Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig með blómum, skeytum, gjöfum og heim- sóknum á áttrœðisafmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Hanna Ólafsdóttir. Leiðsöguskóli íslands Kennsla hefst 6. september nk. Uplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi í skólanum frá 31. júlí kl. 16-18. Umsækjendur skulu.... • Hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun/reynslu og vera orðnir 21árs. • Hafa gott vald á helst 2 erlendum tungumálum, þ.e. auk ensku t.d. þýsku, frönsku, hollensku, Norðulandatungumálum, spænsku, ítölsku eóa japönsku. • Hafa ferðast töluvert um ísland. • Vera þjónustuliprir, skapgóðir og jákvæðir í hugsun. • Hafa gaman af að umgangast fólk af ólíku þjóðerni og geta talað á erlendu tungumáli blaðlaust í hljóðnema um land og þjóð. • Vera reiðubúnir að vinna óreglubundna og jafnvel stopula sumarvinnu. Umsóknarfrestur rennur út 8. ágúst nk. og skulu umsækjendur hafa skráð sig í viðtal fyrir þann tíma. Leiðsögusköli íslands Digranesvegi 51, Kópavogi (inngangur frá Hávegi) sími: 564 30 33 ÍDAG VELVAKANDI Svararí síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Illa komið fyrir íslenskunni? RAGNAR Þóroddsson kom og hafði í fórum sínum bréf frá Félags- málaráðuneytinu þar sem verið var að veita atvinnuleyfi. Bréfið var bæði á íslensku og ensku og var íslenski hluti þess afar illa skrifaður og þijár villur voru í texta sem varla var meira en fjórar línur. Reyndar var enski textinn líka með vitleysum og má furðu- legt teljast að opinber stofnun vandi ekki betur mál sitt í opinberu plaggi. Ragnar Þóroddsson, Garðabæ. Tapað/fundið Filma tapaðist í miðbænum TAPAST hefur átekin filma í miðbæ Reykja- víkur merkt með mánað- artali og ári. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band við Kristínu í síma 551 0165/553 7446. Reiðhj ólahj álmur tapaðist REIÐHJÓLAHJÁLMUR var tekinn í fatahengi Norræna hússins í byij- un júlí. Um er að ræða gráan „etto“ hjálm sem er stillanlegur. Finnandi hafi samband við Krist- ínuísíma 551 0165/553 7446. HÖGNIHREKKVÍSI ÞESSI duglegu börn héldu hlutaveltu á dögunum og söfn- uðu 1.000 krónum til styrktar Rauða krossi Islands. Þau eru frá vinstri: Gísli Rafn Guðmundsson, Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, Arnar Geir Magnússon og Viktor Örn Björnsson. Á myndina vantar íris Anítu Björnsdóttur. ÞESSIR duglegu drengir söfnuðu fé til styrktar Rauða krossi íslands að upphæð kr. 3.513 sem þeir afhentu á dögunum. Þeir eru frá vinstri: Sigurður Baldursson og Pálmi Aðalbjöm Hreinsson. SKÁK Umsjón Margeir Pctursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á SKA mótinu í Biel í Sviss sem nú stendur yfir. Utut Adianto (2.590) hafði hvítt og átti leik en Þjóðveijinn Stefan Kindermann (2.565) var með svart. 36. Rxe7! - Rxe7 37. d6 — Rf5 (Vonast eftir 38. Hd8+ - Kg7 39. e7 - Rxd6!, en betri vamar- möguleiki var að hrekja hvíta kónginn á lakari reit með hróksskákum) 38. Hf7+ - Kg8 39. Hxf5! og svart- ur gafst upp, því hvítur fær nýja drottningu. Staðan eftir fjór- ar umferðir í Biel: 1-2. Drejev, Rúss- landi og Gelfand, Hvíta-Rússlandi 3 v. 3-6. Adianto, deFirmian, Banda- ríkjunum, Kinder- mann og Tkaciev, Kasakstan 2‘A v. 7-9. Campora, Argentínu, Shirov, Lettlandi og Zvjag- intsev, Rússlandi 2 v. 10-11. Hodgson, Englandi og Milov, ísrael 1 ‘A v. 12-14. Gavrikov, Litháen, Brunner, Sviss og Jan Tim- man, Hollandi 1 v. hjá H&M í Evrópu. Minnst 40% afsláttur. Hefst á morgun, mánudag. RCWELLS Kringlunni 7, sími 588 4422. ■■FYRIR ALLA Í ►FJOLSKYLDUNNH § O) £ Yíkverji skrifar... VÍKVERJI vissi ekki almeríni- lega hvort að hann ætti að hlæja eða gráta þegar hann las við- tal við forstjóra ÁTVR í einu dag- blaðanna í síðustu viku. Þar greindi forstjórinn frá því að það væri „löngu liðin tíð“ að bannað væri að selja bjór yfir ákveðnum styrkleika í verslunum ríkisins en þegar bjórsala hófst var ákveðið, að sænskri fyrirmynd, að ekki mætti selja bjór sem væri yfir 5,6% að styrkleika. Þessi stefnubreyting átti að hafa átt sér stað þann 1. mars á síðasta ári en til þessa virðist enginn hafa vitað af henni. Allra síst innlend ölgerðarfyrirtæki, ef marka má fréttir. Þá greindi forstjóri ÁTVR frá því að í sumar hefði áfengisverslun- in að Stuðlahálsi verið opin klukku- tíma lengur eða til klukkan 19 á föstudögum. Hann sagði neytendur þó ekki hafa nýtt sér þessa þjón- ustu þar sem að á meðan verslanir í Kringlu og Mjódd væru fullar af fólki klukkan sex væri tómt á Stuðlahálsi. Bætti hann því við að ekki hefði enn verið ákveðið hvort að framhald yrði á þessari þjónustu. Víkveiji, líkt og allir aðrir sem hann hefur rætt þetta mál við, kom gersamlega af fjöllum. Hvernig í ósköpunum eiga neytendur að átta sig á því að ákveðið hefur verið að hafa opið lengur í einni verslun ef það er ekki auglýst? Fæst okkar eru útbúin með einhvers konar sjötta skilningarviti. Og er svo hugsanlegt að þessari auknu þjón- ustu verði hætt þar sem að enginn veit af henni? Satt best að segja finnst Vík- veija þetta vera enn eitt dæmið um hversu undarlegar myndir „þjón- ustulund“ ríkisrekinna einokunar- fyrirtækja getur tekið á sig. Ef að menn hafa á annað borð hug á að koma til móts við neytendur með sveigjanlegri opnunartíma af hveiju í ósköpunum er þá ekki opnunar- tíminn lengdur í þeim verslunum þar sem, viðskiptavinirnir eru? Það myndast sovéskt biðraða-ástand fyrir utan margar verslanir ÁTVR í höfuðborginni síðasta klukkutím- 'ann fyrir lokun á föstudögum líkt og forstjórinn bendir á. Væri ekki nær að lengja opnunartímann þar frekar en á Stuðlahálsi? xxx AÐ er ekki hægt að segja ann- að en að úrval grænmetis og ávaxta hafi batnað stórlega í stór- mörkuðunum undanfarin ár. Virðist sem flestar hugsanlegar tegundir séu nú orðnar fáanlegar hér á landi. En þrátt fyrir að framandi ávöxt- um og grænmeti fjölgi virðist oft vera erfitt að nálgast algengustu tegundir. Þannig kemur það ítrekað fyrir að Víkveiji verði að ganga á milli helstu stórmarkaða í leit að sjálfsögðum vörum á borð við stein- selju og dill. Oftar en ekki er svo ferskleika steinseljunnar ábótavant þegar hún loksins finnst. Er ekki hægt að bæta úr þessu? .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.