Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dagskrárstefna Ríkisút- varpsins og leikaraverkfallið Frá Arnþóri Helgasyni: Á UNDANFÖRNUM árum hefur dagskrá Ríkisútvarpsins breyst mjög. Hin svo kallaða fjölmiðlabylt- ing hefur gert dagskrárgerð alla ein- hæfari en fyrr. Byltingin felst í því að meginhluti útvarpsstöðva sendir út tónlist og óunnar dagskrár en Ríkisútvarpið, a.m.k. rás 1, heldur enn nokkru af fyrri einkennum, þ.e. íjölbreyttri dagskrá. Þó virðist nokk- uð halla undan fæti og enn sem fyrr vantar einhveija stefnu í dagskrár- gerð. Þættir koma og fara og fastir þjónustuliðir eru sjaldnast lengi á sínum stað. Þannig má ætla að út- varpið hafi að nokkru misst af hópi hlustenda sem nutu áður markvissr- ar fræðslu og gátu gengið að þætti sínum á vísum stað í dagskránní. Nefna má Bændaþáttinn sem dæmi en hann var á dagskrá Ríkisútvarps- ins um áratuga skeið. Nú er Auðlind- in tekin við og veitir margvíslegan fróðleik um sjávarútveginn, sjó- mönnum og útgerðarmönnum til gagns og landkröbbum til fróðleiks og ánægju. Barnatími útvarpsins er liðinn undir lok og verður nú sjón- varpi látið eftir að fræða börn og unglinga þessa lands. Hvers eiga hlustendur að gjalda? Ber útvarpið engar skyldur gagnvart þeim sem fara á mis við myndrænt efni? Allir róa á sömu mið Óbein samkeppni ríkir nú milli rásanna og dagskrárgerðarmenn róa á sömu mið. Sorglegasta dæmið er nýr síðdegisþáttur rásar 1 þar sem tekin eru fyrir dægurmál sem einnig er fjallað um á rás 2. Að vísu virð- ist sem umræðan á rás 1 eigi að vera vitrænni og óháð tónlistarinn- skotum en vart er hægt að segja að þessi þáttur geri dagskrána fjöl- breyttari. í viðleitni sinni til þess að þjóna landslýð hefur margt tekist vel hjá Ríkisútvarpinu þótt hinu sé ekki að leyna að ýmislegt hefði mátt betur fara. Þannig hefur útvarpið lagt sig í líma við að vera fábreytt á laugar- dagskvöldum að undanförnu. Rás 2 er notuð sem eins konar ruslakista og útvarpað er síbyljutónlist sem heyrist jafnframt frá öðrum útvarps- stöðvum um mikinn hluta landsins. Langbylgjusendirinn hefur verið tek- inn undir þessa síbylju á laugardags- kvöldum því að óperukynningar þykja sjálfsagt ekki boðlegar al- mennum hlustendum sem eru ein- hvers staðar þar sem ekki næst til FM-stöðvanna. Verkfall leikara hefur sett mark sitt á dagskrána Nú hefur um nokkurt skeið staðið yfir verkfall leikara hjá Ríkisútvarp- inu og hefur það sett mark sitt á dagskrá þess. Leikritin hafa löngum verið snar þáttur í dagskrá útvarps- ins og veitt mörgum mikið yndi. Þá hefur Útvarpsleikhúsið lagt sig fram um að kynna ýmsar hræringar í leiklist samtímans og verðmæti lið- inna meistara. Eramsetning leikrit- anna er oft með þeim hætti að unun er á að hlýða. Nú hljóta hlustendur brátt að kreíjast þess að samið verði við leikara svo að hægt verði að útvarpa leikritum að nýju. Þá ætti að vera kjörið tækifæri fyrir stjórn- endur Ríkisútvarpsins að huga að því hvernig leikritum verði útvarpað þannig að sem flestir geti notið þeirra. Um nokkurt skeið hafa verið send út hádegisleikrit annars vegar og sunnudagsleikritin. Hádegisleik- ritin eru bútuð niður í stutta þætti sem gerir ýmsum óhægt um vik að njóta þeirra því að ekki er hægt að taka ser hlé frá vinnu til þess að fara í Útvarpsleikhúsið auk þess sem erfitt er að halda þræði í leikriti sem er jafnvel í 10-15 þáttum. Er ekki tími til þess kominn að ráðamenn útvarpsins hugi að breyttri dagskrárstefnu og mark- vissari notkun beggja rása ríkisút- varpsins? Er ekki kominn tími til þess að Ríkisútvarpið átti sig á að nauðsyniegt er að bjóða hlustendum afþreyingarefni á laugardagskvöld- um, þeim sem geta ekki notið sjón- varps? Gerum ríkisútvarpið að menning- armiðli en látum einkastöðvarnar um ruslið. ARNÞÓR HELGASON, Tjarnarbóli 14, Seltjarnamesi. Borgartún - atvi n nuhú snæði 275 fm gott atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Góðar inn- keyrsludyr. Gott athafnarsvæði utanhúss. Til afhendingar strax. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 551-9540 og 551-9191. Hamrahverfi - Grafarvogi Vandað og gott einbhús á einni hæð ásamt innbyggðum tvöföldum bílskúr. Stærð alls 188 fm. 4 svefnherb., hellulögð innkeyrsla, falleg lóð. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Verð 16,5 millj. 6132. * FASTEIGIMASALA Sími 533-4040 ÁRMÚLA21 DAN V.S. WIIUM, HDL„ LÖGG. FASTSALI ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI SÖLVI SÖLVASON, HDL. BIRGIR GEORGSSON, SÖLUM. SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 31 /á^ Laugarnesvegur 62 Vorum að fá í einkasölu sérlega glæsilega 3ja herb. íbúð 88 fm á 3. hæð í nýlegu litlu fjölbhúsi. Glæsilegar innréttingar. Parket og steinflísar. Rúmgott eldhús með fallegum innr., öll tæki fylgja. Sérþvottahús í íb. Suðursvalir. Verð 8,2 millj. Skeifan, fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46,108 Reykjavík, sími 568 5556. Lokað sunnudag. & - Hóll rífandi sala - Hóll rífandi sala - Hóll rífandi sala - hOLl Mosfellsbær FASTEIGN ASALA © 5510090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæðt.v. Franz Jezorski, lögg. fast.sali. Lokað um helgar í sumar Réttarsel. Stórgl. raðh. átveim- ur hæðum ásamt bílsk. Parket á öllu, arinn í stofu. Góð verönd. Áhv. 8,8 millj. Verð aðeins 12,5 millj. Fljótur nú! 6782. Safamýri. Á þessum fráb. stað erum við með í sölu 138 fm sér- hæð ásamt 30 fm bílsk, Glæsi- eign. Verð 12,7 millj. 7990. Afar vandað 143 fm einbhús á einni hæð ásamt 50 fm tvöf. bílsk. 4 svefnherb., 2 stofur, falleg eikar- innr. í eldh. Úr stofu er gengt beint út á fallega ræktaða lóð. Skipti mögul. Verð 13,2 millj. 5777. Sumarhús. Nýkominn í sölu góður 40 fm sum- arbúst. í landi Ketilsstaða í Rang- árvallasýslu. Innbú fylgir. Lóðar- leiga greidd til ársins 2025. Góð greiðslukjör. Verð aðeins 1,9 millj. 8002. OPIÐ HUS - SKOÐAÐU NU! Álfaheiði 11 - Kóp. Einstakl. gott 180 fm einbhús m. innb. bílsk. 4 svefnherb., 2 stofur, sameiginl. leiksvæði fylgir og stutt í skóla. Fráb. eign fyrir fjölskfólk. Áhv. 7,0 millj. Verð 14,2 millj. Herdís og Baldur taka á móti gestum milli kl. 14 og 17. 5911. Aratún 25 - Gbæ stórar stofur, Merbau-parket, glæsil. garðskáli. Makaskipti vel hugsanl. á minni eign. Áhv. byggsj. og húsbr. 7,0 millj. Lækk- að verð 12,9 millj. Erik og Inga taka á móti gestum milli kl. 14 og 17 í dag. 5896. Framnesvegur21 - 1. hæð til vinstri Skemmtil. steinsteypt einb. á einni hæð á þessum vinsæla stað í Gbæ ásamt 35 fm bílsk. 4 svefnherb., Mikið endurn. og góð 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæð. Áhv. 2,3 millj. byggsj. Verð aðeins 5,3 millj. Þessi verð- ur fjót að fara. Ragnhildur og Markús taka á móti gestum milli kl. 14 og 17. 2483. - Hóll rífandi sala - Hóll rífandi sala - Hóll rífandi sala - Við tjöldum aðeins því besta! 31.245 kr. ster. Eigum einnig 4 manna hústjöld á Tjaldaðu þínu besta - frá Skátabúðinni! EZ Raðgreiðslur • PósTsendum samdægurs. -SFAFAK FKAMÚR -S4 m i 56 f 2 0 4 5 • F a x 5 6 2 4 1 2 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.