Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ J 10 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 tiUBBJOKti IS Vígaleg áhöfn HLUTI af áhöfn Guðbjargar lét krúnuraka sig eins og stríðs- fanga. Þeir sögðu að það væri samt langt frá því að Guðbjörgin væri fangaskip. ir eru Vestfirðingar, flestir frá ísafirði eða Bolungarvík. Margir skipverjar um borð í Guð- björginni voru líka á gömlu Gugg- unni og búnir að vera lengi hjá út- gerðinni. Ásgeir Guðbjartsson skip- stjóri sagði að hann væri með önd- vegis mannskap um borð núna og það væri langt frá því að vera vandamál að manna slíkt skip. Hann sagði að plássið væri geysi- lega vinsælt og hafði ekki tölu á þeim fjölda sem væri á biðlista hjá útgerðinni og í hveijum mánuði hringdu tugir manna til að 'sækjast eftir plássi. í hvert sinn sem skipið heldur á miðin eftir löndun verða miklar breytingar á áhöfninni. Flestir skip- veijar haga sínum málum þannig að þeir fara einn túr en taka sér síðan frí þann næsta eða fara tvo túra og taka sér síðan einn í frí. Þess vegna fara átján menn í frí í hvert sinn er skipið kemur í land. Enginn þarf hins vegar að hafa áhyggjur af því að missa af góðum túr eða að lenda í slæmum, því skipveijar eru á 66,6% launum allt árið, hvort sem þeir eru í landi eða úti á sjó. Það voru því margir sem voru að koma úr mánaðarfríi þegar Guð- björgin lét úr höfn í þetta skiptið. Þeir töluðu um að fyrsta vikan væri alltaf ansi strembin eftir gott frí, þeir þreyttust fljótt en síðan kæmist þetta í vana eins og annað. „Þetta er vestfirskt (verst fyrst) en svo smá versnar það,“ eins og einn skipveijin orðaði það. Smáfiskur í Nesdýpinu Stefnt var að því að fara á Hamp- iðjutorgið á grálúðuveiðar en þang- að er um tólf tíma stím. Ásgeir ákvað hins vegar að taka eina eða tvær „sköfur“ í Nesdýpinu svo að strákarnir hefðu eitthvað að gera á útstíminu. Og aflinn var góður, tvö fimmtán tonnaþorskhöl en af mjög smáum fiski. Ásgeir sagði að það væri nægur þorskur við íslands- strendur en því miður mætti bara iekki veiða hann og því yrðu menn 'að róa á önnur mið, til dæmis á rækju og grálúðu eins og þeir. Veiðieftirlitsmaðurinn Sigurður Njálsson var um borð í Guðbjörg- inni þennan túr en samkvæmt lög- um verður að vera eftirlitsmaður um borð í nýjum skipum fyrstu sex mánuðina og var þetta síðasti túrinn sem Guðbjörgin var undir eftirliti. Hlutverk eftirlitsmannsinns er að fylgjast með nýtingarhlutfalli hrá- efnisins, stærðarmælingar o.fl. Hlutfall smáfisks undir 55 senti- metrum í aflanum úr Nesdýpinu reyndist vera 34% en að sögn Sig- urðar er hámarkshlutfall smáfisks í afla 25%. Því var Nesdýpinu lokað í vikutíma. Togað með tvö troll Ásgeir setti þá stefnuna á Strandagrunnið þar sem hann ætl- aði að reyna við grálúðuna. Þar voru sett út tvö troll en skipið er búið þremur togvindum sem gera því kleift að toga með tvö troll í einu og að sögn Ásgeirs hefur þessi búnaður reynst þeim vel en vissu- lega ætti eftir að þróa hann betur. Hann sagði að þetta hefði komið sérlega vel út á rækjunni í vetur en aðeins væri hægt að beita þessu við góðar aðstæður, þegar veður væri skaplegt og botninn góður. Aflinn yrði líka að vera nokkuð góður til að þetta borgaði sig því að olíueyðsla væri 35% meiri þegar togað væri með tvö troll. Boðflennur um borð Þegar trollin voru hífð kom 1 ljós að annað þeirra var rifið og aflinn sáralítill. Hins vegar voru tveir óboðnir gestir í pokanum, stór og mikill hákarl og fullorðinn selur. Að sögn strákanna er það algengt að hákarlar slæðist með í trollið á grálúðumiðunum og oft væru komnir vel á annan tug hákarla um Morgunblaðið/HMÁ HOTEl * Nýja Guðbjörgin frá Isafirði er eitt glæsilegasta skip íslenska físki- skipaflotans. Þar er öll aðstaða fyrir áhöfn og vinnslu eins og best verður á kosið enda ekkert til sparað, Helgi Mar Arnason var eina viku um borð í Guggunni þegar skipið var á grálúðuveiðum á Hampiðjutorginu og fylgdist með lífínu um borð. án eins manns klef- um og tólf tveggja manna klefum. Þar af er einn gestaklefí og einn sjúkraklefi. Núna eru 26 manns í áhöfn þannig að flestir fá klefa út af fyrir sig. Allir klefar hafa hafa sér snyrtingu og í hveijum klefa er sími og segja skip- verjar það vera mjög þægilegt að geta talað við vini og vandamenn í einrúmi í sínum eig- in klefa. Hver áhafnarmeðlimur hefur sitt eigið leyninúmer sem hann stimplar inn áður en hann hringir og fer símtal- ið þá inn á reikning viðkomandi. Einn hásetinn sagði að eini ókostur- ÞAÐ ER ekki sama hvernig hákarl er skorinn og Birkir Krist- jánsson, bátsmaður, sker hér hákarl eftir kúnstarinnar reglum inn við að vera með svona prívat- síma væri sá að símreikningurinn vildi oft verða óþægilega hár! Einn- ig er í hveijum klefa útvarp með geislaspilara og skipveijar hafa líka með sér ýmis- legt að heiman til að lífga upp á vistarverurnar og einn hásetinn hafði meira að segja með sér heimilistölvuna til að fikta í á frí- vöktum. Guðbjörgin hélt á miðin snemma laugar- dagsmorguns eft- ir þriggja sólar- hringa stopp í landi. Aflaverð- mætið í túrnum á undan var ríflega 50 milljónir og voru skipverjar ekk- ert alltof hressir með það og sögðu að það mætti helst ekki fara undir 60 milljónir. Flestir áhafnarmeðlim- ÞAÐ ERU margir, sem ekki til þekkja, sem aldrei gætu hugsað sér að vera í margar vikur að heiman, lengst út á ballarhafi og umgangast alltaf sömu andlitin. Með tilkomu frysti- togaranna fóru veiðiferðimar að taka heilan mánuð, jafnvel lengur, og allir skilja að það getur verið erfítt að sjá hvorki né heyra í ást- vinum sínum í svo Iangan tíma. En nú á dögum þegar fískiskipin verða sífellt stærri og öflugri er þess kappkostað að gera áhöfnun- um á skipunum langa dvöl úti á sjó sem bærilegasta. Guðbjörg ÍS 46 frá ísafírði, sem kom glæný til landsins síðastliðið haust, er eitt af flaggskipum ís- lenska fískiskipaflotans. Þar er að- staðan fyrir áhöfnina mjög glæsileg enda segjast skipveijar á Guðbjörg- inni varla finna fyrir fjórum vikum úti á sjó. Glæsilegar vistarverur Öll aðstaða fyrir mannskap um borð í Guðbjörginni er til mikillar fyrirmyndar. Ekki aðeins vinnuað- staðan, sem er mjög góð og þægi- leg, heldur allur aðbúnaður fyrir áhöfnina þegar hún er ekki við vinnu. Vistarverur eru einstaklega heimilislegar og snyrtilegar. í skip- inu eru íbúðir fyrir 37 menn í þrett-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.