Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI VIGFÚSSON T Árni Indriði Vigfússon fæddist á Þorvalds- stöðum, Húsavík, 3. desember 1921. Hann lést á Sjúkra- húsinu í Keflavík 23. júlí síðastliðinn. Foreldar hans voru Vig-fús Vigfússon og Jónína Katrín Þórarinsdóttir. Fósturforeldrar Árna voru Valdi- mar Þórarinsson, móðurbróðir hans, og Herdís Friðf- innsdóttir. Alsystir Arna var Guðbjörg Helga, f. 10. apríl 1913, d. 7. jan. 1969. Hálfsystk- ini hans eru Guðjón, f. 15. sept. 1902, Þórarinn, f. 18. des. 1909, Guðbjartur Vilberg, f. 1. feb. 1912, d. 27. feb. 1940, Engilbert Valdimar, f. 12. nóv. 1914, Laufey Þóra, f. 15. ág. 1916, og Kristjana Emelía, f. 23. des. 1919. Uppeldissystir er Hulda Valdemarsdóttir, f. 3. mars 1912. Árni átti einn hálfbróður sammæðra, Harald Jónsson, f. 25. apríl 1946. Hinn 22. nóv. 1946 kvæntist Árni eftirlifandi eiginkonu sinni Ástu Kristinsdóttur, f. 4. jan. 1924 á Siglufirði. Börn í minninp vorri munt þú lifa, við munum þína blíðu lund. Nú lítum landamærin yfir og ljúft við sðknum þfn um stund, en fyrr en varir fmnumst við á friðarstundu við lífsins hlið. (Bergþóra Pálsdóttir) Okkar langar að kveðja þig með örfáum orðum, þó vitum við að þú munt alltaf vera með okkur. Margt riijast upp þegar við leiðum hug- ann að liðnum árum. Við minn- umst allra góðu stundanna sem við frænkurnar áttum með þér og ömmu. Það var gott að koma til ykkar í Njarðvík og fengum við aldrei nóg af því að gista hjá ykk- ur. Þú varst alltaf tilbúinn að keyra okkur og sækja þangað sem við óskuðum, hvort sem var á diskótek eða heim til okkar. Munum við frænkurnar sérstaklega eftir jóla- boðunum hjá ykkur ömmu og hafa þau verið óijúfanlegur þáttur í fjöl- skyldulífinu alla tíð. Alltaf var stutt í brosið hjá þér, elsku afi, og minnumst við þín sem einstaklega glaðlynds og skapgóðs manns. Þú varst iðjusamur og þá sjaldan þú áttir frí, sast þú í eldhús- inu með kaffibolla og vindil við útvarpið eða í hægindastólnum við sjónvarpið. Þú vildir allt fyrir alla gera og sérstaklega fyrir ömmu, hvort sem það var að spila við okkur frænkurnar Ólsen, Ólsen, þvo okkur um hárið eða snúast með ömmu. Trillan þín var þitt líf og yndi og leyfðir þú okkur öllum að stýra henni. Munum við eftir því þegar amma var að kalla á þig í talstöð- inni og athuga hvenær þú kæmir í land. Fengum við þá stundum að tala við þig og spyrja hvernig hefði fiskast. Síðan ókum við niður á bryggju og biðum eftir þér þar til þú komst að landi. Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári urðu þáttaskipti í lífi þínu er þú veiktist skyndilega og gekkst ekki heill til skógar eftir það. Þrátt fyrir veikindi þín vantaði ekki kímnigáfuna hjá þér. Við frænkurnar kveðjum þig með miklum söknuði en við vitum að þér líður vel núna. Á stundu sem þessari er okkur hugsað til orða Kahlil Gibrans; „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Guð geymi þig elsku afi. þeirra eru Georg Ragnar, f. 1. okt. 1946, kvæntur Hrafnhildi Jóns- dóttur, þau eiga þrjú börn, Ingu, f. ,10. mars 1948, gift Sölva Stefánssyni, þau eiga þijú börn, Valdísi, f. 10. mars 1948, gift Gísla Garðarssyni, Huldu, f. 2. jan. 1951, gift Guð- mundi Halldórs- syni, þau eiga tvær dætur, og Kristínu, f. 15. nóv. 1959, maki hennar er Hafþór Heijólfur Jónsson og eiga þau þiju börn. Fyrir hjónaband átti Árni einn son, Ingólf, f. 22. mars 1943, og er hann kvæntur Þóru Jónsdótt- ur, þeirra börn eru þijú. Árni var til sjós á sínum yngri árum, síðar hóf hann störf í Vélsmiðju Njarðvíkur og starfaði hann þar sem vél- smiður í yfir þijátíu ár. Ásamt starfi sínu í smiðjunni gerði Árni út trillu á sumrin og hin síðari ár var það hans aðal- starf. Utför Árna fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju á morgun, mánudaginn 31. júlí, og hefst athöfnin kl. 14.00. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Fyrir hönd barnabarnanna, Agnes Elva, Ásta, Vala og Hildur. Nú er góður vinur allur. Okkur langar að minnast hans í fáeinum orðum. Við kynntumst Árna 1952, er við unnum með honum í Vél- smiðju Njarðvíkur í Innri-Njarðvík. Árni var einstök persóna og vegna mannkosta og persónutöfra mun hann aldrei \ gleymast okkur. Er þá helst að minnast margra góðra samverustunda og ferðalaga, hér- lendis og erlendis, er við áttum með þeim hjónum, Árnu og Ástu. Hin ljúfa, glaða og létta jund hans var einn af eðlisþáttum Árna. Fólk með slíkt lundarfar lýsir upp og lífgar umhverfi sitt. Fólk hændist að honum, hann eignaðist vini hvarvetna. Meðal okkar, vina hans, vakti það sérstaka athygli hve ungir og óreyndir vinnufélagar hændust að honum. Kom það af sjálfu sér að honum væri falið að leiðbeina þeim í starfi. Árni var mikill eljumaður. Hann stundaði trilluútgerð seinni árin meðan heilsan leyfði og átti marga góða vini í hópi trillusjómanna. Árni missti heilsuna árið 1993 og þurfti að dveljast á hjúkrunar- heimili eftir það. Þetta var mikið áfall fyrir ástvini hans, en eigin- kona hans, sem reyndi af fremsta megni að létta manni sínum dvöl- ina, lagði oft meira á sig en þrek og kraftar leyfðu. I þessu birtist okkur hið kærleiksríka samband þeirra hjóna, en Ásta hafði búið manni sínum og börnum fagurt og kærleiksríkt heimili í Innri-Njarð- vík. Ásta mín, við viljum votta þér og börnum þínum innilega samúð. Blessum Guðs veri með ykkur. Við biðjum Drottin vorn, Jesú Krist, að geyma sálu vinar okkar og blessa minningu hans. Gréta og Kjartan, Sigrún og Ásgeir. MIIMMIIMGAR_________ ÓLAFUR ÞÓRISSON ■+■ Ólafur Þórisson fæddist í * Reykjavík 6. nóvember 1953. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 7. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 14. júlí. ÞAÐ var haustið 1971 sem fundum okkar bar fyrst saman. Við vorum að hefja nám við Vélskóla Íslands og var hópurinn nokkuð stór. Þar á meðal var Ólafur Þórisson og áttu okkar kynni eftir að endast þar til yfir lauk. Það kora snemma í ljós að Ólafur var góður námsmað- ur sem einnig átti auðvelt með að blandast í hópinn. Hann hafði þá þegar kynnst Júlíu Sigurðardóttur sem varð hans lífsförunautur. Eign- uðust þau saman glæsilegt heimili og þrjá mannvænlega syni sem nú verða að horfa á bak föður sínum í blóma lífsins. Á námsárunum stóð yfir end- umýjun togaraflotans og öld skut- togaranna var að renna upp, jafn- framt mikilli grósku í kaupskipa- útgerð. Hugur Ólafs hneigðist strax til starfa á flotanum og með skólan- + Þórunn Kristjana Hafstein fæddist á Húsavík 20. mars 1922. Hún lést á hjartadeild Landsspítalans 19. júlí sl. Utför Þórunnar fór fram frá Bústaðakirkju 26. júlí. ÞEGAR kær og náinn samferða- maður kveður, svíður það einsog opin und. Jafnvel þótt að dauðinn geti verið lausn frá erfiðum sjúk- dómi, og það finnst manni innst inni, er það söknuðurinn sem eftir stendur, söknuður eftir því sem var og söknuður yfir því sem aldrei getur orðið. Dórí hefur kvatt þetta líf, sem oft á tíðum var henni þung- bært, sakir heilsubrests um árabil. Þórunn Kristjana Hafstein, kölluð Dórí, var dóttir Þórunnar og Júlíus- ar Hafstein, sýslumanns á Húsavík. Við ólumst upp saman í tíu ár, vor- um góðar og nánar vinkonur og höfðum alltaf samband, þótt með hléum væri. Seinustu tuttugu árin var okkar samband traustara og nánara og leið sjaldan sá dagur að við töluðumst ekki við í síma. Dórí átti ekki gott með að fara út af + Ingibjörg Alexandersdóttir Olsen fæddist í Reykjavík 6. september 1925. Hún lést í Landakotsspítala 22. júlí sl. og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 27. júlí. ÞAÐ var á kyrru haustkvöldi árið 1963 sem við Ingibjörg Olsen fund- um hvor aðra. Ég hafði nýverið stofnað til vináttu við börn hennar, Harald og írisi, og orðin hagvön á heimili þeirra. Ingibjörg hafði verið erlendis og þegar ég hljóp niður í Suðurgötu þetta kvöld vissi ég ekki að húsmóðirin væri komin heim og gekk með öryggi æskunnar inn um dyrnar eins og ég byggi þama. í eldhúsinu stóð lagleg Ijóshærð kona, sem mér virtist ekki vera mikið eldri en við krakkarnir. „Hæ,“ sagði ég og ætlaði að ganga upp til vina minna, en þá var sagt ákveðinni röddu: „Hér heilsar maður? Sæl vertu, Ingibjörg heiti ég. Hvað heitir þú?“ Mér fell samstundis vel við hana. Þessi festa, hreinlyndi og hlýja hittu mig beint í hjartastað. Allar götur síðan var okkur vel til vina. Þó að mér þætti til um hana við fýrstu kynni, þótti mér þó enn meira til hennar koma þegar ég kynntist henni betur og hefur ekki þótt vænna um og eftir skóla starfaði hann á kaupskipum. Lengst af starfaði hann hjá Eimskipafélagi íslands þar sem hann nam einnig vélvirkjun. Sá er þetta ritar starfaði um svipað leyti hjá Eimskip og átti þess kost að fylgjast með störfum Ólafs og var það almannarómur að hann leysti störf sín vel og samviskusam- lega af hendi. Er störfum hjá Eim- skip lauk starfrækti hann eigin smiðju um nokkurra ára skeið, eða þar til hann hóf störf hjá Vinnueftir- liti ríkisins. Er hann starfaði þar þurfti ég oft að leita til hans með úttektir og skoðanir á vinnuvélum og tækjum. Mætti margur opinber starfsmaður taka sér Olaf þar til fyrirmyndar, hvað varðar fram- komu og almennilegheit í starfi. Er mér minnisstætt eitt atvik þar sem Ólafur var að gera skýrslu um vinnuslys á vinnustað sem ég starf- aði á. Vart var vinnufriður til að kanna vettvang og mæla út staðinn sökum flimtinga starfsmanna. Ólaf- ur spurði þá mannskapinn með mikilli festu hvort vinnuslys væru einhver skemmtun og var aðdáun- heimilinu og ég fór þá í heimsókn og oft og iðulega fengum við okkur smábílferð og enduðum síðan heima hjá mér í kaffi. Hún var ákaflega hrifin af að koma í garðinn hjá mér í allt blómaskrúðið, sitja í garðhús- inu og drekka kaffi, ræða gamla og nýja daga, trúmál og svo lífs- hlaupið svona almennt. Okkur sjálf- um þóttu þetta mjög áhugaverðar umræður. Ennþá einu sinni var slík ferð fyrírhuguð þegar ég kæmi nú í sumar heim frá útlöndum. En sama dag og ég kom heim, þann nítjánda júlí, tókst Dórí aðra og lengri ferð á hendur. Ef til vill er hún komin í annan garð með lita- skrúði og blómaangan, þar sem þeir sem á undan eru farnir, bjóða hana velkomna. Það standa vinir í varpa, þá von er á gesti. Dórí giftist Steinari Kristjánssyni skipstjóra og áttu þau eina dóttur og tvo dóttursyni. Hún unni sinni fjölskyldu sem var henni eitt og allt. Dórí ferðaðist mikið með eigin- manni sínum til annarra landa og minntist oft þeirra ferða. Með um marga mér óvandabundna en hana. Ekkert virtist geta bugað þessa konu. Bjartsýni hennar, velvild í allra garð, fádæma vinnusemi, glað- lyndi og greiðvikni einkenndu öll samskipti við hana. Hún tók ótíma- bærum fráföllum í fjölskyldu sinni og erfiðum sjúkdómi með slíkri reisn að sjaldgæft hlýtur að teljast. Lífið var vinur hennar og hún naut þeirr- ar vináttu til hinstu stundar. Hún naut vina sinna, barna sinna og barnabama út í æsar, en kannski mest nú síðari árin samvistanna við besta vin sinn og eiginmann, Kristin Olsen. Manni var ævinlega létt um hjartað eftir að hafa verið samvistum við þau. Það var mikið jafnræði með þeim og virðing þeirra hvort fyrir öðru var auðfundin og mannbætandi. Greiðvikni Ingibjargar var henni SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ1995 27 arvert að sjá hvemig allt datt í dúnalogn. Hann var jafnframt orð- heppinn og oft á stundum spaug- samur í leik og starfi. Hann gerði ekki mikið af því að tala um eigið ágæti, en meira af því að benda á það sem aðrir gerðu vel og varð ég oft vitni að slíku. Ég átti þess jafnframt kost að kynnast foreldrum Ólafs er ég starfaði sem vélstjóri á MS Laxá hjá föður hans Þóri Kristjónssyni og eru minningar frá því sumri oft í huga mér. Þórir stýrði skipi sínu af festu og öryggi, en var samt alltaf góður félagi áhafnar sinnar. Einnig var alltaf stutt í skemmtileg- an húmor. Er ég ásamt eiginkonu heimsótti Ólaf og Júlíu í Kópavogi, bar smek- kvísi heimilisins fyrri kynnum af þeim glöggt vitni. Það er ósk mín og ég leyfi mér að tala fyrir hönd okkar allra gömlu skólafélaganna að allt gangi Júlíu konu hans og sonunum þremur í haginn um ókomna framtíð. Votta ég þeim ásamt öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Fyrir hönd skólabræðra í Vél- skóla íslands. Agnar Ásgrímsson. ánægju rifjaði hún upp eitt og ann- að sem hún hafði upplifað. Dórí var húsmæðrakennari að mennt og var heimili þeirra hjóna alltaf hlýlegt og fallegt, handavinna hennar setti sinn svip á heimilið, hún var ein- staklega gestrisin og góð heim að sækja. Þegar ég sit hér með söknuð í huga, koma mér í hug yndislegu Ijóðlínurnar sem við sungum saman í æsku. Vi/tu með mér vaka er blóm- in sofa. En við vökum ekki lengur saman, til að dást að fegurð blóm- anna eins og áður. Kemur ekki vor að liðnum vetri? Dórí þráði alla tíð vorið og birtuna, því þá fannst henni að hún öðlaðist heldur meiri þrótt og gæti þá kannski betur notið þess, sem lífið sem og sumarið sem í vændum var hefði uppá að bjóða. Hún hélt alltaf í vonina og stóð meðan stætt var. Vaxa ei nýjar rósir sumar hvert? Jú, það vaxa nýjar rósir sumar hvert, en sama rósin sprettur aldrei aftur, þótt önn- ur fegri skreyti veginn minn. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Kæra vinkona, ég og fjölskylda mín segjum hjartans þökk fyrir all- ar góðu og ánægjulegu stundirnar í gegnum árin og kveðjum þig með orðunum, sem þú sjálf hafðir sem kveðju. Guð geymi þig. Guðrún Karólína Jóhannsdóttir. svo eðlislæg og samgróin að hún vissi eiginlega ekki af henni. Hún var svo fljót að bjóða fram aðstoð eða og leysa úr málum að ég hef hvergi kynnst öðru eins nema hjá dóttur hennar og systurdóttur. „Ekkert mál,“ sagði hún gjarnan og hjá henni voru það ekki orðin tóm. Líkast til býr þó lengst í vit- und manns hvað hún var lifandi og áhugasöm um alla hluti og yfir- lætislaus. Hún var eins við alla og gjörsamlega laus við tilgerð. Á kveðjustund þakka ég af hjarta fyrir allar góðu stundirnar og það sem hún skilur eftir af sjálfri sér í hjarta manns. Kristni Olsen, æsku- vinum mínum íris og Haraldi og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðj ur. Guð blessi minningu Ingibjargar Olsen. Ásta Michaelsdóttir. t Faðir okkar, SIGURGEIR G. SIGURÐSSON, Bolungarvík, andaðist í sjúkrahúsi Bolungarvíkur föstudaginn 28. júlí. Börnin. ÞÓRUNN KRISTJANA HAFSTEIN INGIBJÖRG OLSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.