Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUB 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga stórmynd sumarsins í Bandaríkjunum, Batman Forever. Val Kilmer leikur leðurblökumanninn, en í hlutverki erkióvina hans eru stórstirnin Jim Carrey og Tommy Lee Jones. BATM AN ENN OGAFTUR BARÁTTA Batmans við illu öflin í Gotham City tekur engan endi. Undanfarin ár hefur verið fest á filmu barátta hans við Jokerinn sem Jack Nicholson lék, mörgæsarmanninn Danny DeVito og kattarkonuna Michelle Pfeiffer. Nú er komin þriðja myndin, Batman Forever. Millj- arðamæringurinn Bruce Wayne tekur enn hamskiptum á hverju kvöldi og bregður sér í gerfi leð- urblökumannsins og gerir sitt ít- rasta til að fækka í hópi illmenn- anna. Þrátt fyrir frækna sigra í þeirri baráttu sér ekki högg á vatni og enn er enginn skortur á voðaverkum í Gotham-borg. í Batman Forever, kljáist Bat- man við tvo óvenju illskeytta óvini. Two-Face (Tommy Lee Jones) var áður saksóknari bæj- arins og gekk þá undir nafninu Harvey Dent. Hann varð hins vegar fyrir slysi í réttarsalnum og kennir Batman um slysið og þau óhugnanlegu andlitslýti sem hann hlaut við það. Two-Face hefur svarið að ná sér niðri á Batman og komast að þyí hver það er sem gríman hans hylur. Hann fær til liðs við sig The Riddler, Gátumanninn (Jim Carr- ey). Sá hét áður Edward Nygma og var starfsmaður stórfyrir- tækisins sem kennt er við Bruce Wayne. Hann taldi sig hins vegar sniðgenginn í starfi og hefur umbreytt sér í skrautlegan en leyndardómsfullan og stórhættu- legan glæpamann sem hyggst leita hefnda með vél að vopni sem hann hefur fundið upp í því skyni að ná allsherjartökum á hugs- unargangi hinna góðu og grand- vöru íbúa Gotham-borgar. Þessir tveir stórglæpamenn, sem að auki eru sundurgerðar- menn í klæðarburði og uppá- tækjasamir í meiralagi, taka saman höndum og heita að leggja saman krafta sína. Báðir vilja steypa Gotham- borg í glötun. Markmið ann- ars er að svipta Batman hulunni og ærunni, hinn vill koma Bruce Wayne á kné. Það fer fram hjá báðum sem hverjum manni ætti þó að vera ljóst; Bruce Wayne og Batman eru einn og sami maðurinn. En að þessu sinni stendur Batman ekki einn í baráttunni því sér við hlið hefur hann ungan félaga, Robin, öðru nafni loftfim- leikamanninn Dick Grayson sem líkt og Bruce Wayne hefur orðið fyrir því áfalli að horfa upp á glæpamenn myrða foreldra sína. I því áfalli er að leita upphafsins að því að Batman sagði glæpa- lýðnum stríð á hendur og á sama hátt heitir Dick Grayson því nú . að berjast hetjulega við hlið Bat- mans. Stríðið góða hefur hins vegar ekki megnað að lina raunir Bruce Wayne, sem enn er hrjáður af minningum um bernskuáföllin. Sálarkvalirnar útskýra hvílíkt aðdráttarafl afbrotasálfræðing- urinn ægifagri, dr. Chase Meri- dian (Nicole Kidman) hefur á • Bruce Wayne en hún er hins veg- ar tvístígandi gagnvart því að játast milljarðamæringnum myndarlega af því að það er í raun annar sem á hug hennar og hjarta. Og það er enginn ann- ar en Batman. Rétt eins og glæpamennirnir er afbrotasálfræðingurinn stór- gáfaður en þó ekki nógu skarpur til að sjá að Bruce Wayne hefur ekki aðeins mótífið heldur einn íbúa Gotham næg efni til að hafa ráð á öllum tækninýjungunum sem Batman grípur til í barátt- unni við glæpalýðinn, auk þess sem munnsvipur beggja er alveg eins. Þess vegna bætist enn eitt hugarangrið við í flækjuna hjá Bruce Wayne, sem nú er orðinn þátttakandi í tveggja manna ást- arþríhyrningi og veit ekki hvort hann á að treysta konunni fyrir leyndar- málinu. GATUMAÐURINN (Jim Carrey) hefur fundið upp stórkostlega vél sem ætlað er að heilaþvo íbúa Gotham- borgar og aðstoða hann þannig við að ná hefndum á Bruce Wayne. Batman Forever er þriðja myndin sem gerð er um leður- blökumanninn síðastliðin sex ár. Hinum fyrri tveimur leikstýrði Tim Burton og þá var Michael Keaton í titilhlutverkinu. Þar fékk Robin ekki að vera með. í myndum Burtons var lögð áhersla á drunga og sálarflækjur söguhetjunnar en samt slógu þær hressilega í gegn og hlutu metað- sókn. Engu að síður ákváðu framleiðendur myndarinnar, Warner-kvikmyndaverið, að söðla um og fá Joel Schumacher til að taka við stjórnartaumunum þegar ákveðið var að gera þriðju myndina. Schumacher hefur áður m.a. gert The Client með Susan Sarandon og Tommy Lee Jones í aðalhlutverkum og Falling Down með Michael Douglas. Til þess var ætlast af honum að hann legði meiri áherslu en fyrir- rennarinn á gamansemi, léttleika og ævintýri við frásagnir af hetj- unni og það hefur hann gert því yfírbragð Batman Forever er allt léttarra en fyrri myndanna tveggja. Tim Burton fór hins vegar ekki langt þegar hann stóð upp úr leikstjórastólnum því í þess- ari mynd er hann í hlutverki framleiðanda. Það fer tvennum sögum af því hvers vegna Michael Keaton hvarf úr titilhlut- verkinu en ljóst er að kröf- ur hans um 15 milljóna dollara, u.þ.b. 1 milljarður króna, laun hafa ekki orðið til að auka áhuga*aðstand- enda myndarinnar á að hafa hann með. í staðinn var fenginn í hlutverkið Val Kilmer, sem lék Jim Morrison í The Doors eftir Oliver Stone og A NÆTURNAR fer Bruce Wayne (Val Kilmer) um Gotham-borg í gervi Batmans og berst ásamt Rob- in (Chris O'NichoII) aðstoðarmanni sínum gegn þjófum og ræningjum. GATUMAÐURINN (Jim Carrey) og Two-Face (Tommy Lee Jones) leggjast á eitt um að klekkja á Bruce Wayne, Batman og Gotham City. Á DAGINN nýtur miUjarðamæringurinn Bruce Wayne (Val Kilmer) lífsins með afbrotasálfræðingnum Chase Meridian (Nicole Kidman). Doc Holliday í Tombstone, og tók hann það feginn að sér fyrir „að- eins" 6 milljónir dollara áð sagt er. En 25 kílóa þungur leður- blökubúningur Batmans gefur ekki tilefni til mikilla leiktilþrifa. Þess vegna hefur það jafnan orð- ið raunin að glæpalýðurinn hefur ekki aðeins rænt íbúa Gotham- borgar verðmætum, svefnró og örygistilfinningu í myndunum heldur hafa leikarar þeir sem fara með hlutverk illþýðisins jafnan stolið senunni af leður- blökumanninum sjálfum. Þessi mynd er þar engin undantekning og senuþjófurinn er nýjasta og skærasta stórstirn- ið í Hollywood, sjálfur Jim Carrey úr Ace Ventura, Mask og Dumb, Dumber. Flestir gagnrýnendur eru sammála um að enn einu sinni glansi hann í þessari mynd. Það er ekki nýtt að öðru leyti en því að hingað til hefur hann ekki náð að yfirskyggja mótleikara sem af fer viðlíka orðspor og þeim sem leika í þessari mynd en Val Kilmer og Tommy Lee Jones eru engir aukvisar. Tommy Lee Jones leikur Two- Face og oftar en ekki er það hann sem stelur senum frá með- leikurum sínum. Það gerði hann t.a.m. í Fióttamanninum á kostn- að Harrison Ford og í Under Si- ege á kostnað Steven Siegel. Hér ber því nýrra við að hann stahdi í skugganum af Jim Carrey. í hlutverki afbrotasálfræð- ingsins dr. Chase Meridian er Nicole Kidman, sem auk þess að vera eiginkona Tom Cruise er þekktust fyrir leik í myndunum Far and Away, My Life og Dead Calm. Chris O'Donnell, sem lék á móti Al Pacino í Scent of a Wo- man leikur Robin. Drew Barry- more, sem varð fræg sem litla stelpan í E.T. og nýlega hefur leikið í Boys on the Side og Debi Mazar, sem fór með hlutverk í mynd Woodys Allen, Bullets over Broadway, leika svo lagskonur Two-Face. Einu leikararnir sem komu við sögu í fyrri myndunum tveimur og bregður jafnframt fyrir í þessari eru Michael Go- ugh, sem leikur Alfred, bryta og trúnaðarvin Bruce Wayne, og Pat Hingle, en hann leikur manninn sem gegnir hinu lítt öfundsverða hlutverki lögreglustjóra í glæpa- borginni Gotham. Ævintýrin um Batman virðist skipa sérstakan sess í hugum bandarískra kvikmyndahúsa- gesta enda hefur hver kynslóðin af annarri þar í landi alist upp við kappann allt frá því honum brá fyrst fyrir í teiknimyndahefti árið 1939. Auk sjónvarpsþáttanna sem gengu árum saman með Adam West og Bruce Ward í hlutverk- um Batmans og Robins (en þeir voru sýndir í sjónvarpi hér fyrir ekki löngu) hafa verið gerðar sex kvikmyndir um leðurblökumann- inn en engar hafa þó náð viðlíka vinsældum og myndirnar Batman og Batman Returns, þær sem Tim Burton gerði og eru undanf- arar Batman Forever. Myndir Burtons slógu hressilega í gegn og tóku samtals inn 700 millljón- ir bandaríkjadala, eða um 45 milljarða króna. Sú þriðja fór ekki síður glæsi- lega af stað vestanhafs. Hún var frumsýnd í sumar í 3.800 sýning- arsölum vítt og breitt um Banda- ríkin og tók fyrstu sýningarhelg- ina inn meiri aðgangseyri en nokkur önnur kvikmynd, þar með talin Jurassic Park. Þegar þetta er skrifað hefur myndin Batman Forever þegar tekið inn 170 millj- ónir dala í aðgangseyri, um 11 milljarða króna, eða rúmlega tvö- falt, meira en sem nam kostnaði við gerð myndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.