Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 21
wmm Maí. 19! Lýsins lUpphaf sla Tekiiar Launin Hans Launin Hennar Skattar. ði|Marii«NMir VerSbréf Ktqiðld Nauðsynjar Tryggingar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 21 ERLENT Bandaríkin Ójöfnuður meiri en verst var talið Washington. Reuter. ÓJÖFNUÐUR milli ríkra og fátækra í Bandaríkjunum er meiri en hörð- ustu gagnrýnendur hafa nokkru sinni látið í veðri vaka, er niðurstaða athugunar Rand-stofnunarinnar í Kaliforníu. í greiningu hagfræðings Rand, James Smith, kemur fram að á sama tíma og þessi misskipting á eignum og auði kemur í ljós séu brotalamir orðnar í lífeyriskerfinu og útlit sé fyrir að ógerningur reynist að standa við gefin loforð um félagslega þjón- ustu. Smith segir: „Misskipting auðs í Bandaríkjunum er einfaldlega gífur- leg, margfalt meiri en aukinn tekj- umismunur, sem mikið hefur verið ræddur og gagnrýndur að undan- förnu.“ Eignir ríkustu 5% hvítra fjöl- skyldna, þar sem a.m.k. annað hjóna er eldra en sjötugt, nema að meðal- tali um 655 þúsund dollurum, sem er sjöfalt meira en fólk í þessum hópi á að meðaltali. Fátækustu 10 prósentin eiga að jafnaði sem nemur 800 dollurum. Hlutskipti minnihlutahópa er mun verra. Eignir dæmigerðrar fjölskyldu blökkumanna eða spænskættaðra nema innan við 500 dollurum, og ijórir af hveijum tíu eru eignalausir. Mannbætandi handarmissir? London. Reuter. BRESKA stríðshetjan Horatio Nel- son gjörbreyttist til batnaðar eftir að hann missti hægri höndina í bar- daga, ef marka má niðurstöðu breska rithandarfræðingsins Oliviu Graham. „Það var meiri ró yfir honum, hann var fær um að tjá tilfinningar sínar og leyfði mýkri hlið persónu- leikans að koma fram,“ sagði Gra- ham eftir að hafa rannsakað bréf sem aðmírállinn skrifaði með vinstri hendi eftir að hann missti þá hægri í bardaga gegn Spánveijum árið 1797. „Síðustu æviárin varð hann ónæmur fyrir hættunum og lét skeika að sköpuðu," sagði Graham um Nelson, sem beið bana árið 1805 í orrustunni við Trafalgar gegn franska flotanum. Shanghai Umferðarslys- um fjölgar Shanghai. Reuter. SLYSUM í umferðinni hefur fjölgað í Shanghai á þessu ári. Að meðal- tali farast rúmlega þrír í umferða- slysum á hverjum degi í borginni. A tímabilinu frá janúar til maí á þessu ári létust 325 manns, sem er 16,1% aukning frá því á sama tíma í fyrra; rúmlega fimmtán hundruð manns slösuðust í 6,797 slysum. fjármálahugbúnaður heimilisins Hómer er auðveldur og þægilegur í notkun. Heimilislína Búnaðarbankans stendur að útgáfu á fjármálahug- búnaðinum Hómer en hann er kjörinn fyrir alla þá sem vilja hafa reglu og yfirsýn yfir fjármálin. Heimilisbókhaldið má færa beint inn í tölvu heimilisins og nota í samskiptum við þjónusturáðgjafa Búnaðarbankans. í Hómer er auðvelt að gera fjárhagsáætlanir og útreikninga, reikna út greiðslubyrði lána og ávöxtun sparireikninga svo eitthvað sé nefnt. Þú þarft aðeins að skrá inn upphæðir og Hómer sér sjálfkrafa um útreikninginn. Með Hómer fylgir ítarlegur bæklingur með öllum nauðsynlegum leiðbeiningum. Hómer er sérstaklega hannaður fyrir íslenskar aðstæður í „Windows". Leitið upplýsinga í aðalbankanum, Austurstræti 5, og útibúum Búnaðarbankans um land allt. BUNAÐARBANKINN - Traustur banki HEIMILISLINAN SUMARÚISAIAN HEFST Á MÁNVDApi ollt oð 50% ofslóMur Skipholti 19 HVÍTA HÚSID

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.