Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 7
FRÉTTIR
„Stórir kettir“ á Bodminheiði á Englandi?
Ráðuneytið
ræður engu um
þjóðsögur
London. Reuter, The Daily Telegraph.
MENNIRNIR úr ráðuneytinu fundu
ekkert sem bendir til þess að stórir
kettir leiki lausum hala á Bodmin-
heiði á Englandi, og leggist á fé
og nautgripi. í skýrslu sinni komust
umboðsmenn ráðherra svo að orði
að það væri „engin alvarleg ógn
við búpening á svæðinu." Eins og
við var að búast hefur niðurstöðu
þeirra verið fálega tekið. Bóndinn
John Goodenough, sem hefur misst
10 ær og þijá kálfa, sagði skýrsl-
una vera brandara. „Ástandið er
afleitt vegna þess að [stóru kettirn-
ir] fjölga sér hratt.“
Fulltrúar landbúnaðarráðuneytis
í Bretlandi hafa í .hálft ár rannsak-
að hvort eitthvað sé til í sögusögn-
um um að „stórir kettir“ eigi sök
á dauða búfjár á Bodminheiði í suð-
vesturhluta Englands. Að sögn tals-
manns ráðuneytisins hefur ekkert
komið í ljós sem bendir til að sagan
eigi við rök að styðjast. Ekki þykir
heldur sannað að hún sé ósönn.
En hvort á maður að trúa mönn-
unum úr ráðuneytinu eða mönnun-
um af heiðinni?
Mörgum þykir það engin spurn-
ing. Stóru kettirnir hafa jú „sést“
í 26 sýslum í Bretlandi. Það þarf í
sjálfu sér ekkert að vera athuga-
vert við það, margir dýragarðar og
verndarsvæði eru í grenndinni, og
ekki fráleitt að dýr hafi sloppið út
og lifi nú á heiðum uppi.
Náttúruleysi
borgarlífsins
En hitt er líka, að fólk er gjarnt
á að trúa sögum á borð við þessa
um stóru kettina án óyggjandi
sannana. Fólk langar til að trúa
þessum sögum. Að trúa þeim er
einskonar andóf við einangruðu og
náttúrulausu borgarlífi.
Sagan um stóru kettina á Bodm-
inheiði kæmist reyndar ekki hátt á
lista yfir ótrúlegar sögur. Hún
myndi áreiðanlega ekki vera nógu
ótrúleg að mati Hjartadrottningar-
innar í Undralandi sem ráðlagði
Lísu að trúa sex ómögulegum hlut-
um á fastandi maga.
Hjartadrottningin hefði hinsveg-
ar orðið hæstánægð með Jack
Mack, Harvardmenntaðan geð-
lækni og Pulitzer-verðlaunahafa,
sem stofnaði Miðstöð geðlækninga
og samfélagsbreytinga í lækna-
deildinni í Harvard - mann sem ólst
upp við strangan aga vísindanna.
Hann gerði samstarfsmenn sína
nýlega agndofa - og hneykslaða -
og græddi milljónir á því að skrifa
metsölubók um kynlíf geimvera.
Hann segir meðal annars sögu
af honum Dave, sem var svo óhepp-
inn, eða þeirrar gæfu aðnjótandi,
að geimverur námu hann á brott í
geimskipi, þar sem löng slanga var
þrædd upp í endaþarminn á honum,
og hann varð að gefa sæði í safn
geimveranna.
Engin vandamál
Hyggjum þá að sögunni um
Elizabeth Hibbs frá Kentucky.
Kvöld eitt var hún að lesa í rúm-
inu, þegar, henni til mikillar undr-
unar, hún var „geisluð" um borð í
geimskip. (Ekki fylgir sögunni
hvernig þetta átti sér stað). Þar var
hún umkringd verum sem meðal
geimvera gengu undir tegundar-
heitinu Litlu grey, hver um sig rúm-
ur metri á hæð, með uppmjó höfuð
og löng, sveskjusteinslaga augu cg
nærgætnar í umgengni. Þær báðu
hana að gefa blóð. Hún svaraði því
til að hún væri hrædd við nálar, svo
að verurnar neyddust til að skila
henni aftur í rúmið hennar.
Þetta fólk, segir Mack, „á ekki
við nein geðræn vandamál að etja,
og greindi af einlægni og innlifun
frá atvikum sem því þóttu ákaflega
raunveruleg. Ég átti þarna við að
etja fyrirbæri sem mér sýndist ekki
hægt að útskýra á læknisfræðileg-
um forsendum, en voru samt ósam-
rýmanleg hinni vestrænu, vísinda-
legu heimsmynd.“
Það er nefnilega það. í næsta
mánuði mun breska sjónvarpið,
BBC, sýna kvikmynd sem sagt er
að myndatökumaður hersins hafi
tekið í eyðimörkinni í New Mexico
1947, eftir að fljúgandi diskur brot-
lenti þar. Myndin ku sýna vísinda-
menn rannsaka dauða geimveru,
og hluta úr braki geimskipsins, sem
er gert úr efni sem ekki var hægt
að brenna, beygla eða skera.
Tóm leiðindi
Án efa mun fjöldi fólks líta svo
á að kvikmyndin sé alveg ekta.
Svona hégiljur eru fráleitt nokkuð
nýtt. Galdratrú hefur líklega verið
við lýði jafn lengi og mennirnir
hafa fetað sig um jörðina. í fornöld
taldist stjörnuspeki til vísinda og
stjörnufræði til áhugamála. Á 18.
öld trúðu Evrópubúar á nornir.
Djöfullinn var í slagtogi við menn
og hafði með konum. Nú á dögum
má ekki hnika við álfasteinum.
Skynsömum og framsýnum 19.
aldarmönnum þótti augljóst að vís-
indaframfarir myndu á endanum
gera útaf við hégiljur og hjátrú.
En af þessu hefur ekki orðið. Hjá-
trú nútímans hefur tekið á sig aðra
mynd en áður var, en er í eðli sínu
sú sama.
Það er ef til vill ekki svo undar-
legt að í samfélagi sem er á góðri
leið með að gera útaf við sjálft sig
með tómum leiðindum vilji fólk trúa
á eitthvað sem gerir lífið merkilegt.
í spegilveröld ofanverðrar tuttug-
ustu aldar trúir fólk á allt - nema
heilbrigða skynsemi.
allar myndirnar
á einni mynd
þannig að þú
getur auðveldlega
valið mynd til
eftirtöku.
tískuverslun
Rauðarárstíg 1, sími 561-5077
MVndahulstur ð U m
e'inn af ^^hiáHansPetersen.
fÍ0r0MltM$iM§> - kjarni málsins!