Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ► STARFSMAÐUR í Thulestöð- inni, Jnrgen Drost, tók þessa mynd árið 1966 og sendi hana heim til eiginkonu sinnar i Dan- mörku. Aftan á myndina ritaði hann útskýringn, sagði að B-52 sprengjuflugvélin væri í flugtaki og slíkar vélar lentu öðru hverju á flugvellinum til viðgerða. Ráða- menn í Kaupmannahöfn viður- kenndu ekki opinberlega á þess- um árum að vélar með kjarn- orkuvopn fengju að lenda á Grænlandi. Thul var gerð fyrir kjarnorkuvopn Upplýsingar um að kjamorkuvopn hafi veríð geymd í Thule-stöðinni í Grænlandi hafa vakið mikla athygli í Danmörku. Danski blaðamaðurinn Seren Rasmussen hefur rannsakað málið og komist að þeirri niður- stöðu að allur viðbúnaður í Thule-stöðinni hafí verið miðaður við kjamorkustríð við Sovétríkin HELSTA umræðuefnið í dönskum fréttamiðlum í sumar hefur í sjálfu sér ekki verið að Banda- ríkjamenn skyldu hafa verið með kjamorkuvopn á Grænlandi í kalda stríðinu. Hitt er öllu óvæntara að það voru danskir stjórnmálamenn sem báru algerlega ábyrgðina á því að þetta var leyft, það hefur komið í ljós í tengslum við að ótrúlegur skollaleikur H.C. Hansens, forsæt- is- og utanríkisráðherra á sjötta áratugnum, í stefnu Dana í kjama- vopnamálum hefur nú verið afhjúp- aður. Er Bandaríkjamenn gerðu á sjötta og sjöunda áratugnum að- stöðuna á Grænlandi að grundvall- aratriði í hnattrænni kjarnavopna- stefnu sinni var það með fullu sam- þykki leiðtoga dönsku ríkisstjórnar- innar - og a.m.k. nokkurra voldug- ustu embættismanna í hernaðar- og stjórnarstofnunum Danmerkur. Þetta hafði ekki komið fram áður. Dönsk stjómvöld hafa látið þvinga sig til að stunda furðulegan fatafelludans í málinu síðustu vik- umar. Niels Helveg Petersen utanríkis- ráðherra varð fyrir skömmu að við- urkenna að Bandaríkjamenn hefðu geymt kjarnavopn á Grænlandi en aðeins 11 dögum fyrr hafði hann reynt að fullvissa jafnt Dani sem Grænlendinga um að svo hefði aldr- ei verió. Fyrir tæpum tveim vikum staðhæfði svo ráðherrann enn einu sinni að allar staðreyndir málsins ’væru nú komnar fram. Stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að opinber rannsókn á málinu nái aðeins fram til ársins 1968, ekki sé ástæða til að kanna það sem gerst hafi síðan. „Við höfum enga ástæðu til að halda að brotin hafi verið ákvæði samnings sem við gerðum við Bandaríkjamenn árið 1968,“ sagði Helveg Petersen á blaðamanna- fundi. Sjálft orðalagið var nóg til að hrollur fór um blaðamenn og sagnfræðinga. Undanfarin tíu ár hafa mismunandi útfærslur af sömu yfirlýsingu verið notaðar til að vísa á bug sérhverri spurningu um bandarísk kjarnavopn i Danmörku eða á Grænlandi. Fræðimenn og fréttamenn hafa árum saman rekið sig á vegg þegar þeir hafa reynt að fá upplýsingar um viðkvæm mál í skjalasöfnum danska utanríkisráðuneytisins. Sú staðreynd að bandarísk kjarnavopn voru á Grænlandi kom þó yfirleitt ekki þeim sem kynnt höfðu sér sögu kalda stríðsins á norðurheims- skautssvæðunum á óvart. Sterkar vísbendingar um þetta höfðu verið þekktar í áratugi, 1983 ritaði Banda- ríkjamaðurinn Paul Claesson ítar- lega bók um mikilvægi Grænlands í varnaráætlunum Bandaríkjamanna í kalda stríðinu. Vorið 1994 gat danskur fræði- maður, Hans Moller Kristensen, sem tengdur er Greenpeace, i rauninni sýnt fram á að bandarískar sprengjuvélar hefðu árin 1961-1968 flogið reglulega yfír Thule-herstöð- ina með vetnissprengjur. Hann byggði rannsóknir sínar eingöngu á bandarískum skjölum, í Kaup- mannahöfn vísaði v utanríkisráðu- neytið honum á bug er hann reyndi að fá kanna skjöl þess, sama var að segja um varnarmálaráðuneytið. Dagblaðið Jyllandsposten segir að ákvörðun stjórnvalda nú um að aflétta nokkru af leyndinni hafi verið tilraun til að verða á undan Kristensen, ráðamenn hafi ekki vilj- að lenda í þeirri vandræðalegu stöðu að þurfa að staðfesta allar fullyrðingar hans. Hafi farið fram „áköf skoðanaskipti" milli Helveg Petersens og ráðamanna í Washing- ton áður en danski ráðherrann leysti opinberlega frá skjóðunni. Þáttur í stærri áætlun Akvörðunin um að reisa bækistöð fyrir bandaríska flugherinn við Thule var á sínum tíma einvörðungu rökstudd með vísan til áætlana um að heyja allsherjar kjarnorkustyrj- öld gegn Sovétríkjunum ef til slíkra átaka kæmi. í Thule yrði hægt að setja á laggimar flugbækistöð fyrir bandarískar sprengjuvélar mun nær landi óvinarins. Vélamar myndu ráðast á sovéskar stórborgir og hernaðarmannvirki, þær yrðu færar um að endurgjalda sovéska leiftur- árás á eldflaugabyrgin í Bandaríkj- unum. Áætlunin var nefnd Chrome Dome. Sprengjuvélar höfðu á þess- um árum ekki flugþol til að fljúga frá Bandaríkjunum til Sovétríkj- anna og aftur heim án þess að millilenda. Hægt var að nota Thule til að millilenda eða senda þaðan elds- neytisvélar á loft til að bæta á tanka sprengjuvélanna. Frá Thule væri hægt að komast inn um bakdyrnar - inn yfir nyrstu svæði Síberíu þar sem loftvarnir Sovétmanna voru ekki öflugar - en sprengjuvélar Bandaríkjamanna með bækistöð í Vestur-Þýskalandi þurftu að fara yfir vel varin svæði í Austur-Evrópu og Evrópuhluta Rússlands að skot- mörkum sínum. Birgðastöðvar fyrir kjarnavopn Danir og Bandaríkjamenn vom varla búnir að undirrita samninginn 1951 þar sem kveðið var á um rétt hinna síðarnefndu til að hafa her- bækistöðvar á Grænlandi þegar herskari iðnaðar- og verkamanna kom til Thule. Fjárfestingin var geysileg og fljótlega gátu verið um 12.000 manns á staðnum. Þetta var langstærsta byggð á Grænlandi um þær mundir. Danir lögðu fram sinn skerf, hann var ekki umfangsmikill en mikilvægur. Þeir reistu Nord-stöð- ina í Norðaustur-Grænlandi. Hlut- verk hennar var sumpart að láta Thulestöðinni í té veðurfræðilegar upplýsingar, sumpart að vera vara- flugvöllur. Sprengjuflugvélar á heimleið eftir flug yfir Sovétríkjun- um myndu geta lent á Nord-stöð- inni og sparað sér þannig 1.200 kílómetra flug. Danski fáninn blakti yfir stöðinni en Bandaríkin studdu reksturinn með miklu fé. Þar voru um 30 manns fram til 1972; nú eru þar að jafnaði um fimm manns við störf. Einn kafla þe'ssarar sögu er enn verið að rannsaka. 1953, ári eftir að Thulestöðin var tekin í notkun, var byggð grænlenskra veiðimanna á staðnum flutt með valdi 120 km norðar, til Qaanaaq. Tveir danskir fræðimenn, Jens Brosted og Mads Fæj;teborg, reyna nú, að nokkru leyti með bandarískri aðstoð, að fá botn í málið en þess má geta að sveitarfélagið í Thule lagði fyrir nok <rum árum fram kröfu um bætur frá dönsku stjórninni vegna flutningsins. Jafnframt er fullyrt að varnarsamningurinn frá 1953 geti verið brot á stjórnarskránni vegna þess að danska þingið hafi verið blekkt, öll ákvæði samnings- ins um afsal fullveldis Dana á svæð- um Bandaríkjamanna hafi ekki ver- MIKLAR lestir vagna og sleða, sem dregnar voru af dráttarvélum, voru notaðar til að koma bygg- ingarefni og birgðum til Camp Century, tilraunaherstöðvar Bandaríkjamanna sem grafin var niður í meginlandsísinn skammt frá Thule. Til lengdar var of dýrt að reka stöðina og var hún yfirgefin eftir nokkur ár en kostnaðurinn við stöðina, þar sem nær 300 manns dvöldust, var geysimikill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.