Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 44
póst gíró
© 550 7472
SYSTEMAX Kapalkerfi
, gg fyrir öll kerfi hússins.
<o>
AT&T NÝHERJI SKIPHOCTI 37 - SÍMI 588 8O70 Alltaf skrefi á undan
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 30. JULI1995
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson
LUNDAR TAKA Á LOFT í MÝRDALNUM
Þýfi fannst í
Vesturbænum
Opin hurð
vakti athygli
lögreglu
LÖGREGLAN í Reykjavík
fann þýfi í húsi í Vesturbæn-
um um miðnætti á föstudags-
kvöld. Lögreglumenn voru að
sinna skyldustörfum í hverf-
inu og komu að opinni hurð
í húsi nokkru, sem vakti at-
hygli.
Við nánari aðgæslu fannst
húsráðandi sofandi í stofunni
og talsvert af hlutum sem
lögreglan hefur sterkar grun-
semdir um að tengist innbrot-
um. Að sögn er um að ræða
sitt lítið af hverju; tölvur,
geisladiska, bílútvörp, radar-
vara og borvélar.
Húsráðandi, sem áður hef-
ur komist í kast við lögin, er
í haldi og vinnur Rannsóknar-
lögregla ríkisins nú að rann-
sókn þess hvernig umræddir
hlutir komust í hans vörslu.
Þrír í fangageymslu
Mjög rólegt var í Hafnar-
firði og Kópavogi og víða um
land í fyrrinótt, að sögn lög-
reglu, og gistu óvenju fáir
fangageymslur Reykjavíkur-
lögreglunnar, eða þrír. Var
það mál margra að menn
væru að safna kröftum fyrir
næstu helgi.
Björk kemur
með einkaþotu
Kostnaður
1,7 milljónir
BJÖRK Guðmundsdóttir er nú
í tónleikaferð í Bandaríkjunum,
en hyggst einnig vera sérstakur
gestur Uxa ’95, útitónleikanna
við Kirkjubæj-
arklaustur.
Til þess að
það sé unnt
leigðu hátíðar-
haldarar sjö
manna einka-
þotu sem flytur
Björk og undirleikara hingað
til lands strax eftir tónleika
hennar í Detroit. Með í för verð-
ur einnig breski tónlistarmað-
urinn Ricard D. James, sem
kemur fram undir nafninu The
Aphex Twin, og kemur hann
einnig fram á Uxa tónleikunum,
en hann leikur með Björk í
Bandaríkjaför hennar.
Fer strax út aftur
Að sögn Péturs Gíslasonar,
starfsmanns Uxa ’95, kemur
Björk með þotunni þegar eftir
tónleika sína i Detroit og fer
með henni aftur til Bandaríkj-
anna strax eftir að hafa komið
fram á Klaustri, þar eð hún leik-
ur á tónleikum i Toronto kvöld-
ið eftir. Pétur segir að kostnað-
ur vegna komu Bjarkar sé „eitt-
hvað um 1.700.000 kr., en það
er vel þess virði, þó stoppið sé
stutt,“ segir hann.
Enn aukast erfiðleikar sauðfjárbænda vegna heyöflunar og fóðurkaupa
Lítíll lieyfengnr vegna
kals og sprettuleysis
ARI Teitsson, formaður Bændasam-
taka íslands, segir að við mikinn
vanda sauðfjárbænda hafi nú bæst
nýir erfiðieikar vegna kals í túnum
og sprettuleysis í sumar, sem munu
auka kostnað bænda við heýöflun
og fóðurkaup.
„Þetta er mjög alvarlegt víða um
land. Heyskapur er langt kominn á
Suðurlandi og er heyfengur mjög
lítill. Þá er mikið kal á Ströndum og
á Norðurlandi vestra og raunar víð-
ar. Það má aimennt segja að það
sé mikið sprettuleysi vegna kulda
og þurrka. Það stefnir því í mjög
lélegan heyfeng í ár og það gerir
þetta mái allt ennþá erfiðara," sagði
Ari.
Fulltrúar bænda lögðu endurskoð-
aðar hugmyndir sínar fyrir samn-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
UNNIÐ við heyskap í Ölfusi á dögunum.
inganefnd ríkisins á fundi síðastlið- ræðna milli stjórnvalda og bænda
inn miðvikudag vegna þeirra við- sem staðið hafa yfir í sumar um
endurskoðun á búvörusamningi
sauðfjárframleiðslunnar. Viðræð-
urnar hafa fram að þessu eingöngu
verið á hugmyndastigi en að sögn
Ara Teitssonar hafa bændur nú end-
urskoðað nokkur atriði sem þeir telja
að megi hugsanlega ná samkomu-
lagi um og hafa fulltrúar ríkisvalds-
ins þær til skoðunar.
Tillit tekið til ábendinga
Að sögn Ara er í endurskoðuðum
hugmyndum bænda m.a. tekið tillit
til þeirra ábendinga sem fram hafa
komið á bændafundum að undan-
förnu.
Viðræðurnar eru í biðstöðu þessa
dagana vegna sumarleyfa en Ari
gerði ráð fyrir að þeim yrði haldið
áfram 11. eða 12. ágúst.
Hagnaður af þýskri útgerð ÚA
HAGNAÐUR varð af rekstri þýska útgerðarfé-
lagsins Mecklenburger Hochseefischerei fyrstu
sex mánuði ársins. Er það í fyrsta skipti síðan
Útgerðarfélag Akureyringa keypti meirihluta
hlutafjár í félaginu að hagnaður er af rekstrin-
um.
Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA, seg-
ir að endanlegar tölur liggi ekki fyrir um afkom-
una en hún sé jákvæð. Þá sé eiginfjárstaða fé-
lagsins viðunandi vegna endurskipulagningar á
fjárhag þess.
Gunnar segir að unnið hafi verið að aðlögun
framleiðslu togaranna að markaðnum og við
það hafi fengist hagstæðara verð fyrir afurðirn-
ar. Skipunum hefur gengið_ vel á úthafskarfa-
veiðunum og eftir að veiðin brást utan fiskveiði-
lögsögunnar á Reykjaneshrygg fóru skipin til
veiða inn í grænlensku lögsöguna.
Varðandi horfur um framhaldið segir Gunnar
að þær fari eftir aflabrögðum skipanna. í haust
reyni einnig á samkomulag sem gert var við
sjómannasamtökin ytra um að áhafnirnar fengj-
ust afskráðar á meðan skipin hefðu ekki verk-
efni.