Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Árið 1990 var keypt 200 tonna frys- tiskip, Andey, sem er minnsta frysti- skipið í flotanum og er nú á trolli. „Við ætluðum okkur að lengja skip- ið og gera það hagkvæmara en lent- um í langvarandi málaferlum við fyrri eigendur og fleira kom upp á,“ segir Halldóra. „Við fórum fyrst í Bjarnarey 1994, Norðmenn komu um borð og við fengum áminningu. Við reyndum síðan að fara í Smuguna, en það gekk illa því olíutankarnir voru of litlir og við vorum í eilífum vandræð- um. Veiðin var léleg og menn fara ekki út fyrir Smuguna og inn í land- helgi, þar sem besta veiðin var víst allan tímann,“ segir hún og vottar fyrir glotti á andlitinu. Andey til sölu Hún segir að fiárhagsstaða fyrir- tækisins hafi farið versnandi í kjöl- far minnkandi þorskveiðiheimilda. Nú sé verið að reyna að selja skipið og þá helst úr landi til þess að fá úreldingarstyrkinn. „Árið 1992 kom mjög vel út hjá okkur, en 1993 var halli á rekstrinum og enn meiri í fyrra. Eiginfjárstaðan er orðin slæm en við eigum fyrir skuldum. Ég sé ekki fram á að við getum þraukað þangað til þorskaflinn fer að auk- ast,“ segir hún og bætir við að það sé ekki gaman að vera útgerðarmað- ur um þessir mundir nema ef til vill hjá stóru félögunum eins og Granda, UA og fleirum, sem hafi aukið hlut- deild sína í þorskkvótanum um 26-50% á örfáum árum. Aðspurð hvort komi til greina að hætta alveg í útgerð, segir hún að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin. „Við verðum eflaust búin að koma okkur út í eitthvað áður en við vitum af. Það er líka spurning um að hveiju hægt er að snúa sér, því áhugasvið þeirra bræðra hefur legið til sjávar. Þetta virðist vera baktería og menn geta ekki hugsað sér að hætta, þrátt fyrir að afkoman sé ekki góð.“ Tilbúin í slaginn Eins og fyrr segir er Halldóra formaður Útvegsmannafélags Hornafjarðar, sem er hið minnsta á landinu. Hún „lenti í stjórn" eins og hún orðar það og þegar formaðurinn hætti kom það í hennar hlut að taka við. „Ég hef fremur litla tilfinningu fyrir því hvað er að gerast úti á sjó og hveiju menn eru að velta fyrir sér. Það kemur því í þeirra hlut að uppfræða mig, þannig að ég geti unnið úr því. Þá er ég líka tilbúin að vinna og fylgja því eftir eins og í sambandi við humarinn í vor,“ seg- ir hún og vísar til þess þegar hún ásamt öðrum félaga fór á fund sjáv- arútvegsráðherra og mótmælti því að humarvertíð var seinkað um eina viku í maí vegna verkfalls kennara í vetur. Þetta var gert fyrir orð skóla- nefnda og fleiri aðila á suðvestur- horninu. Þessi tími sem tekinn var af er besti veiðitíminn á humrinum. „Okkur fannst að við þyrftum að láta í okkur heyra,“ segir hún og bætir við að eflaust mætti félagið gera meira af því. Hún kveðst á sama hátt hafa „lent í bæjarstjórn", því það sé ekki þann- ig á Hornafirði að fólk sláist um að komast í stjórnunarstöður. „Ég var pólitískt viðrini en fór svo að starfa með Samtökum kvenna í Austur- Skaftafellssýslu (SKASS). Okkur fannst mörgum að breyta þyrfti til í bæjarpólitíkinni og stofnuðum Óháð framboð 1976. Eg tók 6. sæti, var varamaður í eitt kjörtímabil og í skólanefnd. Síðan ákvað ég að taka mér frí og var nánast dottin út úr pólitík- inni þegar farið var að heija á mig í fyrravor en þá vantaði fólk á lista Sjálfstæðisflokksins. Þeir lágu í mér og ég ákvað að slá til, náði 3. sæti í prófkjöri, svo nú sit ég í meirihluta bæjarstjórnar með Óháða listanum, sem ég tók þátt í að stofna,“ segir hún og hlær dillandi hlátri sem smit- ar frá sér. Hún telur að kvennalistar hafi að mörgu leyti átt rétt á sér en það sé ekki síður sterkt fyrir konur að vinna innan hefðbundinna flokka því póli- tískar skoðanir þeirra séu eins marg- breytilegar og karla. Tími sé til kom- inn að þær fari að vinna með körl- um. „Sjálfri hefur mér ætíð gengið það vel,“ segir hún. „Ég er innan um karla alla daga og líkar það ágætlega. Ég hef alltaf verið eins Morgunblaðið/Hildur SAMKEPPNIN HARÐNAR í SJÁVAR ÚTVEGI wsnmiamimiF Á SUNNUDEGI ►Halldóra Bergljót Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 30.10.1952 og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Islands 1974 og fluttist þá alfarið til Hafnar á Hornafirði, þar sem hún rekur útgerðarfé- lagið Garðey ásamt fleirum, en fyrirtækið gerir út frystitogarann Andey. eftir Hildi Friðriksdóttur HALLDÓRA B. Jónsdóttir, útgerðarmaður á Homa- firði, er mikil athafna- kona, sem hefur í nægu að snúast. Meðal annars sér hún alfarið um fjármál útgerðarinnar, er formaður Útvegsmannafélags Hornafjarðar, situr sem fulltrúi á LÍU-þingi, er í meirihluta í bæjar- stjóm og formaður byggingarnefnd- ar. Auk þess hefur hún tekið þátt í uppfærslu á Saumastofunni, þrátt fyrir að hún segist ekki hafa áhuga á leiklist eins og systir hennar, leik- konan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Og síðast en ekki síst á hún fjögur börn en lét sig ekki muna um að taka skiptinema eitt árið þrátt fyrir það. Halldóra, sem gengur aldrei undir öðru nafni en Begga, segir að fram til þessa hafi hún verið að vasast í alltof mörgu. „Fyrr en varði var ég komin með á annan tug bitlinga og nefnda á mínar herðar, en nú er ég að reyna að losa mig við megnið af þessu,“ segir hún og brosir svo spé- kopparnir dansa í andlitinu. Hún er ákveðin, röggsöm og stendur föst á skoðun sinni þegar hún hefur myndað sér slíka, en telur sig ekki eiga erfitt með að taka rök- um. „Þá er ég til með að skipta um skoðun, en ég læt ekki einhvern ákveða fyrir mig hvaða skoðun ég á að hafa,“ segir hún og lýsir það henni ákaflega vel. Það pirrar hana hvað konur eru margar hveijar tregar til að vera í forsvari og segir að jafnvel þessar sömu konur fari fram á jafnrétti. „Maður verður að vera sjálfum sér samkvæmur og það er kannski þess vegna sem ég hef gefið færi á mér. Við megum ekki skorast undan, ef við fáum tækifæri og einhver vill nýta sér hæfileika okkar,“ segir hún en viðurkennir í framhjáhlaupi að karlar séu ekki mikið skárri því hún verði oft vör við það í starfi sínu að þeir vilji fremur tala við karlmann í fyrirtækinu í stað kvenmanns. Samkeppnisstaðan versnar Halldóra segir samkeppnina í sjávarútvegi orðna mun harðari en var fyrir nokkrum árum og stefna í sömu átt og í matvörugeiranum, þar sem stóru risarnir geti oft gert hagstæðari innkaup. Hún tekur dæmi af því þegar þeir fóru fram á hagstæðara verð hjá olíufélögunum, en Esso skar sig eitt úr og kvaðst mundu láta jafnt yfir alla ganga og lækkaði verð til allra. Hún teiur tímabært að samkeppnislögin séu skoðuð með tilliti til þessa. Hún tínir til annað dæmi og segir að á humarbátunum hafi launa- kostnaðurinn einn verið um 40-45% en hjá stærri togurum hafi hann verið um það bil 35%, þannig að mismunur í útgjöldum skekki sam- keppnisstöðuna einnig verulega. „Bátaflotinn og þeir sem veiða á heimamiðum eru illa staddir. Skip sem eru 100-300 tonn fara ekki í Smuguna, Reykjaneshrygg eða Flæmska hattinn, sem stærri fyrir- tæki hafa kannski sótt til að bæta sér upp minnkandi kvóta. Minni bát- ar hafa ekkert í staðinn. Krókabátarnir eru aftur á móti vel staddir. Um 500 menn reka slíka báta og þeir eru komnir með 'A af þeim þorskafla sem má veiða, en um 4.000-5.000 sjómenn hafa at- vinnu af aflamarksskipum. Sjómenn á krókabátum hafa verið mjög dug- legir í sinni herferð auk þess sem tilhneiging hefur verið hjá landanum að rýmka til fyrir þeim sem þeir telja vera minnimáttar. Fyrir 2-3 árum höfðu krókabátar 3.000 tonn af heildarkvóta. Þegar þeir voru komnir upp í 20 þúsund var því harðlega mótmælt. Nú stefnir í að þeir veiði 40 þúsund tonn á kvótaárinu meðan heildarúthlutun til báta er í kringum 110-120 þús- und. Mér fínnst stjórnvöld hafa ver- ið of lin að móta stefnu, sem kemur hagsmunum þjóðarinnar vel, án til- lits til þess hvað einstakir krókakarl- ar um landið leggja til málanna. Það hefur einfaldlega verið of mikið hlustað á þá,“ segir hún og leggur áherslu á orð sín. Aðspurð hvort Útvegsmannafé- lagið hyggist beita sér í þessu máli kveðst hún ekki vita það, því félagið hafi enga patentlausn á takteinum. „Við höfum ekki svar á reiðum hönd- um um hvernig best sé að ráðstafa úthlutun og hvaða ákvarðanir þarf að taka til að jafna samkeppnisstöð- una,“ segir hún, hallar sér aftur í stólnum og skellir fótunum upp á skrifborðið. „Það er vont,“ bætir hún svo við. Bræðrarekstur Garðey var stofnað 1977 af bræðrunum Ágústi og Erni Þor- björnssonum og eiginkonum þeirra, Halldóru og Unni Garðarsdóttur. Síðar eignaðist þriðji bróðirinn, Guð- jón, hlut í fyrirtækinu. Garðey og Sigurður Ólafsson hf. stofnuðu síðan dótturfyrirtækið Hrelli árið 1986, sem sér um útflutning og þjónustu við báta og er sá rekstur aðskilinn frá rekstri Garðeyjar. Fyrsta bátinn, Garðey, sem var 100 tonn og útgerðin var stofnuð um, áttu þau í 9 ár, úreltu hann og keyptu annan, sem hlaut sama nafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.