Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 11 borð eftir túrinn. Stýrimaðurinn kunni meira að segja sögu af skip- stjóra sem fékk átján hákarla í einu hali. Þá eru líka til sögur af því þegar selir eru lifandi þegar þeir koma um borð og það er víst oft líf í tuskunum þegar menn reyna að koma þeim lifandi í hafið aftur og allir skipveijar virðast kunna að minnsta kosti eina sögu af slíkum tilfellum og þær eru hver annarri skrautlegri. Hákarlinn er skorinn um borð eftir sérstökum leiðbeiningum frá hákarlaverkendum í landi sem kaupa beiturnar. Þeir vilja að há- karlinn sé skorinn sem fyrst og settur í kæli því ef hann liggur lengi á dekkinu skemmist hann en skemmdin kemur ekki í ljós fyrr en hákarlinn er tilbúinn til átu. Þess vegna er hann skorinn um leið og tími gefst til. Þegar hákarlinn var opnaður til að hirða úr honum lifr- ina komu í ljós tveir litlir höfrungar og vænn lax sem hákarlinn hafði nýlega gætt sér á. Herramanns hákarlafæði. Torg hins himneska friðar Þá var stefnan loks sett á Hamp- iðjutorgið en það er um 90 mílur vestur af Látrabjargi. Þó að aflinn hefði verið tregur á Strandagrunn- inu var enn nóg að gera við að vinna þorskinn úr Nesdýpinu og sumir stóðu meira að segja frívaktir. Þeg- ar því var lokið notuðu menn því stímið á „Torgið" til að slappa af og sofa. Á Hampiðjutorginu er togað á 6-700 faðma dýpi í allt að sjö klukkustundir og því fer mikill tími í „snap“ en það er sá tími sem líður frá því að lokið hefur verið við að ganga frá afla þangað til híft er næst. Það er oft mikið um snap á grálúðuveiðum því grálúðan er fljót- unnin. Hún er ekki flökuð, aðeins hausuð og skorinn af henni sporður- inn og hún heilfryst þannig. Ofan á það bættist svo að aflinn var ákaf- lega lélegur, aðeins um eitt til eitt ■og hálft tonn í hali og það tekur innan við klukkustund að ganga frá einu tonni af grálúðu. Þá verður mannskapurinn að slappa af og sumir kölluðu Hampiðjutorgið „Torg hins himneska friðar.“ Ásgeir skipstjóri sagði hins vegar að ekki hefði alltaf verið svqna ró- legt á Torginu á árum áður. Á árun- um 1982-4 hafi verið mjög góð grálúðuveiði þar og oft hafi fengist upp í 30-40 tonn af lúðu í hali og þá hafi hann þurft að láta reka á meðan aflinn var unninn því að mannskapurinn hafði ekki undan. Karfa á hverjum degi En það er ekki endalaust hægt að sofa þannig að mannskapurinn verður að finna sér eitthvað til dundurs. Til að vinna upp hreyfing- arleysið þegar lítið er að gera hafa skipveijar fest upp körfuboltaspjald í mjöllestinni og þegar mjölvinnslan er ekki í gangi er þar ágætis pláss til að leika körfubolta og er það vinsælt meðal skipveija og lítil mót skipulögð á hveijum degi. Eftir erf- iðan körfuboltaleik er svo upplagt að skella sér í gufubað og slappa af. Þeir sem ekki eru mikið fyrir körfuboltann en vilja halda sér í formi geta hins vegar farið í þrek- GUÐBJÖRG ÍS er nýjasti skut- togarinn í eigu íslendinga. Eig- andi skipsins er Hrönn hf. á ísafirði. Þetta er sjöunda Guð- björgin í eigu fyrirtækisins og sú þriðja sem er smíðuð í skipa- smíðastöðinni í Flekkefjord en nítjándi skuttogarinn sem stöðin smíðar fyrir Islendinga. Guðbjörgin er smíðuð í Flekke- fjord Slipp & Maskinfabrik A/S skipasmíðastöðinni í Noregi og tók eitt ár í smíðum. Skipið kom til heimahafnar á ísafirði 19. október á síðasta ári. Nýja Guð- björgin er þriðja stærsta skip í íslenska fiskiskipaflotanum, 1225 brúttórúmlestir, 68,25 met- ar á lengd og 14 metrar á breidd en aðeins Arnar HU og Svalbak- ur EA eru stærri. Bárður Hafsteinsson, ly'á Skipatækni hf., teiknaði skipið þjálfunarsalinn og svitnað þar. Þá er ljósabekkur um borð og er hann mikið notaður og flestir skipveijar eru kaffibrúnir. Einn hásetinn um borð var nýkominn úr mánaðar fríi á Mallorca og sagði að eftir að hann kom þaðan hafi margir sem hann hitti á fömum vegi ekki spurt hvort hann hefði verið á Spáni held- ur hvort hann væri nýkominn í land! Tvær stórar og rúmgóðar setu- stofur eru í Guðbjörginni og þar er mjög heimilislegt, málverk á veggj- um og stórir leðursófar. Þar sitja menn gjarnan og ræða landsins gagn og nauðsynjar, taka í spil, tefla og einnig fer mikill tími í vídeó- gláp. Utgerðin hefur á sínum snær- um mann í landi sem tekur upp alla sjónvarpsdagskrá beggja stöðva og skipveijar ættu því ekki að missa af neinu sjónvarpsefni þó að það sé orðið mánaðargamalt. Þá eru margir skipveijar á Guðbjörg- inni haldnir ólæknandi veiðidellu og hnýta flugur af miklum móð á frí- Morgunblaðið/HMÁ vöktum GUÐBJÖRGIN er búin þremur togvindum og getur því dregið tvö troll í einu. Hér eru trollin hífð inn á Strandagp’unninu. Nógaðéta r------ STEINGRÍMUR Einarsson vinnslustjóri er mikill laxveiðiáhugamaður og nýtir hvert tækifæri til að hnýta flugur fyrir slaginn við þann stóra í sumar. KÖRFUBOLI er spilaður í mjöllestinni og skip- veijar segjast æfa að minnsta kosti tvisvar á dag ef lítið er að gera. Það er líka allt í lagi að svindla aðeins ef troða á með tilþrifum. ÞEIR Sveinn Magnússon og Jón Ágúst Björnsson komust ekki fyrir í heita pottinum en fengu í staðinn volgt steypibað. Mjög fullkominn vinnslubúnaður en smávægilegar breytingar voru gerðar á teikningu að ósk Ásgeirs Guðbjartssonar, skip- sljóra og eins af eigendum skips- ins. Vinnslubúnaður skipsins er mjög fullkominn en skipið er búið tækjum til flakavinnslu, heilfrystingu, mjölvinnslu og rækjuvinnslu. Guðbjörgin er fyrsta skipið með slíkum búnaði sem er smíðað sérstaklega fyrir islenska aðila. Það er því kannski svolítið þröngt á þingi á milli- dekkinu en tækjunum er hagan- lega komið fyrir og vinnuaðstað- an er mjög góð. Þrjú sjálfvirk frystitæki og eitt handvirkt eru um borð og afkastageta þessara tækja er um sjötíu tonn á sólarhring auk þess sem einn lausfrystir skipsins af- kastar tuttugu tonnum af rækju á sólarhring. Frystilest skipsins er 836 rúmmetrar að stærð og mjöllestin 143 rúmmetrar. Aðalvél skipsins er af gerðinni MAK og er hún um 5000 hest- öfl, aflmesta aðalvél fiskiskipa- flotans. ■ Tölvubúnaður skipsins er með því fullkomnasta sem þekkist við tölvunotkun til sjós í dag. Vél- sljórar fylgjast með ástandi véla og tækja í sérstöku tölvukerfi sem er eftirlitsstöð fyrir aðvör- unarkerfi skipsins. I vélarrúminu er einnig tölvukerfið VerkVaki þar sem vélstjórar hafa yfirsýn yfir allt viðhald og eftirlit og varahlutalager skipsins. Baldur Kjartansson, yfirvélstjóri, sagði að þessi tölvukerfi væru geysi- Iega hagkvæm þar sem þau spör- uðu bæði tíma og fyrirhöfn. I brúnni eru fimrn tölvur og eru þær m.a. notaðar af skip- sijórnarmönnum til að merkja inn siglingaleiðir, dýpi, festur o.fl. Þá er ein tölva tengd telex- tæki sem er nauðsynlegt þegai’ skipið er að veiðum á fjarlægum miðum og símasamband lítið eða ekkert. Það er alveg öruggt mál að tog- arasjómenn koma ekki til með að verða hungurmorða um borð í skip- um sínum einn góðan veðurdag. Bæring Gunnar Jónsson, eða Bæsi kokkur, er kominn á áttræðisaldur- inn og sér til þess að skipveijar á Guðbjörginni hafí alltaf nóg að bíta og brenna. Eldhúsið um borð væri vel brúklegt í góðu veitingahúsi enda býður Bæsi alltaf upp á góm- sætan mat og nýbakað í kaffinu. Auk þess geta skipverjar alltaf grip- ið í alls kyns bakkelsi á milli mála. Guðbjargartískan Alveg eins og þegar einhver ákveðin tíska festir rætur hér á landi getur tískubylgja tröllriðið jafn litlu samfélagi og einum frysti- togara. Snemma í túrnum ákvað annar stýrimaður að skerða hár sitt alveg við rót. Þrátt fyrir mikla hneysklan og stórkarlalegar yfírlýs- ingar margra hafði helmingur áhafnarinnar látið krúnuraka sig inna,n fárra daga í þeirri góðu von að hár þeirra yrði eðlilega vaxið á ný þegar þeir kæmu aftur heim til eiginkvennanna, annars gæti farið illa. Alla fyrstu vikuna var alveg ein- stök veðurblíða á miðunum, blanka- logn og steikjandi hiti. Skipveijum fannst því alveg tilvalið að gefa ljósalampanum frí og fá náttúruleg- an lit og lögðust léttklæddir í sólbað á dekkið og fylltu fiskikar af heitum sjó, svona til að geta skellt sér í heita pottinn. Þeir sögðu að það væru ekki margir dagar úti á sjó á ári sem þannig hittist á að það væri lítið að gera og gott veður og því væri um að gera að grípa gæs- ina á meðan að hún gæfist. Enginn um borð til að leika sér En það er ekki nóg að hafa það gott og menn eru ekki um borð til að leika sér. Þó að aðstaðan sé góð um borð í Guðbjörginni og mann- skapurinn hress, eru menn aldrei fyllilega ánægðir ef ekki fiskast vel því til þess er jú leikurinn gerður og Guðbjargarmenn eru góðu vanir. Á hveijum degi hengja vinnslustjór- amir upp upplýsingar um aflaverð- mæti dagsins og heildaraflann það sem af er túmum og því geta allir fylgst nákvæmlega með því hvernig gengur. Menn vora að vonum óánægðir með lélegan afla en enginn þó farinn að örvænta því að þeir þekkja karlinn í brúnni og voru sann- færðir um að fískeríið ætti eftir að lagast. Ásgeir skipstjóri sagði líka að ástandið yrði ekki svona til lengd- ar og það eina sem dyggði á grálúðu- veiðunum væri þolinmæði og aftur þolinmæði. Vonandi rætist úr. Tilviljun ein!?! Það var auðvelt fyrir skipveija að finna blóraböggul vegna hins lélega fiskerís þessa vikuna. Blaða- maðurinn var samstundis stimplað- ur argasta fískifæla. Það stóð líka heima að eftir viku dvöl um borð í Guggunni var blaðamanninum skutlað yfir í Bessa ÍS sem var á heimleið. Þá fengust i fyrsta hali fjögur tonn af grálúðu og veiðin var eitthvað að glæðast þegar síðast fréttist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.