólki á sunnanverðum Vestfjörðum hefur sífellt fækkað undanfarin ár. Þegar kosið var um sameininguna 20. nóvember 1993 voru 1502 á íbúaskrám sveitarélag- anna fjögurra. Hinn 1. desember síðastliðinn hafði fækkað um 107. Gísli rekur fækkunina meðal annars til kvótasamdráttar og breyttra vinnsluaðferða í sjávarútvegi. Óljós markmið og leiðir Gísla þykir skorta á að félags- málaráðuneytið fylgi eftir þeim markmiðum sem sett voru með sam- einingunni. íbúar sveitahreppanna töldu að með sameiningu væra þeir að tryggja öryggi í þjónustu og heild- armynd byggðarinnar. Eins og stað- an er nú telur Gísli að erfitt reynist að ná þessum markmiðum. Vesturbyggð er í hópi reynslu- sveitarfélaga og um næstu áramót stendur jafnvel til að öldrunarþjón- usta og málefni fatlaða færist til sveitarfélagsins að fullu. Þótt komið sé fram yfir mitt ár er enn allt í lausu lofti um framkvæmdina. „Það kemur ekki til greina að taka við þessari þjónustu af ríkinu, nema sveitarfélagið fái tekjur sem tryggja sambærilega þjónustu og helst betri en nú er veitt,“ segir Gísli. Rekstur grunnskóla færist til sveitarfélaganna á næsta ári. Fjórir grunnskólar starfa nú í Vesturbyggð og er ekki í bígerð að breyting verði þar á, að sögn Gísla. Á Patreksfirði er kennt í 10 bekkjum grunnskóla og Framhaldsskóli Vestfjarða hefur boðið upp á 1. bekk framhaldsskóla á-staðnum. Nú era áhöld um hvort framhaldsdeildin verður starfrækt í vetur vegna dræmrar aðsóknar. Á Bíldudal er kennt í 10 bekkjum grunnskóla. Á Barðaströnd er kennt í 10 bekkjum grunnskóla og skóla- akstur daglega. í grunnskóla Rauða- sands era 9 bekkir, þar er heima- vist, mötuneyti og nemendur dvelja heima um helgar. „Það er mjög slæmt ef framhalds- deildin verður ekki starfrækt í vetur og mikil hætta á að þetta falli þá alveg niður. Það er ástæða til að hvetja fólk til að skoða hvort það getur ekki nýtt sér framhaldsdeild- ina. Þar er margt áhugavert í boði.“ Hagræðing á öllum sviðum Aukin hagræðing á ýmsum svið- um hefur fylgt í kjölfar sameining- ar. Gísli segir að samstarf fyrir- tækja á milli byggðarlaga hafi auk- ist og sveitarfélagið hafi líka reynt að hagræða hjá sér. „Fjárhagsáætl- un gerir ráð fyrir að rekstur Vestur- byggðar kosti 110 milljónir á þessu ári miðað við 125 milljónir í fyrra, þrátt fyrir að við höfum fjárfest í bókhalds- og tölvukerfi sem veldur tímabundnum útgjöldum. Það mun skila sér í enn lægri rekstrarkostn- Lífpakkar og prjónales SAUMASTOFAN Strönd á Barðaströnd á saulján starfsár að baki. Þennan farsæla feril má ekki síst þakka ötulli forystu Kristjáns Þórðarsonar bónda á Breiðalæk, sem haldið hefur utan um rekstur stofunnar frá upphafi. Kristján hefur verið bóndi í 40 ár og stundar líka sjó á eig- in krókabáti. Hann var oddviti Barðstrendinga í 12 ár og lík- lega eini kratinn sem gegnt hefur því virðulega embætti I sveitahreppi á landinu. Það var einmitt í oddvitatíð Kristjáns sem hreppsnefndin hafði for- ystu um að stofna saumastofuna ásamt 50 íbúum í Barðastrand- arhreppi árið 1978. „Það var enga vinnu hér að fá fyrir konur,“ segir Kristján. „Það er mikið atriði fyrir bændakonur að komast í vinnu utan heimilis. Með saumastof- unni opnaðist möguleiki fyrir þær að geta mætt hér og unnið nokkra tíma á dag.“ Kristján segir að bændakonurnar séu ákaflegagóður vinnukraftur og hugsi um hag fyrirtækisins. Fólk sem alist upp í sveitunum sé trúfast og iðið, þar sé ekki kröfugerðinni eða uppsteytinni fyrir að fara. Skuldlaus í dag Saumastofan hefur saumað fyrir hvert ullariðnaðarfyrir- tækið af öðru. Þrátt fyrir tíð gjaldþrot og áföll í þeirri grein hefur Strönd staðist í gegnum árin. „Við höfum misst verkefni og hráefni og tapað peningum á gjaldþrotum annarra," segir Kristján. „Samt höfum við basl- Morgunblaðið/Guðni KRISTJÁN Þórðarson með Lífpakkann. Á borðinu má sjá ungbarnagalla sem einnig er eigin framleiðsia Saumastofunn- ar Strandar á Barðaströnd. ast þetta áfram og erum skuld- ir 15 starfsmenn en nú eru þeir laus í dag.“ Stofan er vel tækj- 6-8. í upphafi var starfsemin í um búin. Þar er vélakostur fyr- félagsheimilinu en fljótlega var reist 120 fermetra stálgrinda- hús yfir saumastofuna. Helstu verkefnin eru að sníða og sauma ýmsa smávöru úr pijónavoð fyrir ullarvörufram- leiðendur, legghlífar, húfur og fleira. Eins er Strönd með eigin verkefni sem Kristján segir nauðsynlegt til að fylla í eyður. Neyðarpakki Lífpakkinn inniheldur neyðarfatnað úr íslenskri ull. Til þessa fatnaðar má grípa grípa ef menn blotna eða þurfa að bæta á sig fötum. Slysa- varnadeildir og björgunarfélög hafa gefið hundruð svona pakka í báta og skip þar sem þeir hafa sannað gildi sitt. Nú er ætlunin að pakka neyðarfötunum í lofttæmdar umbúðir. Við það verður Lífpakkinn fyirferðarlít- ill og því hentugur í bíla og litl- ar flugvélar, í fjallaferðir og í vélsleðaferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.