Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR O** LDUNGADEILD Banda- ríkjaþings samþykkti á miðvikudagskvöld, með miklum meirihluta, tillögu um að Bandaríkin hættu þátttöku í vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna á Bosníu. Fulltrúa- deild þingsins á eftir að taka afstöðu til tillögunnar og ekki er enn ljóst hversu margir þing- menn eru henni fylgjandi. Tvo þriðju þingsins þarf til ef Bill Clinton Bandaríkjaforseti ákveður að beita neitunarvaldi sínu. Líklegt þykir að tillagan fái nægan stuðning en ekki er heldur útilokað að málamiðlun takist milli þings og forseta um hertar aðgerðir í Bosníu. Bandamenn Bandaríkja- stjórnar hafa flestir lýst óánægju sinni með þessa ákvörðun öldungadeildarinnar og bent á að verði vopnasölu- bannið fellt úr gildi leiði það lík- lega til að friðargæsluliðar SÞ verði kallaðir heim og allsherj- arstyijöld brjótist út í fyrrver- andi Júgóslavíu. Það eru ekki síst þau ríki er sent hafa friðar- gæsluliða til Bosníu sem hafa verið andvíg afnámi vopnasölu- banns. Bandaríkin eru ekki í þeim hópi. Þrátt fyrir kröfur bandaríska þingsins um stuðn- ing við Bosníustjórn eru þing- menn andvígir því að bandarísk- ir hermenn verði sendir til fyrr- verandi Júgóslavíu. í samþykkt öldungadeildarinnar er hvergi að finna ákvæði um að Banda- ríkjunum beri að vopna Bosníu- stjórn. Varnarmálaráðherra Frakk- lands, Charles Millon, segir Bandaríkjaþing hafa gert „al- varleg mistök" með samþykkt Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. tillögunnar og Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands, segir hana „furðulega". Það sé „undarlegt að við skulum bregð- ast við þjáningu fólksins í Bosn- íu með því að taka frá því að- stoð, sem við getum veitt því, og leyfa átökunum að aukast.“ Það má vissulega færa sterk rök fyrir því að vopnasölubannið hafi bitnað harðast á múslimum, sem voru afvopnaðir að miklu leyti með myndun griðasvæða SÞ fyrir tveimur árum. Bosníu- Serbar hafa á hinn bóginn haft greiðan aðgang að vopnabúrum fyrrum Júgóslavíuhers í gegn- um Serbíu. Með því að koma í veg fyrir að bosníski stjórnarherinn gat orðið sér úti um vopn var í raun verið að meina múslimum að verja sig. Sameinuðu þjóðirnar hétu því að standa vörð um rétt þeirra og vernda hin yfirlýstu griðasvæði. Þau fyrirheit hafa reynst múslimum einskis nýt. Afstaða bandarískra öld- ungadeildarþingmanna byggist á þessum rökum. Þrátt fyrir allar yfirlýsingar kom enginn í veg fyrir að Serbar hernumu griðasvæðin Srebrenica og Zepa. Ef SÞ geta ekki varið múslima verður að gera þeim kleift að verja sig en um leið má búast við stórauknum hern- aðarátökum. Til hvers leiðir það? Þrátt fyrir að hægt sé að færa sannfærandi rök fyrir af- námi vopnasölubanns er síður en svo sjálfgefið að það komi múslimum í Bosníu til góða. Ef vopnasölubannið fellur úr gildi er friðargæsluaðgerðum SÞ sjálfhætt. Taki Vesturlönd ein- hliða afstöðu með Bosníustjórn verða friðargæsluliðar að and- stæðingum og þar með skot- mörkum Serba. Einungis mú- slimaríkin Tyrkland og Malays- ía hafa boðist til að hafa her- menn sína áfram í Bosníu við slíkar aðstæður. Jafnframt myndu Rússar að öllum líkind- um taka afstöðu með Serbum og hefja vopnaflutninga til þeirra. Það hefur óneitanlega ekki verið mikil reisn yfir aðgerðum Sameinuðu þjóðanna og Atl- antshafsbandalagsins í Bosníu. Ekki hefur tekist að vernda griðasvæðin eða koma í veg fyr- ir fjöldamorð, fjöldanauðganir og þjóðernishreinsanir. En hver væri staðan ef engir friðargæsl- uliðar hefðu verið sendir til Bosníu og hvað myndi gerast ef friðargæsluliðið yrði kallað heim? Átökin myndu harðna og breiðast út til Króatíu og jafn- vel Serbíu. Hættan ykist á að önnur ríki, s.s. Albanía, Tyrk- land og Grikkland, færu að hafa bein afskipti af stríðinu. Stríði sem enginn gæti unnið. Líkurn- ar á friðarsamningum yrðu að engu en líkurnar á að Vestur- lönd myndu að lokum dragast inn í blóðug átök ykjust til muna. Talsmenn þess að vopnasölu- bannið verði afnumið vísa oft til þeirrar miklu niðurlægingar er Vesturlönd hafa mátt þola með aðgerðaleysi sínu. Hvernig myndi þeim mönnum líða að horfa aðgerðalausir upp á alls- heijarstríð á Balkanskaga? Bosníustjórn hefur fagnað samþykkt Bandaríkjaþings. Hingað til hafa múslimar þó ekki viljað mæla með brott- hvarfi friðargæsluliða. Samþykkt öldungadeildar- innar kemur að auki einmitt á þeim tíma er Sameinuðu þjóð- irnar og NATO virðast ætla að herða aðgerðir sínar. Til dæmis hefur verið ákveðið að yfirmenn herliðsins í Bosníu geti nú farið fram á loftárásir NATO án þess að samþykki skrifstofumanna SÞ í New York liggi fyrir. Oftar en ekki er vísað til sið- ferðilegrar skyldu Vesturlanda gagnvart Bosníu. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst málið um það hvernig hún verði best öxl- uð. Með afskiptaleysi eða áfram- haldandi tilraunum til að stilla til friðar, þó svo að hægt virðist miða og ljónin í vegi séu mörg. FLÓKIN STAÐA í BOSNÍU-DEILU ÞEGAR VIÐ •vorum síðast á ferð í Jórvík fyrir allmörgum árum skoðuðum við upp- gröft víkingabyggð- arinnar þar, en þá var eftir að leggja síðustu hönd á verk- ið. Nú ganga menn um þessar byggðir forfeðra okkar og undrast það samfélag sem norrænir víking- ar í Bretlandi höfðu stofnað og ráku sem kaupmenn og iðnaðar- menn en ekki einungis einsog þeir vígreifu víkingar sem viðþekkjum af fomum heimildum. Eg hafði vitneskju um að brezkir fornleifa- fræðingar hefðu eftir nokkra um- þóttun tekið þá ákvörðun að láta norrænt skvaldur heyrast í hátöl- urum sem baksvið þess mannlífs sem ferðamenn geta heimsótt á leið sinni þúsund ár aftur í tím- ann. Og sú ákvörðun var náttúru- lega tekin að þetta skyldi vera ís- lenzkt skvaldur. Ég hitti Einar Odd nýkominn frá Lake District í góu- byrjun og þarsem ég þekki vel til á þessum slóðum hafði ég ánægju af að tala við hann, aðvenju. Hann sagði mér það sem ég vissi ekki að áhrif nörrænnar málsmenning- arhefðar væru svo augljós á þessu svæði, ekkisíður en í héruðunum kringum Jórvík og Linkoln, að þeirra sæi hvarvetna stað í umhverfinu; þannig héti gil gil, fell fell og tarn væri notað yfir lítið vatn eða tjörn. Þetta var skemmtileg viðbót við hug- myndir manns um arfleifð þess áhrifarika mannlífs sem við eigum í erfðavísunum. Einar Oddur sagði að maður hefði gengið að honum þegar hann var að skoða víkinga- byggðirnar í Jórvík og spurt hvort hann væri ekki íslendingur þvíað Einar ber það að sjálfsögðu með sér, svo þéttur á velli sem hann er. Jú, hann sagði það rétt vera. Þá sagði maðurinn, Og hvemig fínnst þér skvaldrið sem þu heyrir hér, skilur þú einstök orð. Já, Ein- ar sagði að það færi ekki hjá því. Þá sagði maðurinn, Ég hef séð um hátalarakerfið og er skvaldur- meistari þessarar fomu víkinga- byggðar, en við tókum skvaldrið upp í Reykjavík því annað var ekki við hæfi. Af þessu má sjá að íslenzka skvaldrið er á hraðri leið inní heimsmenninguna og líklega kem- ur einhvemtíma að því að það fái þá viðurkenningu sem því ber. Enginn kemur til Aþenu til að taka upp gríska skvaldrið á torgi Sókr- atesar því það er horfið inní myrk- ur og gleymsku og verður aldrei fest á segulband. Það er mikilvæg reynsla að ferð- ast svona með þeirri arfleifð sem við höfum eignazt. Og kannski eig- um við hana ekki skilið einsog við höfum umgengizt hana uppá síð- kastið. En hún hlýtur að vera mergurinn í lífi okkar og framtíð hvaðsem öðm líður. Þetta er engin rómantík; þetta er engin Útópía; þetta er engin Norðurlandaráðs- ræða né útifundarspangól, þetta er einungis blákaldur veraleiki. Og ég gerði mér hann ljósan þegar ég 18 ára gamall starfaði við land- búnað í Redford, á næstu grösum við dómkirkjuna í Linkolni þarsem Þorlákur helgi dýrkaði guð sinn eftir Frakklandsdvöl, en mynd hans framkallast í einum af marg- skreyttum gluggum kirkjunnar, þegar sólin kallar gamlar minning- ar til vitnis um þau verðmæti sem mölur og ryð fá ekki grandað. M (meira þarnæsta sunnudag) HELGI spjall Verzlun og samkeppni UM VERZLUNAR- mannahelgina er þess minnzt hve verzlun og viðskipti hafa verið mikil- vægur þáttur í samfélagi okkar, jafnframt því sem helgin á væntanlega að minna á hve nauðsynlegt er að búa sem bezt að verzluninni og verzlunarmannastéttinni. Framan af öldinni fjallaði baráttan ekki sízt um nauðsyn frjálsrar verzlunar en þetta frelsi var einatt takmarkað eins og kunnugt er með allskyns viðskiptafjötrum og yfirburðaaðstöðu Sambandsverzlunar víða um land. Nú era menn orðnir á einu máli um að fákeppni sé engum til góðs, komi í veg fýrir heilbrigða verzlunarhætti og dragi að sjálfsögðu úr samkeppni sem er nauðsynleg forsenda fyrir því að neyt- endur fái vörur á sem hagkvæmustu verði. Markaðslögmálin hafa reynzt neytendum bezt, bæði hér heima og erlendis, en þessi frjálsi markaður hefur þó á stundum sína annmarka eins og önnur þau lögmál sem eru runnin undan rifjum mannsins sjálfs. Það er til að mynda augljóst að góð list getur átt undir högg að sækja á markaðn- um og þarf stundum að víkja fyrir því sem þar er fyrirferðarmeira í samkeppni og auglýsingum og af þeim sökum verður að rétta henni hjálparhönd með ýmsum hætti og ástæðulaust að amast við því að sú hjálp berist frá opinberum aðilum. Mikil list hefur ævinlega verið undir þessa sök seld. Hún hefur einatt átt undir högg að sækja, ekki sízt fagurbókmenntir svo- nefndar. Samtíminn getur verið glám- skyggn á verðmæti. Hitt er svo annað mál að frjáls markað- ur virðist ekki endilega vera trygging fyr- ir því að hinir stóru gleypi ekki hiná smáu, þvert á móti þurfum við að fylgjast ræki- lega með því að smásöluverzlun til að mynda lendi ekki á höndum of fárra. Bezt færi á því að hún blómgaðist með þeim hætti að kaupmaðurinn á hominu hefði einnig áfram sínu hlutverki að gegna því það er persónulegt og veitir verzlun litrík- ara yfirbragð en ella. En meðan vöruverð lækkar í samkeppnisátökum hinna fáu stóra er vart unnt að amast við því þótt verzlunareiningarnar verði færri og stærri enda er tilhneiging til þeirrar þróunar hvarvetna einn helzti þáttur frjálsrar verzl- unar þótt meiri ástæða sé til að hafa áhyggjur af henni hér heima þar sem fá- menni er og markaðurinn heldur fábreytt- ur en í löndum þar sem fjöldamörg stórfyr- irtæki takast á um hylli milljóna manna. Sú var tíðin að Sambandið hafði áhuga á því að ná til sín 30% smásöluverzlunar á Stór-Reykjavíkursvæðinu og þótti mönn- um slík umsvif meiri en góðu hófu gegndi enda skilaði þessi Sambandsverzlun sér ekki í betra vöruverði til neytenda með þeim hætti sem verið hefur á þessu svæði undanfarin ár. En að því mætti þó hyggja að nú er talið að 30-40% smásöluverzlunar á þessu svæði sé í höndum einnar mikillar verzlunarsamsteypu en sú næsta mun hafa um 10% og hin þriðja stærsta um 8% af þessum smásölumarkaði. Það eru að sjálf- sögðu neytendur sem hafa ákveðið þessar hlutfallstölur vegna þess að slík þróun gæti ekki átt sér stað án þátttöku þeirra og ákvörðunar en telja má að hér sé kom- ið á yztu mörk í jafnlitlu samfélagi og ís- lenzka neytendasamfélagið er. Yfirvofandi hrun vegria verðlags ÁÞAÐMÁEINNIG benda að þótt vöru- verð hafi stundum lækkað vegna þess- arar samkeppni verðum við að horf- ast í augu við þá staðreynd að verðlag hér á landi er með þeim hætti að útlendingum blöskrar. íslendingar sem búa til að mynda í Flórída og koma hér í heimsókn standa agndofa andspænis verðlagi á matvælum sem þeir telja að séu tvisvar til þrisvar sinnum dýrari hér en þar syðra svo ekki sé nú talað um matsölu á veitingastöðum. Viðmælendur Morgunblaðsins hafa varað REVKJAVIKURBREF Laugardagur 29. júlí • Ljósmynd/Mbl MIÐNÆTURSÓL í Reykjavík í júlí. við þessari þróun og þykjast nokkurn veginn sannfærðir um að ferðamanna- þjónustan, sem nú er orðin annar mikil- vægasti atvinnuvegur þjóðarinnar, geti beðið mikið tjón af því verðlagi sem hér ríki og ferðamenn láti ekki bjóða sér það til frambúðar. Um það mættu þeir stjórn- málamenn ekki sízt hugsa sem ráða ferð- inni í sjálftöku ríkisins hvað varðar óbeina skatta. Þess ber einnig að gæta að laun á Islandi eru nú tiltölulega lægri en áður var ef miðað er við kaupgjald hér heima og víða erlendis. Þannig höfum við minna bolmagn en áður til að kaupa dýr mat- væli og ættu stjórnmálamenn að huga að þessari þróun. Kaupmenn hafa að vísu reynt að snúa henni við með aðföngum frá útlöndum en það hefur verið á bratt- an að sækja eins og kunnugt er og af ýmsum ástæðum. Þeir kaupmenn sem Morgunblaðið hefur talað við era samt þeirrar skoðunar að mikið hafi áunnizt í framleiðslu á íslenzku svínakjöti svo dæmi sé tekið og sé það nú jafngott eða betra en til að mynda danskt svínakjöt. Slíkt dæmi sýnir hvernig hægt er að taka á hlutunum hér heima með þeim árangri sem einn er í samræmi við nútímaaðstæð- ur og kröfur um góða framleiðslu á skap- legu verði. ÞAÐ VORU KAUP- menn sem á sínum tíma stofnuðu endur Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur. Þeir höfðu hugsjónir frjálsrar verzlunar að leiðarljósi og töldu þessari hugsjón bezt borgið í skjóli öflugrar félagsstarf- semi. Þeir náðu einnig góðum árangri og breyttu verzlun á íslandi til hins betra og þá ekki sízt með innflutningi á erlend- um varningi. En þeir hafa oft átt undir högg að sækja fyrr á áram þegar stjórn- málamenn settu þeim skorýur með ýms- um hætti og fjötraðu þá jafnvel með alls- kyns höftum og reglugerðum sem drógu úr framtaki og virkuðu sem lamandi hönd á allt viðskiptalífíð. Verzlunin hefur nú að miklu leyti verið losuð úr þessum fjötr- um og er það vel. Aðstæður á íslandi era þannig nú að góður jarðvegur er fyrir fjölbreytta verzlun og nauðsynlega sam- keppni. Þegar tímar liðu breyttist Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur í samtök laun- þega og Landssamband verzlunarmanna, sem vinstri menn vildu ekki á sínum tíma að fengi aðild að Alþýðusambandi Is- lands, er nú einhver fjölmennustu laun- þegasamtök hér á landi. Það ber vott um mikilvægi þessarar atvinnugreinar. Hún stendur nú með meiri blóma en oft áður og til hennar sækja þúsundir íslendinga lífsviðurværi sitt en aðrir þann varning sem hugurinn girnist. Þessi blómlega verzlun er að sjálfsögðu merki þess að verzlunin er ekki lengur í þeim ógöngum sem áður var þegar stjórnmálamenn skömmtuðu skjólstæðingum sínum fríð- indi og reynt var að hefta samkeppni með ýmsum hætti. Á hátíð verzlunarmanna er ekki úr vegi að minnast þess að um þessar mund- ir eru 100 ár liðin frá því stofnað var fyrirtæki með nafni þess manns sem telja má einn helzta brautryðjanda í nýjum verzlunarháttum hér á landi, Ásgeirs Sig- urðssonar. Verzlun hans varð umsvifa- mikil á sínum tíma og markaði djúp spor og nú er enn á 100 ára afmælinu rekin innflutningsverzlun með nafni hans, und- ir forystu afkomenda Ásgeirs. Enn eru fluttar inn vörur með sama vörumerki og Ásgeir Sigurðsson hóf að selja í byij- un ferils síns fyrir 100 árum „þó önnur hafí vikið fyrir nýjum í tímans rás og eru deildir fyrirtækisins nú fjórar“, eins og segir í grein í Lyfjatíðindum nú fyrir skömmu. „Sápu- og matvörudeildin skart- ar enn vörumerkjum á borð við Sunlight og Lux frá Unilever, garndeildin býður enn vöramerkið Pattons, sem allar ís- lenskar konur pijónuðu úr. Efnavöra- deildin selur m.a. ennþá framleiðslu ICI, einnar stærstu efnavörasamsteypu í heimi.“ Fyrirtækið flytur nú inn lyf frá ICI og hefur að öðru leyti mikil umsvif á lyfjamarkaðnum. Það er því löng og merk saga sem þetta gamalgróna fyrir- tæki á að baki og þá er þess ekki sízt að minnast sem fyrrum var á orði haft að hjá Ásgeiri Sigurðssyni hefði verið einskonar skóli fyrir verðandi kaupmenn á íslandi. Ásgeir sótti hugmyndir sínar ekki sízt til Kaupmannahafnar og Edin- borgar þangað sem hann hélt ungur til náms en hann var einungis 31 árs þegar heim kom og fyrirtæki hans var sett á laggirnar. Ein þeirra nýjunga sem þótti mest um vert í Edinborgarverzlun var sá háttur að allir starfsmenn fengu greitt út í peningum. Fram að þeim tíma þekktu menn ekki slíka viðskiptahætti hér á landi en tóku út vörur fyrir laun sín. Ásgeir sagði starfsmönnum sínum að þeir gætu ekki síður verzlað við sig með peningum en úttekt. í fyrrnefndu riti segir svo um þetta: „... viðskiptavinurinn kom ekki í Edinborg til að „leggja inn“ og „taka út“ heldur til þess að kaupa og selja. Verslun- in dafnaði og á fáum árum varð Edin- borg ein helsta verslun Reykjavíkur. Aðr- ir kaupmenn lögðu síðan smátt og smátt af skuldaverslunina og þetta leiddi af sjálfu sér að nú varð þjónusta og kurt- eisi við viðskiptavininn aðalsmerki í stað hroka afgreiðslumanna á meðan skulda- verslunin tíðkaðist." Þess má þá einnig geta að í Edinborgarverzlun var hafizt handa um sérstæðar gluggaútstillingar og stjórnaði Ásgeir Sigurðsson því verki sjálfur, einnig var notazt við peninga- kassa og ýmiskonar auglýsingar sem áður hafði ekki tíðkazt. Þess má að lokum geta að hér í Morgunblaðinu birtist á sínum tíma, eða 1959, samtal við starfsmann hjá Edin- borgarverzlun, Kristmann Þorkelsson. Hann hafði áður verið hjá Brydesverzlun í Vestmannaeyjum, eða frá 1904-1909. Kristmann segir í samtalinu „að Edin- borgarverzlun setti vinnulaun manna í umslög og borgaði út á hveiju föstudags- kvöldi. Þeirri nýbreytni var vel fagnað af peningalitlum almúga. Þá var Ólafur Johnson, síðar stórkaupmaður, gjaldkeri hjá Edinborgarverzlun og barðist kapp- samlega fyrir framförum í verzlun og viðskiptum hér á landi. Ég kynntist Ás- geiri Sigurðssyni konsúl, því ég vann hjá honum eitt sumar við fiskþurrkun. Hann var ágætur maður. Þeir Magnús Magnússon áttu saman kútter Ragnheiði og gerðu út á færum, og eitt vetrarút- hald með vorvertíð öfluðu þeir um 500 skippund af þurrkuðum fiski og þótti gott í þá tíð.“ Kristmann Þorkelsson mundi tímana tvenna. Hann segir eins og aðrir að með skútuöldinni hafí velmegunartímabil haf- izt á íslandi. Áður fyrr hafí allt verið talið í auram en þá þorði fólk að nefna krónur án þess að fara hjá sér, eins og Krist- mann segir. „Geir Zoéga borgaði okkur þijár krónur fyrir skippundið af verkuðum fiski og þurfti að skila honum þurrum til búða. Þá var fiskhús Geirs Zoéga þar sem nú er Naust. Þar var oft margt um mann- inn, ekki síður en nú, en erindið dálítið annað.“ Tímarnir breytast og mennirnir með. Menn þurfa ekki sízt að hafa það í huga þegar þeir stunda verzlun og viðskipti. Nú eru verzlunarhættir aðrir en áður tíðkuðust. En markmiðið er það sama: að sjá neytendum fyrir fjölbreyttu vöru- úrvali á eins hagstæðu verði og unnt er. Ekkert hefur skilað sér eins vel til laun- þega og aukið rauntekjur þeirra en góð- ar vörur á hagstæðu verði; þ.e. sam- keppnismarkaður sem er öllum til hags- bóta. Brautryðj- Sólsetur Eggskurn dagsins brotnar flæðir hvítan yfir fjörð og jökul en rauðan drýpúr hægt inní hugmynd okkar um nýjajörð. *\ «1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.