Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 5 FRÉTTIR Kynning- arstjóri 1 Atlanta FRAMKVÆMDASTJÓRN kynn- ingarmála á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 hefur ráðið Rab Christie, skosk- an blaðamann sem- búsettur hefur verið á ís- landi í 13 ár, blaðafulltrúa á alþjóðlegu hand- boltamóti í Atl- anta dagana 6.-13. ágúst. Verkefni hans verður að vera fréttamönnum til aðstoðar og gefa út fréttaefni. Mót þetta er undirbúningsmót fyrir handknattleikskeppnina á ÓL ’96. Rab Christie hefur undanfarin ár verið sjálfstætt starfandi blaða- maður og skrifað í mörg blöð og tímarit hérlendis sem erlendis. I vor ritstýrði Rab fréttabréfi HM í handbolta á íslandi ásamt Fjalari Sigurðssyni en það var einkum ætlað frétta- og blaðamönnum. Blaðið var gefið út á hveijum móts- degi í tæplega þúsund eintökum. „Ég tel að ráðning mín staðfesti umfram allt að skipulagning og framkvæmd HM á íslandi hafi heppnast ákaflega vel,“ sagði Rab í samtali við Morgunblaðið. „Að mínu mati er þetta þannig einkum góð kynning fyrir ísland.“ Hann segir að bandaríska handknatt- leikssambandið hafi haft milli- göngu um ráðninguna en eftir æf- ingamótið komi í ljós hvort hann verði ráðinn forstöðumaður upplýs- inga- og fréttadeildar á handknatt- leiksmóti Ólympíuleikanna í Atl- anta 1996. -----♦ ♦ ♦---- Verkefna- ráðinn í utanríkis- ráðuneytinu ÞÓRÐUR Ingvi Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignaleigufyrirtækisins Lindar, hefur verið ráðinn til að sinna sér- stökum verkefnum í utanríkis- ráðuneytinu. Ráðningin tók gildi If júní síðastliðinn og er ótíma- bundin. Róbert Trausti Árnason, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði að Þórður Ingvi myndi fyrst og fremst fást við verkefni tengd fjárhagsvanda flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Síðan væri hann einn- ig að vinna að ýmsum verkefnum sem tengdust Sölu varnarliðseigna og í þriðja lagi hefði hann komið að verkefnum sem tengdust sam- skiptum varnarliðsins óg veitu- stofnana á svæðinu, einkum Hita- veitu Suðurnesja og Vatnsveitu Suðurnesja. -----♦ ♦ ♦---- Kvikmyndasjóður Ný úthlutunar- nefnd skipuð STJÓRN Kvikmyndasjóðs íslands hefur skipað nýja úthlutunarnefnd sjóðsins fyrir árið 1995/1996. í stjórninni verða Laufey Guð- jónsdóttir, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir og Markús Örn Ant- onsson. Framkvæmdastjóði Kvik- myndasjóðs íslands er Bryndís Schram. Hver sem er hefur getað breytt starfsheiti í símaskránni símleiðis Póstur og sími íhug- ar hertar reglur EKKI er að finna aðrar skýringar á því að starfsheiti hjúkrunafræð- ings breyttist í líksnyrti í nýju símaskránni en þær að einhver hafi hringt í skráningu símaskrár og breytt því símleiðis, að sögn Guðbjargar Gunnarsdóttur upp- lýsingafulltrúa Pósts og síma. Að sögn Guðbjargar harma yfir- menn skráningar símaskrá mjög þetta atvik og sé nú í athugun að herða reglur um skráningu. Til þessa hafi verið heimilt að breyta tveimur atriðum varðandi skrán- ingu í símaskrá án þess að fylla út sérstakt eyðublað, annars vegar starfsheiti og hins vegar hafi ekkju eða ekkli verið heimilt að færa síma yfir á sitt nafn, við fráfall maka. Fólk hafi verið tekið trúan- legt án sérstakra eftirgrennslana. Óprúttnir hrekkjalómar „Það hefur verið hugsað sem liðlegheit við viðskiptavini okkar að fá að breyta starfsheiti í gegn- um síma, en við grikki sem þessa fer þessi þjónusta að orka tvímæl- is. Yfirmenn skráningar hafa áhyggjur af þessum máli og íhuga að hafa allar breytingar skriflegar hér eftir,“ segir Guðbjörg. Hún segir P&S ekki hafa nein gögn um að umræddu starfsheiti var breytt úr hjúkrunarfræðingi í líksnyrti, en hins vegar séu til skjöl með leiðréttingu viðkomandi konu hjá söludeild P&S. Kvörtun vegna þessa hafi ekki borist til yfirmanna stofnunarinnar, en vafalaust hafi starfsmenn sölu- deildar tekið á móti kvörtunum hennar. Starfsheiti hjúkrunar- fræðingsins sé nú rétt hjá 03. Stofnunin grandalaus „Mér skilst að dæmi sem þessi séu mjög sjaldgæf en vitaskuld er stofnunin grandalaus gagnvart iðju hrekkjalóma af þessu tagi og reiknar með að þeir sem hringi séu ekki að villa á sér heimildir. Því miður virðist alltaf finnast óprúttnir náungar sem þurfa að notfæra sér allar mögulegar srnugur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.