Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + + Lovísa Helga Þorláksdóttir var fædd á Barði í Fljótum 1. apríl 1900. Hún lést í Reykjavík 23. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorlákur Þorláks- son bóndi og skip- sljóri frá Lamba- nes-Iteykjum í Fljót- um og Margrét Halldóra Grimsdótt- ir frá Minni-Reykj- um í Fljótum. Lo- vísa giftist Páli Jónssyni 19 ára gömul, ættuðum úr Svarfaðardal. Þau bjuggu lengst af á Isafirði og í Reykja- vík, utan örfá ár er þau bjuggu í Ólafsfirði. Eftirlifandi sonur hennar er Svavar Berg Pálsson, kortagerðarmaður, búsettur í Reykjavík. Utför Lovísu fer fram frá Askirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. .j^EGAR ég var þriggja ára haustið 1914 var mér komið í fóstur til móðurforeldra minna sem þá áttu heima í Mósgerði. Foreldrar mínir voru að fara í nám til Reykjavíkur. Ég var hjá afa og ömmu þennan vetur og mikið næsta sumar. Lovísa var þá 14 ára og það lenti mikið á henni að passa mig, þar sem amma var langdvölum burtu við ljósmóð- urstörf. Allt frá þessum tíma höfum við Lovísa litið á okkur sem litlu og stóru syst- ur, en ekki frænkur. Næst var ég hjá Lo- vísu á ísafirði í sjö mánuði frá júlí 1922. Þá voru afi og amma hjá henni og Magnea systir hennar, sem ég kallaði nöfnu, bjó á neðri hæðinni. Með þessum heimilum var ákaflega mikil eining og kærleikur eins og með þeim systrum öll- um. Ég hef aldrei þekkt eins mikinn systrakærleik og milli þeirra. Haustið 1929 fór ég suður á Laugavatnsskóla. Þá kom ég við á ísafirði og stoppaði þar á milli ferða. Ég var vel útbúin með föt, en Lov- ísa og amma vildu bæta við. Lovísa saumaði fallegan morgunslopp handa mér og fleira. Þá var tekin mynd af okkur öllum, systrunum, ömmu og mér. Hana er ómetanlegt að eiga. Haustið 1948 veiktist Emil mað- urinn minn mikið og var sendur á Landspítalann í bakaðgerð hjá dr. Snorra Hallgrímssyni. Ég komst ekki með honum, en fór seinna. Páll og Lovísa tóku á móti honum og sáu alveg um hann. Ég á bréf bæði frá Lovísu og Páli þar sem þau segja frá öllu sem gerðist. Páll var ekki síður hjálpsamur, þau voru samtaka í öllu. Aðgerðimar urðu fjórar á þrem árum, en unnið á MINNINGAR milli. Við vorum alltaf hjá Lovísu og Páli í sambandi við þær, stundum lengi. Það voru ekki bara við sem nutum hjálpsemi þeirra, heldur margt venslafólk og vinir. Heimili Lovísu og Páls var glæsi- legt, alltaf sömu sígildu húsgögnin og góður andi. Þar leið öllum vel sem komu til þeirra. Þá var Lovísa ekki síður glæsileg, alltaf vel snyrt og klædd, bar sig eins og drottn- ing. Hún hafði gaman af að gleðj- ast með glöðum svo sem í tilefni afmæla, giftinga eða stúdentsprófs. Þar mætti hún allt fram á síðasta ár og sagt er mér að þar hafi hún borið af öðrum. Við höfum alltaf haldið samband- inu við með bréfaskriftum. Þó höf- um við notað simann meira síðustu árin, en skrifað um jól og afmæli. Við töluðum saman í síma rétt áður en hún meiddist, í síðasta skiptið. í sumar sagði hún mér að hún væri farin að hlakka til að fara, þar sem allur hópurinn tæki á móti sér. Hún varð fyrir miklum ástvina- missi, en var svo einlæg trúkona að hún efaðist ekki um að hitta þá aftur í öðru lífi. Nú verður ekki hringt oftar í Lovísu mína. Ég vil færa henni þakkir fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína á langri ævi, en minningin lifir. Magna Sæmundsdóttir. Elsku amma Lovísa. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem ég og fjölskylda mín áttum hjá þér sem því miður urðu alltof fáar. Það var gott að koma til þín og alltaf fór maður frá þér með bros á vör eftir sögumar frá þér, sem voru bæði LOVISA HELGA ÞORLÁKSDÓTTIR ÞORSTEINN JÓHANNESSON 19. + Þorsteinn hannesson, gerðarmaður Gauksstöðum Garði, fæddist febrúar 1914. Hann lézt á Landspítalan- um 24. júní síðastlið- inn. Utför hans fór fram frá Útskála- kirkju í kyrrþey að ósk hins látna. MEÐ Þorsteini Jóhann- essyni er fallinn frá landskunnur og farsæll útgerðar- og " skip- stjórnarmaður. Kynni okkar Þorsteins hófust haustið 1950 er skrifstofa Síldarút- vegsnefndar í Reykajvík var form- lega stofnuð. Síldarvertíð norðan- lands og austan hafði þá brugðizt að verulegu leyti sex sumur í röð og skyldi eitt af verkefnum skrif- stofunnar vera að byggja upp sér- staka markaði fyrir saltaða Suður- Btómastofa Fnðfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,- einnig um helgar, landssíld, sem þá gekk undir nafninu Faxa- flóasíld eða Faxasfld og oft hafði mikið veiðst af að haustinu. Áður höfðu verið gerðar tilraunir til að salta síld til útflutn- ings og þá einkum haustið 1935 eftir óvæntan og alvarlegan aflabrest á sumarsíld- veiðunum norðanlands og austan. Ekki höfðu þessar fyrri tilraunir tekizt betur en svo, að orðið Faxasfld var stundum notað sem hálfgert skammaryrði um lélega sild. Því var lögð á það mikil áherzla að fyrri mistök varðandi söltunina endur- tækju sig ekki og að vandlega yrði staðið að hinni nýju tilraun. Settar voru strangar reglur um söltunina og alla meðferð síldarinnar og urðu viðbrögð ýmissa saltenda nokkuð misjöfn, en meirihluti þeirra gerði sér þó strax grein fyrir nauðsyn þess að setja slíkar reglur, ef tak- ast ætti að breyta áliti hinna er- lendu kaupenda á sunnlenzku salt- síldinni. Meðal þeirra, sem hvað mest og bezt gerðu sér grein fyrir nauðsyn þessara aðgerða, voru þeir Gauks- staðafeðgar. Þeir réðu til sín lands- kunnan síldarmatsmann, Jón Þor- kelsson frá Siglufirði, til að hafa í byrjun eftirlit með söltuninni og komu sér fljótlega upp myndarlegri sfldarsöltunarstöð. Eftir tuttugu ára farsælan skip- stjórnarferil tók Þorsteinn við for- stöðu útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækisins Gauksstaðir hf. og hafði auk þess sjálfur allt eftirlit með síldarsöltuninni. Stöðin, sem starf- rækt var í u.þ.b. aldarfjórðung, hafði alla tíð gott orð á sér fyrir vöruvöndun og áreiðanleika, bæði hjá íslenzka síldarmatinu og hinum erlendu síldarkaupendum. í því sambandi minnist ég þess, að oft kom fyrir að fulltrúar hinna erlendu síldarkaupenda töldu ekki þörf á að skoða fyrir útflutning þá síld sem söltuð var á Gauksstöðum. Ég minnist nú einnig margra ánægjulegra heimsókna til Gauks- staðastöðvarinnar á síldarsöltunar- árunum hér syðra og ekki sízt höfð- inglegrar móttöku þeirra hjóna, Kristínar og Þorsteins, á heimili þeirra á Reynistað í Gauksstaða- landi. Þorsteinn Jóhannesson starfaði mikið að félagsmálum útgerðar- manna, sjómanna og fiskverkenda og gegndi þar ýmsum trúnaðarstöð- um. Hann var m.a. tvö ár stjórnar- + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORKELL INGIBERGSSON byggingameistari, lést þann 26. júlí sl. í Hvítabandinu. Útförin verður frá Fossvogskirkju fimmtudagínn 3. ágúst kl. 13.30 . Blóm og kransar vinsamlegast afþökk- uð en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Margrét Einarsdóttir, Unnur Þorkelsdóttir, Inga Þorkelsdóttir, Ingibergur Þorkelsson, Freygerður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. mjög fróðlegar og skemmtilegar. Ég vil þakka þér fyrir allt og ég veit að þú ert hér hjá okkur í anda þínum. Bjarni Svavarsson. Elsku amma mín, nú ert þú lögð af stað í ferðina miklu og sennilega búin að hita alla sem þú hlakkaðir svo til að sjá aftur. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég á eftir að sakna þessara stunda sem urðu kannski of fáar að okkar mati, en fyrir vikið dýrmætar. Þegar ég kom í heimsókn tókst þú svo vel á móti mér með rjúk- andi kaffi og pönnukökum eða ein- hverju álíka. Þú varst alltaf svo fín og vel tilhöfð. Þú fræddir mig um löngu liðna tíð, til dæmis þegr þið Páll afi vor- uð að kynnast og hann fór til ísa- fjarðar en báturinn sem hann var á hét einmitt Lovísa! Þú rifjaðir upp tímana þegarþið rákuð Pálsbúð við Silfurgötu á Isafirði. Svona mætti lengja telja. Það var svo gaman að fræðast um þetta allt. Svo sagðir þú mér frá öllum ættingjum, að mér fannst, en ég er viss um að það voru margir ættingjar sem ekki gafst tími til að tala um. Það verð- ur að bíða betri tíma. Þú sagðir mér líka frá þeim sem voru dánir, famir í ferðina miklu, drengjunum ykkar þremur, tvíburasystur þinni henni Sigrúnu og öllum hinum. Þér fannst þau öll vera svo nálægt þér og þú vissir að Sigrún liti eftir drengjunum þínum þangað til að þú kæmir og þegar þinn tími kæmi yrðu miklir fagnaðarfundir. Þú tókst fullan þátt í lífínu í kringum þig og ég veit að það eru margar nágrannakonur sem sakna þín mikið, því þú lífgaðir upp á líf- formaður Sambands íslenzkra fisk- framleiðenda. Þá starfaði Þorsteinn einnig að ýmsum félagsmálum í Garði, þ. á m. að slysavarna- og björgunarmálum. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir áratuga vináttu Þor- steins Jóhannessonar. Hann mun lengi verða vinum sínum minnis- stæður. Við Sigrún sendum Kristínu og öllum öðrum aðstandendum innileg- ar samúðarkveðjur. Gunnar Flóvenz. Það kom mér mjög á óvart þegar ég frétti lát Þorsteins bróður míns. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum, en við störfuðum lengi saman við útgerð og físk- vinnslu. Þorsteinn var elstur í 14 systkina hóp og það þótti sjálfsagt að þau eldri aðstoðuðu foreldra okkar við uppeldi þeirra sem yngri voru, og fórst honum það vel úr hendi. Þegar Þorsteinn var 15 ára fór hann á sjóinn með föður okkar á 14 tonna bát sem hét Jón Finnsson og bar nafn föðurafa okkar að ósk móður okkar Helgu Þorsteinsdótt- ur. Þorsteinn byijaði sem háseti, síðan varð hann vélstjóri og um tvitugt tók hann við skipstjóminni af föður okkar. Haustið 1939 var keyptur 27 tonna bátur sem hann var skipstjóri á og 1946 var keypt- ur notaður bátur frá Svíþjóð 56 tonn og var Þorsteinn skipstjóri. Við yngri bræðumir fórum um borð eftir því sem aldur leyfði og nutum leiðsagnar hans og uppeldis fyrstu árin og var það góður skóli, sem gagnaðist vel er fram liðu stundir. Það var ekki aðeins gott fyrir unga og óreynda unglinga að vera til sjós með Þorsteini, því sama gilti um þá sem voru orðnir fullorðnir því hann sýndi þeim sérstaka tillitsemi og umhyggju. Það er margs að minnast frá langri samveru og samstarfi, sér- staklega man ég eftir hversu ósér- hlífinn hann var og harður við sjálf- an sig og stóð oft vagtina í 2-3 sólarhringa þegar mikið var um að vera við veiðar. Ég var háseti hjá Þorsteini árið 1944 þegar mb. Ægi frá Garði hvolfdi út af Garðskaga. Þá vann hann það mikla björgunar- ið og tilveruna hvar sem þú komst. Þú lifðir lífinu full af hamingju og gleði. Þú sagðist alltaf blessa það sem væri fyrir aftan þig og horfa jákvætt fram á Drottins veg. Ég vona að ég geti kennt börnunum mínum eitthvað af því sem þú hefur kennt mér. Guð blessi þig, elsku amma mín. Ég þakka þér fyrir allt og allt. Lovísa Sigrún. Elsku amma. Það er nú ekki langt síðan við lékum okkur saman á Rauðalæknum. Þú varst alltaf að kenna okkur eitthvað nýtt, ljóð, vers og sögur. Ef við vorum súr á svip eða sormædd þá fengum við alltaf að heyra litlu vísuna sem þú ortir og kenndir okkur: Við skulum vera glöð og góð þá gengur allt í haginn, þá er eins og líf og ljós lýsi inn í bæinn. Þú varst alltaf svo þakklát og glöð og geymdir allar smávægilegar gjafir eins og gujlin þín. Það var sama hvað bjátaði á, alltaf var lífs- gleðin og þrótturinn til staðar, þú varst ekki á leiðinni að gefast upp. Ævi þín var löng og ströng og því samgleðjumst við þér að fá loks- ins að hitta afa, litlu drengina ykk- ar og alla hina sem hafa beðið þín. Með söknuði kveðjum við þig, amma, með sálmaversinu sem þú kenndir okkur og var ómissandi með bænunum á kvöldin. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitgi Guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Sif og Silja. afrek að leggja Jóni Finnssyni upp að Ægi í foráttu veðri og bjarga þannig 4 mönnum úr lífsháska. Fyrir þetta frækilega afrek var Þorsteini veitt viðurkenning. Haust- ið 1955 hætti Þorsteinn skipstjórn á Jóni Finnssyni og ég tók við, en Þorsteinn snéri sér að því að byggja upp aðstöðu til fiskvinnslu í landi svo hægt væri að nýta betur þann afla sem báturinn bar að landi. Með því fyrsta sem hann tók sér fyrir hendur var að koma upp síldarsölt- unarstöð í Garðinum. Þetta mun hafa verið fyrsta síldarsöltunarstöð- in þar og var mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið, og oft var glatt á hjalla á Gauksstöðum þegar söltun stóð yfir. Árið 1958 stofnuðum við Þor- steinn ásamt föður okkar Gauks- staði hf. um útgerð Jóns Finnssonar og fiskvinnsluna, sem reyndist okk- ur farsælt fyrirtæki. Árið 1962 kom 4. Jón Finnsson frá Noregi og tíu árum síðar kom 5. Jón Finnsson, 280 tonna skip, til landsins. Árið 1978 ákváðum við bræður að skipta félaginu þannig að ég keypti Jón Finnsson en Þorsteinn fiskverkunina Gauksstaði hf. og vorum við báðir sáttir við þá gerð. Fiskverkuninni gekk vel og af- urðir hennar voru eftirsóttar, enda vel vandað til allra verka, þar sem Þorsteinn var sérstakt snyrtimenni. Á starfsferli sínum gegndi Þor- steinn ýmsum trúnaðar- og félags- störfum. Hann var í hreppsnefnd, fulltrúi á þingi Fiskifélagsins í mörg ár, í stjórn LÍÚ og formaður SÍF og fl. Árið 1938 kvæntist Þorsteinn Kristínu Ingimundardóttur og reistu þau sér hús við heimreiðina, að Gauksstöðum og nefndu það Reynistað. Þar var allt mjög snyrti- legt, bæði úti og inni, og fengu þau m.a. viðurkenningu fyrir garðinn sinn enda undu þau sér vel við að rækta hann sem best. Þau eignuð- ust 6 dætur sem allar hafa reynst foreldrum sínum mjög vel. Að lokum vil ég þakka Þorsteini bróður mínum langt og farsælt samstarf, sem aldrei bar skugga á. Kristínu mágkonu minni og dætr- um sendum við Sigríður innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa þær og styrkja í sorg þeirra. Gísli Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.